Morgunblaðið - 15.02.1994, Síða 23

Morgunblaðið - 15.02.1994, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1994 23 Verslunin hætti flllt á að seljast Borað í sprungu Dælt með þrýstingi í sprungur. Notum viðkomandi efni sem við eiga hverju sinni. Þéttum allar sprungur með inndælingu og þrýstingi. Leigjum einnig út vélar og seljum öll viðeigandi efni. Með þessu færðu varanlega lausn á vandanum og öll vandamál úr sögunni. Dælum einnig undir gólf og flfsar og þéttum leka í steinsteypu. Erum einnig með inndælingarslöngur í steypumót. Básfell Ltd. Vesturvör 22, Kópavogi sími 643565 - l'ax 643564 Endurhæf- ing fyrir bakveika Á VEGUM Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði hefur verið skipu- lögð sérstök endurhæfing fyrir fólk með viðvarandi verki i baki. Tveir hópar hafa þegar hlotið slíka endurhæfingu með góðum árangri. Byggt er á meðferðar- áætlunum sem mikil reynsla er komin á. í hverjum hópi eru 6 einstaklingar sem eru 4 vikur í senn. Meðferðin byggir á þrek-, þol- og sjúkraþjálfun og einnig fræðslu, einstaklingsmeðferð og virkum stuðningi fagfótks. Að meðferð lok- inni er lagt á ráðin um framhaldið í samráði við heimilislækna og sér- fræðinga. Sálfræðingur og læknir, sem sérstaklega hafa kynnt sér meðferð af þessu tagi, starfa í meðferðarteyminu. Þessi hópmeðferð er ætluð fólki á vinnufærum aldri, sem hefur ver- ið með óþægindi í baki lengur en í 6 mánuði. Það þarf að hafa reynt hefðbundna göngudeildarmeðferð og sjúkdómsgreining þarf að liggja fyrir. Fyrirhugað er að taka við nýjum hópi 1. mars nk. Allar nánari upp- lýsingar veitir Guðrún Magnúsdótt- ir, læknafulltrúi heilsustofnunar NLFÍ. Hafa dansað sam- an frá 6 ára aldri Morgunblaðið/Árni Sæberg Hjónin Martin og Alison Lamb segja ungum kennaranemum til, þeim Hauki Ragnarssyni og Ester Níelsdóttur. Dans Jóhann Gunnar Arnarsson EVRÓPU- og heimsmeistarar atvinnumanna í 10 dönsum, Martin _ og Alison Lamb, eru hér á Islandi þessa dagana. I mörg áp hafa þau verið í flokki fremstu para heims á sínu sviði og nú eru þau að miðla ungum dönsurum af reynslu sinni og kunnáttu i Nýja dansskólanum í Hafnarfirði. Martin og Alison koma bæði frá Englandi og hófu að stunda dans ung að árum; hún 6 ára í heimabæ sínum, hann 9 ára í heimabæ sínum Cambridge. Leið- ir þeirra lágu ekki saman fyrr en nokkrum árum síðar, þá stóðu þau á krossgötum; vantaði bæði mótdansara. „Alison var sú eina, sem var eftir, ég hafði ekki um annað að velja...“, sagði Martin og hló mik- ið, en segir svo, að þau hafi verið hjá sama kennara í þann tíma og sá hafi ráðlagt þeim að reyna saman, sem þau og gerðu og þau eru enn að dansa saman í dag. Allt frá því að þau byrjuðu að dansa saman hefur dansinn hjá þeim alltaf farið uppá við; verið spor í rétta átt! í gegnum árin hafa þau unnið til fjölda verð- launa og viðurkenninga, en Blackpool hefur ávallt verið þeim nokkurskonar heimavöllur því þar hafa þau unnið flesta af sínum persónulegum sigrum. Þau unnu „Youth“-keppnina þar árið 1981, komast fyrst í úrslit þar, sem áhugamenn í suður-amerískum dönsum, árið 1984, vinna svo sömu keppni 1987, þá tiltölulega nýbúin að vinna United Kingdom keppnina (U.K.). 1987 vendipunktur í lífi þeirra Árið 1987 varmikill vendipukt- ur í lífi Martin og Alison, þau vinna Blackpool og U.K. ná 3. sæti í Evrópu- og heimsmeistara- móti áhugamanna í suður-amer- ískum dönsum, þau ganga í það heilaga og ákveða loks að gerast atvinnumenn í dansinum. Að það hafi verið erfið ákvörðun að ganga á vit atvinnumennskunnar vilja þau ekki meina, nema þá e.t.v. fjárhagslega, þau þurftu að hætta í frekar vel launuðum störf- um og taka áhættuna að dansinn gæfí betur í aðra hönd. „Þetta var samt ekki svo erfitt, þetta var það sem við vildum gera, svo við dembdum okkur bara útí þetta!“ sagði Alison. Þó svo þau hafi upphafiega aðallega dansað suður-amerísku dansana, æfðu þau standard dansana sífellt af meira kappi og hafa yfirleitt keppt í báðum grein- unum þar sem þar var mögulegt. Martin og Alison urðu ekki heims- meistarar atvinnumanna á met- tíma; það tekur alltaf vissan tíma að láta taka eftir sér og einnig mikinn æfingatíma, oftast tekur þetta allt að 6 árum. Þau náðu 4. sæti á heimsmeistaramóti í 10 dönsum í Þýskalandi 1991 og svo héldu þau áfram uppávið og stóðu að lokum uppi sem heimsmeistar- ar atvinnumanna í 10 dönsum á Florida í fyrra. Hvemig ætli það hafi verið að vakna morguninn eftir að drau- matitillinn var í höfn? „Við sváfum sáralítið um nótt- ina, því til að fagna þessum árangri héldum við heljarinnar teiti, þar sem við skemmtum okk- ur konunglega og skemmtunin hélt svo áfram morguninn eftir og í raun næstu 10 daga á eftir. Við fórum nefnilega í skemmti- ferð um Karíbahafið! En að öllu gamni slepptu þá þurfti maður að kiípa sig í kinnina til að at- huga hvort þetta væri ekki draumur og maður þarf jafnvel að gera það enn í dag, því þetta er jú draumur allra keppnisdans- ara. Hann rættist hjá okkur!“ Martin og Alison voru sam- mála um það að það að vinna saman, búa saman... gera nær allt saman væri ekki auðvelt, en þau reyna að gera eitthvað í sitt- hvoru lagi, svona til að breyta aðeins um andrúmsloft. En þau segja jafnframt að lykiliinn að því hve vel gangi sé sá að þau séu ekki bara hjón heldur einnig bestu vinir. Á íslandi í fjórða sinn Martin og Alison eru hér í 4. skiptið og kunna þau mjög vel við sig, segja að Island sé ekki í líkingu við neinn annan stað sem þau hafa sótt heim. Allir eru syo vingjarnlegir; finnst eins og Is- lendingar séu ein hamingjusöm fjölskylda! Þau kunna einnig vel að meta störf íslenskra danskenn- ara, segja þá hafa staðið sig al- veg frábærlega og að þeir hafi alið upp sérstaklega efnilega unga dansara. Framtíðin hjá Martin og Alison er björt, þau eru enn að dansá og ætla að halda áfram um óákveðinn tíma; þau láta hvetjum degi nægja sína þjáningu. Þau eiga samt örugglega eftir að dansa létt í gegnum lífið. Braut framþróunar Að sögn Níelsar Einarssonar, skólastjóra Nýja dansskólans, hefur það margþætt gildi að fá svo góða kennara til okkar litla og einangraða eylands. Kennar- arnir beri með sér ferskar hug- myndir og upplýsingar hvað- anæva úr heiminum. Hluti sem við gætum ekki nálgast nema með gífurlegum kostnaði. Og vegna þeirrar miklu þróunar sem hefur orðið á fáum árum verðum við að leita út fyrir landssteinana til að afla nægilegrar þekkingar til að halda áfram á þessari braut framþróunar. Dælt með þrýstingi í sprungur. Raki eða leki f steypu Sprungur eða/og raki Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! Borað í sprungu ■ Vegna fjölda áskoran framlengjum við stórútsöluna aðeins í dag og á morgun. Verðið lækkar enn og bú mátt prútta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.