Morgunblaðið - 15.02.1994, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1994
Kaupa sér
frysti fyrir
ódýrt kjöt
FYRIRTÆKI, sem selja frysti-
kistur og frystiskápa, hafa orð-
ið vör við aukinn áhuga fólks
á þessum heimilistækjum
undanfarna daga og vikur. Það
er óvenjulegt miðað við árs-
tíma, því helsti sölutími tækj-
anna er í sláturtíðinni á haust-
in. Þessi aukni áhugi er rakinn
til lækkandi verðs á kjöti, enda
hefur farið sögum af fólki sem
hefur keypt mikið magn svína-
kjöts og kjúklinga undanfarna
daga.
Morgunblaðið hafði samband
við Bræðurna Ormsson, Heimilis-
tæki og Húsasmiðjuna. Hjá
Bræðrunum Ormsson sagði sölu-
maður, að töluvert hefði verið
spurt eftir frystiskápum hjá fyrir-
tækinu í gær.
Sending á leiðinni
Sölumaður hjá Heimilistækjum
sagði að fyrirtækið ætti ekki
frystikistur þessa dagana en send-
ing væri á leiðinni. Töluvert hefði
verið spurt um kistur og skápa
undanfarið, sem væri óvenjulegt
miðað við árstíma. Margir hafa
fremur áhuga á kistum en skáp-
um, enda verðmunur þar á umtals-
verður.
Hjá Húsasmiðjunni sagði sölu-
maður að enginn sérstakur kippur
hefði komið í eftirspurnina nú eft-
ir helgina, en salan hefði að vísu
verið óvenju glaðleg undanfarið,
eins og hann orðaði það.
Hjá tannlæknum
REYNT verður að bjarga tönnum Tinna en ekki víst að takist vegna þess hve illa þær eru farnar.
Frá vinstri: Bragi Asgeirsson tannlæknir, Haukur Filipusson tannlæknir, Sveinn Ragnarsson og
Helgi Sigurðsson dýralæknir sem rétt grillir í hnakkann á.
Hesturinn Tinni fer til tannlæknis
RÁÐIST var í óvenjulegar tannlækningar um helgina þegar reynt
var að bjarga framtönnum fjögurra vetra fola sem stokkið hafði
á grind. Folinn, sem er í eigu Guðrúnar Eddu Bragadóttur, braut
í sér nokkrar tennur og vildi faðir Guðrúnar, Bragi Ásgeirsson
tannlæknir, reyna að bjarga tönnum hestsins.
Folinn er fiögurra vetra og
heitir Tinni. Hann var deyfður,
síðan tekin röntgenmynd og mót
af tönnunum. Við eftirgrennslan
reyndust þær sprungnari en talið
hafði verið, tvær þeirra mjög illa
farnar og eina vantar í neðri góm
og ekki víst að fáist næg festa
fyrir gullbrú í hestinn.
Bragi Ásgeirsson tannlæknir
sagði í samtali við Morgunblaðið
að Tinni, sem er ættbókarfærður,
væri lítið taminn og þennan dag
hefði foiinn verið járnaður. Hann
hefði verið bundinn og hugsanlega
eitthvað fokið í hann og því hefði
hann stokkið á grindina. „Þetta
er vissulega óvenjulegt en við vild-
um gera allt til þess að bjarga
tönnunum. Búið er að taka fyrsta
mót og eftir'að sjá hvort hægt
er að smíða eftir steyptu módeli.
Það kemur hins vegar í ljós síðar
í vikunni. Ef ekki tekst að bjarga
tonnunum er náttúrlega illa komið
fyrir honum,“ sagði Bragi Ás-
geirsson tannlæknir.
Tálknfirðingnr, síðasti ísfisktogari á sunnanverðum Vestfjörðum, seldur með 5601 kvóta
Sjálfstæðismenn
í Garðabæ
Efstu sæt-
in óbreytt
Breytingar gerð-
ar á tillögu upp-
stillingarnefndar
ENGAR breytingar verða á
fimm efstu sætunum á fram-
boðslista Sjálfstæðisflokksins í
Garðabæ við bæjarsljórnarkosn-
ingarnar í vor. Tillaga uppstill-
ingarnefndar um nýtt fólk í 4.
og 5. sæti var felld með sex at-
kvæða mun á fundi fulltrúaráðs-
ins í gærkvöldi.
I 1. sæti er Benedikt Sveinsson
hæstaréttarlögmaður, í 2. sæti
Laufey Jóhannsdóttir sölustjóri, í
3. sæti Erling Ásgeirsson fram-
kvæmdastjóri, í 4. sæti Sigrún
Gísladóttir skólastjóri og í 5. sæti
er Andrés B. Sigurðsson fram-
kvæmdastjóri.
í 6. sæti er Már Másson nemi, í
7. sæti Smári Hauksson bakari, í
8. sæti Jón Búi Guðlaugsson verk-
fræðingur, í 9. sæti María Richter
húsmóðir, í 10. sæti Margrét Tóm-
asdóttir hjúkrunarfræðingur, í 11.
Guðmundur Hallgrímsson lyfja-
fræðingur, í 12. sæti Áslaug Hulda
Jónsdóttir nemi, í 13. sæti Einar
Guðmundsson flugvélstjóri, og í 14.
sæti Sverrir Hallgrímsson hús-
gagnasmiður.
Að sögn Sverris Hallgrímssonar
formanns uppstillingarnefndar
lagði nefndin til að Lárus Blöndal
lögfræðingur skipaði 4. sæti og að
Sigurveig Jónsdóttir kennari yrði í
5. sæti, en tillagan var felld með
sex atkvæða mun á fundinum.
MeitíUinn og Vinnslustöð-
in stofna félag um skipið
VINNSLUSTÖÐIN í Vestmannaeyjum og Meitillinn í Þorlákshöfn
hafa sameiginlega fest kaup á togaranum Tálknfirðingi með 560
þorskígildistonna kvóta af karfa, ufsa, ýsu og grálúðu, sem jafngild-
ir um 1.000 tonnum af fiski upp úr sjó. Kaupverðið er um 220 millj-
ónir króna. Kaupendurnir hafa stofnað fyrirtækið Mel hf. um út-
gerð togarans og að sögn Sighvats Bjarnasonar framkvæmdastjóra
Vinnslustöðvarinnar er ætlunin að gera togarann út frá Vestmanna-
eyjum undir nafninu Sindri VE 60 og láta það leggja ýmist upp afla
í Þorlákshöfn eða Eyjum.
Sighvatur Bjarnason sagði að
bæði fyrirtækin, sem eiga mikinn
kvóta, muni jafnframt flytja kvóta
á skipið. Vinnslustöðin hefur nýlega
selt frá sér togarann Guðmundu
Torfadóttur. Sighvatur sagði að
fyrirtækin hefðu hvort fyrir sig
verið á höttunum eftir skipi en
ákveðið að sameinast um að reka
einn togara með nægum aflaheim-
ildum „í staðinn fyrir að vera að
puðrast með tvo“. Hann sagði að
með þessu vonuðust Vinnslustöðin
og Meitillinn eftir að ná hagræðingu
og aukinni hagkvæmni í rekstri en
bæði fyrirtækin stefndu að því að
auka hjá sér fullvinnslu í landi.
Með sölunni á Tálknfirðingi fer
síðasti ísfisktogarinn úr byggðum
við sunnanverða Vestfírði. Kaup-
/ dag
Hannes Hlífar
Reykjavíkurskákmótinu lauk um
helgina ogþar vakti árangur Hann-
esar Hlífars mesta athygli 7/45
Dansmeistarar
Meistarar meðal atvinnumanna í
dansi kenna nú hér á landi' 23
Ópið
Þjófarnir þökkuðu fyrir sig 24
Flutningsjöfnun________________
Skeljungur skrifar til samkeppnis-
ráðs 26
Leiöari
Samkeppni á kjötmarkaði 26
Iþróttir
► Lítt þekktur Norðmaður
sigraði með ýfirburðum í 30
km göngu í Lillehammer -
Glæsilegur árangur fatlaðra
íþróttamanna í Svíþjóð
endurnir fá skipið afhent þegar út-
runninn er 30 daga frestur sveitar-
félagsins á Tálknafírði til þess að
neyta forkaupsréttar en Pétur Þor-
steinsson, framkvæmdastjóri Hrað-
frystihússins á Tálknafirði, sagðist
ekki telja nokkrar líkur á að til
þess komi.
Tálknfirðingar semja við aðila
á Patreksfirði
Tálknfírðingur er fjórtán ára
gamalt skip, smíðað í Noregi, 351
tonn að stærð. í áhöfn skipsins
hafa verið 15 menn og fylgja nokkr-
ir skipinu til nýrra eigenda. Eftir
sölu skipsins á Hraðfrystihúsið á
Tálknafírði um 720 þorskígildis-
tonna kvóta, mestallt í þorski, að
sögn Péturs. Hraðfrystihúsið hefur
gert samning við útgerðarfyrirtæk-
ið Háanes á Patreksfírði um að línu-
bátar þess, Andey og Guðrún Hlín,
veiði fyrir skipið og leggi upp á
Tálknafírði.
Dregur ekki úr vinnu í landi
Nokkrir skipveija af Tálknfirð-
ingi fá vinnu á bátum Háaness.
Háanes leggur álíka mikinn kvóta
og Hraðfrystihúsið með í samning-
inn en hættir jafnframt fiskvinnslu.
Sala togarans hefur því ekki áhrif
á vinnu fískvinnslufólks á Tálkna-
firði að sögn Péturs, auk þess sem
veiðar línubáta bjóða upp á tvöföld-
unarmöguleika, þannig að aðeins
helmingur veidds afla dregst frá
kvóta yfír vetrarmánuðina.
Sveit Zia
sigraði í
5. skipti
SVEIT Zia Mahmoods sigr-
aði á Flugleiðamótinu í brids
sem lauk í gærkvöldi. Mótið
hefur verið haldið þrettán
sinnum og hefur sveit Zia
sigrað fimm sinnum. Áttatíu
sveitir tóku þátt í mótinu að
þessu sinni.
Sveit Zia sigraði með 191
stigi en sveitina skipa auk hans
Bart Bramley, Russ Ekeblad
og Mark Molson. í 2. sæti varð
sveit Landsbréfa, hlaut 182
stig, og í 3. sæti varð sveit
Rafmagnsveitu Reykjavíkur,
einnig með 182 stig. í 4. sæti
varð sveit Glitnis með 180 stig
og í 5. sæti varð sveit Brynj-
ólfs Gestssonar, einnig með 180
stig.
Landbúnaðarnefnd Alþingis gerir breytingar á búvörufrumvarpinu
Ágreiningur er milli þing-
manna slj órnarflokkanna
ÁGREININGUR er milli fulltrúa stjórnarflokkanna í landbúnaðarnefnd
Alþingis um frumvarp landbúnaðarráðherra um breytingar á 52. grein
búvörulaga sem Iagt var fram fyrr í mánuðinum í tilefni af dómi
Hæstaréttar í skinkumálinu. Egill Jónsson formaður nefndarinnar sagði
að þegar nefndarálitið kæmi fram fæli það í sér breytingar á frumvarp-
inu og sagði að vegna þeirra breytinga sem frumvarpið fæli í sér
væri einnig nauðsynlegt að styrkja 72. grein búvörulaganna en hún
fjallar um heimild landbúnaðarráðherra til að leggja á verðjöfnunar-
gjöld á landbúnaðarvörur. Gísli S. Einarsson, fulltrúi Alþýðuflokks í
nefndinni, er andvígur því að gerðar verði breytingar á frumvarpinu.
Álit þriggja lögfræðinga var kynnt
í nefndinni í gær. Þar er lagt til að
bætt verði inn setningu um að við-
auka í frumvarpinu þar sem talin eru
upp tollskrárnúmer yfír landbúnað-
arvörur sem háðar eru leyfi fram að
gildistöku Úrúgvæsamnings GATT
verði veitt ótvíræð lagastoð. Lög-
fræðingarnir leggja einnig til að
gerðar verði breyingar á 53. og 72.
grein búvörulaganna til að styrkja
forræði landbúnaðarráðherra til
álagningar verðjöfnunargjalda á
fleiri innfluttar vörur en taldar eru
upp í viðaukanum.
Gísli kvaðst ekki viss um að þær
breytingar sem lögfræðingarnir
legðu til stæðust alþjóðlega samn-
inga sem Islendingar hefðu gert.
f
I
i
B
i
I
I
I
f
f
I
I
I
I
i