Morgunblaðið - 15.02.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.02.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1994 21 Viðskipti Bandarískar refsiað- gerðirgegn Japönum? Tókýó. Reuter. JAPANAR munu grípa til eigin ráðstafana til þess að opna markaði sína eftir misheppnaðan leiðtogafund Bandaríkja- manna og Japana þar sem reynt var að ná samkomulagi um erfiða viðskiptasamninga að^ögn Morihiro Hosokawa forsætis- ráðherra. Hosokawa og Bill Clinton for- seta tókst ekki á þriggja daga leið- togafundi að ná samkomulagi um mikilvæg atriði eins og gert hafði verið ráð fyrir í efnahagssamningi Bandaríkjanna og Japans frá júlí 1993 er miðar að því að draga úr greiðsluafgangi Japana og auka aðgang að tilteknum markaðsgei- rum. í viðræðunum við Clinton neit- aði Hosokawa að samþykkja fjöl- mörg viðskiptamarkmið á þeirri forsendu að það mundi leiða til viðskiptastjórnunar. Bandaríkja- stjórn kveðst þurfa mælikvarða til þess að vega og meta að hve miklu leyti Japanar opni markaði sína. Talsmaður japönsku stjórnar- innar segir að Japanar verði að leggja fram nýjar tillögur um markaðsopnun fyrir næsta fund helztu iðnríkja heims, „G7,“ í júlí til þess að eyða spennu í viðskipt- unum við Bandaríkin. Clinton og Hosokawa munu hittast aftur' á þessum fundi, sem verður haldinn í Napoli. Hvorugur kveðst viss um framhaldið í viðskiptum þjóðanna, en bandarískir embættismenn gefa í skyn að Japanar verði beitt- ir hefndarráðstöfunum. Washington Post hermir að stjórn Clintons hafi ákveðið að grípa til takmarkaðra refsiaðgerða gegn japönskum innflutningi til þess að treysta samningsaðstöðu sína. Ekki hafi verið ákveðið gegn hvaða framleiðsluvöru þvingunum verði beitt, en tilkynnt hafi verið að til athugunar sé að setja refsi- tolla á tiltekna japanska vöru, ef komizt verði að þeirri niðurstöðu að Japanar hafí brotið samning frá 1989 um að farsímamarkaður þeirra verði opnaður fyrir banda- ríska fyrirtækinu Motorola. Ef Bandaríkjamenn grípa til refsiaðgerða munu Japanar vísa málinu til GATT. Flest dagblöð í Japan hvetja til rólegra viðbragða eftir hinar misheppnuðu viðræður við Bandaríkjamenn. h HÁR-LITASPRAY Gult - rautt grænt - blátt hár-litaspray Rakarastofan Klapparstíg Sími 12725. Skrifstofuhúsnæði í midbænum Einn viðskiptavina okkar hefur falið okkur að selja 93 fm skrifstofuhúsnæði í Hafnarstræti 20 (Lækjartorg). Húsnæðið er á 4. hæð og hentar vel fyrir t.d. lögmenn eða endurskoðendur. Lyfta er í húsinu. Húsnæðið skipt- ist í móttöku og fjórar rúmgóðar skrifstofur, allar með útsýni til Esjunnar og yfir höfnina. Upplýsingar veitir Hjörtur Bragi Sverrisson, lögfr. á skrifstofu okkar frá kl. 9-12 og 13-17 eða í síma frákl. 10-12 og 13— 15.30. Skuldaskll hf, Ingólfsstræti 3, Reykjavík, sími 622122. Njósnað um veika starfsmenn ÞESS eru nokkur dæmi í ná- grannalandinu Danmörku, að yfirmenn ráði einkaspæjara til þess að kanna hvort um raun- veruleg veikindi starfsmanna er að ræða. Svo segir formaður Félags danskra einkaleynilög- reglumanna, sem kveðst sjálf- ur hafa haft um tug slíkra mála á sinni könnu í fyrra í danska blaðinu Politiken seg- ir að Félag danskra iðnrekénda kannist ekki við að einkaspæjarar njósni um starfsmenn, sem grun- aðir eru um að vera við hesta- heilsu þegar þeir tilkynna veik- indaforföll. Talsmaður félagsins segir það hins vegar vel þekkt að yfirmennirnir kanni sjálfir hvort eitthvað sé bogið við veik- indaforföllin. Talsmaður danskra verslunar- manna kvaðst ekki vita til að ráðnir væru einkaspæjarar til að njósna um starfsfólk en sagði marga launþega orðna lang- þreytta á hringingum vinnuveit- enda heim til fólks sem hefði til- kynnt veikindaforföll til að kanna hvort það væri raunverulega veikt. Fokker framleið- ir minna Amstcrdam. Reuter. FOKKER flugvélaframleiðend- urnir skýrðu frá því í gær að ákveðið hefði verið að draga úr framleiðslunni og fækka starfs- mönnum fyrirtækisins um 1.900. Fyrirtækið hyggst einnig leita eftir verðlækkun hjá fyrirtækjum sem það er í viðskiptum við. Fyrr í mánuðinum snarlækkuðu hluta- bréf Fokker í verði vegna frétta í fjölmiðlum um að fyrirtækið greiddi hátt verð fyrir flugvéla- parta af móðurfyrirtækinu, De- utsch Aerospace (DASA), sem er hluti af Daimler-Benz AG í Þýska- landi. Salan á Fokker-flugvélum hefur minnkað verulega og verð þeirra lækkað. Stjórnendur fyrirtækisins telja að salan aukist eftir tvö ár og hyggjast þá auka framleiðsluna. Loksins Lottó íBretlandi London, Reuter. FORMLEG tilboð voru gerð í dag í rekstur fyrsta lottós í Bretlandi í 150 ár í þeirri von að það verði bezta og stærsta happdrætti heimsins þegar því verður komið á fót síðar á þessu ári. Átta bjóða í lottóið og því er spáð að hlutskarpastur verði brezki kaupsýslumaðurinn Richard Bran- son, sem fer eigin leiðir í fjármál- um. Hann kveðst ekki bjóða í lottó- ið í hagnaðarskyni og allir nema hann og einn annar gera sér vonir um að stórgræða á því. Branson hyggst láta ágóðann renna tii líknarmála. Hann er stofnandi Virgin-hljómplötufyrir- tækisins, flugfélags og keðju smá- söluverzlana. Brezka stjórnin mun tilkynna í maí hvaða tilboði verði tekið. Bran- son kveðst viss að hann muni fara með sigur af hólmi og segir að það verði hátindurinn á ferli sínum. Hann segist ætla beita öllu við- skiptaviti sínu til þess að gera lottóið að gróðavænlegasta happ- drætti heims. Branson býst við að 35 milljónir manna muni taka þátt í lottóinu í hverri viku. Kunnugir telja að árs- veltan verði fjórar milljónir punda, en hagnaðurinn 70-100 milljónir punda. 486SX-25 eða 486SX-33 örgjörvi 4MB minni (stækkanlegt í 20MB) 120MB diskur 9.5" LCD s/h skjár eða 8.5" litaskjár 84 hnappa lyklaborð (og auka tengi) 3.5“ drif 1,44MB Raðtengi, prentaratengi og músartengi D0S 6 og Windows 3.1 innifaliö Mleðsla endist u.þ.b 2 tima Þyngd 2.5kg. eða 2.7kg. Verðfrákr. 149.900 stgr. * Valin leröatölva ársins hjá PC-World Skipholti 50c -105 Reykjavík Sími 620222 - Fax 622654 SUocJiansíu Bókhaldslausnin er í sjónmáli ! Nú byðst þér Macintosh-tölva og MacHansa- bókhaldshugbúnaður á sérlega hagstœðu verði! Tilboð 1: %. m/vsk. Stgr. án/vsk. Macintosh LC475, Seikosha-prentari og Vaskurinn II (Vaskurinn II er sambyggt sölu- og fjárhagsbókhald) 199.076,- 160.000,- Tilbob 2: Macintosh LC475, Seikosha-prentari og Crunnbók- hald (Grunnbókhald er sambyggt sölu-, viöskipta- manna- og fjárhagsbókhald) 236.550,- 190.000,- Tilboö 3: Macintosh LC475, Microline-prentari og Bókhald I (Bókhald I er sambyggt sölu-, vibskiptamanna-, lánardrottna- og fjárhagsbókhald) 299.921,- 240.000,- Einniger hœgt að fá fjölnotendaútgáfu afMacHansa-forritunum fyrir þá sem þurfa að tengja marga notendur við kerfið samtímis Menn og' iiivs hl. Tæknigarði, liiinIiíiiih 3, Itcykjavík Sími 91-694992 Fav 91-694991 Apple-umboðið Skipholti 21, Reykjavfk Sími 91-624 800 Fax 91-624818

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.