Morgunblaðið - 02.02.1994, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRUAR 1994
27
Fjölskyldan — úrræði og
skyldur í breytilegum heimi
eftir Sigrúnu Klöru
Hannesdóttur
Skrif þessi eru upphaf greina-
flokks sem birtast mun í Morgun-
blaðinu reglulega á þessu ári og
fjallar um ýmis mál er varða fjöl-
skylduna í leik og starfi. Greina-
höfundar eru konur í samtökum
sem heita Delta Kappa Gamma
Society International en á íslandi
hafa þau fengið nafnið Félag
kvenna í fræðslustörfum. Delta
Kappa Gamma eru alþjóðleg sam-
tök kvenna í störfum er tengjast
fræðslu og menntun og eru félag-
ar alls um 170.000 í liðlega 3.000
deildum í 15 löndum. Þegar sam-
tökin voru upphaflega stofnuð af
12 konum í Bandaríkjunum árið
1929 var lítill möguleiki fyrir kon-
ur að öðlast frama innan mennta-
kerfisins. Samtökin voru einkum
sett á laggirnar til að greiða leið
þeirra og láta rödd þeirra heyrast
og eru þau nú mikilvægur vett-
vangur kvenna á þessum starfs-
vettvangi. Nafnið Delta Kappa
Gamma er dregið af þrem grískum
orðum sem merkja kennari, lykill
og kona.
í Félagi kvenna í fræðslustörf-
um á íslandi eru um 140 konur í
sex deildum sem kenndar eru við
gríska stafrófíð; Alfadeild í
Reykjavík, Betadeild á Akureyri,
Gammadeild í Reykjavík, Delta-
deild á Vesturlandi, Epsilondeild á
Suðurlandi og Zetadeild á Austur-
landi.
Markmið samtakanna er eink-
um að skapa vettvang fyrir konur
sem starfa á öllum stigum mennta-
kerfísins. Um hlutverk þeirra seg-
ir að þau skuli stuðla að alþjóða-
samstarfí kvenna í fræðslustörf-
um; heiðra konur sem standa eða
hafa staðið framarlega á einhverju
sviði fræðslu og menntamála eða
eru að vinna markverð störf í þágu
þeirra; efla starfsáhuga og styrkja
stöðu kvenna í fræðslustörfum,
stuðla að æskilegri lagasetningu
og styðja framgang hvers konar
viðleitni til hagsbóta fyrir fræðslu
og menntamál almennt og fyrir
konur í fræðslustörfum og veita
konum sem skara fram út í
Delta Kappa
Gamma - Fé-
lag kvenna í
fræðslustörfum
skrifar á ári
fjölskyldunnar
menntamálum styrki til fram-
haldsnáms í háskóla. Samtökin
hafa það einnig að markmiði að
efla persónulegan og faglegan
þroska félagskvenna, hvetja þær
til virkni, og fræða félaga um það
sem er efst á baugi í efnahagsmál-
um, félagsmálum, stjórnmálum og
menntamálum og stuðla með því
að vaxandi skilningi og virkri þátt-
töku þeirra í samfélagi þjóðanna.
Það eru konur úr Alfadeild sam-
takanna sem sjá um þennan
greinaflokk um fjölskylduna. Fyrir
nokkru fæddist sú hugmynd að
félagskonur gætu auðveldlega
miðlað af mikilli og margháttaðri
reynslu og áhuga á margvíslegum
þáttum sem snerta íslensku íjöl-
skylduna, menntun hennar og
menningarhlutverk. Ár fjölskyld-
unnar er gott tilefni og því var
samþykkt að ráðast til þessa
verks. Verkefnavalið helgast að
nokkru leyti af áhuga kvennanna
sjálfra en í deildinni eru 33 konur
sem starfa á öllum skólastigum;
fóstrur, grunnskólakennarar,
framhaldsskólakennarar, háskóla-
kennarar og konur í störfum innan
ráðuneytis og stofnana sem vinna
að fræðslu fyrir böm og fullorðna.
Viðfangsefni greinanna mun bera
með sér þennan fjölþætta bak-
grunn.
Stórtjón á raflínum
vegna veðurs og ísingar
Hnausum, Medallandi.
Á LAUGARDAGSNÓTTINA og
fram á laugardaginn gerði liér
ofsaveður, með því versta sem
verður. Fylgdi þessu ísing og
hlóðst mjög á línur. Varð stór-
tjón á raflínum í Álftaveri,
Meðallandi og Landbroti, þeim
er lágu frá norðri til suðurs.
Línur féllu þar víða niður, slit-
uðu úr einangrurum, þegar fest-
ingar bognuðu af þunganum af
ísingu og ofsaveðri. Staurar brotn-
uðu og var það sérstaklega milli
Álftavers og Skaftártungu. Hefur
ekkert þessi líkt komið fyrir frá
því er raflínan var lögð 1974.
Á mánudag klukkan 15 komst
rafmagn á í Meðallandi og á þriðju-
dag átti að tengja síðasta bæinn í
Álftaveri. Var það Skálmarbær.
Víðast munu raflínurnar vera
hengdar upp til bráðabirgða og er
þarna um stórtjón að ræða hjá
Rafveitunum.
Veður hefur verið nokkuð óstöð-
ugt frá því í desember og oft orðið
mjög hvasst, sérstaklega með sjón-
um. I Skaftártungu er orðinn nokk-
ur snjór, en í Álftaveri og Meðal-
landi hefur verið snjólétt það sem
af er vetri. Þorrablót á að vera
eins og vant er 12. febrúar í Tung-
useli.
Vilhjálmur.
Einkunnarorð árs fjölskyldunn-
ar eru: Fjölskyldan; úrræði og
skyldur í breytilegum heimi og er
mikill undirbúningur hafínn um
allt land svo halda megi veglega
upp á árið. Er það vei, því fátt
hefur jafn mikil grundvallaráhrif
á velferð og gæfu þjóðarinnar en
heimilið og fjölskyldan.
í áramótaávarpi sínu á nýárs-
dag minntist forseti íslahds, Vig-
dís Finnbogadóttir, á mikilvægi
heimilis og fjölskyldu. Þar sagði
hún:
„Á heimilum okkar er lagður
grunnur að framtíðarheill
landsins barna. Börn heyra allt
og skynja allt, tileinka sér allt.
Þess vegna er gott uppeldi ekki
umfram allt fólgið í boði og
banni, eins þótt skynsamleg
séu, heldur öðru fremur í fyrir-
myndum: Að við höfum fyrir
börnum og unglingum það líf
sem við viljum að þau lifi.“
Ýmsar áhyggjuraddir heyrast í
þá veru að íslenska fjölskyldan
eigi í vök að veijast. Þjóðfélagsleg-
ar breytingar hafa haft mjög mik-
il áhrif á fjölskylduna og þessar
breytingar geta haft alvarleg áhrif
á æsku landsins. Ef fjölskylda og
heimili hafa ekki aðstöðu til að
hlú að ungu kynslóðinni skapast
lélegur jarðvegur fyrir sprota þá
sem bera eiga menningu okkar og
tungu til framtíðar.
Margt má betur fara í samfé-
lagi okkar. Álag á unga foreldra
er mikið þegar margt kallar á tíma
þeirra — atvinna, húsbyggingar
og margháttuð skyldustörf krefj-
ast fórna. Barnauppeldið getur því
orðið afgangsstærð. Agaleysi og
skortur á góðum umgengnisvenj-
um er alltof áberandi meðal ís-
lenskra barna. Þetta getur stafað
af því að lítill tími er til að sinna
börnum og mikið álag er á foreldr-
um sem þurfa að sendast með
börn sín úr einum stað á annan
til að koma þeim í skjól. Börnin
sjá oft svo lítið af foreldrum sínum
að þau ná hvorki tilfinningalegu
sambandi við þau né hafa þau hjá
sér sem fyrirmynd.
Ein meginbreytingin í samfélagi
okkar síðastliðinn aldarfjórðung
er aukin atvinnuþátttaka kvenna.
Flestar konur vinna nú utan
heimilis, bæði af þörf og til þess
að nýta sér þá þekkingu og mennt-
un sem þær hafa aflað sér. Samfé-
lagið hefur kallað á starfskrafta
þeirra og þær hafa átt sínn ríka
þátt í því að byggja upp það vel-
ferðarsamfélag sem við njótum í
dag. Vinnuþátttaka karla hefur
ekki minnkað að sama skapi til
að vega upp á móti í foreldrahlut-
verkinu.
Grunnskólinn hefur ekki getað
Námskeiö og leshringar
um dulfræði og heimspeki.
Grunnnámskeið um þróunarheimspeki.
Námskeiðin eru haldin vikulega og eru í 2 mánuði.
f leshring verður m.a. lesin bókin
Vitundarvígsla Manns og Sólar
eftir tíbetska ábótann Djwhal Khul og einnig önnur ritverk
eftir leiðandi kennara f Trans-Himalaya skólanum. Bækurn-
ar fjalla m.a. um þróun og framtíð mannsins, Hvíta bræðra-
lagið og launhelgarnar.
Undirstöðunámskeiö í stjörnukortagreiningu.
Sérnámskeið verður síðan haldið nokkru seinna í stjömu-
kortagreiningu - „Esoteric astrology“.
Þátttökugjald á námskeiö í þróunarheimspeki er kr. 2.000,-
á mánuði.
Þátttökugjald á námskeið í stjörnukortagreiningu er kr.
4.000,- á mánuöi.
Upplýsingar í síma 91-79763.
Áhugamenn um þróunarheimspeki.
Sigrún Klara Hannesdóttir
fylgt eftir þessari þjóðfélagslegu
þróun. Skólinn er ennþá hugsaður
eins og hann var í bændasamfé-
lagi þar sem flest börn fengu við-
bótarmenntun og kennslu með því
að taka þátt í starfi þeirra full-
orðnu strax og kraftar leyfðu.
Ennþá er skóladagurinn og skóla-
árið á íslandi styttra en í nokkru
af þeim nágrannalöndum okkar
sem við berum okkur gjarnan sam-
an við.
Enginn dregur í efa að eldri
uppeldisaðferðir dugðu vel á sínum
tíma, en í dag á aðeins lítill hluti
barna þess kost að kynnast sauð-
burði og smalamennsku. Börh eru
í þörf íyrir meiri uppfræðslu og
nám sem miðar við þann raunveru-
leika. sem þau lifa í og býr þau ■
undir líf og starf í nýju samfélagi
breytinga. Kannski höfum við,
eldri kynslóðin, sem kynntumst
frumatvinnuvegum þjóðarinnar af
eigin raun, lokað augunum fyrir
því að nýtt og breytt Island kallar
á breytta skólastefnu. Við íslend-
ingar gerum skýlausar kröfúr um
að okkar líf sé jafn gott og það
besta sem þekkist annars staðar
og íslensk menning sé nógu sterk
til að standast harðnandi alþjóð-
lega samkeppni. Hvernig dettur
okkur þá í hug að börnin okkar,
sem bera eiga uppi menningararf-
inn, geti staðið jafnfætis erlendum
jafnöldrum sínum ef þau njóta
ekki jafnmikillar kennslu og
menntunar og þeir?
Það er trú mín að íslendingar
geti það sem þeir vilja. Svo ótrú-
legar efnahagslegar framfarir
hafa orðið á öllum sviðum samfé-
lagsins að líkja má við ævintýri.
Nú þarf að gera að veruleika ein-
setinn skóla, skólamáltíð og sam-
felldan skóladag þar sem vinnu-
dagur barna í skólum tekur mið
af vinnudegi foreldra á vinnu-
markaði. Með sameiginlegu átaki
á ári fjölskyldunnar mætti koma
þessu í framkvæmd og ryðja þar
með burtu mörgum þeim vanda-
málum sem íslensku fjölskyldurn-
ar eiga við að glíma. Það er ekki
eftir neinu að bíða.
Höfundur er prófessor.
FATASTÍLL, TÚNAFÖRÐUN 0G TÚNA
LITGREINING
ii'i
Anna
og Upplýsingar hjá
útlitið Önnu F. Gunnarsdóttur
í síma 682270
Hef flutt skrifstofu mína
á Suðurlandsbraut 12, 3. hæð,
vesturbygging.
Sími 812526 - fax: 684346.
Sigþór K. Jóhannsson,
löggiltur endurskoðandi,
Suðurlandsbraut 12,108 Rvík.
Nýtt myndband:
LÆRUM AD
ÞEKKJA STAFINA
Hver stafur á sitt hljóð og orð.
Þannig verðurfram-
burður rétturfrá upp-
hafi. Myndbandiðer
gert með aðstoð
kennara.
UMBOÐSMENN
ÓSKAST ÚT
UMLAND.
Tilvalið fyrir
félagasamtök.
Dreifing í Reykjavík:
Skólavörubúð
Námsgagnastofriunar,
Laugavegi 166.
mvrKlbærhf
Suðurlandsbraut 20, símar 31920 og 35150, fax 688408.