Morgunblaðið - 02.02.1994, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1994
33
Minning
Jónína Guðbjörg
Braun, Siglufirði
Fædd 26. mars 1916
Dáin 17. janúar 1994
Ég veit þú heim ert horfin nú,
og hafin þrautir yfir,
svo mæt og góð, svo trygg og trú,
svo tállaus, falslaus reyndist þú,
ég veit þú látin lifir.
(Steinn Sigurðsson)
Mér er bæði ljúft og skylt að
minnast tengdamóður minnar með
örfáum orðum, en hún lést á
Sjúkrahúsi Siglufjarðar hinn 17.
jan. sl., eftir tveggja mánaða legu
þar. Áður var hún oft búin að
liggja á sjúkrahúsi, en alltaf reis
hún upp aftur af óbugandi vilja-
þreki, til að takast á við störfin,
unz yfir lauk. Nú er kallið mikla
komið, Jónína er komin heim, og
vissulega hefur heimkoma hennar
verið góð, eftir hennar langa og
farsæla starf hér í jarðheimi.
Fósturforeldrar Jónínu voru
hjónin Jón Gunnlaugsson og lngi-
björg Siguijónsdóttir, í Ási í
Glerárhverfi. Þar ólst hún upp við
gott atlæti. Ung að árum fluttist
hún til Siglufjarðar, í síldarævin-
týrin þar. Hennar beið þó annað
og meira ævintýri. Hún kynntist
þar mannsefni sínu, Sæmundi
Jónssyni, af Lambanes-ætt, sonar-
sonur Kristjáns Jónssonar, sem
lengi bjó í Lambanesi í Fljótum,
og lést árið 1959, á 105. aldursári.
Þau Jónína og Sæmundur
gengu í hjónaband hinn 17. júlí
árið 1937. Reistu þau bú í Siglu-
fírði, fyrst á Hvanneyrarbrautinni,
Fæddur 9. mars 1976
Dáinn 24. janúar 1994
Vegir skiptast. - Allt fer ýmsar leiðir
inn á fyrirheitsins lönd.
Einum lífið arma breiðir,
öðrum dauðinn réttir hönd.
Einum flutt er árdagskveðja,
öðrum sungið dánarlag,
allt þó saman knýtt sem keðja,
krossför ein með sama brag.
Veikt og sterkt í streng er undið,
stórt og smátt er saman bundið.
(Einar Ben.)
Ingi Páll lést mánudaginn 24.
janúar sl., aðeins 17 ára. Hann var
sonur Hrannar Pálsdóttur og Egils
Helga Kristinssonar og eiga þau
eldri son, Sigurjón Elvar.
Ingi Páll byijaði í Öskjuhlíðar-
skóla haustið 1982, þá 6 ára, og
hefði hann útskrifast úr starfsdeild
skólans í vor.
í litlum skóla eins og okkar
myndast sterk tengsl milli nemenda
og starfsfólks. Það er erfitt að sætta
sig við að bekkjarfélagi, vinur og
nemandi hverfi skyndilega af sjón-
arsviðinu eftir ellefu ára samveru
og er Inga Páls sárt saknað.
Ingi Páll var sérstaklega ljúfur
og gefandi drengur. Hann hlustaði
mikið á tónlist og kunni marga
texta. Ingi Páll átti góða vini í skól-
anum og leið vel á meðal þeirra.
Hann var hjálpsamur og fljótur til
að aðstoða og hugga skólafélaga
ef á þurfti að halda. Að loknum
skóladegi á föstudögum kom Ingi
Páll oft og kvaddi okkur kennarana
með kossi um leið og hann bauð
góða helgi.
Starfsfólk og nemendur Öskju-
hlíðarskóla kveðja Inga Pál með
söknuði, þakklæti og virðingu.
Foreldrum, bróður og öðrum að-
en lengst bjuggu þau á Hólavegi
36. Þar byggði Sæmundur hús,
þegar fjölskyldan stækkaði.
Þau hjón eignuðust sjö börn,
og eru sex þeirra á lífi. Þau eru:
Stefanía Þórunn, f. 16.1. 1937,
húsmóðir í Syðra-Vallholti, gift
Gunnari Gunnarssyni b. þar. Þau
eignuðust tvær dætur. Jón Örn,
f. 13.5. 1938, smiður að atvinnu.
Kona hans var Þórunn Freyja Þor-
geirsdóttir, nú látin. Þau eignuð-
ust tvær dætur og tvo syni. Jórunn
Gunnhildur, f. 28.11. 1943, hús-
móðir á Akureyri. Gift Jóni Ævari
Ásgrímssyni, verslunarmanni, og
eiga þau eina dóttur. Úlfar Helgi,
f. 5.10. 1945, vélvirki, veitustjóri
í Reykjahlíð í Mývatnssveit. Hann
er í sambúð með Unu Einarsdótt-
ur, og eiga þau eina dóttur sam-
an. Úlfar á tvo syni frá fyrra
hjónabandi og dóttur og son frá
því fyrir hjónaband, auk tveggja
stjúpbarna. Anna Kristín, f. 17.11.
1948, húsmóðir á Siglufírði. Gift
Ámunda Gunnarssyni, vélvirkja,
og eiga þau þijú börn. Sigrún, f.
10.1. 1951, d. 14.1. 1951, og Sig-
rún Björg, f. 21.7. 1957. Hún býr
að Hofi í Öræfum, gift Ara
Magnússyni, og eru þau ferðaþjón-
ustubændur þar. Þau eiga þijár
dætur. Langömmubörnin eru orðin
17.
Þau Jónína og Sæmundur voru
mjög samhent hjón og komust
farsællega frá sínu. Börnin voru
mörg, heimilið vissulega stórt, svo
mikils þurfti við að koma öllu
fram. Það tókst vel með elju og
standendum sendum við innilegar
samúðark veðjur.
Blessuð sé minning hans.
Jónína, Valgerður
og Friðbjörn.
útsjónarsemi. Sæmundur var mik-
ill völundur, þúsund þjala smiður.
Hann var jafnvígur á margt, hug-
myndaríkur og útsjónarsemi hans
góð, og finnst mér þó einhvern
veginn að hann hafi ekki notið
mikillar skólagöngu í æsku. Samt
lék allt í höndunum á honum, var
honum meðfætt. Mér finnst það
sannast best á honum, að skóli
lífsins er besti skólinn. Hann hóf
ungur að vinna að hugðarefnum
sínum, og vissi hvað hann vildi.
Hann var rafvirki, vélstjóri og
sjómaður, svo fátt eitt sé nefnt.
Skip sín smíðaði hann sjálfur. Það
var varla til sá hlutur, að hann
gæti ekki smíðað hann, hvort held-
ur var um skip að ræða, tíu tonna
fagurrendar fleytur, eða þá
smærri hlutir, sem of langt yrði
hér að telja. Síðast, en ekki síst,
má svo nefna að hann lék fyrir
dansi á fiðluna sína um áratuga
skeið, ásamt félögum sínum.
Nú er hann orðinn aldraður
maður, dvelur í Skálarvík, dvalar-
heimili aldraðra á Siglufirði. Það
er aðdáunarvert hversu vel hann
reyndist konu sinni í veikindum
hennar. Þau hafa verið hvort öðru
allt, allt frá því þau fundust í síld-
inni norður á Siglufirði, forðum
daga.
Jónína var mikil atgerviskona,
sívinnandi, og leysti sérhvert verk
vel af hendi. Hún var rösk og kvik
í hreyfingum, glaðvær og
skemmtileg. Þennan vitnisburð er
mér ljúft að gefa henni eftir 30
ára kynni, sem aldrei féll skuggi
á. Hún kom hér stundum í Syðra-.
Vallholt, alltof sjaldan þó. Henni
var létt að lífga upp á heimilislíf-
ið. Ævinlega gleðiauki er hún
kom, en eftirsjá að, er hún fór
Nú er hún öll. Glaðvær hlátur
hennar ómar ekki lengur í hlustum
okkar nema sem mirining. Þær eru
margar fagrar og bjartar minning-
arnar sem við eigum um Jónínu
Braun frá liðnum dögum og árum
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Elsku besti vinur minn hann Ingi
Páll er dáinn.
Því er erfitt að trúa, hann var
svo lífsglaður, hjálpsamur og góður.
Elsku Ingi, ég sakna þín svo sárt
en ég veit þér líður vel núna hjá
Guði. Með þessum fáu orðum kveð
ég þig og þakka þér fyrir allt. Þeir
sem guðirnir elska deyja ungir.
Vertu sæll kæri vinur. Megi Guð
geyma þig.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd.
Síðast þegar ég sofna fer
sitji guðs englar yfir mér.
(H.P.)
Elsku Hrönn, Egill, Elvar og
aðrir ástvinir, við sendum ykkur
okkar innilegustu samúðarkveðjur
og biðjum góðan Guð að styrkja
ykkur í ykkar miklu sorg.
Minning um góðan dreng lifir.
Eva og fjölskylda.
sem gott er að eiga og una við í
annríki daganna. Persónulega vil
ég þakka henni hjartanlega fyrir
allt og allt, og um leið og ég lýk
þessum fátæklegu minningarorð-
um, vil ég votta eftirlifandi eigin-
manni hennar, ættingjum öllum
og vinum, rnínar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Góður Guð verndi ykkur öll.
Blessuð veri minning Jónínu
Braun.
Gunnar Gunnarsson.
Hún Ninna amma er dáin. Þar
er óskiljanlegt að þessi dásamlega
kona, sem alltaf hefur verið til
staðar, sé horfin að eilífu.
Ég kynntist henni fyrst fyrir
tæplega tuttugu og átta árum, ég
man auðvitað ekki eftir okkar
fyrstu kynnum, en um leið og ég
komst til vits og ára, skildist mér
að þarna væri kona sem væri ein-
stök, enda ekki á állra færi að
kyssa á „báttið“ svo að það batn-
aði eða að gefa faðmlag er væri
svo hlýtt að allur ótti eða einmana-
leiki hvarf á augabragði.
Amma var alla tíð glaðlynd og
lífsglöð kona sem vert var að
kynnast og reyndist hún mér vel
í öll þessi ár sem virtust svo mörg
fyrir nokkrum dögum en eru alltof
fá í huga mínurn í dag.
Ég vil því með þessum fáu orð-
um, sem geta með engu móti tjáð
tilfinningar í garð móðurömmu
minnar, fá að kveðja hana og láta
hana vita að hún mun verða í
huga mínum og hjarta hveija inín-
útu þar til við hittumst á ný.
Þórhildur Heiða Jónsdóttir.
t
Elskulegur sonur okkar, fóstursonur og bróðir,
BJÖRN ELLERTSSON,
Urðarstekk 2,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 4. febrúar
kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Málraektarsjóð, sími
28530, eða Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins.
Gyða Sigvaldadóttir, Kristján Guðmundsson,
Hólmfrfður Kristjánsdóttir,
Ellert Guðmundsson, Sigríður Marta Sigurðardóttir,
Hildur Ellertsdóttir, Stefán Hallur Ellertsson,
Margrét Ellertsdóttir, Ægir Pétur Ellertsson.
T
t
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
RÓSU ÁRNADÓTTUR,
Laufvangi 16,
Hafnarfirði.
Karl Brynjólfsson, Kristín Kristjánsdóttir,
Sóley Brynjólfsdóttir, Bjarni Ágústsson,
Haukur L. Brynjólfsson, Ásgerður Hjörleifsdóttir
Bragi Brynjólfsson, Guðlaug Björgvinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okk-
ur samúð og vinarhug við andlát og
útför móður okkar, tengdamóður,
ömmu, langömmu og sambýliskonu,
GUÐRÚNAR LAUFEYJAR
TÓMASDÓTTUR,
Laugavegi 50.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 7
Borgarspítala, söngfélaga SVR og
söngstjóra.
Guðmundur Kr. Erlendsson, Sigursteina Jónsdóttir,
Guðbjörg Erlendsdóttir, ^
ömmubörn
og Vilbert Stefánsson.
Birting afmælis- og
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birt-
ingar endurgjaldslaust.. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðs-
ins Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnar-
stræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með
góðum fyrii-vara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
Þetta er minning-arkort
Slysavarnafélags Islands
Skrifstofan sendir þau bæði
innanlands og utan.
Þau fást með enskum, dönskum eða
þýskum texta.
SímiSVFÍer 627000.
Gjaldið er innheimt með gíró.
Ingi PáUHelga-
son — Minning