Morgunblaðið - 02.02.1994, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1994
13
Er allt í lagí hjá
lífeyrissj óðunum?
eftir Vilhjálm
Egilsson
Málefni lífeyrissjóða hafa nú
komist í brennidepil þjóðmálaum-
ræðunnar eftir að skýrsla nefndar
á vegum Verslunarráðs íslands var
kynnt á morgunverðarfund ráðsins
hinn 19. janúar sl. Sem eðlilegt er
hefur sitt sýnst hverjum um málið
og skýslu Verslunarráðsins enda
var hún innlegg í umræðuna án
þess að vera endanlegur dómur.
Talnaefni skýrslunnar byggir á
skýrslu bankaeftirlits Seðlabankans
frá því í nóvember sl. en þar koma
fram nýjustu fáanlegar opinberar
upplýsingar um málefni lífeyrissjóð-
anna. í skýrslunni eru dregnar fram
nokkrar lykilupplýsingar sem sýna
stöðu lífeyrissjóðakerfisins. í stuttu
máli er hallinn á lífeyrissjóðakerfinu
miðað við áframhaldandi starfsemi
153 milljarðar króna. Halli þeirra
sjóða sem hafa ábyrgð ríkis og
sveitarfélaga er 84 milljaðar króna
og hallinn á Lífeyrissjóði starfs-
manna ríkisins er 63 milljarðar
króna.
Málþing
um stöðu
kvenna í Há-
skólanum
VAKA stúdentafélag í HÍ stend-
ur fyrir málþingi um efnið
„Konur og háskóli“ í dag mið-
vikudaginn 2. febrúar. Flutt
verða framsöguerindi sem fjalla
um áhrif kvenna á sljórnun
Háskólans, breytingar á stöðu
kvenna innan skólans, launa-
mál, viðhorf stúdenta og mikil-
vægi háskólamenntunar fyrir
konur.
Framsöguerindi flytja: Margrét
Guðnadóttir, prófessor við lækna-
deild, Edda Magnúsdóttir, fram-
. kvæmdastjóri starfsmannasviðs
HÍ, Edda Benediktsdóttir, formað-
ur jafnréttisnefndar Félags Há-
skólakennara, Elsa B. Valsdóttir
læknanemi og Guðrún Helgadóttir
alþingismaður. Að framsöguerind-
unum loknum verða umræður og
fyrirspurnir. Málþingið hefst kl.
17 í Odda, stofu 101, og eru allir
velkomnir.
Við blön
litinn...
DU PONT bflalakk notað af
fagmönnum um land allt.
Er bfllinn þinn
grjótbarinn eða
rispaður ?
DU PONT lakk
á úðabrúsa er
meðfærilegt og
endingargott.
Faxafeni 12. Sími 38 000
Siðlaust ábyrgðarleysi
í framhaldi af útkomu skýrslunn-
ar hafa ýmsir reynt að gera lítið
úr vanda lífeyrissjóðanna. T.d. líta
sumir svo á að halli á þeim lífeyris-
sjóðum sem hafa ábyrgð ríkis og
sveitarfélaga skipti ekki máli. Þó
er með því verið á hverju ári að
velta milljörðum af launakostnaði
vegna nústarfandi opinberra starfs-
manna til skattgreiðenda í framtíð-
inni. En er ekki áleitin sú spurning
hvort mögulegt geti verið að skatt-
greiðendur eftir 20-30 ár ákveði
að þetta hafi verið siðlaust og
hvorki geti né vilji standa við þessa
ábyrgð? Kynslóðin sem nú er á
vinnualdri horfist ekki í augu við
raunverulegan launakostnað af.
vinnu sinni fyrir hið opinbera en
krefst þess af næstu kynslóð að hún
axli þennan kostnað með ríflegum
lífeyrisgreiðslum.
Jafnvel ennþá ábyrgðarlausara
hugarfar ríkir gagnvart Lífeyris-
sjóði sjómanna en hallinn á honum
eru rúmir 20 milljarðar króna. Þó
liggur fyrir að hann nýtur ekki rík-
isábyrgðar á skuldbindingum sínum
og augljóst að hann getur ekki stað-
ið við skuldbindingar sínar í fram-
tíðinni. Því hefur verið haldið fram
að vandi sjóðsins sé Alþingi að
kenna vegna þess að einhvern tíma
í tengslum við kjarasamninga hafi
lífeyrisaldurinn hjá sjómönnum ver-
ið lækkaður. Væntanlega fylgir þá
röksemdafærslunni að skattgreið-
endur eigi að borga brúsann þegar
sjóðurinn lendir í greiðsluþrotum.
Staðreyndin er hins vegar önnur
og skattgreiðendur bera enga
ábyrgð á sjóðnum. En er ekki at-
hyglisvert að forystumenn sjó-
manna skuli geta farið hringferð í
kringum landið og talað fyrir kröf-
um í kjarasamningum án þess að
því er virðist að minnast einu orði
á yfirvofandi þrot lífeyrissjóðsins
sem er þó afgerandi fyrir starfskjör
og réttindamál sjómanna?
Er enginn SAL sjóður í vanda?
Talsmenn SAL sjóða hafa komið
fram í umræðunni og haldið því
fram m.a. að flestir (ath. ekki allir)
sjóðanna á samningssviði ASI séu
nálægt jöfnuði milli skuldbindinga
og eigna. Þeir hafa líka gagnrýnt
að í skýrslu Verslunarráðsins sé
ekki tekið tillit til ýmissa viðbótar-
upplýsinga um einstaka sjóði sem
fram koma í skýrslu bankaeftirlits
Seðlabankans. Vissulega hafa for-
ystumenn ýmissa lífeyrissjóða verið
að bregðast við aðsteðjandi vanda
og sem betur fer er ábyrgðarleysið
ekki algjört. Nefnd Verslunarráðs-
ins studdist hins vegar við þær töl-
ur sem bankaeftirlitið setur fram
sem tryggingafræðilegar úttekt á
stöðu sjóðanna og væntanlega eru
komnar frá sjóðunum sjálfum. í
einhveiju tilvikum hafa aðgerðir
sjóðanna ekki farið í gegnum nýjar
tryggingafræðilegar úttektir og
finna má dæmi þar sem bankaeftir-
litið hefur bent á að reikna megi
núvirði eigna einstakra sjóða með
öðrum hætti og laga stöðuna eitt-
hvað. Þetta breytir þó ekki neinu
um heildarmyndina af stöðu lífeyr-
issjóðanna.
Talsmenn SAL sjóðanna hafa
verið að draga úr því að þeir ættu
við vanda að glíma og vissulega
má ekki segja vandann meiri en
hann raunverulega er. Nóg er nú
samt. En á móti er heldur ekki
gott að bíta saman jöxlum og veija
það sem miður fer svo lengi sem
stætt er. Það rýrir líka traust fólks
á sjóðunum. Eitt dæmi má nefna.
Lífeyrissjóði starfsmanna Áburðar-
verksmiðju ríkisins var lokað um
síðustu áramót þannig að hann tek-
ur ekki lengur við iðgjöldum.
Ákveðið var að skerða öll lífeyris-
réttindi um 15% og vextir á lánum
til sjóðfélaga voru hækkaðir í 7%.
Starfsmenn verksmiðjunnar voru
að sjálfsögðu brenndir af þessari
réttindaskerðingu og óskuðu eftir
því að fá að greiða í Lífeyrissjóð
verslunarmanna sem stendur mjög
vel. En þá kom tilskipun um það
að starfsmenn ættu að greiða í Líf-
eyrissjóð Dágsbrúnar og Framsókn-
ar og hótanir um lögsókn gengi það
ekki eftir. En hvernig skyldi nú
staða Lífeyrissjóðs Dagsbrúnar og
Framsóknar vera? Samkvæmt
tölum bankaeftirlits Seðlabankans
var hallinn á honum rúmlega 6
milljarðar eða um 90% af höfuðstól
sjóðsins. í athugasemdum banka-
eftirlitsins kemur fram að til standi
Vilhjálmur Egilsson
„Jafnvel ennþá ábyrgð-
arlausara hugarfar rík-
ir gagnvart Lífeyris-
sjóði sjómanna en hall-
inn á honum er rúmir
20 milljarðar króna.“
að skerða örorku- og makalífeyri
sem með öðrum aðgerðum á að
bæta stöðuna eitthvað. En tæpast
verður hallanum snarað út svo létti-
lega og það verður fróðlegt að sjá
hver hann verður í næstu trygg-
ingafræðilegu úttekt. Þá geta
starfsmenn Áburðarverksmiðjunn-
ar sem greiða nauðugir í sjóðinn
undir hótunum um lögsókn farið
að velta fyrir sér hvaða frekari
réttaskerðing bíður þeirra í framtíð-
inni. Þá verður fróðlegt að sjá við-
brögð stéttarfélagsins Dagsbrúnar
sem á að gæta þeirra hagsmuna
og þeir eru skyldugir til að greiða í.
Ábyrgðarvæðing nauðsynleg
Ábyrgðarvæðing lífeyrissjóða-
kerfisins er rauði þráðurinn í um-
fjöllun nefndar Verslunarráðsins
um lífeyrissjóðina. í því skyni er
m.a. lagt til að fólki verði fijálst
að velja á milli lífeyrissjóða, tekið
verði á tvísköttun lífeyrisiðgjalda,
lífeyrissjóðir niðurgreiði ekki lán til
sjóðfélaga, lífeyrissjóðir kaupi
hlutabréf í opnum hlutafélögum
skráðum á markaði og greiðendur
í sjóðina fái betri tækifæri til þess
að hafa bein áhrif á málefni þeirra.
í skýrslunni er öflugur rökstuðning-
ur á bak við margar ágætar tillögur
sem snerta aðalatriði málsins. Þess
vegna hefur skýrslan vakið athygli
og viðbrögð. Lífeyrissjóðakerfið er
ekki í lagi. Skýrslan dregur fram
þau atriði sem þarf að laga. Henni
verður því ekki stungið undir stól
hvort sem það er í vörn fyrir áfram-
haldandi ábyrgðarleysi eða tiltekna
sérhagsmuni.
Höfundur er alþingismaður og
framkvæmdastjóri Verslunarráðs
íslands.
IÐNSKOLINN I
HAENARFIRÐI
REYKJAVÍKURVEGI 74 OG FLATAHRAUNI
SÍMAR 51490 OG 53190
TREFJAPLASTNAM
Trefjaplastnámskeið verður haldið nú á vorönn 1994.
Upphaf námsins verður í formi heimanáms (fjarnáms),
þar sem nemendur kynna sér bóklegt kennsluefni nám-
skeiðsins og leysa verkefni er tengjast námsefninu. í
lokin verður tveggja vikna námskeið þar sem farið verð-
ur ítarlegar í efnisþætti og unnar verklegar æfingar.
Námskeiðið er ætlað þeim, sem hafa unnið eitthvað
við trefjaplast. Þeir, sem eru að öllu leyti ókunnirtrefja-
plasti, þurfa að sækja fornámskeið (helgarnámskeið) í
notkun efnisins áður en bóklega námið hefst.
Innritun í námskeiðið þarf að berast Iðnskólanum í
Haf narfirði fyrir 8. febrúar. Gjald fyrir námskeiðið er
kr. 20.000 auk kennslugagna. Þeir er þurfa að sækja
fornámskeið greiða auk þess kr. 5.000.
y
i
Einhver ævintýralegasta skemmtidagskrá allra tíma á Hótel íslandi
Raggi Bjarna, Maggi Ólafs,
Hemmi Gunn, Úmar Ragnars,
Þorgeir Ásvatds, Jón Ragnars,
Bessi Bjarna og Sigga Beinteins
Frumsýninð
lauga^3®'
5. feb-
um
skemmtu þjóðinni með óborganlegu gamni, gríni og
glensi. Þeir eru mættir aftur til leiks eftir áralangt hlé,
enn harðskeyttari og ævintýralegri en fyrr og nú með
vinsælustu söngkonu landsins Siggu Beinteins.
Að lokinni skemmtuninni tekur við hin nýja hljómsveit
Verð aðeins
kr. 3.900.-
Eyþór Gunnars, Halli Gulli, Þórður Guðmunds.
Gummi Jóns og Einar Bragi.
Tónlistarstjóm: Gunnar Þórðarson
og leikstjóm: Egjli Eðvaldsson.
Matseðill
p rtvínsba-tt»^sks'to!raiaSÚpl
Koníaks'c#6 6^ aamberuðura
Miðasala og borðapantanir
íslma 687111 frákl. 13 til 17.
Glæsileg tilboð á gistingu. Sími 688999
Sími 687111