Morgunblaðið - 03.12.1993, Side 41

Morgunblaðið - 03.12.1993, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1993 41 Hvfl þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þðkk fyrir allt og allt. (Vald. Briem) Pjölskyldan þakkar öllu því hjúkrunarfólki sem annaðist Eirík afa í veikindum hans og þá sér- staklega Jóni Eyjólfi Jónssyni lækni. Haraldur, Jóhann Svanur, Eiríkur, Laufey Sigrún og Haukur. Hann bjó í Hraunborg, „sveitabæ" í miðju borgarhverfi. Fjósið og hlaðan stóðu alla mína bernsku, að vísu hey- og kúlaus, en lágu mélinu smærri undan hinni illræmdu „framfarakúlu“ um svip- að leyti og skuttogaraoffjárfest- ingafylleríið brast á í byijun 8. áratugarins. En Eiríkur „afi“, alls- endis ósmitaður af veraldarinnar skammsýna gauragangi, gekk um eða hjólaði, með alpahúfuna sína, brosið stórt og hógværð sanna, enda hvers manns hugljúfi. Garð- inn sinn ræktaði hann í bókstafleg- um skilningi, ekki síst þann með kartöflunum. Hugðarefnin voru mörg, s.s. guðspeki, mannrækt, bóklestur, tónlist og lengi verður mér hugstæð frásögn hans af því þegar hann í æsku æfði sig á fiðlu í fjósinu heima, í eflaust þakklátum félagsskap kúnna. Aðrir munu rekja lífsferil Eiríks, en ég vil þakka honum samfylgd- ina og leiðsögnina. Ég held að sannari fulltrúi þeirra lífsgilda sem hin fórnfúsa aldamótakynslóð hafði í heiðri muni vandfundinn. Mættu raunar ýmsir yfirborðs- og efnisdýrkendur samtíðarinnar, sem oft njóta ómeðvitað ávaxtanna af eljuverki þeirra sem nú eru að kveðja, margt læra af ósíngjörnu fordæmi slíkra manna. Fari Eiríkur „afi“ sæll til himna. Aðstandendum votta ég, fyrir hönd okkar í næsta húsi, dýpstu samúð, en jafnframt þökk fyrir að hafa átt svona lengi nágrenni við raun- gott fólk og svona afburðagóðan afa. Megi minning hans lifa og verða okkur hinum til eftirbreytni. Þorgeir Rúnar Kjartansson. Ljúft er okkur og skylt að minn- ast Eiríks Stefánssonar kennara. Okkur sem hófum skólagöngu vor- ið 1949 og urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að vera nemendur hans alla okkar sex vetur í Barnaskóla Akureyrar, verður með aldrinum enn betur ljóst, hversu dýrmæt umhyggja hans og leiðsögn var á þessum árum. Á Islandi voru þjóð- félagsbreytingar miklar, og því ekki lítils virði að hafa kennara sem sameinaði festu og virðingu fýrir sögu og tungu þjóðarinnar, en var jafnframt tilbúinn að nýta sér nýjar leiðir og tækni til hjálpar í kennslustörfum. Minnisstæðar eru þær aðferðir, er Eiríkur beitti í kennslu landa- og náttúrufræði, svo sem vinnu- bókagerð og hópvinnu. Hann hvatti okkur nemendur til frum- kvæðis og sjálfstæðra vinnu- bragða. Jafnhliða hinni fyrirskip- uðu námskrá læddi hann inn beinni og óbeinni kennslu í manngæsku og betri siðum. Síðar í lífinu vissum við að hann fýlgdist með lífshlaupi okkar og átti það til að heimsækja nemend- ur, þó að erlendis væru og kann- aði gjarnan rithönd þeirra. Eiríkur var aðalskriftarkennari Barna- skóla Akureyrar á þeim árum og mikið í mun að kenna okkur góða skrift. Kennsluferill Eiríks var ekki bundinn við Akureyri, síðari hluta starfsævi sinnar var hann í Reykja- vík. í minningunni mun geymast mynd af hávöxnum teinréttum manni með brosblik í auga og mildi í svip. Kveðju sendum við ástvinum hans öllum. Bekkurinn hans í Barnaskóla Akureyrar veturna 1949-1955. Fleirí minningargreinar um Eirík Stefánsson bíðn birtingar og nitinu birtast næstu daga. Ingibjörg Hjörleifs- dóttir — Minning Fædd 14. nóvember 1929 Dáin 27. nóvember 1993 Tryggðin há er höfuðdyggð, helst ef margar þrautir reynir, hún er á því bjargi byggð, sem buga ekki stormar neinir. Mér fínnst þessi vísa Sigurðar Breiðfjörð eiga vel við Ingibjörgu, þessa tryggu og traustu konu sem barðist svo hetjulega við sjúkdóm sinn. Þó Ingibjörg hefði verið mikið veik að undanförnu var ég ekki tilbúinn að trúa því, að hún væri dáin. Ég fékk tilkynninguna að morgni laug- ardagsins 27. sl. Um huga minn runnu minningarn- ar um Ingibjörgu eða Imbu ömmu eins og hún var svo oft kölluð í skól- anum bæði af sínum barnabörnum og mörgum öðrum nemendum skól- ans en hún var nemendum sérlega kær og bar því nafnið Imba amma með sóma. Ingibjörg var starfsmaður Grunn- skólans í Þorlákshöfn og hafði unnið þar síðan 1. september 1985. Samskipti hennar við nemendur voru mikil og góð og þar sem stór hluti af hennar starfssvæði nú síð- ustu árin var þar sem nemendur hafa félagsaðstöðu voru ófá skiptin sem hún varð að bíða eftir að æfíng- um á þessu eða hinu leikritinu væri lokið. Oft varð hún að mæta daginn eftir ef kvöldskemmtanir nemenda drógust á langinn. Aldrei heyrðist kvörtunartónn frá henni, hún skildi hve mikilvægur þáttur leiklistin og önnur félagsmál eru í þroska barna og unglinga. Nemendurnir kunnu líka að meta störf hennar því oft heyrðist þegar verið var að búa til miða fyrir sýningar: „Er búið að láta Imbu ömmu fá boðsmiða?" Fyrir skólann var það ómetanlegt að hafa Ingibjörgu sem var svo traust, svo áreiðanleg, sem tók starf sitt svo alvarlega en hafði þennan mikla skilning á þörfum æskufólks- ins. Ingibjörg tók einnig virkan þátt í félagsstarfi starfsmannafélags skólans, var þar þessi glaða og káta sem lét sig ekki vanta þegar félagar komu saman. Ingibjörg Hjörleifsdóttir fæddist 14. nóvember 1929 í Reykjavík en ólst upp í Hraungerði í Hraungerðis- hreppi og í Súluholtshjáleigu í Vill- ingaholtshreppi í Árnessýslu. Eiginmaður hennar var Brynjólfur Magnússon, fæddur 15. júlí 1922. Hann féll frá 19. janúar 1983. Heim- ili þeirra var í Þorlákshöfn. Böm þeirra eru: Magnús, fæddur 1952, Hjörleifur, fæddur 1958, Vigdís, fædd 1959, og Sigurbergur, fæddur 1964. Ég vil fyrir hönd okkar samstarfs- manna Ingibjargar við Grunnskólann í Þorlákshöfn votta aðstandendum hennar okkar dýpstu samúð. Söknuð- urinn er sár en með hjálp guðs eigum við að sameinast í minningunni um traustu, góðu Imbu ömmu. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Halldór Sigurðsson, skólastjóri. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sina. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki. (Tómas Guðmundsson) Látin er Ingibjörg Hjörleifsdóttir, móðursystir mín, frá Þorlákshöfn. Það telst að sjálfsögðu ekki til heims- frétta, en með sorg í huga skynjum við það öll sem vorum henni náin að heimur okkar er nú annar og miklu tómlegri en áður. það sem ein- kenndi frænku mína framar öðru var léttleiki og ljúft viðmót, hlýja og • góðvild. Hún var kona sem hægt var að treysta. Undanfarna mánuði barð- ist hún fyrir lífí sínu af reisn og æðruleysi, dyggilega studd af börn- um sínum og fjölskyldum þeirra, en enginn má sköpum renna. Ingibjörg var fædd í Reykjavík 14. nóvember 1929. Foreldrar hennar voru Hjörleifur Sigurbergsson, fædd- ur 5. september 1897, dáinn 10. maí 1988, og Ingveldur Ámundadóttir, fædd 24. desember 1903, og lifír hún dóttur sína. Ung giftist Ingibjörg Brynjólfi Magnússyni, fæddur 15. júlí 1922, dáinn 19. janúar 1983. Þau voru meðal frumbyggja Þorlákshafnar og bjuggu þar allan sinn búskap og hún síðan ein eftir að hann féll frá. Frændfólki úr Reykjavík tóku þau alltaf opnum örmum og nú þegar þau eru bæði horfin sjónum sér margur eftir því að hafa ekki gert sér fleiri ferðir í Þorlákshöfn og not- ið gestrisni þeirra. Ingibjörg og Brynjólfur eignuðust fjögur börn. Elstur er Magnús, fæddur 1952, eig- inkona hans er Edda Ríkharðsdóttir og eiga þau þijú börn. Næstur er Hjörleifur, fæddur 1958, hann er kvæntur Gróu S. Erlingsdóttur og eiga þau tvo syni. Þá er Vígdís, fædd 1959, hún á þijú börn. Yngstur er Sigurbergur, fæddur 1964, sem kvæntur er Kolbrúnu Skúladóttur og eiga þau tvo syni. Það er eflaust ein mesta gæfa sem hugsast getur í lífi hverrar mann- eskju að eiga barnaláni að fagna. Þess urðu þau hjón Ingibjörg og Brynjólfur sannarlega aðnjótandi. Þeirri guðsgjöf tók Ingibjörg ekki við af neinu fálæti eða sem sjálfsögð- um hlut heldur sýndi hún það í verki að hún mat þá gjöf að verðleikum, hennar líf og yndi var að hlúa sem best að börnum og síðar tengdaböm- um og ekki hvað síst barnabörnunum þegar þau fóru að koma í heiminn eitt af öðru. Ingibjörg var ekki einungis fríð kona og glaðlynd heldur einnig gjaf- mild og vildi öllum vel. Elskulegt viðmót hennar, blítt bros og falleg orð urðu jafnan til þess að okkur systkinabörnum hennar fannst hveiju og einu að við værum í alveg sérstöku uppáhaldi hjá henni. Þannig var hún samt eflaust við alla og ber gestabókin hennar höfðingsskap hennar og elskulegheitum best vitni, en sú bók er þétt skrifuð nöfnum og þökkum, ekki síst frá erlendu fólki frá öllum heimshornum, sem hún hafði kynnst við fiskvinnu i Þorláks- höfn og boðið heim til sín. Við fráfall Ingibjargar er auðvitað mestur harmur kveðinn að börnum hennar, fjölskyldum þeirra svo og aldraðri móður. Fyrir hönd foreldra minna og systkina votta ég þeim innilega samúð og veit að fagrar minningar um góða konu munu lýsa þeim veginn. Ingveldur Sveinbjörnsdóttir. Mig langar hér nokkrum orðum að minnast hennar Imbu vinkonu minnar sem kvaddi okkur í liðinni viku. Þó að veikindi hafi hijáð hana síðustu mánuði var það fjarri huga mér er ég heimsótti hana í tilefni af afmæli hennar 14. nóvember sl. að það yrði okkar síðasta samveru- stund — að kveðja mín það kvöld yrði sú hinsta. Þá sem endranær var margt spjall- að, því þó að nokkrir áratugir skildu okkur að í aldri höfðum við alltaf um nóg að tala. Kórsöngur og reynd- ar tónlist almennt var okkar sameig- inlega áhugamál og langar mig hér að þakka fyrir þann allt of stutta tíma sem ég fékk að syngja með henni í Söngfélagi Þorlákshafnar. Það var mér ungri og reynslulausri lærdómsríkt að fylgja hennar öruggu altrödd gegnum sönglögin og sálm- ana sem hún kunni svo vel allt frá æskuárunum í Hraungerði. Sameiginlegan vinnustað okkar, Grunnskólann í Þorlákshöfn, bar einnig oft á góma í samtölum okkar. Umhyggja hennar fyrir barnaböm- unum sem þar hafa stundað og stunda enn nám var mikil og kennar- anum jafnan gleðiefni að segja „Imbu ömmu“ frá því hve vel gekk. Ég er þess fullviss að áfram mun hún vaka yfir hópnum sínum þar. Samverustundirnar í eldhúskrókn- um hjá Kollu vinkonu og Sigurbergi eru líka orðnar býsna inargar og kaffibollarnir enn fleiri. Þar kynntist ég fjölskyldunni hennar Imbu smám saman og á stundum fannst mér sem ég væri ein af henni. Þannig var við- mótið. Það var okkur hjónum mjög mik- ils virði er við fluttum fyrst hingað til Þorlákshafnar árið 1989 og þekkt- um fáa að eiga þessa vini okkar að, alltaf tilbúna að rétta hjálparhönd og ekki síður að spjalla og fræða okkur um þetta nýja samfélag sem við þekktum svo lítið. Oft fléttuðust þá inn í umræðurnar minningar Imbu frá fyrstu búskaparárum þeirra Brynjólfs hér „á sandinum“, þegar unnið var myrkranna á milli við dag- leg störf auk þess að koma sér þaki yfír höfuðið og bömunum ijórum til manns. Engum blandast hugur um að þetta hafí farist þeim vel úr hendi — þess bera afkomendurnir vitni. Áð leiðarlokum þakka ég góð kynni, bið Guð að blessa minningu Ingibjargar og gefa fjölskyldunni styrk. Sigþrúður (Sissa). Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum fóðurörmum þínum og hvfli sætt, þótt hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu föðurhjarta. Æ, tak nú, Drottinn, fóður og móður mína í mildiríka náðarvemdan þína, og ættlið mitt og ættjörð virstu geyma og engu þínu minnsta bami gleyma. Ó, sólarfaðir, signdu nú hvert auga, en sér í lagi þau, sem tárin lauga, og sýndu miskunn öllu því, sem andar, en einkum því, sem böl og voði grandar. Þín líknarásján lýsi dimmum heimi, þitt ljósið blessað gef í nótt mig dreymi, í Jesú nafni vil ég væran sofa og vakna snemma þína dýrð að lofa. (M. Joch.) Mig langar að minnast tengda- móður minnar Ingibjargar Hjörleifs- dóttur sem verður til grafar borin í Þorlákshöfn í dag. Ingibjörg lést í Landspítalanum aðfararnótt 27. nóv- ember eftir stutta en harða baráttu við erfiðan sjúkdóm. Ingibjörg var fædd 14. nóvember 1929. Foreldrar hennar voru Hjör- leifur Sigurbergsson og Ingveldur Ámundadóttir sem bjuggu meðal annars í Hraungerði í Hraungerðis- hreppi og síðar í Súluholtshjáleigu í Villingaholtshreppi. Ingveldur lifír dóttur sína en hún verður níræð síð- ar á þessu ári. Ingibjörg vann öll hefðbundin störf heima fyrir í upp- vextinum og þegar hún hafði aldur til fór hún að vinna utan heimilis. Um tíma vann hún meðal annars hjá klæðskera á Selfossi og sú reynsla sem hún fékk þar í saumaskap nýtt- ist henni alla tíð. Maður Ingibjargar var Brynjólfur Magnússon frá Flögu í Villingaholts- hreppi. Hann lést árið 1983. Árið 1954 hófu þau búskap sinn í Þorláks- höfn. Það hefur á þeim árum þurft mikinn kjark og dugnað að hafa sig í að flytjast úr grasi gróinni sveitinni í sandinn og auðnina sem þá var í Þorlákshöfn. Þau hjónin voru með þeim fyrstu sem settust hér að og byggðu sér hús og áttu þau án efa dijúgan þátt í uppbyggingu staðarins. Brynjólfur og Ingibjörg áttu fjögur börn. Þau eru: Magnús, kvæntur Eddu Ríkharðsdóttur, þau eiga þijú börn; Hjörleifur, kvæntur Gróu Erl- ingsdóttur, þau eiga tvö börn; Vig- dís, var í sambúð með Torfa Áskels- syni, þau slitu samvistum og eiga þijú börn; Sigurbergur, kvæntur Kolbrúnu Skúladóttur, þau eiga tvö börn. Öll búa þau í Þorlákshöfn. Ingibjörg var félagslynd og hafði gaman af að koma innan um fólk. Hún var mjög dugleg að sækja sam- komur og skemmtanir og var hlátur- inn hennar auðþekktur úr sal fullum af fólki. Hún var trygg sínum og vildi allt fyrir alla gera. Alltaf hafði hún tíma fyrir barnabörnin sem sóttu mikið til hennar og það var alltaf sjálfsagt mál hjá henni að gæta þeirra þegar til hennar var leitað. Elsku Imba mín. Þegar ég kveð þig nú hugsa ég til baka til þessara tíu ára sem við þekktumst. Fyrst var ég inni á þínu heimili og nú síðast þú á mínu og allar okkar samveru- stundir þar á milli. Ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur fyrir mig og mína fjölskyldu gert og ég hugga mig við það að nú líður þér svo miklu betur en á okkar síðustu samveru- stundum. Elsku Ingveldur, megi Guð styrkja þig og okkur öll á þessari erfiðu stundu. Kolbrún. Biblía sem börnin geta lesið sjálf. Fæst í næstu bókaverslun. *

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.