Morgunblaðið - 15.02.1994, Page 5

Morgunblaðið - 15.02.1994, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1994 5 Verðið yfir 90 milljónir króna BRYGGJUHÚSIÐ við Vesturgötu 2 þar sem Álafoss var lengi með verslun er auglýst til sölu eða leigu í Morgunblaðinu á sunnudag. Húsið sem er tvær hæðir, ris og kjallari, samtals um 1.200 fermetr- ar að stærð, er aðeins til sölu í einu lagi og segir Guðvarður Gísla- son, veitingamaður, eigandi hússins að söluverðið sé yfir 90 milljón- ir króna. Húsið var upphaflega reist árið 1846 við norðurenda Aðalstrætis upp af bryggju sem þar var og var áskilið að göng yrðu í gegnum húsið mitt niður á bryggjuna. Segja má að húsið hafi verið hugs- að sem einhvers konar borgarhlið og þegar ákveðið var að númera hús í Reykjavík ákvað bæjarstjórn að miða við þetta hús og telja frá því og var ákveðið að jafnar tölur skyldu vera á hægri hönd. Húsið var fyrst ein hæð með portbyggðu risi og auk þess kvist- ur yfir þar sem gangurinn lá í gegnum húsið. Skömmu seinna var húsið lengt til austurs og settir á það kvistir og eftir aldamótin var önnur hæð byggð ofan á. Guðvarð- ur keypti húsið af Framkvæmda- sjóði fyrir fáum árum sem end- urnýjaði húsið mikið. Hann sagði að það hentaði mjög vel til veit- ingareksturs, enda hefði hann ætl- að sér að nota það til þeirra hluta, en áætlanir hans breyst, þar sem % --------1----------------- Rauði kross- inn áfram í Bosníu ALÞJÓÐARÁÐ Rauða krossins mun leitast við að fylla það skarð sem skilið verður eftir í hjálparstarfi Rauða krossins, Bosníu-Herzegóvínu, ef Flótta- mannastofnun Sameinuðu þjóð- anna og samstarfsaðilar hennar neyðast til að yfirgefa landið. Komi til loftárása herja NATO er ólíklegt að stofnunum Sam- einuðu þjóðanna verði vært í landinu að minnsta kosti á yfir- ráðasvæði Serba. Alþjóðaráðið hefur undanfarnar vikur verið að búa sig undir að taka yfir hlutverk Flóttamanna- stofnunarinnar í Bosníu-Herzegó- vínu. Þörfin fyrir neyðaraðstoð meðal óbreyttra borgara er gífur- leg, sérstaklega er skortur á mat- vælum og lyfjum. Ráðið hefur bækistöðvar á 17 stöðum í landinu þar sem leitast er við að fylla birgðaskemmur af neyðarvarningi, en áætlanir Alþjóðaráðsins gera ráð fyrir að ástandið versni til muna bæði á yfirráðasvæðum Serba og Mið-Bosníu ef til loftá- rása kemur. í fyrra hafði Alþjóðaráð Rauða krossins milligöngu um að 2400 stríðsfangar voru látnir lausir það sá um matvæladreifingu til að minnsta kosti einnar milljónar nauðstaddra og bar tvær milljónir skilaboða milli ástvina sem misst höfðu sjónar hver á öðru. Einnig heimsótti ráðið 14.400 stríðsfanga og útvegaði 260 heilsugæslustöðv- um og sjúkrahúsum lyf. ------»-»-4---- Skipaður sýslumaður í Borgarnesi FORSETI íslands hefur, að tillögu dómsmálaráðherra, skipað Stefán Skarphéðinsson, sýslumann á Pat- reksfirði, til þess að vera sýslumað- ur í Borgarnesi frá 1. mars að telja. hann hefði tekið að sér stórt verk- efni á hótel Loftleiðum. Aðspurður sagði hann að margir hefðu sýnt húsinu áhuga ekki síst veitinga- menn. Til sölu BRYGGJUHÚSIÐ á Vesturgötu 2 er nú til sölu. Guðvarður Gísla- son veitingamaður er eigandi hússins og segir að söluverðið sé 90 milljónir króna. amfetamín LÖGREGLAN handtók þrjá menn um tvítugt í miðbæ Reykja- víkur aðfaranótt laugardags, en vegfarandi hafði tilkynnt að þeir væru að selja fíkniefni. Við hand- tökuna fannst amfetamín á mönnunum, samtals um eitt gramm. Tilkynnt var að mennirnir væru að selja útlendingum efnið í Austur- stræti. Amfetamínið var í svokölluð- um neytendaumbúðum, en menn- irnir héldu því fram að þeir hefðu eingöngu ætlað það til eigin neyslu. Að loknum yfirheyrslum var mönnunum sleppt úr haldi. Lág- markssekt fyrir að hafa ólögleg fíkniefni undir höndum er 20 þús- und krónur. Hér skrifar þú nafn kortsins (EURO, VISA o.s.frv.). Fyrst skrifar þú lykilnúmerið þitt einhvers staðar á kortið og síðan hverja tölu frá 0—9 tjórum sinnurn. Hefurðu lent í þeirri óþægilegu aðstöðu að muna ekki leyninúmer greiðslukortsins þíns einmitt þegar þú hefur hvað mest þurft á því að halda? Sé svo er TALNAVISIR kærkomin lausn fyrir þig. TALNAVISIR er lítið kort á stærð við greiðslukort sem þú geymir í seðlaveskinu þínu með greiðslukortinu. Þar „felur“ þú leyninúmerið fyrir öllum öðrum en sjálfum þér. Þú færð TALNAVÍSI í sparisjóðnum með nákvæmum leiðbeiningum þér að kostnaðarlausu. Biddu um hann í næstu ferð. SPART S.JÓÐIRNIR w fyrir þig og þína Bryggjuhúsið Vesturgötu 2 er til sölu Þrír með

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.