Morgunblaðið - 15.02.1994, Síða 1
64 SIÐURB
STOFNAÐ 1913
37. tbl. 82. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR1994
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Reuter.
Fylgst með birgðalestinni
BRESKIR friðargæsluliðar aka á eftir hollenskri flutningalest með hjálpargögn á fjalivegi milli bæj-
anna Vitez og Gornji Vakuf í Lisac-fjöllum í Bosníu. Þurfti bílalestin að doka við á veginum þar sem
stórskotaliðsárás á Gornji Vakuf stóð yfir.
Kosningar nálgast í Suður-Afríku
Zúlumenn krefj-
ast stofnunar
sjálfstæðs ríkis
Durban, Höfðaborg. Reuter.
KONUNGUR suður-afrískra Zúlúmanna, Goodwill Zwelithini, sagði
í gær að Zúlumenn væru reiðubúnir að stofna eigið ríki í andstöðu
við ríkisstjórn Suður-Afríku og Afríska þjóðarráðið, ANC. A fundi
sem hann átti með F.W. de Klerk forseta í Durban afhenti hann
forsetanum minnisblað þar sem hann segir Zúlumenn hafna hinni
nýju stjórnarskrá landsins og að ekki sé hægt að skerða rétt þjóðar
Zúlumanna til sjálfsákvörðunar. Um fimmtíu þúsund Zúlumenn höfðu
komið saman fyrir utan ráðhúsið í Durban, þar sem fundurinn átti
sér stað, og skutu margir með skammbyssum og rifflum upp í loft-
ið. Lét einn maður lífið og nokkrir særðust áður en Zwelithini gerði
hlé á fundinum og kom út og bað menn sína um að sýna stillingu
Goodwill Zwelithini greindi þús-
undum stuðningsmanna sinna frá
innihaldi minnisblaðsins á fundi á
fótboitaveili í Durban fyrir fundinn
með de Klerk. Þar sagðist hann vera
reiðubúinn að beijast fyrir sérstakri
stjórnarskrá er næði til héraðanna
KwaZulu og Natal. Mangosuthu
Buthelezi, pólitískur leiðtogi Zúlu-
manna og frændi Zwelithinis, sagði
á sunnudag að ofbeldi og dauði
væri framundan. Zúlumenn neita að
taka þátt í fyrstu lýðræðislegu kosn-
ingunum í Suður-Afríku í apríl og
hafa tekið.upp samstarf við hvíta
öfgamenn.
De Klerk sagði á blaðamanna-
fundi að loknum fundinum með
Zwelithini að hann teldi að hægt
væri að finna ásættanlega lausn
fyrir Zúlúmenn með samningavið-
Oryggisráðið styður hótun
NATO um sprengj uárásir
ræðum.
Nelson Mandela, leiðtogi ANC,
sagði í gær að hann treysti ekki
kaupsýslumönnum til að byggja upp
efnahagslíf landsins án afskipta rík-
isins. Meginverkefnið að loknum
kosningum væri að skapa ný at-
vinnutækfæri og því kynni að þurfa
ríkisafskipti til að ýta undir hagvöxt.
------♦ ♦ ♦------
Sameinuðu þjóðunum, Washingfton. Reuter.
ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna, að fulltrúum Kína og Rússlands
undanskildum, lýsti í gær yfir stuðningi við loftárásir á vegum Atlants-
hafsbandalagsins á stöðvar Serba í kringum Sarajevo, ef aftur verða
gerðar stórskotaliðsárásir á borgina. Ráðið samþykkti enga ályktun
um málið en Madeleine Albright, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ,
sagði ákvörðun NATO vera i samræmi við fyrri ályktanir ráðsins. Því
þyrfti ráðið ekki að álykta upp á nýtt. Bill Clinton Bandaríkjaforseti
sagði að hótun NATO um Ioftárásir stæði óbreytt þrátt fyrir yfirlýsing-
ar sumra embættismanna SÞ um að úrslitakostirnir væru sveigjanlegir.
Reuter.
Frosthörkur í
Bretlandi
BRETAR vöknuðu upj) við vondan
draum í gærmorgun. Uti var hörku-
frost og blindhríð en þvi eiga Bret-
ar ekki að venjast. Olli þetta miklum
truflunum á samgöngum og fjöl-
mörg umferðarslys urðu í hálkunni.
Á myndinni má sjá frosinn gos-
brunn fyrir utan breska þingið.
Sendiherra Bosníu hjá Samein-
uðu þjóðunum sagði í umræðum í
öi'yggisráðinu, að hótanir NATO
um loftárásir á stórskotaliðshreið-
ur Serba við Sarajevo ættu aðeins
að vera fyrsta skrefið. Væri einn-
ig nauðsynlegt að ijúfa umsátrið
um fimm aðrar borgir, sem eru
„griðasvæði" samkvæmt ákvörð-
unum SÞ. Nokkur skoðanamunur
virðist vera með yfírmönnum frið-
argæsluliðs SÞ í Bosníu og yfir-
mönnum NATO og segja þeir fyrr-
nefndu, að áherslan á Sarajevo
dragi athygli umheimsins frá
versnandi ástandi annars staðar i
landinu.
Samkvæmt ályktun NATO frá
í síðustu viku hefur Serbum og
múslimum verið gefinn tíu daga
frestur til að afhenda gæsluliðum
SÞ öll stórskotaliðsvopn innan 20
km radíuss frá miðborg Sarajevo.
Lewis MacKenzie, fyrrverandi
yfirmaður SÞ-liðsins í Bosníu, sagði
í gær, að Serbar kynnu að nota
athyglina, sem væri á Sarajevo, til
að auka árásir sínar annars staðar
og margt bendir til, að nokkur
ágreiningur sé með SÞ og NATO
hvað varðar þá stefnu, sem nú
hefur verið tekin.
Munu Danir taka ráð-
in af Færeyingum?
I'ói'shufn. Frá Grækaris Djurlmus Maniiussun, fróltaritara Morgunbluðsins.
SVO getur farið á næstunni, að danska stjórnin sjái sig tilneydda
að taka öll ráð af Færeyingum og selja þeim ný fjárlög, sem
samin yrðu í Kaupmannahöfn án samráðs við færeyska stjórn-
málamcnn. Er ástæðan sú, að Lögþingið virðist ekki ætla að fall-
ast á þá kröfu Dana óbreytta, að sett verði lög uni fiskveiðistjórn
og framseljanlega kvóta.
Danska stjórnin setti það skil-
yrði fyrir endurfjármögnun og
aðstoð við að greiða erlendar
skuldir Færeyinga, að sett yrðu lög
um stjórn fiskveiða og teknir upp
framseljanlegir kvótar. Á það
fyrra mun verða fallist -en sjávar-
útvegsnefnd Lögþingsins hefur
hins vegar breytt frumvarpinu á
þann veg, að öll kvótasala verður
bönnuð og má hvorki leigja þá né
lána og verður kvótinn bundinn
við skip.
Færeyska blaðið Dimmalættíng
sagði á laugaidag og hafði eftir
heimildum í Danmörku, að yrði
ákvæðið um fvamseljanlegu kvót-
ana ekki samþykkt, myndi danska
stjórnin skerast í leikinn og setja
Færeyingum ný fjárlög.
„Og við samningu þeirra verða
færeyskir stjórnmálamenn hvorki
spurðir um eitt né neitt,“ hafði
■ blaðið eftir heimildarmönnum sín-
,um í Danmörku.
Frumvarpið um stjórn fiskveiða
við Færeyjar verður lagt fram á
Lögþinginu í vikunni ef danska
stjórnin verður þá ekki búin að
taka við stjórn mála á Eyjunum.
Noregur
Skilyrtur
stuðningur
við aðild
MEIRIHLUTI norskra kjósenda
er fylgjandi því að Norðmenn
gerist aðilar að Evrópusamband-
inu (áður Evrópubandalaginu) ef
Svíar og Finnar ganga í sam-
bandið, samkvæmt nýrri skoð-
anakönnun.
Alls sagðist 41% Norðmanna
vera hlynnt aðild að Evrópusam-
bandinu og 39% vera á móti ef
Finnar og Svíar fengju aðild. 19%
kjósenda voru enn óákveðin. Þetta
er í fyrsta skipti frá því aðildarvið-
ræðurnar hófust að meirihluti kjós-
enda er fylgjandi aðifd.
Það er þó óvíst að Finnar og
Svíar gangi í Evrópusambandið.
Sámkvæmt skoðanakönnun, sem
birt var í Svíþjóð í gær, hefur and-
staða við aðild aukist frá síðustu
könnun. 32% segjast vera hlynnt
aðild, 40% eru á móti og 28% hafa
ekki gert upp hug sinn. I gær sagði
svo Martti Pura, landbúnaðarráð-
herra Finnlands, að ef finnskir
bændur fengju ekki vilyrði fyrir
viðvarandi niðurgreiðsluin yrðu
Finnar að endurskoða aðildaráform
sín.