Morgunblaðið - 02.02.1994, Síða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1994
Frumsýnir
spennutryllinn
í KJÖLFAR
MORÐINGJA
Bruce Willis og Sarah
Jessica Parker eiga í
höggi við útsmoginn og
stórhættulegan Qölda-
morðingja sem leikur
sér að lögreglunni eins
og köttur að mús.
STRIKING DISTANCE - 100
VOLTA SPENNUMYND
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Bönnuð innan 16 ára.
í NÝJIIOG STÓRGLÆSILEGU STJÖRNUBÍÓI
HERRA
JONES
Sýnd kl. 7.10
og 11.30.
Öld sak-
leysisins
Sýnd kl. 4.45
og 9.
Sænsk-íslenska félagið í Jönköping
Atvinnuþróunarfyrir-
tæki útfærir íslenskt
lýð veldisafmæli
SÆNSK-íslenska félagið í Jönköping í Svíþjóð hefur samið
við atvinnuþróunarverkefnið Kulturbruket — sem útleggja
mætti sem menningarsmiðju — um að taka að sér útfærslu
á íslensku lýðveldisafmæli. Jakob S. Jónsson, sem alla jafna
starfar sem leiksviðsstjóri hjá Jönköpings lansteater, hefur
verið lánaður til menningarsmiðjunnar og sagði hann að
ákveðið hefði verið að beina hátíðarhöldunum að Svíum
og eiga samstarf við íslensk fyrirtæki. Jakob sagði að
menningarsmiðjan hefði starfað í tæpa fimm mánuði og
væri rekin sem atvinnuþróunarverkefni út frá þeirri kenn-
ingu að menning og iðnaðaruppbygging héldist í hendur.
Þeir fá helst tækifæri til að starfa með smiðjunni sem
hefðu verið atvinnulausir um langan tíma.
OULIR TÓHLMR
Háskólabíói
fimmtudaginn 3. febrúar, kl. 20.00
Hljómsveitarstjóri: Petri Sakari
Einleikari: Eugene Sarbu
ffnisswjfl
Bedrich Smetana: Moidá |
Eduard Lalo: Symphonie Espagnole f
Edward Elgar: Enigma tiibrigði i
í
SINFÓNlUHLJÓMSVEtT ÍSLANDS Sími
Hllómsvolt allia íslendlnga 622255
Jakob sagði að sænsk-
íslenska félagið í Jönköping
hefði komið að máli við for-
svarsmenn menningarsmiðj-
unnar þegar starfsemin var
nýhafín og beðið hana að taka
að sér að framkvæma íslenskt
þjóðhátíðarár. Hann sagði að
verkefnið hentaði smiðjunni
vel vegna þess að eitt af skil-
yrðunum fyrir starfsemi
hennar væri að hún mætti
ekki taka viðskiptavini frá
öðrum og með framkvæmd
íslensks þjóðhátíðarárs væri
alveg örugglega ekki verið að
taka viðskiptavini frá neinum.
Jakob segir að lagt hafí
verið upp með það markmið
að íslenskt þjóðhátíðarár ætti
ekki bara að vera skemmtun
á iíðandi stund heldur ætti
líka að skilja eitthvað eftir,
dreifast á langan tíma og
höfða til Svía á öllum aldri.
Þegar er búið að ráða sænsk-
an framkvæmdastjóra sem á
að halda utan um hátíðarhöld-
in. Fyrir utan hann er gert
ráð fyrir að 6—10 manns geti
fengið vinnu við verkefnið.
simi
Stóra sviðið kl. 20.00:
• GAURAGANGUR eftir Ólaf Hauk Simonarson.
Tónlist: Hljómsveitin Nýdönsk.
Lýsing: Páll Ragnarsson.
Leikmynd og búningar: Guðrún Sigríður Haraldsdóttir.
Leikstjórn: Þórhallur Sigurðsson.
Leikendur: Ingvar E. Sigurðsson, Sigurður Sigurjónsson,
Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Elva
Ósk Ólafsdóttir, Erla Ruth Harðardóttir, Felix Bergsson, Flosi
Ólafsson, Guðlaug María Bjarnadóttir, Hinrik Ólafsson, Hjalti
Rögnvaldsson, Hjálmar Hjálmarsson, Jóhann Sigurðarson,
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Rand-
ver Þorláksson, Rúrik Haraldsson, Sigríður Þorvaldsdóttir,
Sigurður Skúlason, Stefán Jónsson, Tinna Gunnlaugsdóttir,
Örn Árnason o.fl.
Hljómsveitin Nýdönsk: Danlel Ágúst Haraldsson, Björn
Jörundur Friðbjörnsson, Stefán Hjörleifsson, Jón Ólafsson
og Ólafur Hólm Einarsson.
Frumsýning fös. 11. feb. - 2. sýn. mið. 16. feb. - 3. sýn.
fim. 17. feb. - 4. sýn. fös. 18. feb. - 5. sýn. sun. 27. feb.
• MAVURINN eftir Anton Tsjekhof
Fös. 4. feb. - sun. 13. feb. - sun. 20. feb.
• ALLIR SYNIR MÍNIR eftir Arthur Miller.
Á morgun, örfá sæti laus, - lau. 5. feb. - lau. 12. feb. -
lau. 19. feb.
• SKILABOÐASKJÓÐAN eftir Þorvald Þorsteinsson
Ævintýri með söngvum
Sun. 6. feb. kl. 14, örfá sæti laus, - sun. 6. feb. kl. 17 -
sun. 13. feb. kl. 14, - nokkur sæti laus, þri. 15. feb. kl. 17,
nokkur sæti laus, - sun. 20. feb. kl. 14.
Smíðaverkstæðið kl. 20.30:
• BLOÐBRULLAUP eftir Federico Garcia Lorca
Á morgun, nokkur sæti laus, - lau. 5. feb., uppselt, - lau.
12. feb. - lau. 19. feb. - fim. 24. feb., uppselt, - fös. 25. feb.,
uppselt.
Sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er unnt að hleypa
gestum í salinn eftir að sýning er hafin.
Litla sviðið kl. 20.00:
• SEIÐUR SKUGGANNA eftir Lars Norón
Fös. 4. feb. - lau. 5. feb. - fim. 10. feb. - lau. 12. feb.
Ekki er unnt að hleypa gestum í salinn eftir að sýning er
hafin.
Miðasala Þjóðleikhússins er opin alia daga nema mánu-
daga frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Tek-
ið á móti símapöntunum virka daga frá kl. 10.00.
Griena linan 996160.
icy/yie^i/yi
eftir Pjotr I. Tsjajkovskí.
Texti eftir Púshkín í þýðingu Þorsteins Gylfasonar.
Sýning laugardaginn 5. febrúar kl. 20, næst sfðasta sinn.
Sýning laugardaginn 12. febrúar kl. 20 síðasta sinn.
Miðasalan er opin frá kl. 15-19 daglega, sýningardaga til kl. 20.
Sími 11475 - Greiðslukortaþjónusta.
MUNIÐ GJAFAKORTIN OKKAR!
IÁ
ill
• GÓÐVERKIN KALLA! eftir Ármann Guð-
mundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason.
Fös. 4/2 kl. 20.30 - iau. 5/2 kl. 20.30. SÝNINGUM LYKUR í FEBRÚAR.
• BAR PAR oftir Jim Cartwrlght
SÝNT I ÞORPINU, HÖFÐAHLÍÐ 1
Fös. 4/2 kl. 20.30 - lau. 5/2 kl. 20.30. Ath. Ekkl or unnt að hleypa
gestum í sallnn eftir að sýning hefst.
Aðalmiðasalan I Samkomuhúsinu er opin alla virka daga nema
mánudaga kl. 14-18 og fram að sýningu sýningardaga. Símsvari
tekur við miðapöntunum utan opnunartima. Ósóttar pantanir að
Bar pari seldar I miöasölunni I Þorpinu frá kl. 19 sýningardaga.
Sími 21400 - Greiðslukortaþjónusta.
LEIKFELAG REYKJAVIKUR
Stóra svið kl. 20:
• EVA LUNA leikrit eftir Kjartan Ragnarsson og Óskar
Jónasson unnið upp úr bók Isabel Allende.
Fim. 3/2 uppselt, fös. 4/2 uppselt, sun. 6/2, uppselt, fim. 10/2
örfá sæti laus, lau. 12/2 uppsett, sun. 13/2, örfá sæti laus, fim.
17/2, fös. 18/2, uppselt, lau. 19/2 uppselt, sun. 2/72, fim. 24/2,
fös. 25/2 uppselt, lau. 26/2 uppselt.
Geisladiskur með lögunum úr Evu Lunu til sölu í miðasölu.
ATH. 2 miðar og geisladiskur aðeins kr. 5.000,-
• RONJA RÆNINGJADÓTTIR e. Astrid Lindgren
Aukasýning sun. 6/2, allra sfðasta sýning.
• SPANSKFLUGAN e. Arnold og Bach
Sýn. lau. 5/2, uppselt, næst síðasta sýning, fös. 11/2, siðasta
sýning.
Litla svið kl. 20:
• ELÍN HELENA e Árna Ibsen
Fös. 4/2, lau. 5/2, fös. 11/2, lau. 12/2,fáar sýningar eftir.
Ath.: Ekkl er hægt að hleypa gestum inn f salinn
eftir að sýning er hafin.
Miöasalan er opin frá kl. 13-20 alla daga nema mánudaga.
Tekið á móti miðapöntunum í sfma 680680 ki. 10-12 alla virka
daga. Bréfasfmi 680383. - Greiöslukortaþjónusta.
Óskalistinn
Á óskalista menningar-
smiðjunnar eru Meistarinn,
leikrit Hrafnhildar Guð-
mundsdóttur Hagalín, bók-
menntaveisla, sem farið yrði
með út á bókasöfn, skóla,
sjúkrahús, elliheimili og stofn-
anir, kvikmyndahátíð, ræðu-
keppni í framhaldsskólum að
fyrirmynd MORFÍS-keppn-
innar, ritgerðasamkeppni í
efri bekkjum grunnskóla, sjó-
mannadagurinn og 17. júní.
Þjóðhátíðardaginn ber upp
á föstudag en stefnt er að því
að hafa hátíðarhöld alla helg-
ina í samvinnu við kaup-
mannasamtökin og íþrótta-
félögin í Jönköping. Þá hefur
Jakob hitt forsvarsmenn Út-
flutningsráðs og bent á mögu-
leika þess að kynna ísland
sem ferðamanna- og fram-
leiðsluland, að afla markaða
og koma á samvinnu. Jakob
segir Jönköping-svæðið bjóða
upp á ýmsa möguleika, þar
sé markvisst unnið að því að
bæta samgöngur og vöru-
flutningamiðstöð Norður-
landa sé staðsett þar, svo eitt-
hvað sé nefnt. Jakob hefur
einnig átt fundi með fram-
kvæmdastjóra Kvikmynda-
sjóðs og með hljómplötuútgef-
endum og fengið jákvæðar
undirtektir.
Jakob segir ekki loku fyrir
það skotið ef allt gangi að
óskum að eitt atvinnuþróun-
arvgrkefnið í tengslum við ís-
lenska þjóðhátíðarárið geti
orðið til þess að í Jönköping
verði komið á fót miðstöð fyr-
ir íslenskar þjónustuvörur,
þekkingu og kynningu. „Von-
andi sér einhver sér hag í að
skoða það nánar, við tækjum
því fegins hendi,“ sagði Jakob.
Undirbúningur kominn á
skrið
Ef allt gengur vel verður
byijað að æfa og setja upp
Meistarann í haust. Þegar er
frágengið hver verður leik-
stjóri og hver gerir leikmynd.
Samvinna á milli Jönköpings
lánsteater og Riksteater, sem
er ferðaieikhús, er í deiglunni
vegna uppsetningarinnar og
ef það gengur eftir verður
farið í leikför með stykkið.
Jakob sagði að nú væri verið
að koma á samvinnuhópum
skóla vegna ræðukeppni og
ritgerðasamkeppni. Á sjó-
mannadaginn er stefnt að því
að setja upp sýningu um
þorskastríðin og jafnvel fá
íslenskt varðskip til að koma
utan. Reynt verður að fá ís-
lenska tónlistarmenn til að
koma til Jönköping, STEF,
Samtök tónskálda og eigenda
flutningsréttar, hafa látið í té
íslenskt efni, þegar hefur ver-
ið gert samkomulag við
skemmtistaði um að leika ís-
lenska tónlist og útvarps-
stöðvar hafa tekið vel í að
gera þætti um íslenska tónlist
í tengslum við vissar uppá-
komur í íslenska þjóðarhátíð-
arárinu.
Ástm og peningarnir
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Móttökustjórinn („The
Concierge"). Sýnd í Há-
skólabíói. Leikstjóri:
Barry Sonnenfeld. Hand-
rit: Mark Rosenthal og
Lawrence Konner. Aðal-
hlutverk: Michael J. Fox,
Gabrielle Anwar, Michael
Tucker, Anthony Higgins
og Bob Balaban.
í bandarísku gaman-
myndinni Móttökustjóran-
um leikur Michael J. Fox
móttökustjóra á stóru hóteli
sem dreymir drauminn
bjarta um að eignast ein-
hvem daginn sitt eigið hót-
el. Myndin hét „For Love
or Money“ í Bandaríkjunum
en gekk ekki þar sem skyldi
og heitinu var breytt fyrir
Evrópudreifínguna. En það
er ekki nóg að breyta nafn-
inu, einhver hefði þurft að
breyta myndinni í leiðinni.
Fox hefur ekki riðið feit-
um hesti frá kvikmyndaver-
unum í Hollywood upp á
síðkastið og er þessi mynd
dæmigerð fyrir verkefnaval-
ið hjá honum að undan-
förnu, léttvæg og einfeldn-
ingsleg ef ekki galtóm smá-
mynd þar sem veikleikar
hans sem leikara koma ber-
lega í ljós. Þessi reyndi leik-
ari virkar yfírmáta stressað-
ur frammi fyrir myndavél-
unum en reynir hvað hann
getur að sýnast ábúðamikill
svona eins og móttökustjór-
ar eiga sjálfsagt að vera
með því að vera á eilífum
þeytingi helst með farsíma
við eyrað og skima sífellt í
kringum sig aldrei í rónni.
Það er svosem allt í lagi í
smáskömmtun en svona er
hann alla myndina og er ill-
þolandi til lengdar.
Nú er Fox ágætur leikari
eins og þeir vita sem séð
hafa t.d. „Casualties of
War“ eftir Brian De Palma
svo kannski þessi stressaði
leikur sé að einhveiju leyti
á ábyrgð leikstjórans, Barry
Sonnenfelds (Addamsfjöl-
skyldan 1 og 2). Og handrit-
ið er ekki burðugt heldur,
húmorinn er ekki mikill og
persónugerðirnar grunnar.
Segir það mestmegnis af því
hvernig Fox fær milljóna-
mæring, leikinn af breska
leikaranum Anthony Higg-
ins sem ekki hefur sést í
langan tíma, til að leggja
pening í draumahótelið sitt
en báðir eru skotnir í sömu
stelpunni, Gabrielle Anwar,
svo spurningin verður á end-
anum þessi; hvort er nú
betra að lifa fyrir ást eða
peninga? En svo þarf ekki
einu sinni að velja á milli
þegar allt kemur til alls í
þessu gervilega Hollywood-
ævintýri. Higgins er auðvit-
að skíthæll og skóarasonur-
inn hreppir prinsessuna og
hálft konungsríkið að auki.
Það er kannski skiljaniegt
eftir allt að þessi mynd skuli
sýnd undir dulnefni.