Morgunblaðið - 04.01.1994, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 04.01.1994, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1994 57 Laugi, eins og hann var ávallt nefndur, fæddist að Hallanda í Hrayngerðishreppi, Ámessýslu, 11. janúar 1921. Foreldrar hans voru Þórður Helga- son og kona hans Gróa Erlendsdótt- ir. Stuttu eftir að Laugi fæddist flutt- ust þau að Bollastöðum og þar bjuggu þau þar til Laugi varð 14 ára. Þá hættu þau búskap og flutt- ust til Keflavíkur. Laugi varð eftir í sveitinni og fór að Hraungerði og var þar til tvítugs, en þá fluttist hann til foreldra sinna í Keflavík. Árið 1943 kvæntist hann eftirlif- andi konu sinni, Maríu Arnlaugsdótt- ur, mikilli gáfu- og sómakonu, sem bjó þeim friðsælt og gott heimili. Þau áttu fímm börn. Elst er Guðfinna, þá Gunnar, Þórdís, Erna og yngst Hafdís. Öll eru þau gift. Barnabörnin eru 13 og barnabamabörnin sex. Laugi vann ýmis störf í landi fyrst eftir að hann kom til Kefiavíkur nema hvað hann reri á trillu með Auðuni Karlssyni vorið 1942. Sumarið 1944 réðst Laugi á Geir Goða með Angantý Guðmundssyni á síldveiðar og var svo landmaður á vertiðinni. Hann var með Angantý í tvö eða þrjú ár. Þá fór hann að vinna ýmis störf hjá Keflavíkurhreppi. Mest vann hann með steypuhrærivél sem hreppurinn átti og leigð var í hvers konar steypuframkvæmdir. Mönnum lá mikið á þegar verið var að steypa hús í þá daga. Mest unnu við það vinir og vandamenn sem gjarnan vildu losna sem fyrst, auk þess sem það sparaði peninga að leigja vélina sem styst. Ekki lá Laugi á liði sínu og hjálpaði til hvar sem hanh þurfti. Hann var fádæma ósérhlífinn. Oft var verið að steypa alla daga vikunnar og langt fram á kvöld. Þá átti Laugi eftir að þrífa vélina, smyija og dytta að. Vorið 1948 kom nýsköpunartogarinn Kefl- víkingur. Á hann komust færri en vildu, en ekki leið á löngu þar til Laugi komst á hann. Þótt flestir þar um borð væru búnir að vera lengur á sjó en Laugi var hann fljótlega orðinn „pokamaður". I það starf völdust aðeins duglegustu og örugg- ustu menn. Útgerð bv. Keflvíkings var hætt 1955. Uppúr því réðst Laugi til Ambjörns Ólafssonar og fylgdi honum á ýmsa báta til 1965. Löngu áður hafði ég nefnt við Lauga að koma til okkar hjá Baldri hf. þegar hann hætti til sjós. Hann tók því líklega en lofaði engu. Við vorum samskipa á bv. Keflvíkingi og auk þess þekkti ég hann vel úr félags- málastarfí o.fl. Dag einn, haustið 1965, þegar ég kom til vinnu í Baldri hf., sat Laugi í kaffískonsunni, kom- inn með kaffí í brúsalokið og reykti pípuna sína. Þegar ég kom í dymar segir hann: „Jæja, Oli, ég er kom- inn.“ Ekki vissi ég fyrr en þá að hann var kominn í land. Laugi var hjá okk- ur þar til við hættum að verka físk í lok 1986 og hlífði sér hvergi þótt heilsan væri farin að bila í lokin. Lengst af sat hann með kaffí í lokinu og pípuna þegar aðrir mættu til vinnu. Hann vann svo í Trésmiðju ÞÓ. fram á árið 1988 en var þá alveg farinn á heilsu. Laugi hafði mjög ákveðnar skoð- anir. Hann var heitur alþýðuflokks- maður og mikill áhugamaður um Verkalýðsfélagið. í stjóm þess var hann frá 1957 til 1989, lengst af varaformaður. Hann var kosinn í stjórn sjómannadeildarinnar fljótt eftir að hún var stofnuð, 1950, og varð formaður hennar 1961 og um skeið í stjórn Sjómannasambands íslands. Öll þessi ár sat hann Alþýðu- sambandsþing. Laugi var ekki mikill kröfumaður en þegar um var að ræða það sem honum fannst sann- gjarnt stóð hann fast á sínu og varð ekki auðveldlega snúið. Nú þegar leiðir skiljast um sinn, vil ég þakka Lauga langt og ánægju- legt samstarf sem aldrei féll skuggi á, hvort sem um var að ræða í félags- málum eða vinnu til sjós og lands, þótt ekki væmm við alltaf sammála um leiðir. Markmiðin voru lík. Maríu, Mæju og allri fjölskyldunni votta ég samúð mína. Minning um góðan dreng mun lifa. Ólafur Björnsson. Önnu, eftirlifandi eiginkonu Villa, börnum og fjölskyldu, sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Megi sá er öllu ræður gefa ykkur styrk. „Drottinn, gef þú dánum ró en hinum líkn er lifa.“ Sverrir Leósson. Kveðja frá Lífeyrissjóði sjómanna Vilhelm Þorsteinsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa lést 22. desember sl. Aðeins rúmri viku áður var hann á stjómarfundi hjá okkur í Lífeyris- sjóði sjómanna og ekki hvarflaði þá að okkur að við myndum ekki hitta hann aftur. Vilhelm tók sæti í stjórn Lífeyris- sjóðs sjómanna árið 1965, tilnefndur af Félagi íslenskra botnvörpuskipa- eigenda og sat hann í stjórn sjóðsins óslitið til dauðadags, eða alls í rúm 28 ár. Vilhelm var ákaflega traustur maður og staðfastur og gott var til hans að leita með alls kyns vanda- mál, en á þeim tók hann ávallt af festu, skynsemi og sanngirni. Allar ákvarðanir tók hann að vandlega athuguðu máli. Vilhelm tók þátt í vexti Lífeyris- sjóðs sjómanna og mótaði ásamt öðrum þá stefnu sem sjóðurinn hefur unnið eftir í hinum ýmsu málum. Árið sem nú er að líða hefur verið viðburðarríkt hjá Lífeyrissjóði sjó- manna þar sem í undirbúningi hafa verið miklar breytingar á rekstri sjóðsins í tengslum við flutning á starfsemi hans um næstu áramót. Sárt er að Vilhelm skuli ekki fá að taka þátt í því með okkur að sjá sjóð- inn starfa í nýju umhverfi. Það hefur verið gæfa Lífeyrissjóðs sjómanna að njóta starfskrafta Vil- helms Þorsteinssonar og við sem fengum að kynnast honum og starfa með honum munum sakna hans sárt. Um leið og við kveðjum Vilhelm Þorsteinsson með söknuði og virð- ingu sendum við eiginkonu hans og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. *) lónLfiKflP (?) COL flSKPIffflPPÖÐ Háskólabíói fimmtudaginn 6. janúar, kl. 20.00 Hljómsveitarstjóri: Osmo Vánská Einleikari: Olli Mustonen ffniSSKPfl Sergei Rachmaninoff: Píanókonsert nr. 3 Anton Bruckner: Sinfónía nr. 3 í d-moll Miðasala á skrifstofu hljómsveitarinnar í Háskólabíói cilla virka daga kl. 9 - 17 og við innganginn | við upphaf tónleikanna. Munið gjafakortin! Sími 622255 SINFÓNÍUHLJÓMSVEITISLANDS Hljómsveit allra íslendlnga Sími ^ 622255 ÞEIR SEM ÆTLA AÐ ÁVAXTA 27 MIILJARÐA TAKA AUDVITAÐ ENGA ÁHÆTTU YFIR 80.000 EIGENDUR KJÖRBÓKA NUTU VERDTRYGGINGAR- UPPBÓTAR NÚ UM ÁRAMÓTIN Kjörbókin er enn sem fyrr langstærsta sparnaðarformið í íslenska bankakerfinu. Ástæðán er einföld: Kjörbókin er traust, óbundin og áhættulaus og tryggir eigendum sínum háa og örugga ávöxtun. Ársávöxtun 1993 var 5,1-7,1%. Raunávöxtun á grunnþrepi var því 2,02%, á 16 mánaða innstæðu var hún 3,92% og á 24 mánaða innstæðu var raunávöxtunin 4,02%. Kjörbókin er einn margra kosta sem bjóðast í RS, Reglubundnum sparnaði Landsbankans. Vakin er athygU á að samkvæmt reglum Seðlabanka íslands verður tímabil verðtryggingarviðmiðunar að vera fullir 12 mánuðir. Breyting þessi tók gildi nú um áramótin. Verðtryggingartímabil Kjörbókar verður því frá 1. janúar til 31. desemberár hvert. Landsbankinn óskar landsmönnum gæfu og góðs gengis á árinu 1994. Landsbanki íslands Bankí allra landsmanna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.