Morgunblaðið - 04.01.1994, Page 22

Morgunblaðið - 04.01.1994, Page 22
HVlTA HÚSID / SÍA 22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANUAR 1994 Margir litir margar stærðir. Þessi vinsælii bréfabindi fást í öllum helstu bókaverslunum landsins. Áttræð Ragnheiður Sæmunds- son frá Siglufirði Föðuramma mín, Ragnheiður Sæmundsson, frá Siglufirði, átti afmæli 2. janúar síðastliðinn. Hún varð áttatíu ára. Amma ólst upp að Hallgilsstöð- um í Hörgárdal, dóttir Jóns St. Melstað bónda og Albínu Péturs- dóttur. Hún er þriðja í röðinni úr hópi 7 systkina. Systkini ömmu eru: Unndór, fyrrum endurskoð- andi í Reykjavík, Pétur og Valdi-' mar, sem lengi ráku samnefnt fyr- irtæki á Akureyri, Stefán, fyrrum bóndi á Hallgilsstöðum, Dýrleif, húsmóðir á Akureyri, og Eggert, bílstjóri. Unndór og Valdimar eru látnir. 8. júní 1934 giftist amma afa mínum, Sigurjóni Sæmundsson, prentsmiðjueiganda og fv. bæjar- stjóra á Siglufirði. Þau eignuðust tvö börn, Stellu Margréti, gift Ing- vari Jónassyni víóluleikara, og föð- ur minn, Jón Sæmund Sigurjóns- son, hagfræðing í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, kvæntur Birgit Henriksen. Við, bamabömin hennar ömmu, erum fjögur: Sigurjón Ragnar, Vigfús, Anna og svo undirrituð. Barna- bamabörn ömmu eru orðin fjögur. Stóram hluta ævi sinnar hefir amma varið í að hugsa um okkur, börnin sín, en einnig hefir hún allt- af stutt afa i bókaútgáfunni. Amma var lengi stjómarmaður í Slysavarnafélaginu Vörn og sat í stjórn kvenfélags Sjúkrahúss Sigluijarðar. Áður fyrr lék hún í fjölmörgum leikritum með Leikfé- lagi Siglufjarðar og á að baki langt söngstarf með kirkjukómum. A tímamótum sem þessum er margs að minnast. Fyrsta minn- ingin um ömmu er þegar hún og afi komu að heimsækja okkur í Þýskaland. Þegar von var á þeim voru tilhlökkunin og fagnaðar- fundirnir ávallt miklir. Þá var gjarnan farið í verslunarleiðangra eða styttri ferðalög og mikið borð- að úti. Ferðirnar urðu ekki síst eftirminnilegar fyrir það hversu skemmtilegur ferðafélagi amma var. Hún var alltaf með sniðugar sögur á takteinum, sagði brandara eða setti upp skrítna svipi og hermdi eftir þekktu fólki. Löngu eftir að við fluttumst heim frá Þýskalandi héldum við áfram að ferðast með ömmu og afa. Fyrir u.þ.b. 10 árum ferðuð- umst við amma t.d. um Evrópu þvera og endilanga og er þessi ferð ein dýrmætasta perlan í fjár- sjóði minninga um skemmtilegar samverastundir með ömmu. Við keyrðum m.a. um falleg fjallahérað Sviss og spásseraðum á göngugöt- unni í Nissa. Greinilegt var hversu gaman amma hafði af því að ferð- ast. Einnig hefir alltaf verið gaman að heimsækja ömmu og afa á Sigló. Heima hjá ömmu er gott að gleyma sér í ævintýraheimi bókanna sem hún og afi hafa gefið út. Það var líka amma sem fyrst kenndi mér að spila á píanó og hefir „Fur El- ise“ ósjaldan hljómað á Suðurgöt- unni án þess að amma kveinkaði sér undan öllum æfingunum. Reyndar er það ekki í eðli ömmu að kvarta og kveina. Það sást best á áralangri baráttu ömmu við ill- vígan augnvírus sem leiddi að lok- um til þess að nema varð á brott veika augað hennar. Á þeirri þrautagöngu heyrði ég ömmu aldr- ei kvarta eða barma sér. Eitt er það einkenni ömmu, að henni finnst ákaflega gaman að spjalla við fólk. Af því leiðir að það er hægt að tala um allt milli him- ins og jarðar við ömmu og alltaf hefir verið gott að leita ráða hjá henni. Amma hefir alltaf hvatt og stutt okkur barnabörnin í því sem við höfum tekið okkur fyrir hend- ur. Mér er minnisstætt nú síðast í haust, þegar mig langaði að taka þátt r ræðukeppni Orators, félags laganema, en hefði næstum hætt við allt saman vegna sviðsskrekks. Eftir eitt símtal við ömmu var ég hætt við að hætta við. Amma sagði: „Stundum er bara best að hugsa sem minnst og láta vaða. Ef þú tekur ekki þátt, þá veist þú ekki, hvers þú ferð á mis.'* Eftir stutta umhugsun sá ég að amma hafði rétt fyrir sér - eins og svo oft áður. Amma hefir jafnan þótt kona með sínu lagi, sérstæð og raunar ólík öllum fjöldanum. Hún er hrein og bein, og fer aldrei í felur með skoðanir sínar, en heldur þar fast á ef svo ber undir. Amma er kvenna kátust, ófeimin og orð- heppin. Með svipuðum orðum var langafa mínum lýst af samsveit- ungi sínum, þegar hann varð átt- ræður. Nú þegar amma er áttræð fer vel á því að lýsa henni á sama máta enda þóttu þau feðgin, amma og langafi, mjög lík hvort öðru. Elsku amma, til hamingju með merkisafmælið. Ég vona að afmæl- isdagurinn hafi verið þér eftir- minnilegur gleðidagur. Ragnheiður Jónsdóttir. -------»..--------- ■ NÚ GEFST konum á aldrinum 40-50 ára tækifæri til að hlýða á fyrirlestrana um breytingarskeiðið. Sálfræðistöðin mun standa fyrir þessum fyrirlestrum í dag, 4. jan- úar, kl. 20 á Holiday Inn. Varpað verður ljósi á hvernig þetta lífs- skeið markar tímamót í ævi flestra kvenna. Anna Inger Eydal, ís- lenskur sérfræðingur í kvensjúk- dómum, kemur af þessu tilefni til landsins. Sálfræðingarnir Álfheið- ur Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal munu taka til umfjöllunar ýmsa þætti sem hafa áhrif á and- lega líðan og heilsu kvenna á þessu lífsskeiði. ■ HÓPÞJÁLFUN á vegum Gigt- arfélags Islands fyrir fólk með ýmsa gigtsjúkdóma hófst í septem- ber sl. og stóð í þijá mánuði. Nám- skeiðin verða einnig í boði á vor- misserinu og byija flest þeirra 12. og 13. janúar, nema framhaldshóp- ar sem byija fyrr. M.a. er boðið upp á þjálfun fyrir fólk með iktsýki, slit- gigt, vefjagigt, hryggikt og bein- þynningu, bæði í sal og í sundlaug, tvisvar til þrisvar í viku.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.