Morgunblaðið - 02.02.1994, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1994
19
AF INNLENDUM
VETTVANGI
HELGA KR. EINARSDÓTTIR
Gjaldheimta STEFs af þjón-
ustufyrirtækjum umdeild
Eigendur verslana 1 Kringlunni óánægðir með að greiða STEF-gjöld sam-
kvæmt fermetrafjölda til viðbótar við gjöld af tónlist leikinni í sameign
GJALDHEIMTA Samtaka tónskálda og eigenda flutningsréttar,
STEF, af þjónustufyrirtækjum og öðrum fyrirtækjum sem ekki hafa
beinar tekjur af því að spila tónlist er umdeilanleg. Greint var frá því
í Morgunblaðinu í gær að rakarastofum bæri til dæmis að greiða
STEF-gjöld en varla er hægt að halda því fram að rakarar byggi
afkomu sína á tónlistarflutningi. Eiríkur Tómasson lögfræðingur og
framkvæmdasljóri samtakanna segir heimilt samkvæmt höfundalög-
um að innheimta gjald af opinberum flutningi laga og texta og það
að leika tónlist fyrir almcnning sé opinber flutningur og því beri að
greiða fyrir hann. í bréfi sem sent var ýmsum eigendum fyrirtækja
í lok janúar er tekið fram að gjaldfrjálst sé að flylja tónverk á heimil-
um eða í lokuðum hópi fjölskyldu eða kunningja. Eiríkur segir að í
skoðun sé að fyrirtæki þar sem starfsmenn eru fleiri en tíu greiði
STEF-gjöld þótt það verði ekki á þessu ári. Gjald fyrir tónlist sem
leikin er fyrir viðskiptavini fyrirtækja meðan þeir bíða í síma kemur
einnig til greina þótt það sé einungis í skoðun sem stendur, að sögn
Eiríks. Hann segir einnig að gjald fyrir tónlist sem leikin er í verslun-
um sé ákvarðað samkvæmt fermetrafjölda á þeirri forsendu að tekj-
ur aukist í samræmi við stærð húsnæðis. Verslunareigendur í Kringl-
unni eru til dæmis samkvæmt heimildum Morgunblaðsins ekki hress-
ir með að þurfa að greiða þetta gjald enda greiða þeir þegar fyrir
flutning tónlistar í sameign húsnæðisins. í fyrrgreindu bréfi er einn-
ig tekið fram að samkvæmt 54. grein höfundalaga varði brot gegn
3. grein um einkarétt höfundar til birtingar á verki sínu refsingu,
sektum, varðhaldi eða 2 ára fangelsi.
111. grein höfundalaga nr. 73 frá
1972 segir að höfundar verka eigi
rétt á endurgjaldi vegna opinbers
flutnings á verkum þeirra og skuli
gjaldið innheimt af innheimtumið-
stöð samtaka rétfhafa. Samband
tónskálda og eigenda flutningsrétt-
ar, STEF, og Samband flytjenda og
hljómplötuframleiðenda, SFH, sjá
um slíka innheimtu hérlendis eftir
gjaldskrá sem háð er samþykki
menntamálaráðuneytisins. STEF
innheimtir gjald af útvarps- og sjón-
varpsstöðvum, verslunum, veitinga-
og gistihúsum, kirkjum, tónleika- og
skemmtistöðum og annarri starf-
semi þar sem forsvarsmenn samtak-
anna telja að flutt sé tónlist sem
fellur undir fyrrgreinda skilgrein-
ingu um opinberan flutning.
Gjald þegar greitt
Ekki er deilt um réttmæti þess
að innheimta gjald vegna birtingar
á lögum og textum sem vernduð eru
samkvæmt höfundalögum. Hins
vegar heyrast óánægjuraddir vegna
gjaldheimtu STEFs vegna tónlistar-
flutnings á stöðum sem ekki hafa
beinar eða óbeinar tekjur af tónlist-
arflutningi. Agreiningurinn er eink-
um byggður á þeim forsendum að
verið sé að hlusta á útsendingar í
útvarpi sem þegar hefur greitt sam-
tökum höfunda fyrir afnot af verk-
um þeirra. Eiríkur Tómasson lög-
fræðingur og framkvæmdastjóri
STEFs segir að innheimtan byggist
á þeirri röksemd að verið sé að flytja
tónlist fyrir viðskiptavininn til að
skapa ákveðið. andrúmsloft, vilji
menn ekki borga fyrir afnot af tón-
listinni eigi þeir ekki að spila hana.
í 2. grein höfundalaganna er
sjálfstæð opinber birting tónlistar
skilgreind sem útvarpsflutningur
sem dreift er til almennings með
hátalara eða á annan hátt. I 1. grein
útvarpslaga nr. 68 frá 1985 er út-
varp skilgreint sem hvers konar
dreifing dagskrárefnis handa al-
menningi með rafsegulöldum í tali
eða tónum. Einnig segir að það telj-
ist ekki útvarp í skilningi laganna
nái útsending aðoins til þröngs hóps
eða húsakynna fyrirtækis eða stofn-
unar, svo sem í sjúkrahúsi, gisti-
húsi, skóla eða verksmiðju. í breyt-
ingu á útvarpslögum nr. 68 frá
1985 segir ennfremur að 1. grein
skuli einnig orðuð svo að með út-
varpi sé átt við hvers konar útsend-
ingar dagskrárefnis innan íslenskr-
ar lögsögu sem ætluð er almenningi
til beinnar móttöku. Þar segir einn-
ig að ákvæði laganna um útvarp
nái ekki til dreifingar útvarpsdag-
skrár eða útsendinga sem eingöngu
séu ætlaðar þröngum hópi og tak-
markist við byggingar eða húsa-
kynni á samfelldri lóð, svo sem fyrr
er getið.
Borgað eftir stærð
Framkvæmdastjóri STEFs, Eirík-
ur Tómasson, heldur því hins vegar
fram að samkvæmt útvarpslögum
sé heimilt að innheimta gjald handa
höfundum laga og texta vegna tón-
listarflutnings í heilsuræktarstöðv-
um, ljósabaðstofum, hárgreiðslu- og
rakarastofum, biðstofum og öðrum
sambærilegum stöðum þar sem tón-
list hljómar fyrir viðskiptavini því
það sé opinber flutningur. Er gjaldið
ákvarðað samkvæmt fermetrafjölda
á þeirri forsendu að velta fyrirtækis
aukist í samræmi við stærð hús-
næðis. Skilgreining STEFs á opin-
berum flutningi tónlistar nær yfir
verk sem flutt eru á stöðum þar sem
almenningur á fijálsan aðgang,
hvort heldur gegn aðgangseyri eða
gjaldfijálst, svo sem á tónleikum,
dansleikjum, í verslunum, á sam-
komum félaga og á vinnustöðum þar
sem fleiri en tíu manns vinna, í fé-
lagsheimilum, á veitingastöðum og
í kvikmyndahúsum.
Afnotagjald ekki nóg
í bréfi sem meðal annars var sent
rakarastofum í lok janúar segir að
í samningi STEFs við útvarpsstöðv-
ar sé tekið skýrt fram að í rétti
þeirra til að senda út verk höfunda
felist ekki réttur handa útvarpsnot-
endum til að nota útsendingar sem
heyra má með útvarpstækjum í at-
vinnuskyni. Nú er það svo að eig-
andi útvarpstækis greiðir afnota-
gjald í samræmi við 24. grein út-
varpslaga. I þeirri grein segir einnig
að aðeins skuli greiða eitt gjald fyr-
ir einkaafnot ijölskyldu á heimili.
Einnig er heimilt að veita fyrirtækj-
um og stofnunum afslátt vegna
íjölda tækja á sama stað. Er þá
nokkuð því til fyrirstöðu að sá sem
á útvarpstæki og greiðir af því af-
notagjald hlusti á það í vinnunni
sjálfum sér til ánægju, jafnvel þótt
útsending kunni að berast eyrum
viðskiptavinar úr tækinu? Eiríkur
segir að ekki sé rukkað fyrir það
þótt starfsfólk hafi útvarp baka til
í verslunum eða öðrum fyrirtækjum,
verið sé að rukka þá sem nota tón-
list til að laða að viðskiptavini. Vil-
helm Ingólfsson rakari sagðist, í
Morgunblaðinu í gær, ekki vera
hlynntur því að þurfa að greiða gjald
til STEFs á þessari forsendu. Hann
væri að spila tónlistina sjálfum sér
til ánægju. Einnig segir hann að
fólk sé orðið langþreytt á því að
hver smuga sem hægt er að finna
til gjaldheimtu af almenningi sé
notuð. Hann vilji fá að vera í friði
með það að leika tónlist 300 ára
gamalla höfunda af eigin geisladisk-
um á eigin stofu en höfundarréttur
fyrnist eftir 50 ár frá láti höfundar.
Útvarpsstöðvar afla sér heiniildar
til útsendingar á tónlist meðal ann-
ars með því að gera samning við
STEF um greiðslur á höfundarrétt-
argjaldi. Fyrir flutning laga og texta
sem njóta verndar samkvæmt höf-
undarréttarlögum er útvarpsstöð
gert að greiða árlega til STEFs 3%
af heildartekjum fyrirtækisins að
frádregnum virðisaukaskatti, lög-
bundnu framlagi í Menningarsjóð
útvarpsstöðva, og hundraðshluta af
tekjum sem samsvara lögbundnu
framlagi Ríkisútvarpsins í Fram-
kvæmdasjóð Ríkisútvarpsins, 10%
samkvæmt 23. grein útvarpslag-
anna. Arleg greiðsla skal þó aldrei
nema lægri fjárhæð en 3.570.000.
Er íjárhæðin miðuð við lánskjara-
vísitölu og breytist í samræmi við
sveiflur hennar. Við ákvörðun
gjaldsins er höfð hliðsjón af greiðsl-
um Ríkisútvarpsins til STEFs fyrir
flutning í hljóðvarpi. Einnig er út-
varpsstöðvum gert að greiða til
Sambands flytjenda og hljómplötu-
framleiðenda fjárhæð sem nemur
25% álagi á STEF-gjöld, er það
samkvæmt 47. grein höfundarlaga
um greiðslu þóknunar til framleið-
anda og listflytjanda og er háð sam-
þykki beggja. Þegar tekið er tillit
til þess að rekstrarfélag útvarps-
stöðvar hefur þegar greitt gjald fyr-
ir afnot af verki höfundar er umdeil-
anlegt hvort hægt sé að réttlæta
innheimtu gjaldsins af þeim sem
ekki hafa beinar tekjur af því að
nota tónlist.
Gjald fyrir herbergi
STEF telur einnig heimilt að inn-
heimta gjöld af gistihúsum, sem
ekki samrýmist 1. grein útvarpslaga,
og af tónlist sem flutt er í langferða-
bílum eða öðrum sambærilegum bif-
reiðum, farþegaskipum eða ferjum
og flugvélum. Hóteleigandi frá
Húsavík sem Morgunbiaðið hafði
samband við sagði að honum bæri
að greiða til STEFs fyrir dansleik,
af bjórkrá í hótelinu og veitingastað.
Einnig væri honum gert að greiða.
gjald fyrir útvarp á hveiju herbergi
og benti meðal annars á að nýting
herbergja hjá sér væri um 25%. Ei-
ríkur segir að greitt sé gjald fyrir
hvert herbergi á hóteli ársfjórðungs-
lega. Einnig er greitt fyrir árshátíð-
ir og einkasamkvæmi og fyrir flutn-
ing tónlistar við ýmsar athafnir í
kirkjum.
1.908 fyrirtæki
Á landinu eru samkvæmt skrá
Hagstofu, fyrirtæki sem bera kenni-
tölu eigenda undanskilin, 82 kvik-
myndahús, 306 veitingastaðir, þar
með talin mötuneyti sem ekki eru
gjaldskyld, 85 gististaðir, 168 hár-
greiðslu-, rakara- og snyrtistofur,
96 sólbaðs- og heilsuræktarstofur,
135 matvöruverslanir, 166 tóbaks-,
sælgætis- og söluturnar, 69 blóma-
verslanir, 270 vefnaðarvöru- og
fataverslanir, 25 skóverslanir, 68
bókaverslanir, 140 búsáhalda-, hús-
gagna- og heimilistækjaverslanir,
37 snyrtivöruverslanir, 166 sérversl-
anir, 37 kaupfélög og stórmarkaðir,
42 fyrirtæki sem sjá um rekstur
langferðabíla og 16 fiugrekstrarfyr-
irtæki. Ekki er víst að fyrrgreind
fyrirtæki séu öll gjaldskyld en sem
dæmi má nefna að verslun er gert
að greiða árlega að lágmarki 4.124
kr. miðað við 50 m2 og 23.716 kr.
sé miðað við 801 m2. Fyrir tónlist
sem flutt er í langferðabifreiðum eða
sambærilegum bifreiðum sem taka
10 manns eða fleiri skal greiða 6.187
kr. fyrir bifreið. Sé tónlist flutt um
borð í farþegaskipum eða feijum
skal greiða 6.187-18.560 króna ár-
lega, auk gjalds fyrir veitingastaði
ef þeir eru starfræktir um borð.
Fyrir tónlist um borð í flugvélum
skal greiða árlega 12.373-37.120
kr. fyrir hveija flugvél miðað við
stærð. Eiríkur segir einnig í athugun
að innheimta fyrir tónlistarflutning
í atvinnufyrirtækjum sem hafa fleiri
en 10 starfsmenn í vinnu en það
verði ekki gert á þessu ári. „Það
gæti verið dagblað eða fiskvinnslu-
fyrirtæki," segir hann.
Hverjir fá peningana?
í umræddu bréfi frá STEFi segir
að fé sem innheimtist sé skipt tnilli
höfunda eftir að kostnaður við starf-
semi félagsins hefur verið dreginn
frá. Ákveðinn hluti teknanna er
greiddur til erlendra höfunda í sam-
ræmi við samninga milli STEFs og
systursamtaka erlendis en ekki
fékkst uppgefið hversu hár sá hluti
er. Eftirstöðvunum er að sögn Eiríks
skipt milli höfunda og er að mestu
leyti stuðst við skrár yfir flutning á
verkum þeirra í útvarpsstöðvum hér-
lendis. Greitt er til höfunda einu sinni
á ári og segir Eiríkur að stuðst sé
við skrár yfir spilun á Rás 1 og 2
og Bylgjunni. Aðspurður hvort það
gefi rétta mynd af flutningi á verki
eða verkum höfunda hérlendis segir
Eiríkur að aðeins sé hægt að greiða
eftir fengnum upplýsingum, erfið-
lega hafi gengið að fá upplýsingar
frá sumum stöðvanna. Að sögn hans
nema greiðslur til höfunda frá 500
krónum upp í hálfa til eina milljón
en svo há upphæð heyri til undan-
tekninga.
Síðumúli 15 • Páll Bergsson
Sími 812262 • Fax 812539
AttDSABUC EXTKACr P0WB9
GARUC PLUS®>
Fáanlegt í hylkjum, töflum
og í fljótandi formi.
W
A engan sinn líka
í veröldinni
Kyolic daglega, það gerir gæfumuninn.
✓ Kyolic hvítlaukurinn er lífrænt ræktaður.
✓ Tveggja ára kaldþroskun eykur virkni og fjarlægir lykt.
✓ Kyolic er stöðluð afurð. Trygging kaupenda.
✓ 250 gæðaprófanir í framleiðslu.
✓ Áratuga vísindarannsóknir.
✓ Vinnur gegn oxun, blóðfitu og fl.
✓ Olíu- og vatnsuppleysanlegt. Virku efnin varðveitast.
✓ 12 alþjóðleg einkaleyfi.
Kyolic - Líkami þinn fínnur muninn