Morgunblaðið - 03.12.1993, Síða 26

Morgunblaðið - 03.12.1993, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1993 Treysta ekki Abk- hösum EDÚARD Shevardnadze, for- seti Georgíu, sagði í gær vilja tryggingar fyrir því að Abkhas- ar myndu standa við viljayfirlýs- ingu þá sem þjóðirnar gerðu á miðvikudag um að flóttamenn mættu snúa til síns heima við Svartahaf. Sagði Shevardnadze erfitt fyrir Georgíumenn að trúa því að orð Abkhasa stæðust og vísaði til vopnahlés þjóðanna sem Abkhasar rufu í september Aideed til friðarvið- ræðna MOHAMED Farah Aideed, stríðsherra í Sómalíu, sam- þykkti í gær að ganga til friðar-' viðræðna við höfuðandstæðing sinn, Ali Mahdi Mohamed, í Addis Ababa, höfuðborg Eþíóp- íu. Það er Meles Zenawi, forseti Eþíópíu, sem boðar til viðræðn- anna. Hafði Aideed áður neitað að mæta þar sem hann óttaðist um líf sitt. Hann hélt til Addis Ababa í gær. Gyðingur með- al frambjóð- enda fasista GYÐINGURINN Filippo Fior- entini hefur vakið mikla reiði ítalskra gyðinga vegna fram- boðs hans fyrir flokk nýfasista í Róm. Seinni umferð borgar- og sveitastjórnarkosninga fara fram á Ítalíu á sunnudag. Hefur Fiorentini verið sakaður um að svíkja og óvirða minningu þeirra , gyðinga er létust í síðari heims- styijöld en hann svarar því til að nú séu það efnahagsleg at- riði sem skipti máli en ekki söguleg. Afsögn varn- armálaráð- herra Japans VARNARMÁLARÁÐHERRA Japans, Keisuke Nakanishi, sagði af sér í gær, vegna harðra viðbragða á japanska þinginu er hann óskaði eftir endurbótum á stjórnarskrá þeirri er gerð eftir lok síðari heimsstyrjaldar- innar. í henni er tekið fyrir það að Japanir stilli til friðar utan heimalandsins. Nakanishi lagði til að henni yrði breytt svo að japanskir hermenn gætu tekið þátt í aðgerðum á vegum Sam- einuðu þjóðanna. Múslimar neita sam- komulagi STJÓRN múslima í Bosníu kvaðst í gær ekki hafa náð sam- komulagi við Serba um skipt- ingu Sarajevo í tvennt í friðar- viðræðum í Genf. Nokkrum mín- útum áður hafði Radovan Karadzic, leiðtogi Bosníu-Serba, lýst því yfir að þjóðirnar hefðu náð samkomulagi þess efnis að múslimar héldu tveimur þriðju hlutum borgarinnar en Serbar fengju þriðjung hennar. Auk þessa lýsti Mohamed Sacibey, fulltrúi múslima því yfir að þeir þvertækju fyrir að gefa eftir land í austur- og vesturhluta Bosníu. Kanada styð- ur NAFTA STJÓRN ftjálslyndra í Kanada tilkynnti í gær að hún myndi styðja Fríverslunarsarnning Norður-Ameríku (NAFTA). Reuter Viðgerðarferð í geiminn BANDARÍSKU geimfeijunni Endeavour var skotið á loft á Canaveral-höfða í Flórída í gærmorgun. Sex karlar og ein kona eru í feijunni og hermt er að aldrei áður hafi jafn reynd áhöfn farið í geimferð. Henni er ætlað að gera við geimsjónaukann Hubble, sem kostaði þijá milljarða dala, eða 216 milljarða króna. Áætlað er að geim- ferðin kosti jafnvirði 45 milljarða króna. Fiskveiðar við Svalbarða Máliðgæti tapastí Haag GEIR Ulvstein, lektor við laga- deild Óslóarháskóla, hélt því fram í norska ríkisútvarpinu í síðustu viku að Norðmenn gætu vel beðið lægri hlut í málaferlum fyrir alþjóðadómstólnum í Haag ef látið yrði reyna á kröfur þeirra um yfirráð fiskvemdar- svæðis við Svalbarða. Ulvstein segir Norðmenn ósam- mála flestum öðrum þjóðum um túlkun á Svalbarðasamningnum frá 1920. Að Finnum einum undan- skildum telji þær allar að sérstakur réttur Norðmanna gildi aðeins um fiskveiðar innan fjögurra mílna en ekki innan 200 mílna svæðisins. Hann álítur norsk stjómvöld forðast að láta málið fara fyrir dómstólinn. Hann gæti að vísu úrskurðað að það sé hlutverk Noregs að setja reglur um nýtingu svæðisins innan 200 mílnanna en þær verði á hinn bóginn að grundvallast á jafnrétti allra þjóða. Fréttamaðurinn sem ræddi við Ulvstein bætti því síðan sjálfur við að íslendingar hefðu aldrei viður- kennt rétt alþjóðadómstólsins til að úrskurða í fiskveiðideilum og þess vegna væru þeir hikandi við að stefna Norðmönnum í Haag. Þýskir fjölmiðlar telja stöðu Helmuts Kohls veikari en nokkru sinni fyrr „Ragnarök kanslarans“ sögð vera yfirvofandi Bonn. Reuter. STAÐA Helmuts Kohls, kanslara Þýskalands, hefur líklega aldrei ver- ið veikari en nú, í kjölfar þess að Steffen Heitmann, forsetaefni kansl- arans, dró sig í hlé vegna mikillar gagnrýni og hneykslismáls í sam- bandslandinu Sachsen-Anhalt. Sagði öll ríkisstjórn sambandslandsins, þar sem kristilegir demókratar voru í meirihluta, af sér í byijun vikunn- ar eftir að ríkisendurskoðun Þýskalands sagði ráðherra þar hafa greitt sér hærri laun en leyfilegt var. Töldu flestir þýskir fjölmiðlar jafnvel líkur á að valdatíma Kohls myndi ljúka með þingkosningunum í septem- ber á næsta ári. „Hversu lengi til viðbótar getur núverandi samsteypustjóm [kristi- legra demókrata og fijálsra demó- krata] eiginlega þraukað,“ spurði hið íhaldssama dagblað Frankfurter All- gemeine Zeitungí fyrirsögn á forsíðu og í flestum öðrum helstu blöðum Þýskalands var að finna svipaðar vangaveltur. Sum hlökkuðu jafnvel yfir óförum kanslarans líkt og vinstri Berlínarblaðið Tageszeitung. „Allir þeir sem hafa litla samúð með flokki Kohls og hafa lengi beðið eftir að hann myndi hrökklast frá völdum þurfa nú bara að halla sér aftur á bak og bíða ... Þetta verður gam- an.“ Á sunnudag verður kosið í sam- bandslandinu Brandenburg í norð- austurhluta landsins og er búist við að þá muni flokkur kanslarans, CDU, bíða mikinn ósigur. Á næsta ári verða svo haldnar nítján kosningar, þar á meðal þingkosningar. Vikublaðið Die Zeit minnti á að Kohl hefði unnið sigur í síðustu kosningum vegna góðs gengis í austurhlutanum og sagði að nú virtist hins vegar sem að ósigur hans myndi einmitt eiga rætur að rekja til sama landshluta. Blaðið Die Woche, sem gefið er út í Hamborg, birti í gær skoðanakönn- un þar sem 25% aðspurðra sögðust búast við að stjóm Kohls myndi halda velli. 45% töldu hins vegar að flokk- ur jafnaðarmanna, SPD, myndi kom- ast til valda í fyrsta skipti frá árinu 1982. Einungis 49% stuðningsmanna CDU bjuggust við sigri í kosningun- um. „Staða [kanslarans] var mjög slæm árið 1989 en hún er enn verri nú,“ sagði Siiddeutsche Zeitung og minnti þar með á að skömmu fyrir fall Berlínarmúrsins voru vinsældir Kohls mjög litlar og almennt búist við að Oskar Lafontaine yrði næsti kanslari. Frankfurter Allgemeine dró hins vegar hliðstæður við árið 1982 er frjálsir demókratar hættu sam- starfí við SPD og tóku upp stjórnar- samstarf við CDU. Sagði blaðið Júrgen Möllemann, fyrrum efna- hagsmálaráðherra, og fleiri forystu- menn flokksins virðast vera að reyna að eyðileggja stjórnarsamstarfið. Drifkrafturinn á bak við tjöldin, hvað þetta varðaði, væri hins vegar Hans- Dietrich Genscher, fyrrum utanríkis- ráðherra. Die Zeit sagði að oft hefði kanslar- inn verið í erfíðri stöðu en náð sér á strik aftur. „Nú virðist hins vegar sem „ragnarök kanslarans" [Kanzl- erdámmerung] séu að verða óumflýj- anleg. Helmut Kohl kann að halda að nú sé betri tíð í vændum fyrst að Heitmann-málinu sé lokið. Hann hefur rangt fyrir sér. Héðan í frá mun allt fara úrskeiðis hjá honum“. Maó með ofsóknaræði og umvafinn ungrnn stúlkum Hong Kong. Reuter. EINKALÆKNIR Maós Tsetungs segir að byltingarleiðtoginn fyrr- verandi hafi haft ýmis einkenni ofsóknarbijálæðis, lifað við munað og haldið dansleiki að minnsta kosti tvisvar á viku, umvafinn ungum stúlkum. Li Sui Zhi var læknir Maós for- manns í 22 ár og var þá meinað að sinna öðrum en honum af örygg- isástæðum. Li er nú 73 ára gam- all, býr í Chicago og er að skrifa endurminningar sínar. BBC-sjón- varpið birti í gær afrit af viðtali við hann sem sjónvarpað verður síðar. Félagarnir hleruðu samtöl Maós Li segir að Maó hafí verið tor- trygginn í garð annarra forystu- manna kínverska kommúnista- flokksins fyrstu árin eftir bylting- una árið 1949. Félagar í stjóm- málaráði flokksins hafí verið haldn- ir svo miklum ótta við að misskilja byltingarleiðtogann að þeir hafi látið setja hlerunarbúnað í skrif- stofu hans. Maó hafí orðið ævareið- ur þegar hann hafi fundið hlerunar- tækin og sakað samstarfsmenn sína um að reyna að grafa undan sér._ „í rauninni var komið fram við Maó sem keisara," segir Li. „Þegar hann sagði eitthvað þorði enginn að andmæla honum eða telja hon- um hughvarf. Það eina sem þeir sögðu var: „lengi lifí Maó formað- ur“.“ Maó hótaði á sjötta áratugnum að endurheimta Tævan og hætti þar með á stríð við Bandaríkin. Li segir að Maó hafí þá sagt við sig: „Eg vona að Bandaríkjamenn varpi sprengju á Fujian-hérað. Ég vona að margar milljónir manna deyi svo umheimurinn skilji að þeir eru heimsvaldasinnar.“ Dansaði meðan fólkið svalt Li segir að þegar hungursneyð hafi skollið á í „Stóra stökkinu framávið“ árið 1958 hafi Maó lagt áherslu á að færa þyrfti fómir í þágu byltingarinnar. „Hann minnt- ist aldrei á þau hundruð þúsunda manna sem sultu í hel.“ Á sama tíma voru haldnir að minnsta kosti tveir dansleikir fyrir Maó á viku hverri og leiðtoginn var þar umlukinn stúlkum sem fengnar voru úr menningarfarandsveitum hersins. „Hann tók þær jafnvel með sér inn í svefnherbergið," segir Li. Reutcr Goðið hyllt UNGIR verkamenn hylla átrún- aðargoðið, Maó formann, sem lagði lag sitt við ungar stúlkur fram í rauðan dauðann. Maó hélt áfram að sækjast eftir félagsskap ungra stúlkna á gamals aldri þegar hann fór varla út úr svefnherberginu; þótt hann væri lasburða var hugurinn enn skýr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.