Morgunblaðið - 02.02.1994, Síða 3
BOKMl
fæst í næstu
bókabúó
F O R L A G I Ð
MÁL O G M E N N I N G
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRUAR 1994
Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson
ísingin hlóðst á Óðin
VARÐSKIPSMENN á Óðni þurftu að taka á honum stóra sínum við
að betja ís af skipinu þegar það var statt út af Vestfjörðum í frost-
hörkunum á dögunum. Þar sem veðurhæð var mikil og sjór kaldur
og ísingin hlóðst á skipið tóku varðskipsmenn fram kylfurnar og
drógu ekki af sér við að beija af ísinn.
Undirskriftir gegn
staðsetningu dómhúss
HÓPUR manna hefur hrundið af stað undirskriftasöfnun, til að mót-
mæla staðsetningu fyrirhugaðs dómhúss fyrir Hæstarétt á horni Lindar-
götu og Ingólfsstrætis, fyrir aftan Safnahúsið við Hverfisgötu. I for-
mála undirskriftalistanna er skorað á ríkisstjórnina að endurskoða
áform um staðsetningu hússins þannig að komið vérði í veg fyrir skipu-
lags- og menningarslys í lvjarta höfuðborgarinnar.
Skúli Norðdahl arkitekt er í for-
svari þess tólf manna hóps, sem hef-
ur ákveðið að safna undirskriftum.
„í þessum hópi er fólk í ýmsum stétt-
um, sem hefur áður tjáð sig ópinber-
lega um þetta mál og ber það mjög
fyrir bijósti," sagði hann í samtali
við Morgunblaðið.
Uggðu ekki að sér
í texta undirskriftalistanna, undir
fyrirsögninni „Komum í yeg fyrir
menningarslys — það er ekki of
seint“ er fyrst nefnt að fyrirhuguðu
dómhúsi hafi verið valinn staður á
horni Lindargötu og Ingólfsstrætis.
„Margir borgarbúar uggðu ekki að
sér og trúðu lengi vel að aldrei yrði
samþykkt bygging á þessum stað,
sem þó hefur verið gert,“ segir síðar
í textanum og einnig: „Margar aðrar
lóðir, jafnvel í næsta nágrenni, mætti
nýta þar sem áformað hús fyrir
Hæstarétt myndi njóta sín vel. Við
undirritúð skorum á ríkisstjórnina
að endurskoða áform um staðsetn-
ingu nýs hæstaréttarhúss þannig að
komið verði í veg fyrir skipulags- og
menningarslys í hjarta höfuðborgar-
Samskip segja 11 upp starfí
SAMSKIP hf. hafa sagt ellefu starfsmönnum upp starfi, frá og með
síðustu mánaðamótum. Að sögn Árna Geirs Pálssonar, markaðsstjóra,
eru uppsagnirnar liður í einföldun og hagræðingu í rekstri. Þeir, sem
nú missa atvinnu sína, eru af skrifstofu, úr áhöfnum og starfsmenn á
hafnarsvæði.
Árni Geir segir að með fækkun
skipa úr 10 í 4 á undanförnu ári
hafi starfsfólki fækkað úr um 300
í um 240. „Fækkunin hefur bitnað
mest á áhöfnum skipanna, en þó
hefur verið litið til þess við sölu
skipa að flytja menn á milli og meta
starfsaldur. Við höfum reynt að
hagræða með því að minnka vinnu-
álag hvers og eins, þannig að fleiri
haldi atvinnu sinni og hagræðingin
verði sem léttbærust. Með fækkun
skipum og samdrætti í verkefnum
því samfara höfum við reynt að ein-
falda reksturinn, án þess að skerða
þjónustu."
Þeir ellefu starfsmenn, sem sagt
var upp fyrir mánaðamót, eru með
mislangan uppsagnarfrest, mest
þijá mánuði.
Aukínn afli og
meiri frystíng
hjá Granda hf.
GRANDI hf. jók bæði afla og frystingu afurða á síðasta ári. Afkoina
fyrirtækisins liggur ekki endanlega fyrir en ljóst er að reksturinn mun
skila að minnsta kosti 50 milljóna króna hagnaði. Á undanförnum
misserum hefur starfsemi Granda verið endurskipulögð, og að sögn
Brynjólfs Bjarnasonar, forstjóra Granda, er sú vinna að byrja að skila
sér.
„Árið 1991, þegar tilkynnt var um
töluverða lækkun á þorsk- og ufsak-
vóta, ákvað stjórn Granda að fara í
aðgerðir árið 1992, sem meðal ann-
ars fólu í sér að við seldum Ásgeir
og keyptum Ögra. Við keyptum
frystitogarann Örfirisey og færðum
alla vinnslu okkar saman í Norður-
garð,“ segir Brynjólfur. „Þetta var
allt gerð árið 1992 þannig að síðasta
ár er fyrsta heila árið eftir þessar
breytingar á rekstri fyrirtækisins. Á
því ári var veitt mesta magn í sögu
fyrirtækisins, samtals 32.700 tonn.
Arið áður varð heildarafli um 26.000
tonn. Þarna er úthafskarfi um 3.500
tonn og munar mikið um það. Við
höfum líka sett met í frystum afurð-
um, því í fyrra nam magnið 11.500
tonnum, en það er aukning frá árinu
áður, þegar fryst voru um 10.000
tonn af afurðum. í Norðurgarði voru
fryst um 6.200 tonn af ýmsum afurð-
um. Tæplega 2.900 tonn voru fryst
um borð í Örfirisey og 2.400 um
borð í Snorra Sturlusyni," segir
Brynjólfur Bjarnason, forstjóri
Granda.
Sjá nánar í Úr verinu: „Metár
í veiðum og vinnslu hjá Granda"
á bls. B3.
vcró frá 1. mars
HHÆVISAGA
KEITH RICHARDS
Hér er rakinn stormasamur ferill einnar frægustu
rokkhetju okkar tíma. Við kynnumst erfiðum upp-
vexti ósköp venjulegs stráks úr lægri miðstétt sem í
einangrun sinni á táningsaldri fer að sökkva sér
niður í bandaríska blústónlist. Um tvítugt er hljóm-
sveit hans og æskuvinar hans Micks Jaggers, The
Rolling Stones, orðin heimsfræg og samnefnari fyrir
uppreisnaranda nýrrar kynslóðar.
Bókin lýsir samfelldri sigurgöngu hljómsveitar-
innar á 7. áratugnum, en um leið valdabaráttu innan
hennar og vaxandi vímuefnavandamálum. Smám
saman ánetjast Richards heróíninu og missir tökin á
lífi sínu. Loks snýr hann þó við blaðinu og byrjar nýtt
líf snemma á 9. áratugnum.