Morgunblaðið - 04.01.1994, Side 27

Morgunblaðið - 04.01.1994, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1994 27 komið að verulegu leyti í stað at- vinnutækifæra í orkufrekum iðnaði á íslandi, jafnt úti á landsbyggð- inni sem á höfuðborgarsvæðinu. • Stjórnvöld gætu gert það að stefnu sinni að stórvirkjun vatns- orku á Islandi væri háð þeim skil- yrðum, að á móti hveiju 1 mega- vatti (MW) í uppsettu afli, kæmu 1-2 „frumstörf" í hvers konar iðn- aði sem t.d. virkjanir leiddu af sér, en notkun orkunnar yrði ekki sér- staklega til stóriðju. • Þannig mætti til dæmis skapa 500-1.000 störf vegna útflutnings á 8.000-10.000 MWh (megavatt- stundir) af raforku (1.000-1.200 MW í uppsettu afli), með gagn- kaupasamningum sem taka til inn- flutts búnaðar til virkjananna sjálfra. • Þá eru ótalin þau störf sem mætti skapa vegna sæstrengs, afriðilsstöðva og annarra slíkra þátta. Gott dæmi um eðlileg og sanngjöm gagnkaupaviðskipti er hugmynd að byggingu sæstrengs- verksmiðju í Reykjavík sem gæti skapað allt að 500 „frumstörf“ á íslandi ef rétt er að málum staðið. • Útflutningur 1.000-1.200 MW í uppsettu afli, gæti að öllu saman- lögðu skapað 1.500-2.000 „frum- störf“ verði gagnkaupamöguleikar nýttir til hins ýtrasta. • Með þessum hætti mundu stjórnvöld marka einfalda og áhrifaríka stefnu í orkumálum sem gæti valdið straumhvörfum í upp- byggingu fjölbreytts atvinnulífs um állt land. • Fjármögnun stefnunnar er inn- byggð í gagnkaupahugmyndinni, þar sem hvatinn til atvinnuupp- byggingar á íslandi er í höndum verktakanna, sem hafa beina fjár- hagslega hagsmuni (vegna ábyrgða) af því að uppfylla gagn- kaupakvaðir gagnvart verkkaupa (íslenska ríkinu). Þeir möguleikar sem hér hefur verið tæpt á eru einungis hluti þess sem falist getur í gagnkaup- um. Meginmálið í þessum viðskipt- um er, að því orkumálin varðar, að skapa fjölda starfa í tengslum við útflutning á raforku. Frum- störfin verða trúlega færri en við stóriðju en margfeldisáhrif hvers starfs líklega meiri. Reynslan ein getur skorið úr um hver heildar- áhrifin verða. Sæstrengsleiðin Að teknu tilliti til þess sem hér hefur verið rakið get ég því ómögu- lega fallist á fullyrðingar Jóns Sig- urðssonar; „að sæstrengsleiðin sé algjört óráð fyrir íslendinga". Þjóð- in lætur ekkert plata sig í svona málum. Mér finnst hins vegar al- gjört óráð að reyna að fela áðra nýtingarmöguleika á íslenskri raf- orku fyrir þjóðinni. Það er alltaf æskilegt að hafa val. Samlíkingar Jóns Sigurðssonar við tebændur finnast mér út í hött. Skjótvirkur stíflueyðir Eyðir stíflum fljótt • Tuskur • Feiti • Lífræn efni fij • Hár / — \ • Dömubindi rS • Sótthreinsar einnig lagnir <§m One Shot fer fljótt að stíflunni af því að það er tvisvar sinnum Tilbúinn þyngra en vatn. Útsölustaðir: stíllu - eyíli y Shell- og Esso -stöðvar og helstu byggingavöru- verslanir. Dreifing: Hringás hf., . sími 67787S - fax 67.7022 i í samningum má girða fyrir slíkar nýlendusamlíkingar sem Jón gerir að umtalsefni. Eg fæ heldur ekki skilið hvers vegna Jón Sigurðsson telur það vera neikvætt fyrir Islendinga að hafa möguleika á að selja orku inn á neytendamarkað í Evrópu. Orka sú sem seld væri um sæstreng væri að að stofni til forgangsorka. í góðum vatnsárum væri hins veg- ar verulegur fengur að því að geta að auki selt þangað afgangsorku. Ekki má heldur gleyma því ör- yggi sem felst í.því að geta flutt inn raforku komi t.d. til stórkost- lega náttúruhamfara sem gætu leitt til tímabundinna vandamála við raforkuframleiðslu hérlendis. Samkeppni um íslenska raforku Aðstandendur ICENET-verk- efnisins hafa litið svo á að útflutn- ingur á raforku geti farið ágætlega með virkjun til stóriðju enda ná áætlanir um orkusölu um sæstreng einungis til um þriðja hluta hag- kvæms nýtanlegs vatnsafls. Jón Sigurðsson stefnir þessum mögu- leikum hvorum gegn öðrum, að raforka til útflutnings sé í sam- keppni við raforku til stóriðju og annars iðnaðar og sé það af hinu illa. Það er í sjálfu sér ágætt mál að hvatt sé til heilbrigðrar sam- keppni um íslenska raforku. Sagt hefur verið af mætum mönnum að samkeppni sé alla jafna til góðs og vil ég trúa því. Ef svo er ætti heilbrigð samkeppni í þessu efni fremur að hvetja en letja erlenda viðsemjendur okkar um stóriðju, s.s. Atlantal-hópinn, til ákvarðana. Skoðanakönnun IM-Gallup ICENET-hópurinn fól IM-Gallup að framkvæma skoðanakönnun meðal þjóðarinnar í nóvember síð- astliðnum. Spurt var þriggja spurninga: 1. Ertu hlynnt(ur) eða andvíg- (ur) því að gert verði stórátak í virkjun íslenskra orkulinda til raf- orkuframleiðslu ef orkusölusamn- ingur hefur verið tryggður? 2. Ertu hlynnt(ur) eða andvíg- (ur) útflutningi á raforku? 3. Ertu hlynnt(ur) eða andvíg- (ur) útflutningi á raforku, ef slikur útflutningur skapar framtíðarstörf í iðnaði eins og t.d. kapalfram- leiðslu? Af 1.090 manna úrtaki þar sem náðist í 760 einstaklinga, tóku 694 afstöðu, eða 91,3%. Rúmlega 86% þeirra sem af- stöðu taka eru mjög eða frekar hlynnt útflutningi á raforku. Ef hins vegar spurningar 2 og 3 eru teknar saman sést að út frá þeim forsendum að raforkuútflutn- ingur skapi störf í iðnaði eru a.m.k. 92% landsmanna hlynnt raforkuút- flutningi. Læt ég nú staðar numið að sinni en óska Jóni Sigurðssyni farsældar í starfi á nýju ári og vona að hann láti sem mest í sér heyra um orku- mál jafnt sem önnur mál. Jafn- framt vænti ég þess að þau rök sem ég færi hér í þessari grein megi milda nokkuð viðhorf hans til útflutnings á raforku. Það væri vissulega fengur að því að fá slík- an mann til að útvíkka gagnkaupa- hugmyndina svolítið betur til hags- bóta fyrir land og þjóð. Höfundur er samskiptastjóri sæstrengsverkefnisins ICENET, samstarfsvcrkefnis Reykjavíkur- borgar og bollensku fyrirtækjanna PGEM, EPON og NKFKabel. SPARISJOÐABANKI ISLANDS HF. I C E B A N K L T D. Sparisjóðabanki íslands hf. tok til starfa I. janúar 1994. Sparisjóðabanki íslands hf. tók við hlutverki Lánastofnunar sparisjóðanna hf. 1. janúar 1994. Sparisjóðabankinn annast fjölþætta starfsemi sem lýtur að sameigin- legum hagsmunum allra sparisjóðanna. Meðal verkefna Sparisjóðabanka íslands hf. má nefna: • Að jafna árstíðabundnar sveiflur í starfsemi sparisjóðanna. • Að veita sparisjóðum lán og ábyrgðir sem gera þeim kleift að taka að sér umfangsmeiri verkefni en ella. Oftar en ekki tengjast þessi verkefni fjármögnun atvinnuveganna. • Að veita sparisjóðunum þjónustu á sviði gjaldeyrismála og erlendra viðskipta. • Að stuðla að'auknu rekstrarhagræði í starfi sparisjóðanna. Sparisjóöabanki íslands hf. - traustur hlekkur í samstarfi sparisjóðanna. SPARISJÓÐABANKI ÍSLANDS HF. ICEBANK LTD. Rauðarárstíg 27 Sími 623400

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.