Morgunblaðið - 03.12.1993, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1993
Öll kvöld frá 26. nóvember
í hádeginu frá fimmtudegi til sunnudags
og öll hádegi síðustu vikuna fyrir jól.
Yerð: 1.950.- í hádeginu og
2.400.- á kvöldin
Salir fyrir 40- 130 manna hópa
m.a. Háteigur á efstu hæð
með útsýni yfir borgina.
.
■ ■ m «■ ■
,
BORGARTUNI 20
sími 626788
HÁRBLÁSARAR
FYRIR JÓLAGREIÐSLUNA
VERÐ FRÁ
Fjölmiðlaumfjöllun réttlæt-
ir ekki ummæli Krisljáns
Lögfræðileg álitsgerð vegna ummæla formanns bankaráðs íslandsbanka
Upplýsingar um
umboðsaöila
hjá Gulu línunni
í 241. gr. sömu laga er ákvæði,
sem heimilar að dæma óviður-
kvæmileg ummæli ómerk, svo og
ákvæði, sem heimilar að dæma
þann, sem sekur gerist um þá hátt-
semi, sem t.d. er lýst í 235. gr. til
þess að greiða hæfilega fjárhæð til
að kosta birtingu dóms í opinberu
blaði eða riti.
í 1. gr. 1. 71/1928 um vernd at-
vinnufyrirtækja gegn óréttmætum
prentuðum ummælum segir svo:
„Hlutafélög, samlagsfélög, sam-
vinnufélög og önnur atvinnufyrir-
tæki, þar með talið þau, er rekin
eru af hálfu hins opinbera, skulu
njóta sömu lagaverndar sem ein-
stakir menn gegn óréttmætum
prentuðum ummælum, sem fallin
eru til að hnekkja atvinnurekstri
þeirra."
Loks er rétt að benda á 43. gr.
1. 43/1993 um viðskiptabanka og
sparisjóði, sem hljóðar svo: „Banka-
ráðsmenn, stjórnarmenn sparisjóðs,
bankastjórar og sparisjóðsstjórar,
endurskoðendur og aðrir starfs-
menn viðskiptabanka eða sparisjóðs
eru bundnir þagnarskyldu um allt
það er varðar hagi viðskiptamanna
hlutaðeigandi stofnunar og um önn-
ur atriði sem þeir fá vitneskju um
í starfi sínu og leynt skulu fara
samkvæmt lögum eða eðli máls
nema dómari úrskurði að upplýs-
ingar sé skylt að veita fyrir dómi
eða lögreglu eða skylda sé til að
veita upplýsingar lögum sam-
kvæmt. Þagnarskyldan helzt þótt
látið sé af starfi."
Samkvæmt 100 gr. í lögum
43/1993 um viðskiptabanka og
sparisjóði, skal refsa fyrir brot á
lögunum með sektum eða varð-
haldi, liggi ekki þyngri refsing við
broti samkvæmt öðrum lögum.
3. Mat á réttaráhrifum
ummælanna
Ákvæði almennra hegningar-
laga nr. 19/1940.
Þegar það er metið, hvort hin
tilvitnuðu ummæli Kristjáns Ragn-
arssonar fari í bága við 229. gr.
almennra hegningariaga, er til þess
að líta, að ákvæðið hefur verið skil-
ið svo, að það verndi ekki eingöngu
friðhelgi einstaklinga, heldur einnig
félaga og samtaka1. Má reyndar
einnig um þetta vísa til hins tilvitn-
aða ákvæðis í lögum 71/1928, sem
veita atvinnufyrirtækjum sömu
vernd og einstaklingum gegn prent-
uðum ummælum. Skilja ber orðin
„prentuð ummæli“ svo, að það taki
einnig til ummæla, sem birtast með
öðrum opinberum hætti t.d. í út-
varpi eða sjónvarpi.
Það ræður engum úrslitum við
mat á því, hvort 229. gr. almennra
hegningarlaga á við eða ekki, hvort
einkamálefni þau, sem skýrt er frá
séu sönn eða ekki. Það kann hins
vegar að horfa til refsiþyngingar,
ef þau eru höfð í frammi án þess
að vera sönn. Eins og fram kemur
í orðalagi ákvæðisins leiðir það ekki
til refsingar, ef sá er skýrir opinber-
lega frá einkamálefnum annars
manns (félags), hefur til þess nægi-
legt tilefni. Þess vegna verður að
taka afstöðu til þess hér, hvort
nægilegt tilefni hafi verið til þeirra
ummæla, sem Kristján Ragnarsson
viðhafði og hér er vísað til.
Kristján hefur sjálfur réttlætt orð
sín með því að segja í kvöldfrétta-
tíma Ríkisútvarpsins þann 29. nóv-
ember 1993, að hann hafi verið að
„hafa eftir ummæli forstjóra
Vinnslustöðvarinnar sem hann hef-
ur borið fram opinberlega, ítrekað
meðal annars í blaðaviðtali þar sem
hann lýsir fjárhagsstöðu hans fyrír-
tækis. Mínar ályktanir eru dregnar
af þeim upplýsingum og varða ekki
íslandsbanka.11
Af þessu tilefni hef ég farið yfir
viðtöl við fyrirsvarsmenn Vinnslu-
PFAFF
RAKVÉLAR
FRÁ BRAUN
ÞÆGILEGRI RAKSTUR
VERÐ FRÁ
HÉR fer á eftir lögfræðileg álits-
gerð Viðars Más Matthíassonar
hrl., sem hann vann fyrir
Vinnslustöðina hf. í Vestmanna-
eyjum, um réttarstöðu Vinnslu-
stöðvarinnar hf. og fram-
kvæmdastjóra félagsins vegna
tiltekinna ummæla Kristjáns
Ragnarssonar, formanns banka-
ráðs Islandsbanka hf. og for-
manns LIU, í Ríkisútvarpinu (Rás
2) 29. nóvember 1993.
1.Inngangur
„Vinnslustöðin hf. og fram-
kvæmdastjóri félagsins hafa óskað
eftir áliti mínu á því, hver sé réttar-
staða félagsins og framkvæmda-
stjórans vegna tiltekinna ummæla
rvnstjans Ragnarssonar. Ummælin
voru viðhöfð í morgunútvarpi Rásar
2 í Ríkisútvarpinu, í viðtali við Leif,
Hauksson dagskrárgerðarmann um
kvótakerfið o.fl.
Þau ummæii Kristjáns Ragnars-
sonar, sem hér skipta máli eru eftir-
farandi: „... ég tek ekki mikið mark
á því þótt einhver einn einstakling-
ur í 600 manna hóp, eins og Sig-
hvatur Bjarnason í Vestmannaeyj-
um, sem er að reka fyrirtæki sem á
í gríðarlegum íjárhagslegum erfið-
leikum, á hann að vera leiðarljós
fyrir samtök útvegsmanna eða fyrir
útvegsmenn yfir höfuð um það að
taka upp einhveija nýja gjaldtöku
á greinina?
Nei, ég hafna því algjörlega og
tel það ekki skipta nokkru einasta
máli, þótt fyrir fínnist einhver ein-
staklingur í þessum hópi, sem er
svo óábyrgur, eins og fram kemur
í afstöðu hans, að mínu mati, vegna
þess að hann hefur enga íjármuni,
ég fullyrði hann hefur enga fjár-
muni, til þess að greiða fyrir ein-
hvern rétt til að fara á sjó til að
sækja afla, sem er ekki nema þriðj-
ungur af því, sem fyrirtæki hans
mátti gera fyrir nokkrum árum.“
Eins og fram hefur komið er Krist-
ján Ragnarsson formaður banka-
ráðs íslandsbanka hf., en hann hef-
ur síðar sagt, að ummæli þessi komi
því starfi hans ekki við, heldur sé
hér um að ræða upplýsingar, sem
hann hafi úr opinberum ummælum
framkvæmdastjóra Vinnslustöðvar-
innar hf.
Rétt er að taka fram, að það er
erfitt að skilja fyllilega á milli þess,
að hvaða leyti þessi ummæli snerta
Vinnslustöðina hf. og að hvaða leyti
þau snerta framkvæmdastjóra fé-
lagsins. Litið er svo á hér, að um-
mælin beinist að Vinnslustöðinni
hf. að því leyti, sem þau snúast um
fjárhagsstöðu, en fullyrðingar um
óábyrgni Sighvats Bjarnasonar,
framkvæmdastjóra, vita auðvitað
að honum persónulega.
2. Gildandi lagaákvæði, sem
sérstaka þýðingu hafa
Þau lagaákvæði, sem koma helzt
til skoðunar þegar hin tilvitnuðu
ummæli og áhrif þeirra eru metin
og hver réttaráhrif þau hafi, eru
eftjrfarandi:
í 229. gr. almennra hegningar-
laga nr. 19/1940, er svohljóðandi
ákvæði:
„Hver, sem skýrir opinberlega
frá einkamálefnum annars manns,
án þess að nægar ástæður séu fyr-
ir hendi er réttlæti verknaðinn, skal
sæta sektum eða varðhaldi allt að
1 ári.“
Jafnframt er að líta til 235. gr.
sömu laga, sem er svohljóðandi:
„Ef maður dróttar að öðrum
manni einhveiju því, sem verða
myndi virðingu hans til hnekkis, eða
ber slíka aðdróttun út, þá varðar
það sektum eða varðhaldi allt að
einu ári.“
ÞAR SEM
SMÁTÆKIN FÁST
SAMLOKUGRILL
GÆÐAGRILL Á GÓÐU VERÐI
VERÐ
HANDÞEYTARI
HANDHÆG JÓLAGJÖF
VERÐ FRÁ
Við tökum smá
forskot á jólin og
borð að höfðingja sið.
Að sjálfsögðu er allt það besta
úr íslenska búrinu, til dæmis
heitt og kalt hangikjöt, svið,
sviðasulta, rófustappa,
rauðkál og laufabrauð.
Við lumum einnig á
klassískum jólaréttum frá
útlöndum og berum fram
danska riíjasteik, sænska
síldarrétti, gljáð grísalæri,
fylltan kalkún og margt fleira
girnilegt góðgæti sem
ómissandi er á höfðingja-
borðum. Einnig jólaglögg
að hætti hússins.
RIFVÉL FYRIR OSTA,
HNETUR, SÚKKULAÐI
OG MARGT FLEIRA
VERÐ FRÁ
Kynnið ykkur gistítilboð
í desember.
Sigtúni 38 - Allar upplýsingar í síma 689000 - Fax: 680675