Morgunblaðið - 15.02.1994, Síða 17

Morgunblaðið - 15.02.1994, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1994 17 Líkan af húsinu Líkan af húsi Hæstaréttar við Lindargötu. Til vinstri er Arnarhváll, til hægri er Landsbókasafnið og í bakgrunni er Þjóðleikhúsið. lendur fóru að láta á sér kræla. Hafði þá verið varið milli 20 og 30 milljónum ■ til undirbúnings framkvæmdanna og samdóma álit flestra sem að hafa komið að sjald- an eða aldrei hafi verið betur vand- að til opinberrar byggingar á Is- landi. Bygginganefnd var enda ein- huga um að vanda framkvæmdir svo þær gætu tekið sem skemmst- an tíma, kostnaðaráætlanir stæð- ust og byggingin færi sem best við umhverfið. Flestir þeir sem hafa kynnt sér bygginguna hafa verið samdóma um að vel hafi til tekist og aðstandendum hennar er orðið annt um hana og þykjast þess fullvissir að það myndi mikill skaði ef hún yrði ekki að veruleikaff Fyrir okkur sem höfum heils hugar unnið að þessum undirbún- ingi verða það mikil vonbrigði ef ætlunin er að kasta á glæ allri þeirri miklu vinnu sem menn hafa á sig lagt og öllum þeim fjármun- um sem til þessa undirbúnings hefur verið varið. Sérstaklega ef svo á að fara að þeir sem ekki hafa kynnt sér málið og mótmæla því á erigum eða röngum forsend- um eiga að fá því ráðið en ítarleg- ar kannanir og fagleg vinnubrögð verði að engu höfð. Hvorki mér né líklegá nokkrum öðrum sem að þessu hafa staðið var þessi stað- setning heilög. Líklega hefði svo farið, ef mótmælendur hefðu tekið sig til og andmælt byggingunni strax og ljóst varð og vel auglýst að efna ætti til byggingar á þessum stað, að menn hefðu ekki nennt að taka á sig þau leiðindi sem skipuleggjendur þessara mótmæla hafa á okkur lagt. Við hefðum farið með þessa byggingu eitthvað úr miðborginni, ef ekki í næstu sveitarfélög, því í miðborginni virð- ist lítinn frið að fá um nokkra byggingu, öll bifreiðastæði ginn- helg og öllu mótmælt. Bygging sú sem tilbúin er á teikniborðinu er sérhönnuð fyrir þennan stað og verður ekki annars staðar reist, fjármunir eru okkur því glataðir og þeir sem atvinnulausir eru og bíða eftir auknum framkvæmdum í borginni fá að þreyja góuna, ein- mánuð og hörpu í viðbót við þorra, en þetta er eina bygging ríkisins í Reykjavík sem svo langt er kom- in að hefja má framkvæmdir. Mótmælendurnir virðast gefa sér þær forsendur að hér sé verið að'tyggja dómhöll sem þeir virðast halda að taka eigi yfir allt bíla- stæðið við Lindargötu. Þeir virðast ekki gera sér grein fyrir að Hæsti- réttur er lítil stofnun með fáa starfsmenn sem eðlis síns vegna mun ekki breytast mikið á kom- andi árum. Ráði rétturinn ekki við verkefni sín í framtíðinni mun eðli málsins samkvæmt verða að breyta réttarkerfinu og koma á fót nýjum áfrýjunardómstól sem taki að sér hiuta af núverandi hlutverki Hæstaréttar. Þetta hús er því hannað fyrir Hæstarétt framtíðar- innar og ekki þarf að stækka það. Stærð þess helgast aðallega af tveimur dómsölum sem verða að hafa mikla iofthæð. Þess vegna varð að sérhanna húsið sem dóm- hús. Þótt mjög eigi að stilla kostn- aði við bygginguna í hóf á að reyna að gera þessa dómsali og aðkomu að þeim sæmilega veglega meðan aðrir hlutar hússins eru miðaðir við venjulegt skrifstofuhúsnæði. Kostnaður við þetta hús er tæpast nema brot af þeim kostnað sem varið er til þarfra stjórnsýslumið- stöðva út um allt land. Þeir sem virða fyrir sér teikningar og líkön af húsinu svo og stærð þess munu sannfærast um að það skyggir hvorki á Safnahúsið né Þjóðleik- húsið og ekki skerðir það Arnarhól á nokkurn hátt . Það skyggir hins vegar á Arnarhvol séð frá Hverfis- götu, en geta menn ekki fellt sig við það? I stað þessa fáum við skjólgarð á milli dómhússins og Safnahússins, en skjól er vand- fundið á svæðinu. Götulína að Ing- ólfsstræti, með stöfnum Safna- húss, dómhúss og Arnarhvols, verður tilkomumikil séð frá Lækj- artorgi og Geirsgötu. Smátorg myndast að baki Þjóðleikhúss sem bætir aðkomu að nýjum sýningar- sölum hússins í Smíðastofu og á Litla sviði. Ég geri ekki ráð fyrir að nokkur muni sakna bílastæðis- ins því nú er komið gott bíla- geymsluhús gegnt Þjóðleikhúsi og búið er að lagafæra bifreiðastæði norðan Lindargötu. Hvað er þá til ráða? Við hæsta- réttardómarar viljum ekki sitja undir því ámæli, hvaðan sem það kemur, að við ætlum að krefjast þess að haldið verði áfram með byggingu í andstöðu við þorra borgarbúa enda þessi bygging ekki fyrir okkur persónulega heldur alla landsmenn, allt þjóðfélagið. Hún á að vera tákn friðar en ekki ófriðar og þótt alltaf verði deilt um lausn- ir misviturra hæstaréttardómara skulum við þó vona að þær verði í framtíðinni ekki verri en það að við getum litið til dómshúss Hæsta- réttar með fullri vissu þess að á íslandi sé lýðræði og jafnrétti í heiðri haft og þar séu settar niður deilur manna með fullri sanngirni. Á hinu leitinu eru forgöngumenn undirskriftarsöfnunar gráir fyrir járnum með undirskriftarsöfnun góðborgara, 600 manna úrtak Dagblaðsins og uppákomur stjórnamálamanna innan og utan Alþingis að vopni. Verðum við ekki að slíðra sverðin, halda sýningu að nýju á öilum teikningum og á líkani og fá skýringar arkitekta og hönnuða á byggingunni og skipulagsforsendum hennar. Menn geta þá komið og virt fyrir sér fyrirhugaðar framkvæmdir opnum huga og myndað sér skoðun á sama hátt og þeir hafa gert sem að þessari undirbúningsvinnu hafa komið og síðan og ekki fyrr er kominn tími til að láta hana í ljósi. Sérstaklega væri þá gaman að fá yngra fólkið til að tjá skoðanir sín- ar. Láta það hafa áhrif á hvernig það vilji að miðborg Reykjavíkur eigi að líta út. Athuga hvort það sé eins íhaldssamt og við sem eldri erum. Verði að þessu loknu niður- staða þeirra sem kynna sér málið að við eigum ekki að byggja á þessum stað þá er að taka því. Þá kemur til kasta ríkisstjórnar og Alþingis að finna Hæstarétti stað. Er þá ekki kominn tími til að fara að óskum fjölda borgarbúa og ann- arra landsmanna og fá Hæstarétti Safnahúsið til varðveislu? Höfundur cr annar fulltrúa Hæstaréttar í byggingamefnd dómbúss fyrir Hæstarétt. UPP ALIF OG DAUÐA eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur Fyrir nokkrum árum átti ég þess kost, sem blaðamaður Morg- unblaðsins, að fylgjast með og skrifa um starf Læknavaktarinnar s.f. í Reykjavík og sá þá með eigin augum góða frammistöðu lækna og hjúkrunarfólks sem þar starf- aði. Éftir það hef ég oftar en einu sinni fengið ágæta ^ aðstoð frá Læknavaktinni. Að kvöldi þess 10. febrúar s.l. gerðist hins vegar at- burður sem braut í bága við þá ímynd sem þessi starfsemi hafði- í huga mér. Tveimur dögum áður hafði 17 ára sonur minn, sem verið hafði kvefaður um tíma, kvartað undan sárum tannverk og höfuðverk. Ég gaf honum höfuðverkjarlyf og lof- aði að panta fyrir hann tíma hjá tannlækni. Daginn eftir var tann- verkurinn horfinn en höfuðverkur- inn ekki. Við ákváðum að fá tíma hjá heimilislækni daginn eftir. En næsta morgun var drengurinn kominn með talsverðan hita og töldum við þá að hann myndi lík- lega vera með influensu og ætluð- um að sjá til fram eftir degi. Seinni hluta þessa sama dags byrjaði vinstra auga drengsins að bólgna upp. Jafnframt hækkaði^ hitinn og var nú orðinn 40 stig. Ég hringdi á Læknavaktina, lýsti vandlega sjúkdómseinkennum og óskaði eftir að fá lækni. Hjúkrunarfræðingurinn sem við mig talaði taldi að rétt væri að bíða, sagði mikið að gera og ef til vill væri nóg í þessu tilviki að kalla á heimilislækni daginn eftir, „Auk þess er það ódýrara fyrir þig,“ bætti hún við. Ég sagðist vilja fá lækni. Þá spurði hún hvort ég gæti komið með drenginn. Ég taldi það óráðlegt vegna þess að hann væri með mjög háan hita og liði illa. „Gefðu honum hitalækkandi og sjáðu til,“ voru ráð hjúkrunar- fræðingsins. Ég gerði svo og beið í klukkustund, þá hafði drengnum enn versnað svo ég hringdi aftur og sagðist nú vilja fá lækni strax. Þetta var nokkru fyrir kvöldmat, en læknirinn kom ekki fyrr en rösk- lega tíu um kvöldið. Að aflokinni flýtislegri skoðun hringdi vakt- læknir í augnlækni þann sem var á bakvakt og spurði hann ráða varðandi hið bólgna auga. Kom svo aftur með þau svör að augnlæknir teldi þetta vera bólginn kirtil í aug- anu. „Af hveiju stafar þá þessi mikli hiti,“ spurði ég. „Kannski pest en ekki hálsbólga," svaraði læknirinn.„Gefðu drengnum aðra aspirín og settu heita bakstra á augað,“ bætti hann við. Ég spurði hvort ekki væri ráðlegt að gefa honum sýklalyf en hann taldi svo ekkivera.„„Ef honum hins vegar versnar þá hringdu í augnlækninn, þá þarf að athuga þetta betur,“ sagði hann í kveðjuskyni. Nálægt miðnætti hafði bólgan á auga drengsins aukist til muna. Ég hringdi í augnlækninn og bað hann endilega að koma og líta á drenginn, lýsti hve mjög væri af honum dregið vegna hita og bólgan á auganu væri orðin mikil. Augn- læknirinn sagðist ekki myndu koma. „En þú getur komið með hann á stofuna til mín á morgun ef þú vilt, ég skal líta á hann þá,“ sagði hann og sleit samtalinu. Drengurinn sofnaði skömmu síð- ar en ég hafði andvara á mér. Af- takaveður var þessa nótt og mér varð ekki svefnsamt, áhyggjurnar og veðurofsinn héldu fyrir mér vöku. Rafmagnið fór af og ég hlust- aði eftir drengnum í myrkrinu. Þegar rafmagnið kom aftur á fór ég á stjá og skömmu síðar vaknaði drengurinn. Þegar ég sá hann varð mér á samri stundu ljóst að engan tíma mátti nú missa. Ég hringdi á Læknavaktina en snerist hugur nánast um leið og svarað var þar, ákvað að fara með drenginn á Slysadeild Borgarspítalans þrátt fyrir óveðrið, treysti því ekki að óhætt væri að bíða afgreiðslu Læknavaktar. Ég þorði ekki einu sinni að hætta á bið eftir leigubíl Guðrún Guðlaugsdóttir „ ...menn haldi vöku sinni þegar verið er að taka ákvarðanir sem varða líf o g heilsu ann- ars fólks.“ sem hugsanlega hefði getað orðið nokkur vegna veðursins, heldur fór út og setti bílinn minn í gang og studdi svo fársjúkan drenginn í lemjandi storminum út í bílinn. Tvisvar drapst á bílnum í vatns- ganginum á leiðinni, en mér tókst í bæði skiptin að koma honum aft- ur í gang og komast að Slysadeild- inni og leiddi drenginn því næst að dyrunum. Þær opnuðust ekki, kannski vegna rafmagnsleysis eða vegna veðursins, og enginn var sjá- anlegur innan dyra. Ég fór með drenginn aftur út í bíl og barði svo full örvæntingar af öllum kröftum á hinar lokuðu glerdyr. Skömmu síðar kom stúlka og opnaði. Þegar ég kom inn með dregninn sá stúlk- an að hér var um aðkallandi mál að ræða og sótti lækni strax. Aug- að á drengnum var þá gengið mik- ið út úr höfðinu, orðið sollið mjög og farið að fá á sig rauðbláan litblæ og hann nötraði af kölduflogum. Nú tóku ábyrgir menn við að- gerðum. Af fumlausu öryggi var drengnum tekið blóð til ýmiskonar athugana, m.a. bakteríuprófa. Hiti og blóðþrýstingur mældur og ræki- leg skoðun fór fram, sýklalyf var gefið í æð og sérfræðingar kallaðir til. I framhaldi af því var drengur- inn sendur strax í sneiðmyndatöku. í ljós kom að hann var með ígerð í kinn- og ennisholum og hafði ígerðin náð að bijóta sér leið bak við augað og mynda þar stórt kýli. Hefði ekki þarna verið gripið skjótt til aðgerða hefði ígerðin brotið sér leið inn í heila. Jafnframt þessu var drengurinn kominn með blóðeitrun og hitinn stiginn upp í 41,6 stig. Afar mikið var nú af honum dregið og leyndi sér ekki að hann var langt leiddur. Þá var búið að stinga á og skola út úr kinnholum hans en nú var ákveðið að gera á honum bráðaaðgerð til þess að freista þess að ná greftinum bak við augað út. Skömmu síðar var hann svæfður og aðgerðin gerð. Meðan ég beið frammi gat ég ekki annað en hugs- að til þess með hrolli hvað gerst hefði ef ég hefði ekki ákveðið að bijótast með drenginn út í óveðrið en beðið í staðinn eftir að augn- læknirinn kæmi á stofuna eða að vaktlæknir hefði tíma til að koma í vitjun heim til mín. Ég hugsaði líka um það sem læknir einn hafði sagt við mig skömmu eftir að ég kom með drenginn á Slysadeildina: „Ég vil að þú vitir að ég tel að framganga augnlæknisins í þessu máli sé víta- verð. Þetta er ekki það sem okkur er kennt í læknaskólanum." Annar læknir hafði sagt við mig: „Þú ættir að láta þetta fara lengra. Svona afgreiðslu mála á ekki að þegja yfir.“ Loks minntist ég orða- skipta minna við augnlækninn þeg- ar hann kom og skoðaði drenginn á Slysadeild fyrr um morguninn. Þá hafði ég sagt við hann: „Þú skalt vita að mér finnst framganga þín í þessu mál vera vítaverð." - Já, svaraði augnlæknirinn aðeins, síðan var ekki fleira sagt. Ég veit að oft er erfitt að meta hvað gera skuli í tilvikum sem þess- um, en frumskilyrði er þó að sér- fræðingur ómaki sig á staðinn til þess að skoða fárveikan sjúkling en gefi ekki hæpnar fyrirskipanir í gegnum síma. Bæjarvaktin þjónar ekki tilgangi sínum ef læknar þar gefa sér ekki tíma til að rannsaka sjúklinga nægilega vel. Fyrirmæli, gefín á grunvelli handahófsvinnu- bragða, skapa falskt öryggi. Slíkt er til ills eins, sú hætta er þá fyrir hendi að farið sé í einu og öllu eftir hinum hæpnu fyrirmælum. í þessu tilviki eru öll líkingi til að það hefði leitt til blindu eða dauða. í þessu umrædda máli tel ég að a.m.k. þrír þættir hafi ekki verið eins og þeir áttu að vera. 1. Hjúkrunarfræðingur seinkaði því með úrtölum sínum að læknir kæmi á staðinn. 2. Vaktlæknir kastaði allri ábyrgð yfir á augnlækni sem ekki hafði einu sinni skoðað sjúklinginn. 3. Augnlæknirinn neitaði að koma og skoða sjúklinginn þótt honum væri sagt frá síversnandi ástandi hans. Það sem ekki brást.voru læknar og hjúkrunarfólk Borgarspítalans. Því fólki á drengurinn líf sitt að launa, nefni ég þar til lækni Smit- sjúkdómadeildar Má Kristjánsson en einkum þó Einar Thoroddsen háls-nef og eyrnalækni, sem fram- kvæmdi í skyndi en af öryggi sjald- gæfa og þarna lífsnauðsynlega að- gerð, þótt hann hefði aldrei gert neina slíka í starfi sínu fyrr. Ég dreg ekki í efa að Lækna- vaktin vinnur að jafnaði gott starf. Hins vegar veit ég að engar stofn- anir sem við mennirnir starfrækj- um eru fullkomnar og þess vegna er stöðugt þörf fyrir aðhald. Þessi skrif eru ekki ætluð til þess að hræða almenning eða kasta rýrð á starf Læknavaktar almennt, heldur til þess að minna á hve mikilvægt það er að menn haldi vöku sinni þegar verið er að taka ákvarðanir sem varða líf og heilsu annars fólks. Þar getur smávægilegasta tilslökun orðið afdrifarík. Höfiinduv ev blnðanmðuv.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.