Morgunblaðið - 15.02.1994, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1994
19
SVR sem var
Fyrirtæki og stofnun
Fimmmanna_.
i afj
'Uð pc
_>
RUV tapaði rúmum 70 millj
ónum króna á síðasta ári
iiú JJ >- // m \ -'t
T OÉOi Siiórnarnefnd um I SVRI [t ...-j
Fimm manna stjórn skípuð pólitld
Fer með leíðakerfiö, ákveður með samning
fargjöld og rekur bið- og til tiltekins
skiptistöðvar. tíma.
Almenningssamgöngnr áfram
undir stjórn borgaryfirvalda
REYKJAVÍKURBORG er ekki að afsala sér almenningssamgöngum í
hendur SVR hf., segir Hörður Gislason, framkvæmdasljóri stjórnarnefnd-
ar um almenningssamgöngur. Segir hann að þrátt fyrir alla þá miklu
umræðu um Strætisvagna Reykjavíkur í fjöímiðlum að undanförnu vefj-
ist það fyrir ótrúlega mörgum að SVR hf. sér einungis um rekstur vagn-
anna. Stjórnarnefnd um almenningssamgöngur, sem er ný borgarstofn-
un, er ætlað að tryggja áfram almenningsvagnaþjónstu borgarbúa, skipu-
leggja leiðakerfið, ákveða fargjald og sjá um rekstur biðskýla.
Með breyttum rekstri frá og með
1. desember síðastliðnum var borg-
arfyrirtækinu SVR skipt í tvo hluta.
Annars vegar SVR hf., sem kaupir
vagna af SVR og tekur jafnframt
yfir rekstur þeirra og þeirrar þjón-
ustu sem tengist vögnunum í Borg-
artúni. Hins vegar varð til ný borg-
arstofnun, stjórnarnefnd um al-
menningssamgöngur, sem fer með
málefni almenningssamgangna í
Reykjavík. „Borgin er alls ekki að
afsala sér almenningssamgöngum í
hendur SVR hf.,“ sagði Hörður.
„Heldur er það stjórnarnefnd um
almenningssamgöngur sem heyrir
beint undir borgarstjórn og starfar
jafnframt undir borgarráði, sem fer
með þennan málaflokk í borginni.
Það má að mörgu leyti líkja stjórn-
arnefndinni við skólamálaráð eða
dagvist barna.“
Sagði Hörður að víða erlendis
væri þróunin sú að kljúfa rekstur
vagnanna frá borgarstofnunum og
bjóða út akstur þeirra með ýmsum
hætti. Ýmist allan eða að hluta til.
í Reykjavík var valin sú leið að
Esso styrkir forvarnar-
starf Krabbameinsfélagsins
OLIUFELAGIÐ HF. er meðal
margra fyrirtækja sem styðja
krabbameinssamtökin með því
að kaupa árlega miða í happ-
drætti Krabbameinsfélagsins.
Þegar dregið var í jólahapp-
drættinu 24. desember sl. kom í
ljós að 100.000 kr. vinningur
hafði komið á einn af miðunum
sem fyrirtækið átti.
Það er venja hjá Olíufélaginu að
láta starfsmannafélagið njóta smá-
vinninga sem fyrirtækinu hlotnast
en gefa stærri vinninga til líknar-
mála. í þessu tilviki ákvað félagið
að láta vinninginn renna til Krabba-
meinsfélagsins sjálfs með þeirri ósk
að fjárhæðin yrði notuð til forvarna-
starfa.
Er í samræmi við rekstraráætlanir og
halla sem samþykktur var í fjárlögum
REKSTRARTAP Ríkisútvarpsins á síðasta ári var samanlagt rúmar 70
milljónir króna samkvæmt bráðbirgðauppgjöri sem nú liggur fyrir.
Tapið er í meginatriðum í samræmi við rekstraráætlanir og þann halla
sem samþykktur var í fjárlögum sem nam afskriftum. Tekjur af auglýs-
ingum urðu þó minni en ráð var fyrir gert í endurskoðari fjárhagsáætl-
un á miðju ári. Á móti kemur að fjármagnsgjöld urðu verulega minni
en áætlað var vegna lægri vaxtakostnaðar. Hörður Vilhjálmsson, fjár-
málastjóri Ríkisútvarpsins, segir að þetta sé ásættanleg niðurstaða i
ljósi þeirra erfiðleika sem við hafi verið að etja i rekstrinum.
Gera má ráð fyrir að tekjur sam-
kvæmt bráðabirgðauppgjörinu séu
endanlegar en eitthvað gæti átt
eftir að bætast við á gjaldahlið eink-
um vegna útgjalda erlendis, að sögn
Harðar, en þó ekki svo mikið að
það breyti heildarútkomunni að
ráði. Heildartekjur Ríkisútvarps á
síðasta ári urðu rétt tæpir 2,1 millj-
arður króna, rúmum 16 milljónum
undir því sem áætlanir gerðu ráð
fyrir. Mestu munar að auglýsinga-
tekjur urðu rúmum 29 milljónum
undir áætlunum, tæpar 523 milljón-
ir í stað 552 milljóna samkvæmt.
áætlunum sem jafngildir 5,3% sam-
drætti. Hins vegar urðu tekjur af
afnotagjöldum meiri en ráð var fyr-
ir gert eða rúmar 1.528 milljónir í
stað 1.516 miljóna. Rekstrargjöld
urðu hins vegar rúmum 10 milljón-
um undir áætlunum eða tæpar
2.170 milljónir og fjármagnsgjöld
einnig tólf milljónum undir áætlun-
um eða rúmar 34 milljónir í stað
46 railljóna. Rekstrartap ársins að
teknu tilliti til fjármagnsliða er því
rúmar 72 milljónir í stað 76 millj-
óna sem áætlanir gerðu ráð fyrir.
Hallinn á útvarpinu er um 18 millj-
ónir króna og fór rekstur dreifikerf-
is hlutfallslega mest fram úr áætl-
unum eða um 5,4%, en einnig fóru
fram úr áætlunum leiklistardeild,
rás 2 og íþróttadeild um 2,6-3,3%.
Hins vegar er rekstur fréttastofu,
rásar 1 og landshlutaútvarpsins og
tæknideildar undir áætlunum á bil-
inu 2,1-4,6%.
Rekstrartap sjónvarpsins er tæp-
ar 55 milljónir króna. Innkaupa-
og markaðsdeild fer 4,4% fram úr
áætlunum, fréttastofa 5,9%, dag-
skrárgerð á vegum framkvæmda-
stjóra um 7,2%, kostnaður vegna
dreifikerfis 2,8% og skrifstofa fram-
kvæmdastjóra um 12,7%. Að sögn
Harðar færast þar framkvæmdir
vegna endurnýjunar á anddyri sjón-
varpsins og að teknu tilliti til
þriggja milljón króna útgjalda um-
fram- áætlanir vegna þess megi
gera ráð fyrir að útgjöld séu í kring-
um 6% umfram áætlanir. Hins veg-
ar er innlend dagskrárgerð 2,5%
undir áætlunum, íþróttadeild 7,4%
og tæknideild 7,9%.
vagnafyrirtækið yrði áfram til í svip-
aðri mynd en að stofnað yrði um
það hlutafélag með hlutafélaga-
stjórn.
Möguleiki á útboði
Síðan var gerður samningur milli
stjómamefndar um almenningssam-
göngur og SVR hf. um aksturinn og
er samningurinn tímabundinn. „Eftir
þann tíma opnast möguieiki fyrir
stjómamefnd um almenningssam-
göngur að bjóða út aksturinn og þá
býður SVR hf. væntanlega í eins og
aðrir aðilar," sagði Hörður. „Með
þessum aðgerðum er verið að skapa
markað til framtíðar en jafnframt
verður SVR hf. áfram öflugt fyrir-
tæki sem væntanlega býður í akstur-
inn. Vagnar fyrirtækisins eru góðir
og allur aðbúnaður við þjónustustarf-
semina á Kirkjusandi er mjög góður."
Þórólfur Árnason, framkvæmdastjóri markaðssviðs hjá Olíufélaginu,
afhendir Sigríði Lister, formanni Krabbameinsfélags Reykjavíkur,
vinningsmiðann.
Auglýsingatekjur rýrnað
Hörður Vilhjálmsson sagði að að
teknu tilliti til þess að RUV hefði
tapað tekjum á undanförnum árum
og nýir útgjaldaliðir bæst við að
hluta vegna aukinnar þjónustu
hefði vel tekist til um reksturinn,
enda hefðu einstakar deildir brugð-
ist vel við þrengri fjárhagsstöðu og
skorið niður eins og kostur væri.
RÚV hefði tapað 50 milljóna króna
auglýsingatekjum á árinu 1992 frá
áætlun og aftur svipaðri upphæð í
fyrra. Þá hafi tekjur vegna afnota-
gjalda dregist saman að raungildi.
Þau hafi ekkert hækkað á árinu
1992 og aðeins hækkað um 4% í
febrúar 1993. Á sama tíma hafi
orðið tvær gengisfellingar, sem
reksturinn sé mjög viðkvæmur fyr-
ir. Þannig hafi allt aðkeypt efni
hækkað um 8,1% í kjölfar gengis-
fellingarinnar í lok júní í fyrrasum-
ar. Einnig hefðu ýmsir útgjaldaliðir
bæst við vegna aukinnar þjónustu
svo sem vegna morgunsjónvarps
barnanna, Dagsljóss þáttarins og
lengri aagskrár á sunnudögum. Að
auki hafi einnig bæst við ýmsir
aðrir útgjaldaliðir og þó hver þeirra
um sig sé smár þá vegi þeir þungt
þegar þeir komi saman.
„Það hefur verið leitað allra
möguleika í hagræðingu og sam-
drætti í útgjöldum og það hefur
tekist að bregðast við þessu án
uppsagna. Okkur hefur tekist að
stilla strengina þannig saman að
niðurstaða rekstrarreiknings er í
samræmi við áætlanir. Því er hins
vegar ekki að leyna að frestað var
til næsta árs ákveðnum hlutum sem
ætlunin hafði verið að taka á í fyrra.
Því eru auðvitað takmörk sett hvað
hægt er að skera lengi niður,“ sagði
Hörður.
Rekstrarreikningi lokað
mánaðarlega
Hann sagði að á árinu 1992 hefði
einnig verið hægt að loka rekstrar-
reikningi í jafnvægi og þróunin
hefði verið sú að frávik frá áætlun-
um hjá einstökum deildum hefðu
verið að minnka. Hluti af aðhaldi í
rekstrinum fælist í því að loka
rekstrarreikningi mánaðarlega og
sérhver deildarstjóri og fram-
kvæmdastjóri væri ábyrgur fyrir
sínum útgjöldum. Ef menn væru
undir áætlunum í lok árs flyttu
þeir muninn með sér yfir á næsta
ár og sama gilti ef eytt væri um-
fram áætlanir þá flyttist hallinn
yfir á næsta ár og drægist frá ráð-
stöfunarfé þess árs. Herbert V.
Baldursson, deildarhagfræðingur
Ríkisútvarpsins, sagði að þeir
reyndu að sjá til þess að vel væri
farið með það fé sem væri til ráð-
stöfunar, enda væri um opinbert fé
að ræða. Menn væru virkjaðir til
ábyrgðar og í fléstum tilvikum
væri vel farið með það fé sem til
ráðstöfunar væri, þótt eflaust mætti
finna einstök dæmi um hið gagn-
stæða.
MuffinMix
AOOEGGSMilX
CwkU
6008 (21.5(b.!
Appi
innar
Bakstur fyrir alla!
Kökublöndurnar frá Betty Crocker eru
nýjung á inarkaðimim. Þœr gera þér kleift
að baka ilmandi kökur og það á mettíma.
Nú fást fjórar tegundir aftilbúnu bráefni í
pökkum, þú bœtir aðeins vökva og eggi út í
blönduna, hrœrir og bakar.
Prófaðu Ijúffengu muffins og súkkulaði-
kökumar frá Betty Crocker.