Morgunblaðið - 06.01.1994, Page 55

Morgunblaðið - 06.01.1994, Page 55
55 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 1994 KNATTSPYRNA ísland í 4. styrkleikaflokki samkvæmttillögum frá Knattspymusambandi Evrópu, UEFA KNATTSPYRNUSAMBAND Evrópu, UEFA, hefur raðað 46 lands- liðum Evrópu í styrkleikaflokka fyrir dráttinn í næstu Evrópu- keppni, en framkvæmdanefnd keppninnar á síðasta orðið og tekur lokaákvörðun 21. janúar. Dregið verður í Manchester í Englandi daginn eftir og verða liðin dregin í átta riðla, sex með sex liðum og tvo með fimm liðum. ísland er ífjórða styrkleika- flokki sem fyrr, en aðeins einu sæti frá þriðja flokki. Miðað við frammistöðu liðanna í Evrópukeppninni 1992 og nýlokinni riðlakeppni heimsmeist- aramótsins er ísland í 22. sæti. Hins vegar hefur UEFA metið þjóðir, sem ekki hafa verið með í EM eða HM, eftir árangri félagsl- iða þeirra í Evrópumótunum og því færast Tékkland, Úkraína og Króatía upp fyrir ísland sam- kvæmt tillögunum, en Slóvakía, Hvíta-Rússland og Georgía eru fyrir neðan. Lið frá Slóveníu, Moldavíu, Armeníu og Aserbajd- sjan hafa ekki tekið þátt í Evrópu- mótum undanfarin 10 ár og eru því neðst á listanum. KSÍ vill fá nánari skýringar á niðurröðuninni og verður málið tekið upp á fundi norðvestur þjóða Evrópu, sem hefst í Finnlandi í dag. Riðlakeppnin hefst í ár og hefur UEFA lagt til 12 keppnisdaga á þessu ári og því næsta. Efstu liðin í fimm liða riðlunum og tvö efstu liðin í sex liða riðlunum fara í úrslitakeppnina sumarið 1996 ásamt gestgjöfum Englands, en lið í öðru sæti í fimm liða riðlunum leika um 16. sætið. Styrkleikaröðunin er eftirfar- andi samkvæmt tillögum UEFA: 1. flokkur: Þýskaland, Frakkland, Rúss- land, Holland, Danmörk, Svíþjóð, Ítalía, írland. 2. flokkur: Noregur, Rúmenía, Sviss, Port- úgal, Grikkland, Spánn, Tékkland, Úkraína. 3. flokkur: Wales, Búlgaría, Belgía, Skot- land, Norður-Irland, Pólland, Ung- verjaland, Króatía. 4. flokkur: ísland, Austurnki, Finnland, Litháen, ísrael, Slóvakía, Hvíta- Rússland, Georgía. 5. flokkur: Tyrkland, Lettland, Albanía, Kýpur, Malta, Færeyjar, Eistland, Lúxemborg. 6. flokkur: San Marínó, Lichtenstein, Sló- venía, Moldavía, Armenia, As- erbajdsjan. HANDBOLTI Egyptar unnu Svía Egyptar komu mjög á óvart er þeir unnu Svía 23:22 á fjögurra þjóða handknattleiks- móti sem lauk í Svíþjóð í gær- kvöldi. Svíar voru með sitt sterk- asta lið og þó svo að Mats Olsen hafi varið yfir 20 skot dugði það ekki til gegn góðu liði Egypta. Svíar unnu þó mótið á hagstæð- ara markahlutfalli en Egyptar og Danir sem hlutu 4 stig eins og Svíar, en Svisslendingar töp- uðu öllum leikjum sínum. Úrslit voru sem hér segir: Svíþjóð — Danmörk.......25:24 Egyptaland — Sviss......19:18 Egyptaland — Svíþjóð....23:22 Danmörk — Sviss.........21:16 Svíþjóð — Sviss.........27:21 Danmörk — Egyptaland....21:20 G. Eyþórsson, Svíþjóð Landsliðinu boð- ið til Japans Knattspyrnusamband íslands hefur fengið óformlegt boð um að fara til Japans í apríl eða maí og leika við sterkt úrvalslið. Rætt hefur verið um að koma á landsleik í ferðinni og er málið í vinnslu í Japan, en gert er ráð fyrir að það skýrist fyrir næstu mánaðarmót. Snorri Finnlaugsson, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði við Morgunblað- ið að formaður vinafélags íslands í Japan, sem jafnframt er háttsettur hjá stærsta íþróttablaði landsins, hefði sett sig í samband við KSÍ og sagst vilja koma á knattspyrnutengslum við Island. Hann hefði boðið liðinu til Japans KSÍ að kostnaðarlausu og ætlaði að vinna að því að fá Knattspyrnusamband Japans í samstarf. URSLIT Körfuknattleikur NBA-deildin: Leikið aðfaranótt miðvikudags: New York - Orlando..............100:95 ■l’atrick Ewing og Shaquille O’Neal mætt- ust og gerðu báðir 26 stig. Það var bakvörð- urinn knái hjá New York, John Starks, sem var maður leiksins. Hann gerði 39 stig og jafnaði sitt persónulega met. Hann tók 30 skot i leiknum, hitti rryög illa framan af en hrökk síðan í gang og gerði hann meðat annars 15 stig t síðasta fjórðungi. „Eg er skotbakvörður og skotbakverðir eiga að skjóta," sagði kappinn eftir leikinn. Houston - Portland.............106:95 ■Hakeem Olajuwon var allt í öllu hjá Hous- ton, gerði gerði 33 stig, tók 11 fráköst og varði 6 skot. Otis Thorpe gerði 18 stig og tók 13 fráköst. Hjá Trail Blazers var Terry Porter atkvæðamestur, gerði 24 stig og átti níu stoðsendingar. San Antonio - Philadelphia.....107:84 ■David Robinson gerði 32 stig fyrir Spurs þegar liðið vann sinn fimmta leik f röð. Hann hefur gert yfir 30 stig í 16 leikjum með Spurs í vetur en liðið hefur leikið 31 leik. Dennis Rodman tók 18 fráköst fyrir Spurs og var tilkynnt fyrir leikinn að félag- ið hefði sektað hann um 10 þúsund dollara fyrir að neita að fara af velli þegar hann fékk tvö tæknivíti í leik á sunnudaginn. Rodman varð alveg æfur og henti stól upp í áhorfendabekki en enginn slasaðist. Phoenix - Seattle..............106:112 ■Þetta var hörkuleikur þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu mínútunni. Þetta var sætur sigur hjá Seattle því Phoen- ix vann þegar liðin mættust í Seattle fyrir skömmu og er það eini tapleikur Super- Sonics á heimavelii á tímabilinu, en Seattle hefur náð bestum árangri liða í vetur, unn- ið 23 leiki og tapað þremur. Houston hefur tapað fjórum leikjum en unnið 25. Kendall Gill gerði 19 stig í leiknum og þar af 12 í fjórða leikhluta. Miðherjinn Shawn Kemp gerði 22 stig og þeir Detlef Schrempf og Gary Payton 18 hvor. Charles Barkley var stigahæstur í liði Phoenix með 22 stig, Kevin Johnson gerði 22 og Dan Majerle 21. Miami - New Jersey.............100:83 Atlanta - Charlotte............133:94 Indiana -Cleveland.............104:99 Chicago - Detroit...............97:91 Denver - LA Lakers............118:119 Golden State - Sacramento.....115:112 Íshokkí NHL-deildin: New Jersey - NY Islanders.........6:3 Toronto - Tampa Bay...............0:1 Dallas - Chicago.................1 ;2 BEftir framlengingu. St Louis - Detroit................4:4 BlEftir framlengingu. Los Angeles - Quebac..............5:1 San Jose - Montreal..:............2:2 ■Eftir framlengingu. FOLK ■ ALZIRA, lið Geirs Sveinssonar og Júlíusar Jónassonar hefur skipt um þjálfara en það kemur ekki til með að hafa áhrif á stöðu þeirra fé- laga í liðinu. ■ BJÖRN Jilsén, fyrrum landsliðs- maður Svía í handknattleik, hefur verið ráðinn þjálfari þýska liðsins Wallau Massenheim. Jilsén lék með Massenheim eitt tímabil 1985-86 en þjálfaði Irstad í fyrra. Hann gerði tveggja ára samning og tekur við þýska liðinu eftir þetta keppnistíma- bil ■ ORÐRÓMUR hefur verið uppi um að Isiah Thomas væri á förum frá Detroit til New York en á þriðju- daginn ræddi hann málin við eiganda Detroit og komust þeir að samkomu- lagi um að Thomas verði áfram hjá félaginu. Eftir tímabilið mun hinn 32ja ára bakvörður hætta og gerast framkvæmdastjóri hjá félaginu og sjá um körfuknattleikshliðina, ekki við- skiptahliðina. Hann mun fá 55 millj- óna dotlara eignarhlut í félaginu en það er metið á 132 milljónir dollara. M HEIKE Henkel, þýski ólympíu- meistarinn í hástökki kvenna, á von á fyrsta barni sínu í mars. Hún seg- ist stefna að því að komast aftur í fremstu röð hástökkvara eftir barns- burðinn. Henkel missti af heims- meistaramótinu í Stuttgart sl. sumar vegna meiðsla en segist ákveðin í að keppa á Evrópumeistaramótinu í ág- úst. Heike Henkel er gift Þjóðverj- anum Rainer Henkel fyrrum heims- meistara í sundi. ■ ALEXANDER Popov frá Rúss- landi bætti fimm daga gamalt heims- met sitt í 100 metra skriðsundi á heimsbikarmóti í sprettsundi í Pek- ing í gær. Hann synti á 47,82 sekúnd- um og bætti gamla metið um 0,01 sekúndu. Zhong Weiyue frá Kína bætti metið í 100 metra flugsundi kvenna á sama móti, synti á 58,71 sek., en eldra metið var 58,91 sek og var sett af Mary Meagher frá Bandaríkjunum í janúar 1981. HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Morgunblaðið/Sverrir Hvít-Rússarnir eru komnir Landslið Hvíta-Rússlands kom til landsins í gær og tók létta æfingu f Laugardalshöll þar sem þessi mynd var tekin. Fyrir miðju er einn besti handknattleiksmaður heims, Jakimovitsj. Hvít-Rússar með bestu markatöluna Hvít-Rússar, sem mæta íslend- ingum í Laugardalshöllinni annað kvöld í Evrópukeppni, leika þijá landsleiki á sex dögum. Þeir leika tvisvar gegn íslendingum — annað kvöld og á sunnudaginn, en halda síðan til Króatíu og leika gegn Króötum í Zagreb miðviku- daginn 12. janúar. Islenska landsliðið verður að vinna báða leikina til að halda í vonina um að komast_ í úrslita- keppni EM í Portúgal. íslendingar og Hvít-Rússar hafa leikið fimm leiki, en Króatar, sem eru i efsta sæti riðilsins hafa leikið sjö leiki og eru með ellefu stig. Hvít-Rússar eru með níu stig og íslendingar sjö stig. Finnar eru með eitt og Búlgar- ar ekkert. Hvít-Rússar eru með bestu markatöluna, eða 53 mörk í plús. Króatar eru með 45 mörk í plús, en íslendingar 20. Leikirnir eru afar þýðingarmiklir fyrir íslendinga og Hvít-Rússa, sem eru að beijast við Króata um þátt- tökurétt í Portúgal. Efsta þjóðin í riðlinum fer til Portúgal, en þjóðin sem hafnar í öðru sæti þarf að leika um farseðilinn til Portúgal — gegn þjóð, sem hafnar í öðni sæti i ein- hveijum hinna riðlanna í EM. Þá verður leikið tvisvar, heima og heiman. Það má segja að leikirnir séu þýðingarmeiri fyrir Hvít-Rússa, því að ef þeir komast ekki til Portúg- al, eiga þeir hvorki möguleika á að taka þátt í HM á íslandi 1995 ne Ólympíuleikunum í Atlanta 1996, en í HM á íslandi er keppt um far- seðlana á ÓL. Forsala Forsala aðgöngumiða á leikina tvö gegn Hvít-Rússum verður í Kringlusporti og Sporthúsinu, Laugavegi í dag og á morgun. Miða- sala hefst í Laugardalshöll kl. 17 báða keppnisdagana.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.