Morgunblaðið - 02.02.1994, Síða 10

Morgunblaðið - 02.02.1994, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1994 EIGNASALAIM REYKJAVIK SAMTENGD SÖLUSKRÁ ÁSBYRGI IICNAS/UAN Símar 19540-19191 -619191 INGÓLFSSTRÆT112 101 RVÍK Yfir 35 ára reynsla tryggir öryggi þjónustunnar HÖFUM KAUPANDA Okkur vantar góða 3ja herb. jarðh. í neöra Breiðholti. Fleiri staðir í Austur- borginni koma til greina. Staðgreiðsla í boði fyrir rótta eign. HÖFUM KAUPANDA að ca 130-150 fm sórhæö í Hlíöa- hverfi. Bílskúr æskilegur en ekki skil- yrði. Góð útborgun í boði. HÖFUM KAUPANDA að góðri 60-70 fm 2ja eða 3ja herb. íb. miðsvæðis eða í Vesturborginni. Góð útborgun í boði fyrir rótta eign. HÚSEIGN ÓSKAST Okkur vantar fyrir fjársterkan kaupanda íbúöarhúsnæði með 4-5 íbúöum. Má þarfnast stands. Eignin verður greidd upp á skömmum’tíma. HÖFUM KAUPENDUR að 2ja-5 herb. ris- og kjíbúðum. Mega þarfn. standsetningar. Ýmsir staðir koma til greina. Góðar útborganir geta verið í boði. HÖFUM KAUPANDA að góðri sérhæð eða raðhúsi í Vesturb. eða á Seltjnesi. Góð útb. í boði. SELJENDUR ATH. Okkur vantar allar gerðir fasteigna á söluskrá. Skoðum og verömetum. Ath. það er góð sala og mikið um fyrirspurn- ir þessa dagana. EIGNASALAN REYKJAVIK Magnús Einarsson,lögg.fastsali, Eggert Elíasson, hs. 77789, Svavar Jónsson, hs. 33363. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Morð sem spegill mannlífs Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Bókmenntaverðlaun Norð- urlandaráðs 1994 hlýtur sænski rithöfundurinn Kerstin Ekman fyrir skáldsögu sína Atburðir við vatn (Handelser vid vatten) sem kom út í fyrra. Ekman er kunnur rithöfundur sem hóf feril sinn með glæpa- sög^u 1959 og afbrot hafa jafn- an verið meðal helstu við- fangsefna hennar í skáld- sagnagerð. Skáldsagan Háxringarna (1974) er fyrsta bókin í flokki um konur og örlög þeirra í sænsku bæjarsamfélagi, sú síð- asta er En stad av ljus (1983). Þessar bækur juku mjög á hróð- ur Kerstin Ekman, auk ýmissa viðurkenninga var hún valin í akademíuna 1978. Hún lét þó ekki staðar numið í skáldsagna- gerðinni. Knivkastarens kvinna (1990) og verðlaunabókin Hánd- elser vid vatten þóttu enn styrkja stöðu hennar meðal sænskra og reyndar norrænna rithöfunda yfirleitt. Atburðir við vatn er skáldsaga um glæp eða réttara sagt glæpi. Hún hefst í Norður-Svíþjóð, nán- ar tiltekið Jamtalandi, um jóns- messu 1973 og nær til sam- tímans. Þeir válegu atburðir sem eiga sér stað á þessum slóðum eru tengdir saman af almenning- sálitinu þótt þeir séu ekki allir af sömu rótum. Ofbeldi, ósætti milli hjóna, fugladráp, virðingar- leysi við náttúruna og tilraun til eyðingar eru meðal þess sem sagan greinir frá. Kona sér óljóst ungling af asískum uppruna á harðahlaupum. Skömmu síðar kemur hún að tjaldi sem hefur verið fellt. Inni í því eru tvö ungmenni stungin til bana. Hún horfir forviða á blóðugar hendur sínar. Aðalsögupersónur skáldsög- unnar eru þijár og það eina sem sameinar þær er morðið. Það eru átján ár milli atburðanna, gamla morðmálið er tekið upp og nýtt morð er framið. Þessi langa skáldsaga með sögum í sögunni sem loks verða ein býður upp á fleiri en eina túlkunarleið. Þrátt fyrir frásagnargleðina, afar ná- kvæmar umhverfislýsingar og spennu er Atburðir við vatn ekki saga sem liggur alveg í augum uppi. Eins og Dagný Kristjánsdóttir hefur bent á í grein hér í blaðinu (25. janúar sl.) eru óupplýst morðin þungamiðja sögunnar: „Þögnin færir ábyrgðina af glæpnum yfir á margar fjöl- skyldur og hin sameiginlega sekt breytist í krabbamein sem hel- tekur samfélagslíkamann hægt en ákveðið. „Sannleikurinn" hættir að skipta máli.“ Kerstin Ekman sættir sig ekki við einfaldar lausnir og er síður en svo neinn afþreyingarhöfund- ur þótt hún skrifi um efni sem Kerstin Ekman nær til stórs lesendahóps. Um- hyggja fyrir manni og náttúru er henni ofarlega í huga. Persón- ur hennar eru hvorki góðar né vondar, sá vondi ekki alvondur. Erindi hennar er aftur á móti brýnt og það felst í textanum, lesandinn verður að draga sínar ályktanir. Það er rétt sem stendur í greinargerð dómnefndar að At- burðir við vatn vekur til umhugs- unar, afhjúpar sífellt ný svið, einnig í lesandanum. Þannig eiga miklar skáldsögur og meiriháttar skáldskapur að vera. Því verður ekki neitað að fólk spillir hvort öðru jafnframt því sem það spill- ir náttúrunni, umhverfi sínu, sín- um nánustu. Stíll Kerstin Ekman er skýr, hnitmiðaður og oft ljóðrænn í einfaldleika sínum. Andrúmi skáldsagna hennar hefur verið líkt við Siddharta Hermans Hes- ses, aðrir gagnrýnendur hafa talað um Thomas Mann meðal fyrirmynda. Líkt og hann styðst Kerstin Ekman við helgisögur og goðsögur eru meðal þess sem hún vinnur úr og fléttar saman við eigin texta. Kerstin Ekman hefur á afar fróðlegan hátt lýst því hvaða sænskir höfundar hafi orkað mest á hana. Hún telur sig ekki skrifa samkvæmt þeirri módern- ísku hefð sem rekja má til Aug- usts Strindbergs heldur standi hún nær Hjalmar Bergman. Selma Lagerlöf og Eyvind Johnson (sérstaklega ein bóka hans, Minnas) gagntóku hana og hún nefnir með velþóknun nöfn margra rithöfunda sem telj- ast ekki beinlínis til hinna stóru brautryðjenda heldur lögðu sig fremur fram við að tileinka sér alþýðlega frásagnarlist. Hún orðar þetta skemmtilega: „Ég ákvað með sjálfri mér að um það sem gerðist í Katrine- holm (þar ólst Kerstin Ekman upp) skrifaði Hjalmar Bergman í skáldsögum sínum. Um heim- sviðburðina fjallaði Strindberg." FASTGIGNA5ALA VITASTÍG 13 Selvogsgrunn Glæsilegt einbhús á einni hæð 171 fm auk 28 fm bíl- skúrs. Húsið skiptist f stofu, borðstofu, forstofu, 3-4 barnaherb., hjónaherb., þvottaherb., eldhús og bað- herb. Fallegur suðurgarður. Arinn í stofu. Makaskipti möguleg á góðri sérhæð. Gunnar Gunnarsson, FASTEIGNASALA * lögg. fasteignasali, hs. 77410. Miðvangur 41, Hafnarf. Til sölu 2ja herbergja íbúð á 6. hæð ílyftuhúsi. Staðsetn- ing og útsýni mjög gott. Gegnheilf parket á gólfum. Laus fljótlega. Upplýsingar í síma 657124. 011 Kfl 9197fl L^RUS Þ' VALDIMARSSON framkvæmdastjori . L I IUvBkl0/v KRISTINNSIGURJ0NSS0N,HRL.loggiiturfasteignasau Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Nýtt eldhús - nýtt parket Stór og góð 4ra herb. íbúð á 1. hæð við Hraunbæ. Kjallaraherb. fylg- ir með snyrtingu. 40 ára húsnæðislán 3,3 millj. Mjög gott verð. Bankastræti - úrvals staður Stór rishæð 142,8 fm auk þess er mikið rými undir súð. Margskonar breytinga- og nýtingarmöguleikar. Mikið útsýni. Tilboð óskast. Verslunarhæð í sama húsi um 110 fm. Kjallari fylgir og viðbygging á baklóð með bílastæðum. Nánari upplýsingar aðeins á skritstofunni. Sérhæð - góð lán - frábært verð Endurnýjuð 5 herb. glæsileg 2. hæð í Laugarneshverfi, rúmir 130 fm. Nýtt parket, gler o.fl. Gott forstofuherb. m. sérsnyrtingu. • • • Mokkrar mjög glæsilegar sér,hbæo?giínLölu FASTEIGNASAL AN Opið á laugardaginn. LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 ALMENNA Eva Luna Tónlistin úr sýningnnni komin út á geisladiski TÓNLISTIN úr leiksýningu Leikfélags Reykjavíkur, Evu Lunu, er nú komin út á geisladiski. Eva Luna, leikrit með söngvum eftir Kjartan Ragnarsson og Óskar Jónasson byggt á skáldsögu Isabel Allende var frumsýnt í Borgarleikhúsinu 7. janúar sl. og hefur verið uppselt á ailar sýningar til þessa. Egill Ólafsson er höfundur tón- listar og söngtexta en Egill leikur jafnframt eitt aðalhlutverkið í sýn- ingunni. Aðrir einsöngvarar eru m.a. Edda^ Heiðrún Backman, Steinunn Ólafsdóttir, Margrét Pálmadóttir o.fl. Hljómsveitar- stjóri er Árni Scheving en Ríkharð- ur Örn Pálsson annaðist útsetning- ar. (Fréttatilkynning) Edda Heiðrún Backman. DAGBÓK SKIPIN_____________ REYKJAVÍKURHÖFN: í gær fóru Hafnarey SF, Reykjafoss og Svanur kom og fór samdæg- urs. Þá komu Europe Feder, Laxfoss og Uranus. í dag er Dettifoss væntanlegur og búist við að Hvörnen fari út. HAFNARFJARÐARHÖFN: í gær komu Haukur, Strong Ice- lander og Lómur kom af veiðum. Þá fóru Salt Lake og Oksimo. KIRKJUSTARF______________ ÁSKIRKJA. Samverustund fyrir foreldra ungra barna í dag kl. 10-12. 10-12 ára starf í safnaðar- heimili í dag kl. 17. DÓMKIRKJAN: Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur frá kl. 12. Léttur hádegisverður á kirkjulofti á eftir. Opið hús í safnaðarheimili í dag ki. 13.30-16.30. HALLGRÍMSKIRKJA: Opið hús fyrir foreldra ungra barna á morg- un kl. 10-12. HÁTEIGSKIRKJA: Kvöld- og fyrirbænir í dag kl. 18. LANGHOLTSKIRKJA. Aftan- söngur kl. 18. NESKIRKJA: Bænamessa kl. 18.20. Guðmundur Óskar Ólafs- son. SELTJARNARNESKIRKJA: Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, alt- arisganga, fyrirbænir. Léttur há- degisverður í safnaðarheimili. ÁRBÆJARKIRKJA: Mömmu- morgunn í fyrramálið kl. 10-12. Opið hús fyrir eldri borgara í dag kl. 13.30. Fyrirbænaguðsþjónusta í dag kl. 16. Starf fyrir 10-12 ára (TTT) í dag kl. 17. BREIÐHOLTSKIRKJA: Kyrrð- arstund kl. 12 á hádegi. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir stundina. Unglingastarf (Ten- Sing) í kvöld kl. 20. KÁRSNESSÓKN. Mömmumorg- unn í dag kl. 9.30-12 í safnaðar- heimilinu. Starf fyrir 10-12 ára í dag kl. 17.15-19. FELLA- og Hólakirkja: Helgi- stund, Gerðubergi, kl. 10.30. Umsjón sr. Hreinn Hjartarson. HJALLAKIRKJA: Starf fyrir 10-12 ára böm TTT kl. 17-19 í dag. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Kyrrðarstund kl. 12 á hádegi og léttur hádegisverður í safnaðarat- hvarfínu, Suðurgötu 11, að stund- inni lokinni. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Opið hús í dag kl. 14. VEGURINN, kristið samfélag, Smiðjuvegi 5, Kópavogi: Biblíu- lestur sr. Halldórs S. Gröndal í dag kl. 18. KEFLAVÍKURKIRKJA: For- eldramorgnar kl. 10-12 og um- rseða um safnaðareflingu kl. 18-19.30 í Kirkjulundi á miðviku- dögum. Kyrrðar- og bænastundir eru í kirkjunni á fimmtudögum kl. 17.30.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.