Morgunblaðið - 02.02.1994, Side 44
imdir emu þaki
SJÓVÁQgTALMENNAR
MORGVNBLAÐW, KRINGLAN 1 103 REYKJAVlK
SÍMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKl’REYRl: HAFNARSTRÆTl 85
MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1994
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK.
Piltanna
leitað með
neðansjáv-
armyndavél
NEÐANSJÁVARMYNDAVÉL
var notuð til að leita við Vatns-
nes í grennd við Keflavíkurhöfn
að piltunum tveimur sem sakn-
að hefur verið siðan í liðinni
viku. Leitin bar ekki árangur.
Tveir kafarar og tveir lögreglu-
menn voru um borð í báti með
neðansjávarmyndavélina. Að sögn
Ólafs Bjarpasonar í leitarstjórn
björgunarsveitanna hefur verið
rætt um að leita einnig með þess-
um hætti í Keflavíkur- og Njarð-
"^víkurhöfn.
Að sögn rannsókarlögreglunnar
í Keflavík eru síðustu vísbendingar
um ferðir piltanna sem taldar eru
áreiðanlegar á þá leið að sést hafí
til þeirra að leik við klettana við
Vatnsnes.
Að sögn Ólafs Bjarnasonar er
ekki ákveðið að halda skipulagðri
ieit áfram þegar leit með neðan-
sjávarmyndavélinni lýkur.
Morgunblaðið/Ágúst Blöndal
Loðnufrysting hafin á Austfjörðum
SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna hóf loðnufrystingU í að ræða tilraunavinnslu enda er hrognafyllingin enn sem
gær í frystihúsum sínum á Seyðisfírði, Eskifírði og Nes- komið er ekki nema 12,6% en miðað er við að loðnufryst-
kaupstað, þar sem meðfylgjandi mynd var tekin. Um er ing hefjist þegar 15% hrognafyllingu er náð.
' 14,6 milljarða króna útboð á skuldabréfum ríkisins í Bandaríkjunum
An fyrirvara
í frumsýn-
ingu Grímu-
dansleiks
KRISTJÁN Jóhannsson tenór-
söngvari var fenginn til þess með
nánast engum fyrirvara í fyrra-
dag að taka að sér titilhlutverkið
í Grímudansleik Verdis, sem frum-
sýndur var í fyrrakvöld, í Bayer-
ische Staatsoper í Miinchen. Krist-
ján hafði aðeins 12 dögum áður
sungið titiihlutverkið í frumsýn-
ingu á Cavalleria Rusticana á
sama sviði.
Kristján lýsir því
svo í samtali við
Morgunblaðið í
dag, að hann hafi
ásamt fjölskyldu
sinni verið í skíða-
fríi í Lech í Aust-
urríki, þegar for-
svarsmenn Bayer-
ische Staatsoper
höfðu samband við hann upp í
austurrísku Alpana og báðu hann
að koma þegar í stað til Múnchen.
Vinur Kristjáns og kollegi, breski
tenórinn Dennis O’Neill, missti
skyndilega röddina á lokaæfíngunni,
svo Kristján var fenginn til þess að
hlaupa í skarðið. Frumsýningin tókst
að sögn afbragðsvel.
Sjá viðtal við Kristján á bls 7.
---------»-♦ ♦-----
Mikil sala og ávöxtun tal-
in hagstæð fyrir ríkissjóð
MIKILL áhugi reyndist vera á skuldabréfum ríkissjóðs sem boðin voru
út á bandarískum skuldabréfamarkaði í gær og fengu færri bréf en
vildu. Alls voru seld bréf fyrir um 200 milljónir dollara eða sem svarar
til um 14,6 milljarða. Bréfin eru með 0,57% álagi á vexti af 10 ára
ríkisskuldabréfum Bandaríkjanna þannig að ávöxtun þeirra er um 6,2%.
Kristni boðið að
syngja á Scala
KRISTINN Sigmundsson óperusöngvari hefur fengið tilboð um
að syngja hlutverk Sarastró í óperunni Töfrafluutunni á La Scala
á Ítalíu í nóvember og desember á næsta ári. Kristinn segir að
ekki sé víst að hann geti tekið tilboðinu þar sem hann hafi einnig
fengið tilboð frá Parísaróperunni um að syngja í óperunni La
Boheme á sama tíma. Það tilboð feli í sér fleiri sýningar og sé
því fjárhagslega betra; „Það er verið að reyna að sameina þetta
tvennt þessa dagana. Á öðrum hvorum staðnum verð ég og helst
á báðum,“ sagði Kristinn í samtali við Morgunblaðið.
Hann sagði
að auk þess
hefði hann feng-
ið nokkur tilboð
frá Parísaróper-
unni, sem hann
tæki sennilega
flestum ef ekki
öllum, en þetta
væri nýja Bast-
illuóperan. Auk
'V La Boheme væri um að ræða
Évgení Ónegín og Fordæmingu
Fausts eftir Berlioz. „Það er mjög
mikill heiður að bjóðast að syngja
hlutverk Mefistófelesar þar og
það að mér skuli vera treyst fyrir
því að syngja á frönsku fyrir
Frakka eitt aðalhlptverkanna í
þessari óperu, sem er franskari
en allt sem franskt er, það er mér
mikill heiður,“ sagði Kristinn.
Hann sagði aðspurður að auð-
vitað væri sér mikil sómi sýndur
með boðinu um að syngja á Scala.
Hins vegar hefði hann ekki sótt
það neitt fast að syngja þar frek-
ar en annars staðar. „Það er tíma-
spursmál hvenær ég syng þar.
Þegar ég ber sjálfan mig saman
við þá sem ég syng með, sem
hafa sungið á Scala heilmikið, þá
finnst mér, án þess að ég sé að
mikla mig af því, það bara eðli-
legt framhald að einhvern tíma
komi að því. Jafnvel þó ég tæki
ekki þessu tilboði með Töfraflaut-
una þá er ég sannfærður um að
það kemur þá að því einhvern tíma
seinna að ég syng þar. Svona er
maður nú orðinn montinn mað-
ur,“ sagði Kristinn að lokum.
Verðbréfatækið Handsal hf. var
eini íslenski þátttakandinn í útboðinu
en ekki lá fyrir í gær hversu mikið
fyrirtækið fengi í. sinn hlut, að sögn
Eddu Helgason framkvæmdastjóra.
„Við munum væntanlega bjóða þessi
bréf til sölu hér innanlands þegar
viðskipti á eftirmarkaði hefjast í
Bandaríkjunum. íslendingar geta
fagnað kjörum bréfanna því þau voru
afar hagstæð fyrir ríkissjóð sem lán-
takanda," sagði Edda.
Þetta er í fyrsta sinn sem íslenska
ríkið býður út skuldabréf á banda-
rískum markaði. Útgáfuhópur undir
forystu JP Morgan vann að útgáf-
unni en aðrir þátttakendur voru Citi-
bank, Goldman Sachs og Merill
Lynch. Markmiðið með þessari út-
gáfu er að endurfjármagna eldri lán
þ. á m. 100 milljóna dollara lán sem
fellur í gjalddaga í maí nk. og létta
að nokkru leyti þrýstingi af innlenda
lánsfjármarkaðnum í samræmi við
yfirlýsta stefnu stjórnvalda þar um.
Þyrla köll-
uð út vegna
neyðarblyss
ÞYRLA Landhelgisgæslunnar var
send til leitar í gærkvöldi eftir að
tilkynnt hafði verið um neyðarblys
út af Malarrifi, vestast á sunnan-
verðu Snæfellsnesi.
Skipveijar á Reykjafossi töldu sig
sjá neyðarblys um klukkan hálftíu
og fór þyrlan í loftið um klukkustund
síðar. Kannað var hvort bátar væru
á þessum slóðum og var ekki vitað
um annað skip þarna en Reykjafoss
og engra báta var saknað. Laust
fyrir miðnætti hætti þyrlan leit vegna
éljagangs en Reykjafoss og varðskip-
ið Oðinn voru á svæðinu.
Efnahagsbati í Bandaríkjunum hefur áhrif hérlendis
Flugleiðir stefna að
14% söluaukningu
STARFSFÓLK Flugleiða í Bandaríkjunum hefur orðið vart við aukna
sölu í Bandaríkjunum að undanförnu, að sögn Péturs J. Eiríkssonar,
framkvæmdasljóra markaðssviðs félagsins. Pétur segir efnahags-
ástandið í Bandarikjmium gefa tilefni til aukinnar sölu og segir félag-
ið stefna að a.m.k. 14°/o söluaukningu þar á þessu ári. Friðrik Sophus-
son fjármálaráðherra telur að sá efnahagsbati sem náðst hefur í Banda-
ríkjunum og þær spár um að hann eigi eftir að reynast viðvarandi,
muni án nokkurs vafa hafa jákvæð áhrif á efnahagslíf íslendinga og
Evrópubúa innan tíðar.
Pétur J. Eiríksson sagði að Flug-
leiðamenn litu til Bandaríkjanna sem
eins af björtustu mörkuðum sínum á
þessu ári. „Við erum að breyta áætl-
unum okkar og ætlum a_ð stórauka
söluna, sérstaklega til íslands og
einnig til Evrópu. Við leggjum mikla
áherslu á sölu Saga class-fargjalda
frá Bandaríkjunum til Lúxemborgar
og nú eru teikn á lofti um að hún
sé að aukast.“
Friðrik Sophusson ijármálaráð-
herra sagðist engan vafa telja á því
að batnandi ástand í Bandaríkjunum
mundi hafa áhrif í Evrópu og þar á
meðal hér á íslandi. „Þetta segi ég
auðvitað með þeim fyrirvara, að við
færum okkur í nyt hagkvæmni sam-
keppninnar, bæði hér innanlands og
á milli landa. Við höfum búið í hag-
inn með þeim stöðugleika sem hér
er, með því að hætta erlendri skulda-
söfnun, með því að lækka vexti og
styrkja samkeppnisstöðu atvinnufyr-
irtækjanna með lægra raungengi,"
sagði fjármálaráðherra.
Friðrik kvað vera ástæðu til bjart-
sýni, að því tilskildu að botninum
væri náð, að því er varðaði takmörk-
un aflaheimilda og að við yrðum
ekki fyrir öðrum slíkum ytri áföllum.
Ef hagvöxtur héldi áfram á þessari
braut í Bandaríkjunum, þá ætti það
að leiða til batnandi viðskiptakjara
íslendinga. „Við ættum að ná betri
viðskiptakjörum og þar með að ná
hér fram auknum hagvexti," sagði
Friðrik Sophusson, íjármálaráð-
herra.