Morgunblaðið - 04.01.1994, Side 33

Morgunblaðið - 04.01.1994, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1994 33 Tvö börn fórust í eldsvoða í Biskupstungum á nýársnótt Brunarústir Morgunblaðið/Sigurður Jónsson íbúðarhúsið að Stöllum í Biskupstungum brann til grunna á nýársnótt. Rannsóknarlögregla ríkis- ins og lögreglan á Selfossi leituðu upptaka eldsins á laugardag og sunnudag. Niðurstaða hafði ekki fengist í gær. Með snarræði var komabami bjargað Selfossi. TVö börn, fjögurra ára stúlka og átta ára drengur, fórust í eldsvoða á nýársnótt þegar bær- inn Stallar í Biskupstungum brann til grunna. Tíu mánaða barni var með snarræði bjargað úr brennandi húsinu og ungl- ingsstúlku var bjargað út um glugga á síðustu stundu. Aðrir sem í húsinu voru áttu fótum fjör að launa. Heimilisfaðirinn brenndist á höndum og andliti er hann reyndi að fara inn í brennandi húsið eftir börnunum sem sváfu á efri hæð þess. Hann er enn á sjúkrahúsi. Tilkynning um eldinn barst lögreglunni í Árnessýslu klukkan 4.52. Tiltækt slökkvilið, í Biskups- tungum og á Selfossi, var kallað út. Þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn skömmu seinna var húsið alelda og byijað að falla. Húsið var tvílyft timþurhús með risi. Eldurinn kom upp í þvottahúsi og þegar hans varð vart voru í húsinu hjónin ásamt þremur börn- um, ungri stúlku og tveimur full- orðnum. Börnin tvö sem fórust sváfu á efri hæð hússins. Einn hinna fullorðnu hugðist sækja slökkvitæki í þvottahúsinu, opnaði dymar en varð frá að hverfa. Þá strax breiddist eldurinn um húsið með ógnarhraða og það fylltist á svipstundu af eldi og reyk. Fólkið átti fótum fjör að launa og átti þess engan kost að komast til barnanna.á efri hæð- Pétur Steinn Freysson Njarðvík inni. Faðir þeirra reyndi það en varð frá að hverfa brenndur á höndum og í andliti. Unglingsstúlku sem var í húsinu var bjargað út um glugga á sal- erni hússins þar sem hún lokaðist af þegar eldsprengingin varð í húsinu. Bjargaði kornabarni Ung stúlka, Guðrún S. Eyvind- ardóttir, sat í bifreið á hlaði húss- ins eftir að hafa skömmu áður ekið fólki þar heim. Hún varð vör við eldinn og hljóp beina leið inn ísabella Diljá Hafsteinsdóttir í svefnherbergi hússins og sótti litla barnið. Þegar hún var komin með. barnið í fangið var eldurinn orðinn það magnaður og rafmagn farið af húsinu að hún þurfti að- stoð við að komast klakklaust út aftur. Heimilisfaðirinn var fluttur á slysadeild þar sem gert var að brunasárum hans. Börnin sem fór- ust i brunanum hétu Pétur Steinn Freysson Njarðvík, fæddur 23. apríl 1985, og ísabella Diljá Haf- steinsdóttir, fædd 26. maí 1989. Sig. Jóns. Landeigendur Eiðis á Langanesi um grunnvatnið Blýmengunar farið að gæta RANNSÓKNIN á Heiðarfjalli á Langanesi sýnir að blýmengun frá sorphaugum Bandaríkjahers á fjallinu er þegar farið að gæta í grunn- vatni svæðisins, segir í frétt frá landeigendum Eiðis á Langanesi. Umhverfisráðuneytið fól Hollustuvernd ríkisins að rannsaka meinta mengun á fjallinu síðastliði haust og í niðurstöðum segir að allt lind- arvatn á svæðinu sé vel drykkjarhæft og að ekki hafi fundist þrá- virk halógenlífræn efni í þeim sýnum sem tekin voru. í frétt landeigenda segir að blý- sé allt að 600 sinnum meira magn innihald í lindum sunnanmegin Heiðarfjalls neðan við haugana sé þrefallt meira en norðan fjallsins. Bent er á til samanburðar að það en í vatni úr Gvendarbrunnum. Fram kemur að sú fullyrðing umhverfisráðuneytisins um að lan- deigendur hafi Iagst gegn rannsókn á sorphaugum á Heiðarfjalli árið 1991 sé alröng. Landeigendur hafi fyrst og fremst lagt til bætt vinnu- brögð við rannsókn á að afla gagna frá Bandaríkjaher um það hvað farið hefði á haugana. Þá segir að sú staðhæfing ráðuneytisins um að allt lindarvatn á svæðinu sé vel drykkjarhæft sé villandi þar sem þungmálmamengun mælist í veru- legu magni í vatni af svæðinu. Skipaðir sýslumenn í Reykjavík og Siglufírði FORSETI íslands hefur skipað Guðgeir Eyjólfsson sýslumann á Siglu- firðþ Rúnar Guðjónsson sýslumann í Reykjavik og Sigurð Hall Stefáns- son héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Alla frá 1. janúar 1994. Guðgeir hefur verið fulltrúi sýslumanns í Kópavogi, Rúnar sýslumaður í Borgarnesi og Sigurður Hall settur héraðs- dómari. Forseti skipar í stöðurnar að til- lögu dóms- og kirkjumálaráðu- neytisins. Guðgeir Eyjólfsson Rúnar Guðjónsson Sigurður Hallur Stefánsson Undirbúa rekstur fiskimj ölsverk- smiðju í Helffuvík Keflavík. UNDIRBÚNINGSFÉLAG að stofnun hlutafélags um uppbyggingu og rekstur fiskimjölverksmiðju í Helguvík sem á að framleiða hágæðafiski- mjöl var stofnað í Keflavík þann 30. desember sl. Stefnt er að opnun verksmiðjunnar á næsta ári og er áætlað verð hennar um 860 milljón- ir króna miðað við 1.000 tonna bræðslugetu á sólarhring. Þorsteinn Erlingsson skipstjóri, Pétur Jóhannsson hafnarstjóri og Ellert Eiríksson, bæjarstjóri í Kefla- vík, hafa unnið að þessari hugmynd að undanförnu og voru þeir kosnir í stjórn undirbúningsfélagsins. Á fundinum kynnti Þorsteinn störf áhugahópsins og kom fram í máli hans að á svæðinu frá Grindavík til Akraness væru nú fjórar verksmiðj- ur og þar af væru aðeins hægt að tala um tvær loðnubræðslur - í Grindavík og Akranesi sem saman afköstuðu 1.000 tonnum á sólar- hring. Miðað við reynslu síðustu ára ætti verksmiðjan að fá nægt hráefni en í rekstrarforsendum væri miðað við 60.000 tonna bræðslu á ári. Fram kom hjá Þorsteini að þeir hefðu tilboð frá norskum aðilum sem framleiddu hágæðafiskimjölsverk- smiðjur og væru þeir tilbúnir að afhenda allt sem til þyrfti og að norskur banki væri tilbúinn að lána allt kaupverðið. Ætlunin væri hins vegar að safna 300 milljónum í hlutafé hér heima en að taka af- ganginn að láni. - BB —..♦--------- Landvegamót Þrennt slas- ast í bílveltu ÞRENNT var flutt á heilsugæslu- stöðina á Hvolsvelli eftir að pall- bíll á austurleið valt á þjóðvegin- um við Landvegamót upp úr kl. 18 á fimmtudag. Meiðsl fólksins eru ekki talin alvarleg. Lögreglan á Hvolsvelli segir að hálka hafi valdið því að bíllinn rann út af veginum og valt nokkrar veltur og stöðvaðist á hjólunum á skurðar- barmi. Þrír voru í bílnum og skárust farþegarnir á höfði. Ökumaður var einnig fluttur á heilsugæslustöðina á Hvolsvelli til skoðunar. — BARNADANSNÁMSKEIÐ í Grafarvogi og Mjódd Mánudaga í sal Hamraskóla, Dynhömrum 9(12 tíma námskeið) og þriðjudaga og laugardaga í sal Þjóðdansa- félagsins í Álfabakka 14A, Mjódd (12 tíma námskeið). Ath. að miðstöð strætisvagna er í Mjódd. GRAFAR- MJÓDD MJÓDD VOGUR Mánudaga Þriðjudaga Laugardaga 3-5 ára kl. 17.00-17.30 kl. 17.00-17.30 kl. 10.00-10.30 6-8 ára kl. 17.40-18.25 kl. 17.40-18.25 kl. 10.40-11.25 9 ára og eldri kl. 18.30-19.30 kl. 18.30-19.30 Systkinaafsláttur er 25% Kennsla hefst mánudaginn lO.janúar 1994 í Grafarvogi og þriðjudaginn 11. janúar í Mjódd. V Innritun og upplýsingar í síma 681616. J

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.