Morgunblaðið - 15.02.1994, Page 35

Morgunblaðið - 15.02.1994, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRUAR 1994 35' Tvímenningur á Bridshátíð Fádæma yfirburðir hjá siglfirzku bræðrunum ___________Brids______________ Arnór G. Ragnarsson Islandsmeistararnir frá Siglu- firði, bræðurnir Ásgrímur og Jón Sigurbjörnssynir, sigruðu með miklum yfirburðum í tvímenn- ingskeppninni á Bridshátíð. Þeir voru meðal efstu para allt frá upphafi móts, tóku forystuna um miðbik þess og héldu til loka af miklu öryggi. Lokaskorin var 419 stig yfir meðalskor eða 9 stig úr setu. Það má segja að íslendingarnir hafi verið fastheldnir á verðlaunaféð því okkar menn voru í 6 af 8 verð- launasætum og hirtu 7.500 af 8.600 dollara verðlaunum. Mótið hófst á föstudagskvöld kl. 21 en hafði þá verið frestað um tvær klst. vegna örðugleika keppenda frá Skandinavíu að komast til landsins. Þeir komu reyndar ekki fyrr en eft- ir miðnætti en þá höfðu verið spilað- ar 11 umferðir. Karlarnir byrjuðu að spila strax en sænsku konurnar voru örþreyttar og bytjuðu ekki fyrr en daginn eftir. Helgi Jóhannsson og Guðmundúr Sv. Hermannsson leiddu mótið eftir 11 umferðir en Jón Baldursson og Sævar Þorbjörnsson voru í öðru sæti og bræðurnir í því þriðja. Trúlega hefði verið farsælla fyrir Norðmennina að fara að sofa þegar þeir komu á föstudagskvöldið, eins og sænsku konurnar gerðu, því þeim gekk afar illa í fjórum síðustu umferðunum og t.d. Glenn Grötheim og Teije Aa voru með 48 í mínus eftir þessar 4 umferðir sem spilaðar voru eftir að þeir félagar komu til leiks. En það voru fleiri sem byijuðu illa í mótinu. Þegar útlendingarnir byijuðu að spila voru Islandsmeist- ararnir, Bragi og Sigtryggur í neðsta sætinu og Reykjavíkurmeistararnir Ásmundur og Hjördís í næstneðsta sætinu. Þegar 10 umferðum var óiokið höfðu Ásgrímur og Jón tryggt sér afgerandi forystu, 352 stig. Jón og Sævar voru í öðru sæti með 238, Grötheim og Aa þriðju með 214 og Jakob Kristinsson og Matthías Þor- valdsson fjórðu með 197. Þessi pör bitust um næstefstu sætin og loka- staðan varð þessi: Ásgrimur Sigurbjömss. - Jón Sigurbjömss. 419 Jakob Kristinsson - Matthías Þorvaldsson 289 Jón Baldursson - Sævar Þorbjömsson 245 GlennGrötheim-TeijeAa 230 Valur Sigurðsson — Valgarð Blöndal 219 Guðm. Sveinsson - Sigurður Vilhjálmsson 205 StefánGuðjohnsen-Guðm.Pétursson 178 Mark Molson — Russ Ekeblad 142 GeirHelgemo-TorHelness 134 Helgi Jóhannsson - Guðm. Sv. Hermannsson 95 EiríkurHjaltason-RagnarHermannsson 93 Hjördis Eyþórsdóttir—Ásmundur Páisson 85 Mótið var spennulaust. Það fór illa af stað og auðséð að fjarvera 6 erlendra para pirraði andrúmsloftið en endirinn var góður og það er auðvitað fyrir mestu. Merk nýjung, tenging við texta- varp, var tekin upp á þessu móti. Þeir sem hafa textavarp gátu fylgst með stöðunni í báðum mótgnum eft- ir hveija umferð. Mæltist þessi nýj- ung mjög vel fyrir. Morgunblaðið/Arnór Bræðurnir Ásgrímur og Jón Sigurbjörnssynir unnu tvímenninginn með miklum yfirburðum. Jakob Kristinsson og Matthías Þorvaldsson náðu öðru sætinu á loka- sprettinum. Hér ræða þeir við Ólaf Lárusson og Ragnar Magnússon, í mótslok. Harður heimur eftir Benedikt Laufleur Harður heimur er nýjasta verk Gunnars Dals, skálds og heim- spekings. Hér er um að ræða sögu- lega heimild með skáldlegu ívafi um einn merkasta atburð Islands- sögunnar, jafnvel sjálfrar mann- kynssögunnar, nefnilega afvopn- unarviðræður risaveldanna, sem áttu sér stað hér í Höfða 1989 og leiddu til endaloka kalda stríðsins. Lesanda kann að þykja ég hér helst til stórorður en þegar höfð er í huga þýðing fundarins í Höfða til varðveislu friðar í heiminum, verður vart hægt að tala um ann- að en kraftaverk. Þetta kraftaverk birtist í ýmsum myndum: í fyrsta lagi var hér um að ræða samfund tveggja voldugustu ríkja heims og fyrrum hatursþjóða í lítt þekktu landi sem litla reynslu hafði af undirbúningi stórfunda af þessu tagi og hafði þar að auki marg- falt minni tíma til stefnu en venja er við slíkar kringumstæður. Þá tóku umræddar viðræður, sem heita áttu undirbúningsviðræður, fljótt nokkuð óvænta stefnu svo nærri lá að samningar tækjust, öllum að óvörum, um stórfengari niðurskurð á kjarnavopnum en áður þekktist og tók bæði til skammdrægra sem og langdrægra eldflauga. Harður heimur hefur að geyma . einkar trúverðuga lýsingu á því stappi og baktjaldamakki sem átt sér stað í kringum fundinn á Höfða, áróðursstríði og taugatitr- ingi stjórnmálamanna, fjölmiðla sem og alls almenhings, er fylgd- ist gaumgæfilega með gangi mála í beinni útsendingu. En bók Gunn- ars er ekki aðeins gagnmerk sögu- leg heimild, hún er jafnframt skemmtilega skrifuð, full af hlægi- legum uppákomum, húmor og glettni. Hún er í senn fróðleg, spennandi og skemmtileg aflestr- ar. Persónusköpun Gunnars er sannfærandi og situr eftir í huga lesandans, sérstaklega á það við stjórnmálaskörungana Míkhaíl Gorbatsjov og Ronald Reagan. Þá eru kumpánarnir Steingrímur Hermannsson, Matthías Á. Mathi- esen og Jón Baldvin Hannibalsson einnig minnisstæðir í sögunni og krydda bókina að mínum dómi. Harður heimur ætti því að full- Gunnar Dal nægja ólíkum kröfum lesenda og höfða til flestra. En bókin hefur fleiri gull að geyma. Eins og í öllum örðum verkum skáldsins er þar að finna þýðingarmikinn boðskap eða er- indi sem vert er að gefa gaum. Erindi Gunnars að þessu sinni er ekki einungis umvafið þeim sögu- legu atburðum sem þar um ræðir, heldur koma þau fýrst og fremst beint frá höfundinum sjálfum, þ.e. hjarta skáldsins. Gunnar flytur okkur sígildan óð um vonina og trúna, um Guð og fegurð heims- ins, hann flytur okkur óð um möguleika mannsins og ekki síst um vilja hans og bjartsýni til að breyta heiminum á betri veg. En Gunnar flytur okkur einnig óð sem þarf að rækta og hafa fyrir í hörð- um heimi, óð sem þarf að beijast fyrir andspænis illum öflum er allt vilja eyðileggja og tortíma, öflum sem beinlínis þrífast og nærast á stríði. Bjartsýni Gunnars er því alla jafna ofin skynsemi og raunsæi og er það helst til þess fallið að ljá frásögn hans trúverð- ugri blæ. Hann sýnir okkur veröld- ina eins og hún er og hvernig hún getur orðið. Framlag Gunnars Dals til lesandans er í senn skerf- ur til meðvitaðrar tortryggni og sterkrar trúar á framtíðina. Harð- ur heimur er bók sem enginn ís- lendingur ætti að láta framhjá sér fara. Höfundur er rithöfundur. „í skemmtilegum félagsskap og frábærri leikGmi hjá Sóleyju hef ég tapað 7 kflóum sem mig langar ekkert til að finna aftur" Hjördú G. Tborj „Frábær kennsla, góð persónuleg tilsögn, ijölbreyttar og skemmti- legar æfingar sem skila sér f auknu þoli og betri líðan. Streita og vöðvabólga hverfa" Nlna B. Ragnarodóttir Karlatímar Ibádeginu mánudaga, muhikudaga og fÍMtudaga fd. 12. Gótfir teygju- og þrektímar „Það sem mér finnst einkenna leikfimina hjá Sóleyju eru mjög íjöl- breyttir og skemmti- legir tímar þar sem mikil alúð er lögð í alla tilsögn/' Á.idí.1 Ró.ta „Ég er búinn að vera hjá Sóleyju í líkamsrækt í 5 ár og á hverju hausti hiakka ég alltaf til að byrja aftur Kriftin Björtuidóttir DANSSTÚDÍÓ SÓLEVJAR^______ - táfa {jrampm íestaj Kennarar: Sóley Jóbamudóttir Bryndúi Jón.idóttir Þórný Jóbamudóttir Engjateigi 1 Símar 687701 og 687801 Hefsl 10. jan. Innrihui bafin Skemmtilegir og hressir tímar fyrir þá sem vilja vera í góðu formi. Púl, sviti og þrek þar sem aðal- áherslan er á góðar þrek- æfingar, teygjur fyrir allan líkamann og styrkjandi æfingar fyrir maga, rass og læri. Morgantimar SCðdegiotímar Kvöldtímar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.