Morgunblaðið - 04.01.1994, Side 75

Morgunblaðið - 04.01.1994, Side 75
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANUAR 1994 I I I I I I I t 75 Ágreiningur um hvort lán Síldarverksmiðjanna í Lí hafi ríkisábyrgð RUásábyrgðasjóður hef- ur ekki afgreitt ábyrgðir FORSVARSMENN kaupenda að hlutabréfum ríkisins í SR-mjöli ræða við Landsbankann í dag um hvernig farið verði með skuld- ir fyrirtækisins við bankann. Síldarverksmiðjur rikisins stofnuðu til skuldanna áður en fyrirtækinu var breytt í hlutafélagið SR- mjöl með lögum á síðasta ári og hefur Landsbankann og ráð- herra greint á um hvort hvort ríkisábyrgð sé á lánunum. Banka- sljóri Landsbankans segir ekki útilokað að hægt sé að ná sam- komulagi um að nýir eigendur yfirtaki lánin en bankinn vilji hafa ríkisábyrgð á þeim lánum. í lögum frá 1937 um Síldarverk- smiðjur ríkisins er kveðið á um að leita þurfi samþykkis Alþingis fyrir ríkisábyrgð á lánum fyrir- tækisins og það var ekki gert þeg- ar umrædd lán voru tekin. Harald Andrésson hjá Ríkisábyrgðasjóði sagði við Morgunblaðið, að sér vitanlega hefði sjóðurinn ekki af- greitt neinar ábyrgðir á lán til Síldarverksmiðja ríkisins en sjóð- urinn afgreiðir ábyrgðir ef laga- heimild er fyrir hendi. Halldór Guðbjarnason banka- stjóri Landsbankans segir, að eng- in ákvörðun hafi verið tekin innan bankans um að höfða mál til að fá úr því skorið hvort lán til Síldar- verksmiðja ríkisins beri ríkis- ábyrgð; fyrst yrði reynt að ná sam- komulagi um málið við ráðuneytin. Þá sé ekki útilokað að ná sam- komulagi við nýja eigendur um að þeir yfirtaki lánin, en Lands- bankinn vilji hafa ríkisábyrgð á lánunum áfram. Áhersla Landsbankans á ríkis- ábyrgð lána SR tengist meðal ann- ars alþjóðlegum reglum um eigin- fjárstöðu banka, svonefndum BIS- reglum en samkvæmt þeim eru lán með ríkisábyrgð í svonefndum 0% áhættuflokki en ríkisábyrgðalaus lán til hlutafélagsins SR-mjöls væru í 100% áhættuflokki. Það þýðir að 8% af andvirði lánanna þarf að vera til staðar í Lands- bankanum sem eigið fé. 550 miiljóna langtímalán Jónas Aðalsteinsson sem er í forsvari fyrir kaupendahóp SR- mjöls, sagði að langtímaskuldir SR-mjöls við Landsbankanum næmu 550 milljónum króna og að auki hefði bankinn ábyrgst 250 milljóna króna framkvæmdalán frá Noregi. Jónas sagði að í kaupsamningi væri miðað við að þessi mál leyst- ust á viðunandi hátt. „Þessi lán eru í skilum og það er reiknað með því að það þurfi að líta til með þéim eins og öðrum skuldum fyrirtækisins. Við komum til með að hitta Landsbankamenn mjög fljótlega og ræða þessi mál og ég hef ekki minnstu trú á öðru en að þau mál leysist á þeim vett- vangi,“ sagði Jónas. Sá kaupendahópur sem Jónas Aðalsteinsson er fulltrúi fyrir, samanstendur af 21 loðnuútgerð, þremur stærri fjárfestum, starfs- mönnum SR-mjöls og fimm sveit- arstjórnum þar sem loðnuverk- smiðjur fyrirtækisins eru. Þróun- arfélag íslands á ekki aðild að kaupsamningnum, að sögn Þor- geirs Eyjólfssonar stjórnarform- anns félagsins, en félagið sýndi á fyrri stigum áhuga á þátttöku í kaupunum. Jónas Aðalsteinsson sagði að ekki hefði enn verið gengið frá því hvað hver aðili ætti stóran hlut í fyrirtækinu en ljóst væri að eng- inn yrði með stóran hlut. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra sagði fyrir áramótin að eignaraðild að SR-mjöli yrði mjög deifð og enginn einn aðili myndi eiga meira en 10-12% í fyrirtækinu. Jákvæð viðbrögð Jónas sagði að mjölmarkaður- inn hefði brugðist mjög jákvætt við tilkynningum stjórnenda fyrir- tækisins um breytta eignaraðild. Stærstu viðskiptavinir fyrirtækis- ins erlendis hefðu óskað fyrirtæk- inu til hamingju og lýst sérstakri ánægju með það hvernig hópur nýrra eigenda væri byggður upp. Þá sagðist Jónas hafa séð tvö sím- bréf þar sem erlendir viðskiptavin- ir óskuðu fyrirtækinu til hamingju með það að hafa komið málum þannig fyrir að fyrirtækið yrði áfram í eigu landsmanna sjálfra. Morgunblaðið/Þorkell Mæðgur HAFDÍS Magnúsdóttir með dóttur sína í fanginu. Stúlk- an fæddist klukkan hálffjög- ur á nýársdagsmorgun og var fyrsta barn ársins. Fyrsta bamársins FYRSTA barn ársins fædd- ist á fæðingardeild Land- spítalans á nýársnótt kl. 3.30. 3.130 börn fæddust á deildinni á nýliðnu ári. Barnið, sem er stúlka, vó 3.892 grömm og var 50,5 cm á lengd við fæðingu. Móðir stúlkunnar, Hafdís Magnús- dóttir, sagði að fæðingin hefði verið áætluð 22. desember þannig að hún hefði verið búin að bíða alllengi. Hafdís og maður hennar, Steinar Birgisson, eiga fyrir 10 ára strák og 7 ára stelpu. Að sögn Guðrúnar Bjargar Sigurbjörnsdóttur, yfirljós- móður á fæðingardeild, fædd- ust 3.130 börn á deildinni á árinu sem er metfjöldi og 217 börnum fleira en árið 1992. Nr. Leikur: Röðin: Nr. Leikur:_______________Röðin: 1. Aston V. - Blackbum - - 2 2. Everton - West Ham - - 2 3. Ipswich - Liverpool - - 2 4. Man. Utd. - Leeds - X - 5. Newcastie - Man. City 1 - - 6. QPR - Sheff. Wed - - 2 7. Shcff. Utd - Oldham 1 - - 8. Southampton - Norwich - - 2 9. Swindon - Cheisea - - 2 10. Tottenham - Coventry - - 2 11. Wimbledon - Arsenal - - 2 12. Millwail - C. Palace 1 - - 13. Notth For. - Charlton - X - Heildarvinningsupphæðin: 96,5 milljón krónur 13 réttir: | 1.985.530 1 kr. 12 réttir: 36.850 1 kr. 11 réttir: 2.880 1 kr. 10 réttir: 740 | kr. ÍTALSKJr*m \ 0J WN- 52. ieikvika, 2. jan. 1994 Nr. Leikur: Röðin: 1. Cagliari • Lecce 1 - - 2. Genoa - Cremonese 1 - - 3. Intcr - Atalanta - - 2 4. Lazio - Sampdoria - X - 5. Piacenza - Parma - X - 6. Reggiana - Milan - - 2 7. Torino - Roma - X - 8. Udinese - Juventus - - 2 9. Bresda - Cosenza - X - Utsvar 9% ef sveitarfélög ætla að fá Jöfnunarsj óðsframlag FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA hefur ákveðið að eðlileg nýting á tekju- stofnum sveitarfélaga teljist 9% útsvar til að þau verði gjaldgeng við úthlutun úr Jöfnunarsjóði. Reykjavík og Kópavogur hafa ákveð- ið að útsvarshlutfall verði 8,4% og í Hafnarfirði verður það 8,9%. Samkvæmt sömu viðmiðun félagsmálaráðherra telst eðlileg nýting tekjustofna að leggja 0,36% fasteignagjöld á fasteignir samkvæmt lið a í 3. grein laga um tekjustofna sveitarfélaga, en þar á meðal er íbúðarhúsnæði, bújarðir og sumarbústaðir. Þá telst eðlilegt að leggja 1% fasteignagjöld á aðrar fasteignir, svo sem atvinnuhús- næði, og 0,9% sérstakan skatt á verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu sem send var frá félagsmála- ráðuneytinu á gamlársdag. Tilkynn- ingin er dregin út úr auglýsingu sem hefur reglugerðargildi, að sögn Hún- boga Þorsteinssonar skrifstofustjóra ráðuneytisins. Hann sagði enn frem- ur að þessar viðmiðunartölur væru að tillögu Sambands islenskra sveit- arfélaga, nema útsvarsálagningin, en sambandið lagði til að þar yrði miðað við 9,2% Kópavogur Sigurður Geirdal bæjarstjóri í Kópavogi segir að útsvar verði þar 8,4% líkt og í Reykjavík. Fasteigna- skattur, samkvæmt a-lið verður 0,375% og 1,25% á verslunar- og atvinnuhúsnæði. Sorppokagjald, lóð- arleiga, vatnsskattur og holræsa- gjald er óbreytt. Kópavogur mun nú samræma fasteignagjöld við það sem gilt hefur í nágrannabæjum, öðrum en Reykjavík. „Þetta er undarleg árátta hjá rík- inu að reyna að skrúfa upp útsvörin í sveitarfélögunum, meðan vinnuveit- endur og verkalýðshreyfing hvetja okkur til að halda álögum í lág- marki,“ sagði Sigurður og taldi nær að sveitarfélögin hefðu fengið aukna hlutdeild í staðgreiðslunni, án þess að hún hækkaði. „Sveitarfélög sem skattpína þegnana, eins og hægt er, eru verðlaunuð með framlögum úr Jöfnunarsjóði, en hin sem eru undir meðaltekjum, en þora ekki að hækka álögumar, fá ekkert.“ Mosfellsbær í Mosfellsbæ er ekki búið að ákveða álagningu gjalda í ár og verð- ur það gert á fundi bæjarstjórnar þann 12. janúar næstkomandi. Rób- ert B. Agnarsson bæjarstjóri sagði að sér litist ekki illa á viðmiðunar- mörk útsvarsins vegna Jöfnunar- sjóðs. „Það var lagt upp með 9,2% en við sendum félagsmálaráðherra áskorun um 9% og hljótum að vera ánægðir með að þær ráðleggingar voru teknar til greina,“ sagði Rób- ert. Hann sagði Mosfellsbæ hafa verið það tekjulágan að til þessa hafi verið sóst eftir jöfnunarframlagi íranN hf. SKÓGARHLÍO 10 - SÍMI 20720 til að ná landsmeðaltali í tekjum. í 1,5% á móti hækkuðu útsvari, þann- fyrra var miðað við 7,5% útsvar og ig að 9% er rökrétt viðmiðun að nú lækkar tekjuskattur ríkisins um mati Róberts. Ite rt oð syng/af ungirsem aldnir, laglausir sem lagvisir. HÓPNÁMSKi/Ð m • Byrjendanámskeið M • Framhaldsnámskeið • Söngleikjanámskeið I ____• Söngleikjanámskeið II Kór Söngsmiðjunnar p Krakkadeild - ný deild innan Söngsmiöjunnar: Hópar: 4-5 ára • 6-8 ára • 9-11 ára UNSÖNGVARADULD Skemmtileg og lifandi söngkennsla. Þar sem brotið er upp hið hefðbundna og haldið inn á ferskari brautir. Meðal kennara: Esther Helga Guðmundsdóttir, Ágústa Ágústs- dóttir, Guðbjörg Sigurjónsdóttir, Soffía Vagnsdóttir, Ingólfur Stefánsson, Einar Sigurðsson, Elfa Lilja Gísladóttir, Sigrún Þor- geirsdóttir og Viera Gulazsiova. Upplýsingar og innritun í s: 61 24 55 • Fax: 61 24 56 SÖNGSMIÐJAN • Skipholti 25 SONGSMIÐJAIU auglýsir: 10. Cesena - Venezia 1 - - 11. Lucchese - Fiorentina - X - 12. Pescara - Bari - X - 13. Verona - Vicenza - X - Heildarvinningsupphæðin: 11,8 milljónir króna 13 réttir: 12 réttir: 11 réttir: 10 réttir: 3.153.500 1 10.500 | 670 1 200 J ) kr ) ^ ) kr. VAKORTALISTI Dags.Al.1994.NR. 147 5414 8300 0310 5102 5414 8300 0957 6157 5414 8300 2814 8103 5414 8300 3122 1111 5414 8300 3163 0113 5414 8301 0494 0100 5422 4129 7979 7650 5221 0010 9115 1423 Ofangreind kort eru vákort,. sem taka ber úr umferð. VERÐLAUN kr. 5000.- fyrir þann, sem nær korti og sendir sundurklippt til Eurocards. KREDITKORTHF., Ármúla 28, 108 Reykjavík, sími 685499 H öfóar til fólks í öllum starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.