Morgunblaðið - 02.02.1994, Blaðsíða 16
Morgunblaðið/Gunnar Hauksson Morgunblaðið/Alfons
Vel sloppið
MIKIL MILDI þótti að tveir karlmenn og tvær konur sem voru í bíl Rafmagnsveitna ríkisins, sem
varð fyrir snjóflóði í Búlandshöfða síðastliðið sunnudagskvöld, skyldu sleppa að mestu ómeidd. en eins
og greint var frá í Morgunblaðinu í gær hlaut fólkið aðeins minni háttar meiðsl og skrámur. Á stærri
myndinni sést þegar verið var að bjarga bílnum af slysstað á mánudaginn, en hann reyndist vera
gjörónýtur eftir óhappið. Á minni myndinni eru þær Valdís Brynjólfsdóttir t.v. og Sigrún Hansdóttir
ásamt tíkinni Töru, sem var með þeim í bílnum, en Sigrún hlaut djúpan skurð á enni þegar bíllinn
barst með snjóflóðinu hátt í hundrað metra niður fjallshlíðina.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRUAR 1994
Þröstur Ólafsson um sjávarútvegsmála-
ályktun flokksstjórnar Alþýðuflokks
„Jesus Christ Superstar“ á nemendamóti Verzlunarskóla íslands
Mun drífa mig
I Söngskólann
Sjóprófum
lokið vegna
Mána ÍS 54
SJÓPRÓF voru haldin hjá sýslu-
manninum á ísafirði í gær, vegna
slyssins þegar línubáturinn Máni
IS 54 fórst vestur af Barða þann
21. janúar.
Við sjóprófin staðfestu skipveij-
arnir tveir, sem komust af, fyrri
skýrslur sínar um málið. Eins og
fram hefur komið voru skipveijar að
draga línuna þegar brotsjór reið yfir
bátinn á bakborðssíðu, kastaði hon-
um á stjórnborðssíðu með möstur í
sjó og drapst við það á vélinni. Menn-
irnir þrír komust um borð í gúm-
björgunarbát, en þá var mjög dregið
af skipstjóranum, sem lést áður en
hjálp barst.
Samkvæmt upplýsingum sýslu-
mannsembættisins verður málið nú
sent. Siglingamálastofnun, Rann-
sóknarnefnd sjóslysa og ríkissak-
sóknara til nánari athugunar.
- segir Valgerður Guðnadóttir sem
fer með hlutverk Maríu Magðalenu
NEMENDAMÓT Verzlunarskóla íslands verður haldið á Hótel ís-
landi á morgun, fimmtudaginn 3. febrúar, og er hápunktur móts-
ins að þessu sinni sýning á söngleiknum „Jesus Christ Superstar"
eftir Andrew Lloyd Webber og Tim Rice. Leikstjóri er Þorsteinn
Bachmann leikari og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson annast kór-
stjórn, en danshöfundar eru Selma Björnsdóttir og Nanna Ósk
Jónsdóttir nemendur I 6. bekk VI. Undirbúningur nemendamótsins
hefur staðið í rúma níu mánuði, og taka rúmlega 100 nemendur
skólans þátt í því. Með aðalhlutverk í söngleiknum fara Björgvin
Skúii Sigurðsson, Guðmundur Aðalsteinsson og Valgerður Guðna-
dóttir sem fer með hlutverk Maríu Magðalenu.
Valgerður, sem er tæplega 18
ára gömul, er nemandi í 4. bekk
Verzlunarskólans. Aðspurð sagð-
ist hún ekki hafa lagt stund á
■“söngnám enn sem komið væri, en
hún hefði hins vegar tekið þátt í
söngvakeppnum innan skólans og
í fyrra tók hún einnig þátt í nem-
endamótinu. „Svo er ég alltaf að
syngja með mínum ástkæra kór,
Kór Langholtskirkju, en í honum
hef ég verið í tæplega tvö ár. Það
er ofsalega gaman að vera í hon-
um og við förum út núna í sumar
til að syngja," sagði hún.
Valgerður'er í nemendamóts-
nefnd skólans og sagði hún gífur-
legan tíma hafa farið í allan undir-
búning, en æfíngar á söngleiknum
hefðu hafíst fyrir alvöru í októ-
ber. „Þetta hefur verið alveg æðis-
lega gaman og viðbrögðin hafa
verið mjög góð. Ég ætla að reyna
að drífa mig í Söngskólann eins
fljótt og ég get, og kannski fæ
ég einhver tilboð í framhaldi af
sýningunum á söngleiknum, en
ég er alveg tilbúin til að prófa
mig eitthvað áfram á þessu sviði,
t.d. í poppinu,“ sagði hún.
Áherslur flokksins
ekki endilega réttar
Valgerður Guðnadóttir.
Morgunblaðið/Sverrir
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ÞRÖSTUR Ólafsson, annar formanna Tvíhöfðanefndarinnar svo-
nefndu, segist ekki vera að öllu leyti sáttur við þær áherslur sem
flokksstjórn Alþýðuflokksins hefur lagt í sjávai-útvegsmálum. Flokks-
stjórnin samþykkti á laugardag að gerbreyta verði fiskveiðistjórnun-
inni þar sem kvótakerfið hafi gengið sér til húðar, en tillögur Tví-
höfðanefndarinnar miðuðu að því að treysta kvótakerfið í sessi.
Þröstur Ólafsson var fulitrúi Al-
þýðuflokksins í nefnd ríkisstjórnar-
flokkanna tveggja sem fékk það
verkefni að fara yfír fiskveiðistjórn-
unarstefnuna. Hann sagði við Morg-
unblaðið, að á flokkstjórnarfundi
Alþýðuflokksins á laugardaginn
hefði komið skýrt fram i sínum mál-
flutningi, að hann var ekki að öllu
leyti sáttur við þær áherslur sem
flokksstjórnin lagði þar, og teldi þær
ekki endilega réttar.
Pólitísk niðurstaða
„Þegar við vorum að vinna í
nefndinni síðasta vetur vorum við
að reyna að ná niðurstöðu sem báð-
ir flokkarnir gætu sætt sig við og
sú niðurstaða er ekki endilega sú
sama og stefna flokkanna. En ég tel
að vegna þess að þetta var pólitísk
nefnd, sem komst að pólitískri niður-
stöðu sé ég bundinn af þeim niður-
stöðum sem þar komu fram. Það
hefði verið kjánalegt að hlaupa í öldu
óánægjunnar og skipta um skoðun á
þeim forsendum,“ sagði Þröstur.
Hann sagðist ekki telja núverandi
fískveiðistjórnunarkerfi gallalaust
en það mætti ekki vera blórabögg-
Fyrirlestur
um bamsmissi
NÝ DÖGUN, samtök um sorg og
sorgarviðbrögð, efna til fyrirlestr-
ar um barnsmissi annað kvöld,
fimmtudagskvöld kl. 20 í safnað-
arheimilinu í Grensáskirkju.
Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur
mun í þessum fyrirlestri fjalla um
sorg foreldra við missi barna. Næstu
þijú fímmtudagskvöld verður þeim
foreldrum, er þess óska, boðið upp á
svokallaða nærhópavinnu, þ.e. 8-10
manna hópar munu koma saman
undir leiðsögn sjálfboðaliða innan
samtakanna, segir í fréttatilkynn-
ingu frá samtökunum.
Valgerður Guðna-
dóttir í hlutverki
Maríu Magdalenu,
Björgvin Skúli Sig-
urðsson í hlutverki
Jesú Krists ásamt
Herdísi Önnu Þor-
valdsdóttur og Re-
bekku Sif Kaaber í
uppfærslu nem-
enda Verslunar-
skólans á söng-
leiknum um Jesus
Christ Superstar.
ull fyrir allt sem aflaga færi.
Aðspurður hvort ekki væri erfítt
fyrir Álþýðuflokkinn að standa að
niðurstöðu Tvíhöfðanefndarinna.r í
ljósi ályktunar flokksstjórnarinnar
nú, sagði Þröstur svo ekki vera. Nið-
urstaða nefndarinnar hefði verið
málamiðlun beggja stjórnarflokk-
anna og þvi hvorki stefna eins eða
annars flokksins.
Búvörulagafrumvarp ríkisst j órnarinnar ekki enn lagt fram á Alþingi
Stj órnarandstaðan vill ræða
frumvarp framsóknarmanna
ÞINGFLOKKSFORMENN Framsóknarflokks og Alþýðubandalags
kröfðust þess á Alþingi í gær að frumvarp þingmanna Fram-
sóknarflokksins, um innflutningsbann á búvörum, verði tekið til
umræðu á þinginu í dag þar sem boðað stjórnarfrumvarp um
sama efni líti ekki dagsins ljós vegna ágreinings í ríkisstjórn-
inni. Utanríkisráðherra sagði á Alþingi í gær að spurning um
verðjöfnunargjöld á innfluttar landbúnaðarvörur væri enn óút-
kljáð en landbúnaðarráðherra svaraði og sagði að verðjöfnunar-
gjöldin væru í hans höndum.
í umræðum um _stjórn þingsins
í gær spurði Guðni Ágústsson þing-
maður Framsóknarflokksins eftir
því hvenær -frumvarp ríkisstjórnar-
innar um takmörkun á innflutningi
búvara kæmi fram. Halldór Blöndal
landbúnaðarráðherra sagði að verið
væri að vinna að málinu í samræmi
við samkomulag ríkisstjórnarinnár.
„Það urðu mér auðvitað vonbrigði
að ekki náðist samkomulag um að
leggja frumvarpið fram snemma í
síðustu viku en ég vona svo sannar-
lega að lausn fari að finnast á þessu
máli og heimild gefist til þess að
leggja fram breytingu á búvörulög-
um,“ sagði Halldór.
Deila um verðjöfnunargjöld
Jón Baldvin Hannibalsson utan-
ríkisráðherra sagði að texti frum-
varps ásamt viðaukum um vöru-
flokka tollskrár væri vissulega fyr-
irliggjandi. „Það sem ekki er
endanlega útkljáð varðar spurn-
ingu um verðjöfnunargjöld. Sá
þáttur málsins er tæknilegs eðlis
og ég geri ráð fyrir því að þau mál
verði leidd til lykta í dag eða á
morgun [þriðjudag eða miðviku-
dag] og frumvarpið þar af leiðandi
lagt fram. En forsenda þess er sú,
eins og kom fram í máli landbúnað-
arráðherra, að réttarstaðan verði
sú sama, og staða mála sú hin
sama, og hún var eftir lagabreyt-
ingpna fyrir jólin," sagði Jón Bald-
vin.
Halldór Blöndal kom aftur í
ræðustól, eftir athugasemd Jóns
Baldvins, og sagðist til að koma í
veg fyrir misskilning vilja láta það
koma alveg skýrt fram, að eins og
lögin hefðu verið samþykkt í
desember, og samkvæmt úrskurði
forsætisráðherra, þá færi landbún-
aðarráðherra með innflutnings- og
útflutningsmál landbúnaðarins.
„Og verðjöfnunargjöld hans eru í
höndum landbúnaðarráðherra,"
sagði Halldór.
Ágreiningur staðfestur
Þingmenn stjórnarandstöðu-
flokka sögðu þessar orðræður ráð-
herranna staðfesta ágreininginn
um málið í ríkisstjórninni. Guðni
Ágústsson og Jóhannes Geir Sigur-
geirsson, sem lögðu á föstudag
fram frumvarp um breytingu á
búvörulögunum, óskuðu eftir því
að frumvarpið yrði tekið á dagskrá
þingsins í dag og tóku Páll Péturs-
son þingflokksformaður Framsókn-
arflokksins og Jóhann Ársælsson
varaformaður þingflokks Alþýðu-
bandalags undir þá kröfu í umræð-
unum.
Frumvarp þingmannanna
tveggja er í raun tillaga sem meiri-
hluti landbúnaðamefndar þingsins
lagði fram síðasta vor en var ekki
afgreidd þá. Þar er lagt til innflutn-
ingur á búvörum sé háður sam-
þykki landbúnaðarráðherra og setji
í reglugerð nánari ákvæði um til
hvaða vara lögin taki. Það fmmvarp
sem ríkisstjómin hefur verið að
undirbúa gerir einnig ráð fyrir því
að innflutningur á landbúnaðarvör-
um sé óheimill án leyfís landbún-
aðairáðherra, en með lögunum fylgi
listi yfir þá vömflokka sem innflutn-
ingsbannið nái til. í þessu felst einn-
ig að landbúnaðarráðherra ákveði
hvort, og þá hvað há verðjöfnunar-
gjöld verði lögð á þær vörur sem
hann heimilar að flytja inn.