Morgunblaðið - 02.02.1994, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1994
AFREKSVERK
Viðurkenning'ar afhentar
Björgunarfélagið hf. sem gerði út björgunarskipið Goðann veitti nýlega flugbjörgunarsveit vamarliðsins á
Keflavíkurflugvelli og áhöfnum björgunarþyrlanna viðurkenningarskildi fyrir afrek þeirra þegar þeir björg-
uðu sex skipveijum af Goðanum. Á myndinni sést Kristján Sveinsson skipstjóri afhenda Jim Sills yfirmanni
flugbjörgunarsveitarinnar viðurkenningarskjöld sem hann tók við fyrir hönd sveitarinnar.
Fjölmargir voru mættir í ráðhúsið. Fremst á myndinni má sjá Markús Örn Antonsson borgarstjóra og
eiginkonu hans Steinunni Ármannsdóttur ræða við Elísabetu Hermannsdóttur formann kvenfélagsins
Hringsins og Indriða Pálsson stjórnarformann Skeljungs.
MANNFAGNAÐUR
Hringskonur í ráðhúsinu
Níutíu ár eru liðin síðan Kvenfé-
iag Barnaspítala Hringsins
var stofnað og héldu Hringskonur
upp á afmælið um síðustu helgi
með pompi og pragt. Markús Öm
Antonsson borgarstjóri bauð í hana-
stél í ráðhúsinu og voru meðfylgj-
andi myndir teknar við það tæki-
færi. Færðu konurnar honum að
0öf kristalskúlu með merki félags-
ins, sem þær höfðu látið útbúa. Að
teitinu loknu var haldið á Hótel
Borg, þar sem árshátíð félagsins
var haldin og voru matargestir 160.
Þorgeir Andrésson og Ingibjörg
Marteinsdóttir sungu fyrir gesti og
Stefán Höskuldsson lék á flautu.
Þá fluttu Guðmundur Ámi Stefáns-
son heilbrigðisráðherra og Davíð
Á. Gunnarsson forstjóri Ríkisspítal-
anna ávörp, en hátíðarræðuna flutti
Víkingur Arnórsson læknir.
Meðal gesta voru, f.v.: Katla Ólafsdóttir, Edda Ólafsdóttir, Páll Víg-
konarson, Erna Arnar, Stefán M. Gunnarsson, Hertha W. Jónsdóttir
hjúkrunarforsljóri á Barnaspítala Hringsins og Helgi Sigurðsson.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Stefanía Harðardóttir og Anna Thorlacius voru ánægðar með að
hafa Ólaf Schram á þorrablótinu, þótt þær vilji ekki fá hann á fundi!
SKEMMTUN
Kvenfélag Bessa-
staðahrepps
blótar þorrann
Kvenfélag Bessastaðahrepps
hélt sitt árlega þorrablót
síðastliðið laugardagskvöld að við-
stöddu miklu fjölmenni. Blótið var
haldið í íþróttahúsi hreppsins og
þótti takast með miklum ágætum.
Að loknu veglegu borðhaldi með
tilheyrandi fjöldasöng var boðið upp
á skemmtiatriði, sem vom heimatil-
búin að venju. Síðan var stiginn
dans við undirleik Gömlu brýnanna
og stóð dansleikurinn til klukkan
fjögur að morgni sunnudags.
Fylgst með skemmtiatriðunum. F.v.: Magnhildur Gísladóttir, Mar-
grét Sveinsdóttir, Ása Atladóttir formaður Kvenfélagsins, Gunnlaug-
ur Guðmundsson, Aðalheiður S. Steingrímsdóttir, Níelsa Magnúsdótt-
ir, Áslaug Ragnarsdóttir, Kjartan Sigtryggsson, forseti íslands Vig-
dís Finnbogadóttir og Ijórólfur Arason.
Eins og á öllum þorrablótum iðkuðu menn fjöldasöng af miklum
móð og var hraustlega tekið undir eins og sjá má.
COSPER
Fyrrverandi kærastan mín sat fyrir, en hún sagði mér upp
þegar myndin var tilbúin