Morgunblaðið - 04.01.1994, Page 74

Morgunblaðið - 04.01.1994, Page 74
74 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1994 Landsvirkjun hefði þurft meiri gjaldskrárhækkun Samtök fiskvinnslustöðva mótmæla hækkuninni sem óeðlilegri EF EKKI er reiknað með rekstri Blönduvirkjunar og meðalverð fengist fyrir rafmagn til stóriðju hefði samt sem áður þurft að hækka gjaldskrá Landsvirkjunar um 5,2% í stað 3% um næstu ára- mót til að ná eðlilegri arðgjöf af eigin fé, samkvæmt umsögn Þjóð- hagsstofnunar. Landsvirkjun og Þjóðhagsstofnun, sem lögum sam- kvæmt veitir umsögn um gjaldskrárbreytingar Landsvirkjunar, telja að fyrirtækið eigi að skila 3-5% arðgjöf svo að traustur fjárhagur og eðlilegur endurgreiðslutími lána sé tryggður. Bókfært verð Blönduvirkjunar var 30. september sl. 14,23 milljarðar kr. en raforku- ”*þörf hérlendis væri enn um sinn hægt að fullnægja án Blönduvirkjun- ar. Skuldir Landsvirkjunar vegna Blönduvirkjunar eru um 12,5 millj- arðar kr. en eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu eru heildar- skuldir fyrirtækisins um 52,5 milljarðar kr. Samtök fiskvinnslu- stöðva mótmæla hækkuninni og segja að fyrirtæki í eigu ríkis og sveitarfélaga, sem búi við einokunaraðstöðu eins og Landsvirkjun, verði að líta í eigin barm og mæta harðærinu með hagræðingu og sparnaði á sama hátt og önnur fyrirtæki. 3.000 Orkuspar og orkunotkun ^ gws< á almennum markaði 2.500 Spáfrá 1981 ..._ n ■ Spá frá 1985— Raunveruleg orkunotkun 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 Öm Marinósson, framkvæmda- stjóri fjármála- og markaðssviðs Landsvirkjunar, segir að jafnvel þótt Blönduvirkjun væri í útreikningum tekin út úr rekstri Landsvirkjunar hefði það ekki áhrif til lækkunar á rafmagnsverði á árinu 1994. „Áætl- uð afkoma Landsvirkjunar á árinu 1994 án Blönduvirkjunar nær ekki þeirri lágmarksarðgjöf af eigin fé sem Þjóðhagsstofnun og Landsvirkj- un telja að rekstur fyrirtækisins eigi að skila svo að traustur fjárhagur og eðlilegur endurgreiðslutími lána sé tryggður. Eðlileg arðgjöf af eigin fé hefur verið talin á bilinu 3-5%.“ Blanda vannýtt Ákvörðun um virkjun Blöndu var tekin á grundvelli orkuspár sem gerð var 1981 og þingsályktunar frá 1982, en Landsvirkjun tók á því ári iVÍð undirbúningi virkjunarinnar af Rarik. Framkvæmdir hófust 1984 en raforkuframleiðsla í september 1991. Það ár var framleiðslan 93 gígavatt- stundir, 486 gígavattstundir 1992 og fyrstu ellefu mánuði 1993 478 gígavattstundir. Að sögn Amar hef- ur með tilkomu Blönduvirkjunar fengist svigrúm til að ráðast í við- haldsframkvæmdir í öðrum virkjun- um. Einnig hefur verið unnt að reka Landsvirkjunarkerfið á hagkvæmari hátt með tilliti til vatnsbúskapar og flutningstapa. í orkuspá frá 1981 var gert ráð fyrir að rafmagnsnotkun 1992 á al- mennum markaði yrði um 600 gíga- váttstundum meiri en raun varð á. Mismunurinn á orkuspánni og raun- tölunni er hinn sami og full fram- leiðslugeta Blönduvirkjunar. Orkuspár eru settar fram af orku- spámefnd. í henni eiga sæti fulltrúar frá Landsvirkjun, Orkustofnun, raf- magnsveitunum, Þjóðhagsstofnun og fleiri stofnunum. Orkuspár em nú endurskoðaðar árlega. Örn segir að spá nefndarinnar hafi reynst of há. „Það var reyndar mikil aukning á orkunotkun á áttunda áratugnum en síðan datt hún niður, m.a. vegna ákveðinnar mettunar í rafmagns- tækjum og að öll slík tæki voru gerð með orkuspamað í huga,“ segir Örn. Gjaldskrárhækkun álitamál Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar, segir að í umsögn stofnunarinnar um gjaldskrárhækk- un Landsvirkjunar hafi komið fram að nokkurt álitamál væri hvort skyn- samlegt væri að hækka gjaldskrána eður ei. „Niðurstaðan varð hins veg- ar sú að þótt ýmislegt mælti gegn hækkun við þessar aðstæður þá legð- ist stofnunin ekki gegn allt að 3% hækkun á gjaldskránni. Ákvörðunin felur það þó í sér að raungildi gjald- skrárinnar er nokkuð hærra en miðað hefur verið við samkvæmt umsögn- um og viðmiðunum sem Þjóðhags- stofnun hefur lagt tíl á undanfömum ámm.“ Þórður segir að stofnunin hafí aldrei haldið því fram að 3% arðsemi yrði af rekstri fyrirtækisins hvert einstakt ár heldur yrði að líta yfir lengri tíma í því sambandi. „Við höf- um lagt megináherslu á það í okkar umsögnum að fyrirtækið leitaðist við að halda raungiidi gjaldskrárinnar sem stöðugustu. Það væri hagkvæmt fyrir notendur og einnig fyrirtækið," segir Þórður. Oeðlilegar hækkanir Samtök fískvinnslustöðva hafa sent frá sér fréttatilkynningu, þar sem segir að óeðlilegar gjaldskrár- hækkanir Landsvirkjunar nú muni leiða til tugmilljóna hækkunar á raf- orkukostnaði fiskvinnslunnar. Sam- tals hafi Landsvirkjun hækkað gjald- skrá sína um 13,5% á 12 mánaða tímabili, en á sama tima hafí bygg- ingavísitala hækkað um 3,3%. Lands- virkjun þurfí með sama hætti og önnur fyrirtæki að draga úr kostnaði og það sé útilokað að fallast á þau rök að fískvinnslan, sem kaupi raf- orku fyrir 600-700 milljónir á ári skuli þurfa að greiða þessa hækkun a.m.k. fímm sinnum hærra verði á í byrjun rakti ráðherrann tildrög fundar, hann fór sjálfur í vettvangs- ferð á svæðið sl. sumar en um er að ræða uppblástur á all mörgum svæðum í héraðinu sem tengjast á einn eða annan hátt Skaftá. Sl. ár hafa svokölluð Skaftárhlaup orðið æ algengari en í hlaupunum ber áin fram mikið magn aurs, sands og leðju, þannig að farvegur árinn- hveija kílówattstund en önnur stór- iðja. Samtökin skora á stjórnvöld að beita sér fyrir því að hækkunin nái ekki fram að ganga. Öm Marinósson segir að hækk- anir Landsvirkjunar séu að mestu til komnar vegna gengisfellingar ís- lensku krónunnar. „Meginhluti kostnaðar við rekstur raforkukerf- isins er erlendur fjármagnskostnað- ur. Af þessum sökum er bygginga- vísitala ekki eðlilegur mælikvarði á útgjöld fyrirtækisins. Auk þess er það á misskilningi byggt að Lands- virkjun hafí ekki ieitað annarra leiða til að bæta reksturinn en að hækka ar hækkar og hún flæmist víða úr farvegi sínum og síðan tekur landið að blása upp. Til dæmis er sand- stormur af þessum sökum orðinn all tíður á hringveginum þar sem hann liggur um Eldhraun. Einnig er ljóst að í nágrenni Lakagíga er breyting vegna upp- blásturs og hafa menn áhyggjur af því að þær náttúruperlur sem það svæði er, muni bera óbætanleg- an skaða af. Á fundinn mætti einnig Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri og gerði grein fyrir markmiðum land- græðslu. Hann sýndi kort af um- hverfi Skaftár þar sem greinilega má sjá þær breytingar sem orðið hafa. Taldi hann frumskilyrði að hemja Skaftá, núverandi aðstaða væri óviðunandi. Undanfarið hafa ýmsir aðilar staðið fyrir rannsóknum á þessu svæði fyrir utan Landgræðsluna, m.a. Vegagerð ríkisins, Orkustofn- un og RALA. Stofnað landgræðslufélag Það kom fram í máli oddvita Skaftárhrepps, Bjarna J. Matthías- sonar, að sveitarstjórnin hefur á gjaldskrána. Rekstrarkostnaður hef- ur verið skorinn niður svo nemur um 130 milljónum milli áranna 1993 og 1994 og jafngildir það þeim árangri sem næst með 3% hækkun gjald- skrár. Þá var launakostnaður á síð- asta ári 30 milljónum lægri en árið 1992. Landsvirkjun hefur nú þegar orðið vel ágengt í þeirri viðleitni sinni að auka sölu á raforku til þeirra fyrir- tækja sem áður notuðu olíu og loks má nefna að reynt hefur verið að lækka fjármagnskostnaðinn með nýj- um lánum, sem bera lægri vexti en eldri lánin sem greidd eru upp,“ seg- ir Örn Marinósson. undanförnum árum stuðlað að yfir- gripsmiklum rannsóknum vegna þessa máls og væntir þess að allir hagsmunaaðilar leggist á eitt með að afla fjár til að stöðva megi iand- eyðingu þessa, því ástæða sé til að ætla að hefta megi sandfokið. Þá kom fram að nú stendur yfir undirbúningur að stofnun land- græðslufélags í hreppnum en nefnd hefur staðið að þeim undirbúningi sl. vikur og mánuði. Formaður þeirrar nefndar, Árni Jón Elíasson gat þess að í tengslum við stofnun slíks félags er gert ráð fyrir að boða til ráðstefnu þar sem land- verndarmál verði rædd frá sem víð- asta sjónarhomi. Áætlun til aldamóta Fyrirspurn kom til ráðherra um fjármagn til heftingar á sandfokinu. I svari hans kom fram að Fagráð Landgræðslunnar væri að gera áætlun til aldamóta í þessum mál- um, vonast er til að meira fé verði lagt til landverndarmála á næstu árum og verkefnum verði forgangs- raðað því „vissulega væru sum svæði verðmætari en önnur“. Þá sagði hann einnig að ef framkvæm- anlegt væri að hemja Skaftá þá yrði hægt að afla fjár til þess. I lok fundarins afhenti formaður Héraðsnefndar V-Skaft., Hafsteinn Jóhannsson, Sveini Runólfssyni fjárframiag til styrktar Land- græðslunni og þá einkum með til- liti til nauðsynlegrar viðgerðar á flugvél hennar. Hanna Fundað með ráðherra FRÁ fundi Halldórs Blöndals með sveitarstjórnarmönnum á Kirkju- bæjarklaustri. Fundur um verndun Lakagíga og Eldhrauns Hugmyndir um uppistöðulón eða að stokkleggja Skaftá Kirkjubæjarklaustri. Að tilhlutan Halldórs Blöndals, samgöngu- og landbúnaðarráð- herra, var nýlega haldinn fundur á Kirkjubæjarklaustri þar sem megin tilgangur var að ræða þá stöðu sem komin er upp í landvernd- armálum vegna ágangs Skaftár, bæði í byggð og óbyggð. Á fund- inum kom fram að landgræðslustjóri telur frumskilyrði að hemja Skaftá á einn eða annan hátt. Nefndi hann þær tillögur sem komið hafa fram allt frá þeim tima er hugmyndir voru uppi um að veita Skaftá í Tungná til virkjunar en kostir sem væru fyrir hendi væru m.a. að gera stórt uppistöðulón svipað og við virkjanir sem tæki við flóðum og jöfnuðu rennsli eða stokkleggja ána þar sem helst þarf, á leið hennar til sjávar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.