Morgunblaðið - 06.01.1994, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 06.01.1994, Blaðsíða 55
55 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 1994 KNATTSPYRNA ísland í 4. styrkleikaflokki samkvæmttillögum frá Knattspymusambandi Evrópu, UEFA KNATTSPYRNUSAMBAND Evrópu, UEFA, hefur raðað 46 lands- liðum Evrópu í styrkleikaflokka fyrir dráttinn í næstu Evrópu- keppni, en framkvæmdanefnd keppninnar á síðasta orðið og tekur lokaákvörðun 21. janúar. Dregið verður í Manchester í Englandi daginn eftir og verða liðin dregin í átta riðla, sex með sex liðum og tvo með fimm liðum. ísland er ífjórða styrkleika- flokki sem fyrr, en aðeins einu sæti frá þriðja flokki. Miðað við frammistöðu liðanna í Evrópukeppninni 1992 og nýlokinni riðlakeppni heimsmeist- aramótsins er ísland í 22. sæti. Hins vegar hefur UEFA metið þjóðir, sem ekki hafa verið með í EM eða HM, eftir árangri félagsl- iða þeirra í Evrópumótunum og því færast Tékkland, Úkraína og Króatía upp fyrir ísland sam- kvæmt tillögunum, en Slóvakía, Hvíta-Rússland og Georgía eru fyrir neðan. Lið frá Slóveníu, Moldavíu, Armeníu og Aserbajd- sjan hafa ekki tekið þátt í Evrópu- mótum undanfarin 10 ár og eru því neðst á listanum. KSÍ vill fá nánari skýringar á niðurröðuninni og verður málið tekið upp á fundi norðvestur þjóða Evrópu, sem hefst í Finnlandi í dag. Riðlakeppnin hefst í ár og hefur UEFA lagt til 12 keppnisdaga á þessu ári og því næsta. Efstu liðin í fimm liða riðlunum og tvö efstu liðin í sex liða riðlunum fara í úrslitakeppnina sumarið 1996 ásamt gestgjöfum Englands, en lið í öðru sæti í fimm liða riðlunum leika um 16. sætið. Styrkleikaröðunin er eftirfar- andi samkvæmt tillögum UEFA: 1. flokkur: Þýskaland, Frakkland, Rúss- land, Holland, Danmörk, Svíþjóð, Ítalía, írland. 2. flokkur: Noregur, Rúmenía, Sviss, Port- úgal, Grikkland, Spánn, Tékkland, Úkraína. 3. flokkur: Wales, Búlgaría, Belgía, Skot- land, Norður-Irland, Pólland, Ung- verjaland, Króatía. 4. flokkur: ísland, Austurnki, Finnland, Litháen, ísrael, Slóvakía, Hvíta- Rússland, Georgía. 5. flokkur: Tyrkland, Lettland, Albanía, Kýpur, Malta, Færeyjar, Eistland, Lúxemborg. 6. flokkur: San Marínó, Lichtenstein, Sló- venía, Moldavía, Armenia, As- erbajdsjan. HANDBOLTI Egyptar unnu Svía Egyptar komu mjög á óvart er þeir unnu Svía 23:22 á fjögurra þjóða handknattleiks- móti sem lauk í Svíþjóð í gær- kvöldi. Svíar voru með sitt sterk- asta lið og þó svo að Mats Olsen hafi varið yfir 20 skot dugði það ekki til gegn góðu liði Egypta. Svíar unnu þó mótið á hagstæð- ara markahlutfalli en Egyptar og Danir sem hlutu 4 stig eins og Svíar, en Svisslendingar töp- uðu öllum leikjum sínum. Úrslit voru sem hér segir: Svíþjóð — Danmörk.......25:24 Egyptaland — Sviss......19:18 Egyptaland — Svíþjóð....23:22 Danmörk — Sviss.........21:16 Svíþjóð — Sviss.........27:21 Danmörk — Egyptaland....21:20 G. Eyþórsson, Svíþjóð Landsliðinu boð- ið til Japans Knattspyrnusamband íslands hefur fengið óformlegt boð um að fara til Japans í apríl eða maí og leika við sterkt úrvalslið. Rætt hefur verið um að koma á landsleik í ferðinni og er málið í vinnslu í Japan, en gert er ráð fyrir að það skýrist fyrir næstu mánaðarmót. Snorri Finnlaugsson, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði við Morgunblað- ið að formaður vinafélags íslands í Japan, sem jafnframt er háttsettur hjá stærsta íþróttablaði landsins, hefði sett sig í samband við KSÍ og sagst vilja koma á knattspyrnutengslum við Island. Hann hefði boðið liðinu til Japans KSÍ að kostnaðarlausu og ætlaði að vinna að því að fá Knattspyrnusamband Japans í samstarf. URSLIT Körfuknattleikur NBA-deildin: Leikið aðfaranótt miðvikudags: New York - Orlando..............100:95 ■l’atrick Ewing og Shaquille O’Neal mætt- ust og gerðu báðir 26 stig. Það var bakvörð- urinn knái hjá New York, John Starks, sem var maður leiksins. Hann gerði 39 stig og jafnaði sitt persónulega met. Hann tók 30 skot i leiknum, hitti rryög illa framan af en hrökk síðan í gang og gerði hann meðat annars 15 stig t síðasta fjórðungi. „Eg er skotbakvörður og skotbakverðir eiga að skjóta," sagði kappinn eftir leikinn. Houston - Portland.............106:95 ■Hakeem Olajuwon var allt í öllu hjá Hous- ton, gerði gerði 33 stig, tók 11 fráköst og varði 6 skot. Otis Thorpe gerði 18 stig og tók 13 fráköst. Hjá Trail Blazers var Terry Porter atkvæðamestur, gerði 24 stig og átti níu stoðsendingar. San Antonio - Philadelphia.....107:84 ■David Robinson gerði 32 stig fyrir Spurs þegar liðið vann sinn fimmta leik f röð. Hann hefur gert yfir 30 stig í 16 leikjum með Spurs í vetur en liðið hefur leikið 31 leik. Dennis Rodman tók 18 fráköst fyrir Spurs og var tilkynnt fyrir leikinn að félag- ið hefði sektað hann um 10 þúsund dollara fyrir að neita að fara af velli þegar hann fékk tvö tæknivíti í leik á sunnudaginn. Rodman varð alveg æfur og henti stól upp í áhorfendabekki en enginn slasaðist. Phoenix - Seattle..............106:112 ■Þetta var hörkuleikur þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu mínútunni. Þetta var sætur sigur hjá Seattle því Phoen- ix vann þegar liðin mættust í Seattle fyrir skömmu og er það eini tapleikur Super- Sonics á heimavelii á tímabilinu, en Seattle hefur náð bestum árangri liða í vetur, unn- ið 23 leiki og tapað þremur. Houston hefur tapað fjórum leikjum en unnið 25. Kendall Gill gerði 19 stig í leiknum og þar af 12 í fjórða leikhluta. Miðherjinn Shawn Kemp gerði 22 stig og þeir Detlef Schrempf og Gary Payton 18 hvor. Charles Barkley var stigahæstur í liði Phoenix með 22 stig, Kevin Johnson gerði 22 og Dan Majerle 21. Miami - New Jersey.............100:83 Atlanta - Charlotte............133:94 Indiana -Cleveland.............104:99 Chicago - Detroit...............97:91 Denver - LA Lakers............118:119 Golden State - Sacramento.....115:112 Íshokkí NHL-deildin: New Jersey - NY Islanders.........6:3 Toronto - Tampa Bay...............0:1 Dallas - Chicago.................1 ;2 BEftir framlengingu. St Louis - Detroit................4:4 BlEftir framlengingu. Los Angeles - Quebac..............5:1 San Jose - Montreal..:............2:2 ■Eftir framlengingu. FOLK ■ ALZIRA, lið Geirs Sveinssonar og Júlíusar Jónassonar hefur skipt um þjálfara en það kemur ekki til með að hafa áhrif á stöðu þeirra fé- laga í liðinu. ■ BJÖRN Jilsén, fyrrum landsliðs- maður Svía í handknattleik, hefur verið ráðinn þjálfari þýska liðsins Wallau Massenheim. Jilsén lék með Massenheim eitt tímabil 1985-86 en þjálfaði Irstad í fyrra. Hann gerði tveggja ára samning og tekur við þýska liðinu eftir þetta keppnistíma- bil ■ ORÐRÓMUR hefur verið uppi um að Isiah Thomas væri á förum frá Detroit til New York en á þriðju- daginn ræddi hann málin við eiganda Detroit og komust þeir að samkomu- lagi um að Thomas verði áfram hjá félaginu. Eftir tímabilið mun hinn 32ja ára bakvörður hætta og gerast framkvæmdastjóri hjá félaginu og sjá um körfuknattleikshliðina, ekki við- skiptahliðina. Hann mun fá 55 millj- óna dotlara eignarhlut í félaginu en það er metið á 132 milljónir dollara. M HEIKE Henkel, þýski ólympíu- meistarinn í hástökki kvenna, á von á fyrsta barni sínu í mars. Hún seg- ist stefna að því að komast aftur í fremstu röð hástökkvara eftir barns- burðinn. Henkel missti af heims- meistaramótinu í Stuttgart sl. sumar vegna meiðsla en segist ákveðin í að keppa á Evrópumeistaramótinu í ág- úst. Heike Henkel er gift Þjóðverj- anum Rainer Henkel fyrrum heims- meistara í sundi. ■ ALEXANDER Popov frá Rúss- landi bætti fimm daga gamalt heims- met sitt í 100 metra skriðsundi á heimsbikarmóti í sprettsundi í Pek- ing í gær. Hann synti á 47,82 sekúnd- um og bætti gamla metið um 0,01 sekúndu. Zhong Weiyue frá Kína bætti metið í 100 metra flugsundi kvenna á sama móti, synti á 58,71 sek., en eldra metið var 58,91 sek og var sett af Mary Meagher frá Bandaríkjunum í janúar 1981. HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Morgunblaðið/Sverrir Hvít-Rússarnir eru komnir Landslið Hvíta-Rússlands kom til landsins í gær og tók létta æfingu f Laugardalshöll þar sem þessi mynd var tekin. Fyrir miðju er einn besti handknattleiksmaður heims, Jakimovitsj. Hvít-Rússar með bestu markatöluna Hvít-Rússar, sem mæta íslend- ingum í Laugardalshöllinni annað kvöld í Evrópukeppni, leika þijá landsleiki á sex dögum. Þeir leika tvisvar gegn íslendingum — annað kvöld og á sunnudaginn, en halda síðan til Króatíu og leika gegn Króötum í Zagreb miðviku- daginn 12. janúar. Islenska landsliðið verður að vinna báða leikina til að halda í vonina um að komast_ í úrslita- keppni EM í Portúgal. íslendingar og Hvít-Rússar hafa leikið fimm leiki, en Króatar, sem eru i efsta sæti riðilsins hafa leikið sjö leiki og eru með ellefu stig. Hvít-Rússar eru með níu stig og íslendingar sjö stig. Finnar eru með eitt og Búlgar- ar ekkert. Hvít-Rússar eru með bestu markatöluna, eða 53 mörk í plús. Króatar eru með 45 mörk í plús, en íslendingar 20. Leikirnir eru afar þýðingarmiklir fyrir íslendinga og Hvít-Rússa, sem eru að beijast við Króata um þátt- tökurétt í Portúgal. Efsta þjóðin í riðlinum fer til Portúgal, en þjóðin sem hafnar í öðru sæti þarf að leika um farseðilinn til Portúgal — gegn þjóð, sem hafnar í öðni sæti i ein- hveijum hinna riðlanna í EM. Þá verður leikið tvisvar, heima og heiman. Það má segja að leikirnir séu þýðingarmeiri fyrir Hvít-Rússa, því að ef þeir komast ekki til Portúg- al, eiga þeir hvorki möguleika á að taka þátt í HM á íslandi 1995 ne Ólympíuleikunum í Atlanta 1996, en í HM á íslandi er keppt um far- seðlana á ÓL. Forsala Forsala aðgöngumiða á leikina tvö gegn Hvít-Rússum verður í Kringlusporti og Sporthúsinu, Laugavegi í dag og á morgun. Miða- sala hefst í Laugardalshöll kl. 17 báða keppnisdagana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.