Morgunblaðið - 03.12.1993, Page 40

Morgunblaðið - 03.12.1993, Page 40
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1993 40 Minning Eiríkur Stefáns son kennari Fæddur 24. ágúst 1904 Dáinn 22. nóvember 1993 Við viljum með örfáum orðum minnast föðurbróður okkar Eiríks Stefánssonar. Eiríkur frændi var okkur nákominn allt frá því að við komum í heiminn. í langvarandi veikindum föður okkar, sem hófust áður en við fæddumst, var Eiríkur ávallt reiðubúinn til þess að leggja mágkonu sinni lið, jafnvel eftir að fjölskylda okkar fluttist frá Akur- eyri til Reykjavíkur og þrátt fyrir að hann ætti eigin fjölskyldu fyrir norðan. Sambandið hófst eiginlega með því að hann aðstoðaði við skírn okkar í Akureyrarkirkju enda faðirinn fjarri og móðirin átti fullt í fangi með tvíburana. En Eiríkur hlýtur að hafa verið svo sannfær- andi í hlutverkinu að hann var skráður faðir annars okkar í kirkjubækur. Sem vænta má hefur sá atburður orðið tilefni ótal hlátra- skalla í fjölskyldusamkvæmum enda uppgötvaðist það fyrst þegar strákurinn vildi kvænast. Raunar fannst okkur bræðrum þetta ekkert svo óeðlilegt því að Eiríki frænda var tamt að láta ólík- indalega og gantast við okkur þeg- ar hann kom í heimsókn suður. Þegar von var á frænda létum við jafnvel eiga sig að takast á hendur mikilvægar könnunarferðir okkar um Fossvogsdalinn en sátum fyrir honum í staðinn. Jafnskjótt og karlinn birtist stökk einn polli á hvora skálm og í þeim ógleyman- legu stimpingum sem fylgdu, og sem Eiríkur frændi kallaði glímu að ungmennafélagasið, er hlátur frænda ein skýrasta minningin. Hann hafði gaman af börnum og virtist ávallt vera hress og kátur. Eiríkur var mikill selskapsmaður í þeim skilningi að sækjast eftir samneyti við fólk. Þá sagði hann gjarnan sögur úr sveitinni fyrir norðan, sögur frá fyrri tíð af skrýtnu fólki eða fólki sem lét sér eitthvað sérkennilegt um munn fara og hermdi jafnframt eftir því af mikilli innlifun. Stundum voru sögumar langar og nákvæmar og litlir pollar sem sátu álengdar skildu ekki fyndnina fyrr en löngu síðar, en það var erfitt að hlusta ekki því að hann laðaði að sér at- hygli annarra og áhugi hans á fólki var ósvikinn. Líklega hefur það gert hann að kennara. Hann fylgdist með okkur alla tíð og gaf sér góðan tíma til að spjalla þótt hann tæki jafnframt þátt í uppeldi fimm bamabarna sinna eftir að sonur hans féll frá í blóma lífsins. Hann var óþreyt- andi við að fræða okkur krakkana en gaf lítið fyrir ásókn ungdómsins í síbylju fjölmiðla og skemmtana. Þegar okkar böm kvarta yfír því í dag að ekkert sé að gera er iðu- lega vitnað í Eirík frænda: „Það er hollt fyrir böm að láta sér leið- ast.“ Við því er ekkert svar. Fyrir honum var kennsla ekki einasta starf heldur lífsmáti. Það átti hann sameiginlegt með Marinó bróður sínum og þær stundir em óteljandi sem þeir vörðu í umræður um skólamál eftir að Eiríkur flutt- ist alkominn suður. Þeir ólust upp við hugsjónir ungmennafélaganna og bindindishreyfingarinnar í Eyjafirði þar sem uppeldi og kennsla bama og unglinga var mannbótastarf af siðrænum toga en ekki daglaunavinna eða sér- fræðileg prófessjón. Þeir töldu ekki eftir sér að vinna að undirbúningi kennslu um helgar og á kvöldin viku fram af viku ár eftir ár ef þess var þörf til þess að hún mætti verða sem áhugaverðust og árang- ursríkust, án þess að fara fram á eyri fyrir yfírvinnu. Þetta var eng- in fórn heldur ævilöng skuldbind- ing, borin fram af hugsjón, sem fól umbunina í sjálfri sér. Því var það hinn eðlilegasti hlutur að Eirík- ur frændi ræddi skólamál við bróð- ur sinn á síðkvöldum þegar hlé gafst frá starfinu sjálfu, jafnvel löngu eftir að allir aðrir voru hætt- ir að hlusta. í stað þess að veija ævikvöldinu saman á hjúkranarheimili, eins og áætlað var, hafa þeir nú, bræðurn- ir, yfírgefíð þennan heim með stuttu millibili, samrýndir sem fyrr. í anda guðspekistefnunnar, sem þeir voru báðir handgengnir, hafa þeir eflaust hlakkað til að öðlast, á öðra tilverustigi, nægan tíma og orku til að skeggræða heill lands og þjóðar og liöna tíð. Við þökkum fyrir minningarnar um samverustundir með Eiríki frænda og vottum Þómýju og fjöl- skyldu hennar hluttekningu. Gretar og Karl. Staðreynd allra staðreynda er dauðinn, en samt sem áður kemur hann alltaf á óvart. Því varð mér mjög brugðið við lát vinar míns og barnaskólakennara Eiríks Stef- ánssonar. Fyrir rúmlega 30 áram lágu leið- ir okkar Eiríks saman fyrst, en þá hóf ég ásamt á þriðja tug barna nám hjá honum í Langholtsskóla, en hann kom okkur fyrst fyrir sjón- ir sem hlýr og góðlegur maður. Ef mig hefði órað fyrir þá, hve mikið þessi maður ætti eftir að gefa mér í lífinu, fyrir utan uppeld- isgrunn þann er hann veitti mér og okkur, þá hefði ég byijað að þakka honum og hefði samt ekki náð að ljúka því fyrir andlát hans. Ég hef tvisvar um ævina þurft að dvelja langdvölum á sjúkrahús- um og þangað kom Eiríkur nánast daglega, jafnvel þó að hann væri orðinn þjáður af fótasáram á árinu 1987. Það er engin leið að lýsa því hve mikils virði þessar heimsóknir hans til mín vora mér. Ég sat í hjólastól og hann sat hjá mér, eða við sjúkrarúm mitt og ekki voru sögð mörg orð, augu okkar beggja sögðu allt sem segja þurfti og þá myndaðist á milli mín og hans óijúfanlegt tengiband, sem ég tel vera órofíð enn, enda þótt hann sé horfínn héðan úr heimi, en nú á seinni áram Eiríks varð tengi- bandið æ traustara. Við vinirnir kvöddumst í hinsta sinn með því að horfa í augu hvor annars og brosa og aðeins þrem stundum síð- ar var Eiríkur allur. Við fyrrum nemendur Eiríks höfum náð að halda hópinn og hitt- umst reglulega og allt til ársins 1990 var hann með okkur, en eft- ir það tók elli kerling völdin af Eiríki, en samt sem áður þá vissi hann alltaf um, þegar við hittumst og var með okkur í huganum. Öllum þeim fjölda nemenda, sem Eiríkur kenndi um ævina, ber sam- an um, að fyrsti tíminn á mánudög- um var sá minnisstæðasti, en Ei- ríkur hóf aldrei kennslu fyrr en hann og við öll höfðum farið upp- hátt með bænina Faðir vor og beð- ið fyrir vikunni sem var framund- an. Mér og öðrum börnum þótti þetta skrítið í fyrstu, þar sem við héldum að staður fyrir bæn væri annaðhvort í rúminu eða í sunnu- dagaskólanum, en fljótiega varð bænin hluti af okkur og skólastarf- inu og þar með hafði Eiríkur kennt okkur, að það væri hægt að biðja hvar sem er. Eiríkur var trúaður maður. Þótt hann hefði ekki hátt um trúfesti sína, þá sýndi hann frekar þakklæti sitt í verki við Langholtssöfnuð. Eiríkur Stefánsson var fæddur á Refsstöðum í A-Húnavatnssýslu 24. ágúst 1904 og var því á ní- ræðisaldri er hann lést. Hann var sonur hjónanna Stefáns Eiríksson- ar og Svanfríðar Bjarnadóttur, en Stefán faðir Eiríks lést í blóma lífs- ins árið 1907, en móðir hans and- aðist hér í Reykjavík 1961, þá 91 árs að aldri. Við lát föður Eiríks brá Svanfríður búi og fluttist með barnahóp sinn, sjö börn, á bæinn Skóga á Þelamörk, en bærinn stóð í austurhlíðum Hörgárdals, og hóf hún búskap þar. Um níu ára aldur var Eiríkur orðinn læs og skrifandi, en í þá daga hófst ekki skólaskylda fyrr en við tíu ára aldur, en sökum lestr- arkunnáttu sinnar fékk hann að sitja á skólabekk níu ára gamall í einn mánuð. Árið 1924 sest hann á skólabekk á Eiðum, en hann sagði mér, að það hefði verið mikið lán og ham- ingja fyrir sig að hafa verið þar, undir leiðsögn og handleiðslu góðra og mætra manna, og hefur það öragglega haft sín áhrif á mótun þessa sómamanns. Áður en hann hélt að Eiðum, hafði hann hitt stúlku, en það var Laufey Sigrún Haraldsdóttir og felldu þau hugi saman, en samt vildu þau bæði bíða og skoða hug sinn, en smátt og smátt sameinuð- ust hugir þeirra enn frekar, en það er ein sú hugljúfasta og rómantísk- asta ástarsaga, sem ég hef heyrt og þá sögu mun ég geyma í huga mér og ekki festa á blað. Laufey og Eiríkur gengu í heil- agt hjónaband 30. október 1928. Þeim varð tveggja sona auðið, sá eldri lést réttum mánuði eftir fæð- ingu, en sá yngri, Haukur Eiríks- son, fæddur 30. ágúst 1930, lést af völdum heilameins haustið 1963. Eiginkona Hauks var Þórný Þórarinsdóttir kennari við Voga- skóla og við fráfall Hauks stóð hún ein eftir með fimm börn. Þórný á aðdáun okkar allra fyr- ir umönnun Eiríks, ásamt uppeldi á bömum sínum, en Eiríki og börn- um sínum bjó hún fagurt og hlý- legt heimili í Karfavogi 32 hér í Reykjavík, en Laufey kona Eiríks andaðist sumarið 1957. Eiríkur var einn af sjö systkin- um. Við fráfall hans er aðeins ein systir eftirlifandi, það er Svava Fells, en hún er ekkja eftir hinn mikla andans mann Grétar Fells. Eiríkur mun hafa byijað sveita- kennslu um 1928 og kenndi hann þá án réttinda í fjögur ár, en árið 1939 mun hafa verið stofnuð sér- stök deild við Kennaraskólann fyr- ir þá sem höfðu annast sveita- kennslu án réttinda og lauk hann þaðan kennaraprófi vorið 1940. Að loknu kennaraprófí heldur Eiríkur til Húsavíkur, þar sem hann kenndi í þijú ár, en þá fékk Svava systir hans leyfi frá kennslu. Hún kenndi við Barnaskóla Akur- eyrar og var hann ráðinn í stað hennar árið 1943 og kenndi þar í 15 ár, en heldur til Reykjavíkur árið 1958, en eins og áður sagði hafði eiginkona hans látist sumarið áður. Við komu sína til Reykjavíkur var hann strax ráðinn sem kennari við Langholtsskóla og þar kenndi hann í fullu starfi til 67 ára aldurs og kenndi svo fram að sjötugu stundakennslu og þá átti hann samkvæmt reglum um opinbera starfsmenn að hætta störfum. Samt sem áður kenndi hann fram- sögn við skólann, þar til hann varð áttræður og á því má sjá, að það hefur verið erfitt fyrir þennan mik- ilhæfa kennara og stórkostlega uppalanda að setjast í helgan stein. Oft ræddum við vinimir um lífið og tilveruna, en í lífí sínu fór Eirík- ur ekki varhluta af sorginni og ekki lét hann á því bera né heyra, því að hann var einn af þeim sem geymdi sársauka og sorg með sjálfum sér. Eitt af því sem hann kenndi mér, eftir að ég komst til vits og ára, var, að lífíð hefur þijár megin- stoðir, upphaf, framhald og endi, eins og hann sagði sjálfur. Jafn- framt sagði hann, að sá sem öllu ræður, ákveður upphaf og endi lífs vors, en gefur okkur eftir lífið sjálft, til að vinna sem best úr og því betur sem okkur tekst til, því betur verðum við undirbúin undir næsta tilverustað að lífí loknu. Að okkar mati lifði hann bók- staflega eftir þessari kenningu, hann lifði lífinu hægt og hljótt af öryggi og virkaði traustvekjandi fyrir hvern þann, er hann átti sam- skipti við, og Eiríkur breytti engu við andlát sitt, hann andaðist hægt og hljótt. Ég er fullviss um, að hann fann stundina nálgast, en nokkrum vikum fyrir andlát sitt bað hann mig um að lesa sálm fyrir sig, sálm sem er þakkargjörð og kveðja til lífsins hér á jörð. Nú þegar Eiríkur Stefánsson er fluttur til eilífðarheims Guðs vors, þá er notalegt til þess að vita, þegar við mætum staðreynd allra staðreynda, að þar sé maður, sem getur leiðbeint okkur á okkar fyrstu sporam þar og leitt okkur til þroska á nýjum brautum og vil ég undirritaður, fyrir hönd bekkj- arsystkina minna, þakka þessum mæta manni fyrir allt það sem hann kenndi okkur á okkar við- kvæmu æskuárum. Jafnframt þakka ég honum fyrir hve mikils virði hann var mér á dapurlegum stundum í lífí mínu. Við bekkjarsystkinin sem vorum undir handleiðslu Eiríks Stefáns- sonar óskum honum velfarnaðar á þeirri braut er hann hefur nú lagt út á og minningin um hann er og verður sem skært ljós í hugum okkar allra. Við viljum á þessum krossgötum þakka Þórnýju og börnum hennar fyrir allt það, sem þau gerðu fyrir hann í lífínu og vottum við þeim öllum ásamt Svövu systur Eiríks okkar dýpstu og innilegustu sam- úð. Megi Guð blessa Eirík Stefáns- son og minningu hans. F.h. bekkjarsystkina úr Langholtsskóla, Sigurjón Símonarson. Mig langar að minnast Eiríks langafa míns með nokkram orðum. Þegar ég var lítil var „afi“ „dag- mamman" mín. Hann sótti mig á leikskólann og passaði mig hluta úr degi þegar foreldrar mínir voru að vinna. Eg man nú ekki allt sem gerðist þá, en af síðari kynnum mínum af afa veit ég að það var gott eitt. Afi var einstaklega vandur að málfari og vegna þess hve miklum tíma við eyddum saman lærði ég mikið af honum og frægt er í ætt- inni að þriggja ára hafi ég verið eins og nýútskrifaður íslenskufræð- ingur hvað málfar snerti. Ég var orðin fluglæs mjög ung og átti afi mikinn þátt í því, hann var bókelsk- ur og miðlaði af þessari elsku sinni til mín. Afi var gefandi maður sem gerði allt fyrir alla. Hann var geðgóður og þolinmóður og geislaði út frá sér manngæsku, hann var vinur allra og sagði aldrei illt orð um nokkurn mann. Þó við vitum að jarðvist allra manna taki enda þá var afí einn af þessum föstu punktum í tilver- unni sem mér fannst að myndi allt- af vera hérna. En nú er hann farinn yfir móðuna miklu, kominn í ást- vinahóp og líður vel. Það er mikill söknuður í hjarta mínu, en það sem fyllir það eru hinar dýrmætu minn- ingar sem ég á um afa, stundirnar með honum og sú viska og gæska sem hann miðlaði mér. Takk afi minn fyrir allt, ég mun búa að samverunni með þér alla tíð. Hvíldu í Guðs friði. Guðný Hildur Jóhannsdóttir. Þá er ævisól okkar ástkæra Ei- ríks afa hnigin til viðar. Geislar hennar gæla þó enn við okkur í minningunni og munu ylja okkur um ókomin ár. Hann var mikill afí. Það má meðal annars merkja af því að flestir vinir okkar og nánast allir í götunni kölluðu hann Eirík afa, þótt þeir hefðu ekki tilkall til hans sem slíks. Hann hafði einfaldlega þessa sterku „afa-útgeislun“. Okk- ur systkinunum var hann reyndar svo miklu meira en „bara“ afí, því hann gekk okkur nánast í föður- stað eftir að pabbi lést árið 1963, þá aðeins 33ja ára gamall. Við vorum þá fjögur systkinin á aldrin- um tveggja til ellefu ára og það fimmta á leiðinni. Pabbi, Haukur Eiríksson, var einkabarn afa bg var missir hans mikill. Mamma stóð uppi ekkja aðeins 32ja ára að aldri og framtíð fjölskyldunnar virtist ekki björt. Þau sneru bökum saman, afi og mamma, og studdu hvort annað í erfíðleikunum sem við blöstu. Þau bjuggu okkur sann- kallað kærleiks-heimili í „litlu höll- inni“ okkar í Karfavogi 32, sem var og er enn okkar athvarf þegar við systkinin komum saman hvert úr sínum lands- eða heimshluta. Afi var sagnaþulur. í fangi afa var unun að hlýða á sígildar sögur og ævintýr, vísur og sönglög, að ekki sé minnst á allar þulurnar sem hann kunni og kenndi okkur. Hann var félagi okkar. Sannur húmoristi sem gladdist með okkur á góðri stundu og hughreysti okk- ur þegar á bjátaði. Afi var góður leiðbeinandi og ráðgjafi, óþreyt- andi að hlusta á okkur lesa og segja okkur til um framsögn og þess háttar. Til hans var leitað um heimildir og aðstoð við hvers kyns verkefni og ritgerðasmíð þegar fram í sótti. Það sem afí ekki vissi var að öllum líkindum að finna í bókunum hans. Slíkur fróðleiks- brunnur var hann afi. íslenskt mál var afa sérlega hugleikið og með- ferð hans á því til fyrirmyndar, enda var hann óspar á leiðrétting- ar ef við fórum rangt með talað eða ritað mál. Aldrei þó með nöldri eða umvöndunartóni, heldur af ákveðni, alvöra og með útskýring- um á þann hátt að maður tók eft- ir og lærði. Afi var víðsýnn maður með ríka réttlætiskennd, forðaðist að dæma aðra og aldrei heyrðum við hann tala illa um nokkurn mann. Nú þegar líður að jólum orka minningarnar um Eirík afa sér- staklega sterkt á okkur. Hann var vanur að setja saman gamla jóla- tréð sitt sem hann smíðaði sjálfur og skreyta það með ekta jólakert- um. Á aðfangadagskveldi fengum við að kveikja á kertunum og þá ríkti í herberginu hans þessi sanni jólafriður sem gagntekur mann og gerir lífið svo bjart. Nú heldur þú jól með ástvinum þínum hinum megin. Við vitum að þér líður vel, laus við það helsi sem líkami þinn lagði á þig síðustu æviárin. Helsi sem þú barst æðralaus og án þess að kvarta. Stundum mátti þó á þér skilja að þér þætti sem þú værir okkur byrði, en okkur var það ljúft að styðja þig og létta þér síðustu ævisporin, því að svo uppsker maðurinn sem hann sáir. Elsku afi, þú átt varanlegan sess í hug okkar og hjörtum. Við minnumst afa sem hljóp létt sem unglingur með alpahúfuna sína á höfðinu, afa sem kunni þá list að hoppa á rassinum, afa sem skálds, sem orti til okkar ljóð á merkisdög- um í lífí okkar, afa bókbindara sem varðveitti jafnt barnateikningar sem íslendingasögur, afa að slá með orfi og ljá, afa sem sýndi okkur ást, umhyggju og aga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.