Morgunblaðið - 02.02.1994, Page 1
56 SIÐURB/C
26. tbl. 82. árg.
MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1994
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Refsiað-
gerðir gegn
Króatíu?
Belgrad, Brussel. Reuter.
TALSMENN Sameinuðu þjóð-
anna áætla nú að 3-5.000 króa-
tískir hermenn hafi gengið til
liðs við þjóðbræður sína í
Bosníu. Verður málið rætt á
fundi utanríkisráðherra Evr-
ópubandalagsins í næstu viku.
NIELS Helveg-Petersen, utanríkis-
ráðherra Danmerkur, útilokaði
ekki að gripið yrði til efnahags-
legra refsiaðgerða gegn Króatíu
vegna afskipta stjórnvalda í Zagreb
af Bosníu-stríðinu.
Rússneski þjóðernisöfgamaður-
inn Vladímír Zhírínovskíj talaði á
fjölmennum útifundi í Podgorica,
höfuðborg Svartíjallalands, í gær
og endurtók þar fyrri yfirlýsingar
sínar um, að Rússar myndu refsa
vestrænum ríkjum yrðu gerðar
loftárásir á stöðvar Serba í Bosníu.
Sagði hann meðal annars, að Rúss-
ar réðu yfir leyniiegu hljóðbylgju-
vopni, sem gripið yrði til ef þörf
krefði. Zhírínovskíj tókst ekki að
ná fundi leiðtoga Serbíu í Belgrad.
Reuter
Huggunarorð í Sarajevo
FAÐIR í Sarajevo huggar fjögurra ára gamla dóttur sína sem leyniskytta hefur skotið á; læknar
hlúðu síðar að barninu. Alls hafa yfir 1.500 börn fallið í Sarajevo frá því að átökin í Bosníu-Herzeg-
óvínu hófust, að sögn talsmanna Sameinuðu þjóðanna.
Stuðningur vex í Úkraínu við Moskvuyfirlýsingnna um kjamorkuafvopnun
Oryggisákvæði talin geta
trvggt landamæri landsins
Kícv. Reutcr.
ÚKRAÍNSKA þingið hyggst staðfesta samning sem forsetar Banda-
ríkjanna, Rússlands og Úkraínu gerðu um upprætingu úkraínskra
kjarnorkuvopna á fundi sínum í janúar, að sögn forseta þingsins,
ívans Pljúss, í gær. „Meirihluti þingmanna viðurkennir að þrihliða
samningurinn sé mikilvægt skref á braut afvopnunar og mun því
samþykkja hann,“ sagði Pljúss.. Formaður utanríkismálanefndar
þingsins sagði að andstaða við samninginn hefði minnkað hratt að
undanförnu eftir að menn gerðu sér grein fyrir því að í honum
væru ákvæði um að landamærum Úkraínu yrði ekki breytt.
Rússneskir þjóðernisöfgamenn
hafa gert landakröfur á hendur
Úkraínu. Sigur rússnesks þjóðern-
issinna í forsetakjöri á Krímskaga
nýlega hefur valdið ótta í Úkraínu
um að Rússar muni einhvern tíma
beita valdi til að endurheimta skag-
ann sem þeir gáfu Úkraínu fyrir
40 árum. Moskvuyfirlýsingin, eins
og afvopnunarsamningurinn hefur
verið nefndur, er nú talin torvelda
afskipti Rússa af málefnum landa
sinna í Úkraínu en þeir eru um
fimmtungur landsmanna.
Úkraínumönnum var einnig heit-
ið verulegri fjárhagsaðstoð létu þeir
vopnin af hendi til Rússa sem eiga
að sjá upi að eyða þeim. Eftir hrun
Sovétríkjanna gömlu varð Úkraína
þriðja mesta kjarnorkuveldi heims.
I landinu eru um 1.600 langdrægar
kjarnaflaugar auk smærri kjarna-
vopna, miðunarbúnaði flauganna
er að vísu stjórnað í Moskvu.
Leoníd Kravtsjúk Úkraínufor-
seti var í fyrstu harðlega gagn-
rýndur á þingi fyrir samninginn,
jafnvei sakaður um landráð.
Fréttir
á latínu
slá í gegn
ÞEGAR finnska útvarpið hóf út-
sendingar á fréttum á latínu fyr-
ir tæpum fimm árum, óraði menn
ekki fyrir þeim vinsældum sem
fréttirnar hafa náð. Þær eru
sendar út vikulega, fimm mínút-
ur í senn og kallast Nuntii Lat-
ini. Hlustendur þurfa ekki að búa
yfir mikilli latínukunnáttu til að
skilja fréttirnar, sæmileg kunn-
átta í rómönskum málum hefur
reynst mörgum notadijúg.
Eitt helsta vandamálið við útsend-
ingarnar er nýyrðin sem þarf að
finna fyrir hina ýmsu hluti og staði.
Lausnirnar þykja þó oftar en ekki
einfaldar og auðskiljanlegar; New
York kallast Neo Eboracum á latínu,
dagblað diurnale og langdrægar eld-
flaugar missile intercontinentale.
íþróttir hafa reynst þýðendunum
erfiðari viðfangs, en meðal þýðing-
anna má nefna að golf kallast pila-
malleus, hjólreiðamaður birotarius
og skíðamaður nartator.
Talið er að um 15 milljónir Evr-
ópubúa skilji latínu. Vinsældir henn-
ar fara minnkandi t.d. í Finnlandi,
en latína á hins vegar auknum vin-
sældum að fagna víða í Austur-Evr-
ópu og berast fréttaþættinum bréf
frá aðdáendum í Rússlandi, Pól-
landi, Eystrasaltsríkjunum og Aust-
ur-Þýskalandi. Þekktastur þeirra
sem skrifað hafa Finnum þakkarbréf
fyrir útsendingar á latínu er án efa
Jóhannes Páll páfi II.
Bandamenn
brotlegir
Washington. Reuter.
BANDARÍSKA utanríkisráðu-
neytið gagnrýnir harðlega mann-
réttindabrot hjá ýinsum vinaþjóð-
um Bandaríkjanna í nýrri árs-
skýrslu.
Ástandið í Egyptalandi, ísrael,
Saudi-Arabíu og Tyrklandi er sagt
slæmt. Þó er sagt að dregið hafi úr
brotum ísraela á hernumdu svæðun-
um eftir að samið var um takmarkað
sjalfstæði Palestínumanna á her-
numdu svæðunum sl. haust.
Mótmæla fiskinnflutningi
Reuter
FRANSKIR sjómenn, sem efndu til allsherjarverkfalls fyrir fjórum dögum
til að mótmæla innflutningi á ódýrum fiski, réðust í gær inn í geymsluhús
í hafnarbænum Lorient og unnu verulegar skemmdir á fiski frá Bandaríkj-
unum, Senegal og Nýja Sjálandi. Lögreglumenn á staðnum komu engum
vörnum við, 17 þeirra slösuðust. Segja sjómenn að ástimdið sé aðallega
að kenna miklum fiskinnflutningi frá Rússlandi og öðrum Austur-Evrópu-
ríkjum. Búist er við, að farið verði að gæta fiskskorts í vikuiokin.
Ný áætlun sambands bandarískra kapalstöðva kynnt
Foreldrar geti sjálfir tak-
markað sjónvarpsofbeldi
Washington. Reuter.
SAMBAND kapalsjónvarpsstöðva í Bandaríkjunum hefur samþykkt
áætlun sem stefnt er gegn auknu ofbeldi í útsendingum. Einkum
er lögð áhersla á að foreldrar geti sjálfir takmarkað aðgang barna
að ofbeldismyndum, þær verði merktar með tilliti til innihalds.
Foreldrar eiga framvegis að geta
gefi skipun á valmynd um að mynd-
ir sem merktar eru grófar og of-
beldisfullar komi ekki á skjáinn og
er fullyrt að tæknilega sé þetta
ekkert vandamál. Sambandið hét
því einnig að framvegis yrði forð-
ast að senda út ofbeldismyndir á
þeim tíma er líklegast er að börn
séu að horfa á sjónvarp.
Bandarískir þingmenn hafa hót-
að að efna til lagasetningar verði
ekki brugðist við vaxandi áhyggj-
um þeirra sem telja að ofbeldi í
sjónvarpi sé oft orsök glæpa. „Við
erum þess fullvissir að með þessum
aðgerðum okkar sjálfra verði engin
þörf fyrir lagasetningu", sagði
Winston Cox, talsmaður sambands-
ins í gær.
Talið er að stærstu sjónvarps-
stöðvarnar muni beijast gegn
ákveðnum þáttum áætlunarinnar,
einkum því að valfrelsi foreldra
verði aukið með áðurgreindum
hætti.