Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1994næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Morgunblaðið - 04.01.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.01.1994, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1994 27 komið að verulegu leyti í stað at- vinnutækifæra í orkufrekum iðnaði á íslandi, jafnt úti á landsbyggð- inni sem á höfuðborgarsvæðinu. • Stjórnvöld gætu gert það að stefnu sinni að stórvirkjun vatns- orku á Islandi væri háð þeim skil- yrðum, að á móti hveiju 1 mega- vatti (MW) í uppsettu afli, kæmu 1-2 „frumstörf" í hvers konar iðn- aði sem t.d. virkjanir leiddu af sér, en notkun orkunnar yrði ekki sér- staklega til stóriðju. • Þannig mætti til dæmis skapa 500-1.000 störf vegna útflutnings á 8.000-10.000 MWh (megavatt- stundir) af raforku (1.000-1.200 MW í uppsettu afli), með gagn- kaupasamningum sem taka til inn- flutts búnaðar til virkjananna sjálfra. • Þá eru ótalin þau störf sem mætti skapa vegna sæstrengs, afriðilsstöðva og annarra slíkra þátta. Gott dæmi um eðlileg og sanngjöm gagnkaupaviðskipti er hugmynd að byggingu sæstrengs- verksmiðju í Reykjavík sem gæti skapað allt að 500 „frumstörf“ á íslandi ef rétt er að málum staðið. • Útflutningur 1.000-1.200 MW í uppsettu afli, gæti að öllu saman- lögðu skapað 1.500-2.000 „frum- störf“ verði gagnkaupamöguleikar nýttir til hins ýtrasta. • Með þessum hætti mundu stjórnvöld marka einfalda og áhrifaríka stefnu í orkumálum sem gæti valdið straumhvörfum í upp- byggingu fjölbreytts atvinnulífs um állt land. • Fjármögnun stefnunnar er inn- byggð í gagnkaupahugmyndinni, þar sem hvatinn til atvinnuupp- byggingar á íslandi er í höndum verktakanna, sem hafa beina fjár- hagslega hagsmuni (vegna ábyrgða) af því að uppfylla gagn- kaupakvaðir gagnvart verkkaupa (íslenska ríkinu). Þeir möguleikar sem hér hefur verið tæpt á eru einungis hluti þess sem falist getur í gagnkaup- um. Meginmálið í þessum viðskipt- um er, að því orkumálin varðar, að skapa fjölda starfa í tengslum við útflutning á raforku. Frum- störfin verða trúlega færri en við stóriðju en margfeldisáhrif hvers starfs líklega meiri. Reynslan ein getur skorið úr um hver heildar- áhrifin verða. Sæstrengsleiðin Að teknu tilliti til þess sem hér hefur verið rakið get ég því ómögu- lega fallist á fullyrðingar Jóns Sig- urðssonar; „að sæstrengsleiðin sé algjört óráð fyrir íslendinga". Þjóð- in lætur ekkert plata sig í svona málum. Mér finnst hins vegar al- gjört óráð að reyna að fela áðra nýtingarmöguleika á íslenskri raf- orku fyrir þjóðinni. Það er alltaf æskilegt að hafa val. Samlíkingar Jóns Sigurðssonar við tebændur finnast mér út í hött. Skjótvirkur stíflueyðir Eyðir stíflum fljótt • Tuskur • Feiti • Lífræn efni fij • Hár / — \ • Dömubindi rS • Sótthreinsar einnig lagnir <§m One Shot fer fljótt að stíflunni af því að það er tvisvar sinnum Tilbúinn þyngra en vatn. Útsölustaðir: stíllu - eyíli y Shell- og Esso -stöðvar og helstu byggingavöru- verslanir. Dreifing: Hringás hf., . sími 67787S - fax 67.7022 i í samningum má girða fyrir slíkar nýlendusamlíkingar sem Jón gerir að umtalsefni. Eg fæ heldur ekki skilið hvers vegna Jón Sigurðsson telur það vera neikvætt fyrir Islendinga að hafa möguleika á að selja orku inn á neytendamarkað í Evrópu. Orka sú sem seld væri um sæstreng væri að að stofni til forgangsorka. í góðum vatnsárum væri hins veg- ar verulegur fengur að því að geta að auki selt þangað afgangsorku. Ekki má heldur gleyma því ör- yggi sem felst í.því að geta flutt inn raforku komi t.d. til stórkost- lega náttúruhamfara sem gætu leitt til tímabundinna vandamála við raforkuframleiðslu hérlendis. Samkeppni um íslenska raforku Aðstandendur ICENET-verk- efnisins hafa litið svo á að útflutn- ingur á raforku geti farið ágætlega með virkjun til stóriðju enda ná áætlanir um orkusölu um sæstreng einungis til um þriðja hluta hag- kvæms nýtanlegs vatnsafls. Jón Sigurðsson stefnir þessum mögu- leikum hvorum gegn öðrum, að raforka til útflutnings sé í sam- keppni við raforku til stóriðju og annars iðnaðar og sé það af hinu illa. Það er í sjálfu sér ágætt mál að hvatt sé til heilbrigðrar sam- keppni um íslenska raforku. Sagt hefur verið af mætum mönnum að samkeppni sé alla jafna til góðs og vil ég trúa því. Ef svo er ætti heilbrigð samkeppni í þessu efni fremur að hvetja en letja erlenda viðsemjendur okkar um stóriðju, s.s. Atlantal-hópinn, til ákvarðana. Skoðanakönnun IM-Gallup ICENET-hópurinn fól IM-Gallup að framkvæma skoðanakönnun meðal þjóðarinnar í nóvember síð- astliðnum. Spurt var þriggja spurninga: 1. Ertu hlynnt(ur) eða andvíg- (ur) því að gert verði stórátak í virkjun íslenskra orkulinda til raf- orkuframleiðslu ef orkusölusamn- ingur hefur verið tryggður? 2. Ertu hlynnt(ur) eða andvíg- (ur) útflutningi á raforku? 3. Ertu hlynnt(ur) eða andvíg- (ur) útflutningi á raforku, ef slikur útflutningur skapar framtíðarstörf í iðnaði eins og t.d. kapalfram- leiðslu? Af 1.090 manna úrtaki þar sem náðist í 760 einstaklinga, tóku 694 afstöðu, eða 91,3%. Rúmlega 86% þeirra sem af- stöðu taka eru mjög eða frekar hlynnt útflutningi á raforku. Ef hins vegar spurningar 2 og 3 eru teknar saman sést að út frá þeim forsendum að raforkuútflutn- ingur skapi störf í iðnaði eru a.m.k. 92% landsmanna hlynnt raforkuút- flutningi. Læt ég nú staðar numið að sinni en óska Jóni Sigurðssyni farsældar í starfi á nýju ári og vona að hann láti sem mest í sér heyra um orku- mál jafnt sem önnur mál. Jafn- framt vænti ég þess að þau rök sem ég færi hér í þessari grein megi milda nokkuð viðhorf hans til útflutnings á raforku. Það væri vissulega fengur að því að fá slík- an mann til að útvíkka gagnkaupa- hugmyndina svolítið betur til hags- bóta fyrir land og þjóð. Höfundur er samskiptastjóri sæstrengsverkefnisins ICENET, samstarfsvcrkefnis Reykjavíkur- borgar og bollensku fyrirtækjanna PGEM, EPON og NKFKabel. SPARISJOÐABANKI ISLANDS HF. I C E B A N K L T D. Sparisjóðabanki íslands hf. tok til starfa I. janúar 1994. Sparisjóðabanki íslands hf. tók við hlutverki Lánastofnunar sparisjóðanna hf. 1. janúar 1994. Sparisjóðabankinn annast fjölþætta starfsemi sem lýtur að sameigin- legum hagsmunum allra sparisjóðanna. Meðal verkefna Sparisjóðabanka íslands hf. má nefna: • Að jafna árstíðabundnar sveiflur í starfsemi sparisjóðanna. • Að veita sparisjóðum lán og ábyrgðir sem gera þeim kleift að taka að sér umfangsmeiri verkefni en ella. Oftar en ekki tengjast þessi verkefni fjármögnun atvinnuveganna. • Að veita sparisjóðunum þjónustu á sviði gjaldeyrismála og erlendra viðskipta. • Að stuðla að'auknu rekstrarhagræði í starfi sparisjóðanna. Sparisjóöabanki íslands hf. - traustur hlekkur í samstarfi sparisjóðanna. SPARISJÓÐABANKI ÍSLANDS HF. ICEBANK LTD. Rauðarárstíg 27 Sími 623400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55339
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (04.01.1994)
https://timarit.is/issue/126070

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (04.01.1994)

Aðgerðir: