Morgunblaðið - 03.12.1993, Síða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1993
Ingibjörg Njáls-
dóttír - Minning
Fædd 1. júlí 1948
Dáin 24. nóvember 1993
Þegar mér barst fréttin um and-
lát Ingibjargar, eða Imbu eins og
hún var kölluð, reikaði hugurinn
ósjálfrátt aftur í tímann og margar
ljúfar æskuminningar úr Leirár-
sveitinni hrönnuðust upp.
Imba fæddist í Vestri-Leirár-
görðum í Leirársveit hinn 1. júlí
1948, þriðja í röðinni af tíu systkin-
um. Hún ólst upp við mjög gott
atlæti í stórum systkinahópi við
mikla glaðværð sem við nágrannar
og sveitungar þeirra fengum að
njóta í ríkum mæli.
Það sem einkenndi Imbu mest
var hennar einstaklega létta lund.
Hún var lágvaxin, fínleg og létt á
fæti. Mikill samgangur var á milli
okkar systkinanna á Leirá og
þeirra í Vestri-Leirárgörðum þegar
við vorum í uppvexti. Vinahópurinn
var stór, þau voru tíu en við sjö.
Og margt skemmtilegt var brallað
og gert í sveitinni. Það var alltaf
líf og fjör í kringum Imbu, hún
var oft upphafsmaður ýmissa
uppátækja sem við hin tókum fús-
lega þátt í. Þetta voru auðvitað
saklaus barnabrek og heilbrigð
uppátæki.
Við uxum úr grasi og hópurinn
dreifðist. Sumarið 1969 unnum við
Imba saman í Hvalstöðinni í Hval-
firði. Frá þeim tíma á ég sérstak-
lega góðar minningar með henni.
Það var mjög gott að vinna með
Imbu. Bæði var hún dugleg og
ósérhlífin en léttleikinn fylgdi
henni alltaf. Þessi tími leið
áhyggjulaus hjá okkur. Við unnum
mikið, skemmtum okkur enn meir
en hvíld var algjört aukaatriði. Við
stunduðum sveitaböllin af kappi,
héldum upp á afmælin okkar sam-
an og margt fleira datt okkur í hug.
Eftir þetta sumar skildu leiðir
að mestu. Imba bjó á Akranesi,
giftist eftirlifandi eiginmanni sín-
um Bjama Þór Bjamasyni sem
studdi hana einstaklega vel í veik-
indum hennar sem hijáðu hana í
um tuttugu ára skeið. Imba var
skorin upp við alvarlegum hjarta-
galla fyrir u.þ.b. tuttugu árum.
Eftir þann uppskurð varð hún að
fara hægar yfir.
Imba var fóstra að mennt og
starfaði alla tíð sem fóstra á Akra-
nesi. Henni hefur vafalaust farist
það vel úr hendi því að hún var
mjög bamgóð að eðlisfari.
Ég fylgdist með Imbu úr fjar-
lægð en hitti hana þó af og til
gegnum árin. Ekki varð ég vör við
neina breytingu á hennar góðu
skapgerð, alltaf jafn létt og kát
þrátt fyrir sína sjúkragöngu.
Þó að Imba færi varlega með
sig virðist það ekki hafa dugað
henni. En að hún færi svona
skyndilega frá okkur átti ég ekki
von á.
Það er komið að leiðarlokum.
Kynni mín af Imbu voru gefandi
og minningarnar eru bjartar.
Elsku Bjami Þór, börnin, Fríða,
systkini og fjölskyldur, ég sendi
ykkur mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Björg Kristinsdóttir.
Elsku besta Imba mín.
Þegar við stöndum frammi fyrir
örlögum sem þessum er alltaf jafn
sárt að mæta þeim, jafnvel þótt
við vitum báðar nú að dauðinn er
ekki til og lífið heldur áfram eftir
þetta líf. En hvaða huggun er það
okkur nú þegar þessir tveir heimar
eru enn svo aðskildir? Jú það er
huggun þungum harmi í að vita
að þú heldur áfram að brosa og
aðstoða hér eftir sem hingað til,
bara á annan hátt. Og ef ég þekki
þig rétt með þína léttu lund þá
verður þú fljót að aðlaga þig nýjum
heimi. Og þá munum við verða
nærveru þinnar og aðstoðar vör,
óskum við eftir því, enda aldrei
staðið á liðstyrk þínum. Af hveiju
þú varst kölluð svo ung burt úr
þessu jarðlífi, kæra vinkona, ert
þú eflaust þegar búin að fá svar
við núna og tekið því trúlega með
þínu jafnaðargeði. Þó veit ég
hversu erfitt það er að sætta þig
við að yfirgefa manninn þinn, börn-
in þín og nánustu ættingja þína
og vini. Þú sem varst svo mikil og
sönn mamma, eiginkona, dóttir,
systir og vinkona. Þú varst alltaf
dugleg að fóta þig í jarðlífinu þrátt
fyrir veikindin þín og efast ég ekki
um að þú verður jafn fljót að aðlag-
ast breyttum heimkynnum með
guðs hjálp. Fyrir okkur sem eftir
sitjum og syrgjum þig sárt, getum
við aðeins huggað okkur við það
að sorgin er fögur og sprettur upp
af djúpum kærleika og kærleikur-
inn er það græðandi afl sem móð-
ir jörð þarf nú á að halda.
Leiðir okkar lágu fyrst saman í
verknámi í Lindargötuskóla þar
sem við lögðum stund á saumaskap
og önnur hagnýt fræði. Eftir að
því gagnfræðanámi lauk ákváðum
við tvær að fara í Fóstruskólann
saman og að honum loknum unn-
um við fóstrumar á barnaheimili
Kleppspítalans um nokkurt skeið.
Það var ómetanlegt fyrir mig á
þessum árum að njóta samfylgdar
þinnar því þú hafðir sérstakt lag
á að rækta barnið hið innra með
þér. Þú varst opin, hreinskilin og
spaugsöm og gerðir ekki veður út
af smámunum. Enda hændust
börnin að þér og fýrir mér varst
þú mikill stuðningur og mín besta
vinkona.
Við vorum saman í tveimur
saumaklúbbum, Lindó klúbb og
fóstru klúbb og þessa saumaklúbba
gæddir þú léttleika og gleði og
saknaði ég þín sárt úr þeim, þegar
þú fluttist búferlum upp á Akranes.
Þú gistir oft hjá mér þegar þú
komst til Reykjavíkur og við fóstr-
umar vorum að fagna einhveijum
áfanga saman. Þá var oft glatt á
hjalla hjá okkur og lífsgleði þín og
létt lund smitaði út frá sér. Árið
1985 sýndi Bjarni Þór þér mikinn
kærleik með því að fara einn síns
liðs til Sri Lanka og færa þér litla
stúlku þaðan sem ég veit að hefur
verið ykkur báðum mikill gleði-
gjafi. Og hún verður pabba sínum
mikill styrkur í hans miklu sorg
þegar hann horfir nú á eftir ann-
arri eiginkonu sinni svona ungur.
Ég bið algóðan guð að umvefja
þaú bæði, elsku Vigdísi, Bjöm,
móður þína, systkin og umfram
allt þig sjálfa ljósi sínu, styrk og
kærleika og megi minningin um
þig lýsa aðstandendum fram veg-
inn inn í sólskinið á ný.
Þegar þú er sorgmæddur
skoðaðu þá aftur huga þinn
og þú munt sjá að þú grætur
vegna þess sem var gleði þín.
(Spámaðurinn)
Sá er skarpskyggn, sem hyggur að
smáu, að haldast hðgvær og blíðurveit-
ir sannan styrkleik. Fylgdu ljósinu og
láttu það vísa þér veginn heim, þá mun
eyðing líkamans ekki verða þér að tjóni.
t>að er að íklæðast eilífðinni.
(Lao Tse).
Þín vinkona að eilífu.
Birna Smith.
í minningunni eru sumur æsk-
unnar sólskinssumur. Sumur gleði
og kátínu, sumur ástar og hlýju.
Þannig voru sumrin okkar Imbu
frænku minnar. I skjóli álfa og
annarra hulinna vætta byggðum við
bú okkar og ævintýrin biðu í hveiju
spori, hveijum hól og hverri lautu.
Þessar æskustundir leita á huga
minn nú þegar ævi Ingibjargar
Njálsdóttur er liðin.
Imba var dóttir hjónanna í
Vestri-Leirárgörðum, þeirra Fríðu
Þorsteinsdóttur og Njáls Markús-
sonar. Hún var þriðja í röð tíu systk-
ina; eldri eru þær Klara og Þórdís
en á eftir komu Marteinn, Stein-
unn, Sveinbjörn Markús, Hjalti,
Smári og tvíburarnir Kristín og
Sæunn.
Þótt börnin væru mörg í Leirár-
görðum var ætíð gestkvæmt á þeim
bæ enda gleðin ríkjandi þrátt fyrir
mikið annríki bæði innan dyra sem
utan. Mér var tekið opnum örmum
og í mörg ár voru Leirárgarðar
mitt annað heimili. Við Imba fylgd-
umst að og áttum okkar skyldu-
störf eins og allir aðrir á bænum.
Imba var ótrúlega hugmyndarík og
gerði sér leik úr hveiju sem á vegi
hennar varð enda vildi það brenna
við að það drægist fram eftir degi
að við skiluðum okkur til byggða.
Hún var einstaklega orðheppin og
gat slegið öll vopn úr hendi þeirra
sem ætluðu sér að kveða hana í
kútinn. Þannig leystust flest deilu-
mál upp í kátínu.
Imba tók gagnfræðapróf í
Reykjavík og bjó þá hjá föðursystur
okkar, Ástu Markúsdóttur. Síðan
lá leiðin í Fósturskóla íslands en
þá höfðum við frænkurnar báðar
hleypt heimdraganum og leigðum
okkur saman íbúð við Grettisgöt-
una. Á þessu tímaskeiði í lífi ungs
fólks gerast hlutimir hratt og brátt
vorum við báðar giftar konur og
síðan fæddust frumburðir okkar
með fárra daga millibili. Fyrri mað-
ur Ingibjargar var Stefán Hall-
grímsson, en dóttir þeirra, Vjgdís,
fæddist í júlí 1970. Þegar þaíi Stef-
án slitu samvistir fluttust þær
maeðgur upp á Akranes.
Árið 1973 komu tveir menn inn
í líf Imbu og gáfu því nýja merk-
ingu. Það voru þeir Bjarni Þór
Bjarnason myndlistarmaður og son-
ur hans Björn. Þau bjuggu fyrstu
árin í Reykjavík á meðan Bjarni
stundaði nám við Myndlista- og
handíðaskólann en síðan fluttust
þau upp á Akranes þar sem heimili
þeirra hefur verið síðan.
Það var gott að koma til Imbu
og Bjarna. Frá þeim stafaði þessari
miklu hlýju sem umlykur sumt fólk
og gerir það að gefendum í lífinu.
Það göntuðust og gerðu grín hvort
að öðru — voru eins og prins og
prinsessa í nútíma ævintýri. Inn í
þetta ævintýri kom síðan lítill sólar-
geisli, Sara Björg, fyrir átta árum.
Þegar Imba var unglingur kom
í ljós að hún var með hjartagalla.
Árið 1975 fór hún til London í erf-
iða aðgerð þar sem hanni var vart
hugað líf. Aðgerðin tókst vonum
framar en alla tíð síðan hefur hún
ekki gengið heil til skógar. En Imba
var sterk og lifði lífinu lifandi. Hún
minntist aldrei á sjúkdóm sinn að
fyrra bragði og lífsgleði hennar var
slík að hún hreif okkur hin burt frá
allri sorg og sút.
Mig langar að lokum að gera orð
Ingibjargar Haraldsdóttur að mín-
um er hún segir í kvæðinu Minning:
Þín augu mild mér brosa
á myrkri stund
og minning þín rís hægt
úr tímans djúpi
sem hönd er strýkur mjúk
um fóla kinn
þín minning björt.
Ég votta Bjarna og börnunum,
Fríðu og systkinum Imbu mínar
dýpstu samúð.
Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir.
Þegar þú er sorgmæddur
skoðaðu þá aftur huga þinn
og þú munt sjá að þú grætur
vegna þess sem var gleði þín.
(Spámaðurinn)
í dag kveðjum við fóstrur á
Akranesi eina úr okkar hópi.
Þegar myrkur skammdegisins
er að verða hvað svartast og ljós
jólanna að veita birtu og yl, var
tími Ingibjargar kominn. Við höfð-
um þó vitað það lengi að lífi henn-
ar gæti snögglega verið hætta
búin, en áttum ekki von á að það
yrði svo fljótt.
Samstarf okkar hófst 1973 er
Ingibjörg, þá nýflutt til Akraness,
hóf störf á leikskóla sem fóstra
og leikskólastjóri, en hún hafði
útskrifast sem fóstra úr Fóstur-
skóla íslands vorið 1971. Það sam-
starf stóð allt fram til síðasta dags.
Að vísu fluttist hún um smátíma
til Reykjavíkur, en kom svo alkom-
in nokkru seinna og tók upp þráð-
inn þar sem frá var horfið. Á starf
hennar bar aldrei skugga. í fóstru-
starfinu komu allir mannkostir
Ingibjargar vel í ljós, hvort heldur
hún var í hlutverki stjórnandans
eða fóstra barnanna.
Þetta kom vel í ljós er leikskól-
inn hennar fluttist í nýtt húsnæði
fyrir stuttu og börn og starfsfólk
urðu að aðlagast nýju fólki og
umhverfí. Þá hélt hún vel utan um
hópinn sinn og reyndi að sjá til
þess að allir aðlöguðust þessum
breytingum sem best mátti.
Við hið ótímabæra fráfall Ingi-
bjargar hefur stórt skarð verið
höggvið í raðir fóstra. Við þökkum
henni samfýlgdina og sendum ást-
vinum hennar okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Því hvað er það að deyja
annað en standa nakinn 1 blænum
og hverfa inn í skólskinið.
(Spámaðurinn)
Fóstrur á Akranesi.
Elsku Ingibjörg okkar er dáin.
Það gerðist svo snöggt, hún kom
hress og kát í vinnuna eins og allt-
af, tilbúin að gefa okkur öllum af
sér. Og ekkert okkar grunaði að
hún yrði öll áður en dagurinn væri
á enda.
Ingibjörg var með meðfæddan
hjartagalla, sem hún hafði þó svo
vel lært að lifa með. Þrátt fyrir
erfiða veikindakafla náði hún sér
alltaf aftur.
Ingibjörg var fóstra af lífi og
sál. Allt sem var lifandi höfðaði til
hennar, hvort sem það voru dýr,
plöntur eða við manneskjurnar
stórar og smáar. Ingibjörg var já-
kvæð og virk. Og í starfi hennar
með börnum var allt mögulegt sem
hugur hennar bauð. Hún hafði ein-
stakt lag á að ná til barnanna og
hrífa þau með frásögnum sínum.
Hún var svo hlý, góð og gefandi
og alltaf var svo stutt í grínið.
Stressið og lífsgæðakapphlaupið
voru aukaatriði, það að láta sér
og öðrum líða vel var aðalatriðið.
Missir okkar á Garðaseli er mik-
ill, en minningarnar um Ingibjörgu
lifa í hjarta okkar um ókomna tíð.
Elsku Bjarni Þór, Sara Björg,
Vigdís og Bjössi, þið hafíð misst
mikið. Við biðjum góðan Guð að
styrkja ykkur.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Börn og starfsfólk á
leikskólanutn Garðaseli.
Það er engum auðvelt að kveðja
hinstu kveðju góða samstarfskonu
og félaga, sem í blóma lífsins er
fyrirvaralaust kölluð burt frá líf-
inu. Þess vegna er það sorgarstund
þegar kvödd er Ingibjörg Njáls-
dóttir. Sorginni blandast hlýjar
minningar um Ingibjörgu og þegar
sorgin dvín verða þær minningar
efstar í huga þess, sem til hennar
hugsar.
Ingibjörg var fóstra hjá Akra-
neskaupstað um 14 ára skeið. Hún
var forstöðukona eða leikskóla-
stjóri eins og það nefnist í dag til
margra ára, en starfaði síðastliðin
tvö ár sem fóstra á nýjum leik-
skóla bæjarins.
Ingibjörg var bestu kostum
gædd sem stjómandi og fóstra.
Viðmót hennar var þannig að hún
átti greiða leið að trausti fólks —
jafnt samstarfsfólks sem leikskóla-
barna. í starfi sínu öllu var Ingi-
björg gjöful á hlýju sína og víst
er, að þeirrar hlýju munum við öll
sakna. Reyndar er það svo að á
leikskólum bæjarins starfar ein-
staklega gott fólk. Ingibjörg var
þar í framvarðarsveit og hennar
verður ætíð minnst með þeirri virð-
ingu og alúð sem hún ávann sér
með starfí sínu, vináttu og trú-
mennsku.
Það vissum við samstarfsfólk
Ingibjargar að hún átti við van-
heilsu að stríða. Einhvern veginn
er það svo, að æðruleysi hennar
og trú okkar á tækni læknavísind-
anna vék burtu þeirri hugs'un að
lífi Ingibjargar væri sú hætta búin
að fýrirvaralaust gæti það vikið
fyrir dauðanum. Og fyrirvaralaust
stöndum við í þeim sporum að
kveðja. Þá kveðju sendum við sam-
starfsfólk Ingibjargar að góðar
minningar verða sorginni sterkari
og jákvætt lífsviðhorf hennar er
hvatning til dáða.
Ég flyt Bjarna Þór og dætrum
hennar tveimur, Vigdísi og Söru,
og fóstursyninum Birni innilegustu
samúðarkveðjur og bið þeim styrks
og æðruleysis nú þegar Ingibjargar
nýtur ekki lengur við.
Gísli Gíslason bæjarstjóri.
Elskuleg, ástrík og hlý var mín
ástkæra móðursystir. Það sker mig
í hjartarætur að þessi svona ung
og geislandi kona skuli vera hrifín
á brott frá okkur. Hún sem ætíð
gat sýnt bjartsýni og gefíð frá sér
mikla hlýju, þó að hún sjálf þurfti
að berjast við veikleika sinn að
eiga veilt hjarta.
Þegar ég sit hér rifjast upp fyr-
ir mér svo skýrar minningar,
hláturinn, söngurinn og stuðnings-
orðin sem hún gaf mér. Ég man
þegar ég lá á barnadeild Hringsins
á barnsaldri, var hún mér þar ætíð
til stuðnings þegar foreldrar mínir
gátu ekki verið hjá mér. Eitt sinn
þegar ég var sex ára gömul leidd-
ist mér mjög mikið, þá var hún
einmitt stödd á Landspítalanum
þar sem hún var í rannsóknum.
Ég fékk að hringja yfir til hennar
og stuttu eftir kom hún til mín.
Hún strauk burt tárin hjá mér og
sagði að við þurftum að standa
saman og í hvert skipti sem mér
leið illa skyldi ég líta út um
gluggann og veifa til hennar og
ef ég væri að fara að gráta skyldi
ég veifa með báðum höndum og
þá myndi hún koma eins og skot.
Ég óx úr grasi, fluttist til út-
landa og eignaðist fjölskyldu. Hvar
sem ég var stödd fylgdist hún
ætíð með mér. Ég þakka fyrir það
að hafa fengið að vera nær henni
þessi þrjú síðustu ár eftir að við
fluttumst heim. Þegar einhver
svona ástkær er tekinn frá mánni
vekur það ósjálfrátt þá tilfinningu
að vernda það sem maður á eftir
i kringum sig. Ég reyni að hugga
mig við það að þar sem hún er nú
líður henni vel hjá föður sínum og
öðrum liðnum ástvinum.
Ég vil senda móður hennar, eig-
inmanni og börnum mínar hlýjustu
kveðjur og megi Guð gefa þeim
og öllum sem unnu henni heitt
styrk og verndarhönd á þessari
erfiðu stundu.
Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér,
vaka láttu mig eins í þér,
sálin vaki þá sofnar líf,
sé hún ætíð í þinni hlíf.
(H.P.)
Með saknaðarkveðju til Ingi-
bjargar minnar. Þín systurdóttir,
Lovísa.