Morgunblaðið - 15.02.1994, Side 37

Morgunblaðið - 15.02.1994, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1994 37 indin héldu áfram. Þá sótti hann mikinn styrk til Steinunnar og barn- anna. Erfiðir hafa þeir tímar verið fyrir Steinunni, og hljóta allir ætt- ingjar og vinir Ella að færa henni hjartanlegar þakkir. Þegar ég hitti Elia síðast, var ljóst, að ekki var langt eftir. En það var ekki eins og væri verið að tala við dauðvona mann. Farinn að heilsu vitandi að kveðjustundin var skammt undan, var hann kátur og hress. Hann var engan veginn upp- tekinn af því að ræða eigin vanda- mál. Öðru nær. Við ræddum um Shakespeare og Byron. Elís Guðnason lést á heimili sínu í faðmi fjölskyldunnar. Hánn fór sáttur. Enda mátti hann vera það. Honum tókst að lifa lífi sínu réttar og betur en mörgum öðrum. Ekki kann ég að ráða hina flóknu lífsgátu. En, ef líf er eftir þetta líf, munum við Elli hittast handan móð- unnar miklu. Þá munum við fara vestur á Snæfellsnes og koma aftur að Berserkseyri og ganga inn í Hraunsfjörð. Þar munum við setjast niður sem lækurinn rennur meðfram hraunröndinni og svalur vindurinn frá firðinum mætir mildum ijalla- þey. Þar er gott að ræða ómælis- ferli talningartalna og erfiðar þýð- ingar á verkum þýskra höfuðskálda. Steinunni og börnum þeirra hjóna og bræðrum Ella sendi ég mínar samúðarkveðjur. Guðmundur G. Þórarinsson. Síminn hringdi og ég heyrði rödd Guðna vinar míns. Við það kættist ég allur en sú kæti breyttist skjótt í sorg er hann tjáði mér að faðir sinn væri ný dáinn. Fréttin hefði svo sem ekki átt að koma mér mjög á óvart, því Elís hafði háð harða orrahríð við sér öflugri öfl, en samt sem áður var ég djúpt snortinn. Stuttu eftir símtalið þurfti ég að erinda og er ég sat einn í bílnum helltust yfir mig minningarnar um samverustundirnar okkar Ella. Ég kynntist Guðna þegar við vorum saman í menntaskóla. Með okkur tókst strax mikið og gott vináttusamband. Þar sem hann bjó rétt hjá skólanum og við unnum mikið af verkefnum saman, þá lá leið mín skjótt heim til hans að Laufásveginum. Þar kynntist ég foreldrum hans og systrum. Þau tóku mér opnum örmum og hef ég vanið komur mínar þangað allar götur síðan. Oft kom það fyrir að við Elli settumst yfir kaffibolla í eldhúsinu og ræddum um allt milli himins og jarðar. Það var nánast sama hvar okkur bar niður, málin voru rædd og krufin. Oftar en ekki hafði Elli orðið og fræddi mig um hitt og þetta. Kennaraeðlið sagði til sín, enda var maðurinn hafsjór af fróð- leik. Elís var grúskari mikill og lestr- arhestur hinn mesti._ Ef eitthvað vakti áhuga hans þá sökkti hann sér niður í málefnið og krufði það til mergjar. Skipti þá engu hvert viðfangsefnið var og hvort um væri að ræða íslensku, ensku, þýsku, latínu eða hið torráðna tungumál stærðfræðinnar. Fræðimaðurinn var honum í blóð borinn. Það var alltaf virkilega notalegt að koma í heimsókn á Laufásveg- inn. Ætíð var tekið vel á móti gest- um, hellt upp á könnuna og spjall- að. Gestrisnin var í hávegum höfð og mönnum leið vel í návist heimilis- fólksins. Svo kom reiðarslagið. Elli greindist með banvænan sjúkdóm. Læknismeðferðin var löng og ströng, bæði hér heima og erlendis. Það var sama hvað gert var, alls staðar undruðust menn æðruleysi hans og styrk. Hann tók því sem að höndum bar með aðdáunarverðu hugrekki og hreysti og barðist hetjulega fram á síðustu stundu. Það er mér mikill heiður að fá að fylgja EIís Guðnasyni síðasta spöl- inn. Með söknuð í hjarta kveð ég góðan vin og um leið votta ég Stein- unni, Guðna, Ingibjörgu, Elísu, Shawn og Elís litla mína innileg- ustu samúð. Missir okkar allra sem unnum Ella er mikill. Megi hann hvíla í friði. Hjalti Þór Kristjánsson. Minning Ragnheiður Einars- dóttirfrá Valþjófsdal Fædd 20. maí 1923 Dáin 28. janúar 1994 „Það er svo margt að minnast á“ segir í ljóði eftir Einar E. Sæ- mundsson. Það er erfitt að trúa þegar kveðjustundin kemur svo skjótt. Þegar ástvinur er hrifinn úr höndum þínum og þú stendur eftir særður og máttvana með minning- arnar einar. Minningarnar eru þó sárabót fyrir missinn, uppfylling í tómið, sem annars er alltumlykj- andi. En minningar mínar um Ragnheiði Einarsdóttur eru góðar, þó ekki verði þær tíundaðar hér. Fundum okkar bar fyrst saman fyrir u.þ.b. sjö árum, og síðan þá hef ég orðið aðnjótandi, sem tengdasonur hennar, mikillar gest- risni og umhyggju fyrir mér og mínum og alltaf var gott að koma til þeirra hjóna, Ragnheiðar og Guðmundar, og alltaf tími fyrir kaffi og spjall. Ragnheiður var kona sem rækt- aði garðinn sinn í orðsins fyllstu merkingu. Ekki aðeins var henni annt um þann gróður sem blómstr- ar á sumrin, heldur lagði hún rækt við fjölskyldu sína og frændur og vini, sem hún eignaðist marga og góða. Þessarar ræktar og um- hyggju fengu einnig synir mínir úr fyrri sambúð að njóta. Það var létt yfir henni Ragn- heiði, enda kona vel skapi farin og með næmt auga fyrir kímni lífsins. Mér fannst vera yfir henni einhver staðfesta og ró, eins og sú full- vissa, að allt sem hefði upphaf, hlyti að enda einn góðan veðurdag. Og þó að hún sýndi engin merki þess að hennar lífsþráður væri á enda runninn, er ég sannfærður um að hún hafi verið undir það búin. Að sjá barnabörn sín vaxa úr grasi var henni mikil gleði, og trúlega hefði hún viljað fylgja þeim lengra áleið- is, ef hún hefði fengið að ráða. En. hún hafði líka lagt þeim til, líkt og góðar ömmur gera, veganesti sem dijúgt mun verða þeim á lífsleiðinni. Kristinn. Föstudaginn 28. janúar síðastlið- inn lést Ragnheiður Einarsdóttir. Það var ónotalcg tilfinning að hringja heim erlendis frá og fá slík- ar fréttir. Það var eins og einhver mjög nálægur mér væri dáinn þó að við Ragnheiður höfum aðeins hist á götu úti síðastliðinn ár. Ragnheið- ur hafði markað djúp spor. Það var fyrir einum 20 árum að ég kynntist Ragnheiði fyrst, eða eins og oftast var sagt, mömmu hennar Þurý, þá átta ára gömul. Ragnheiður og Guðmundur Ósk- arsson, maður hennar, bjuggu á Hraunbraut 29 í Kópavogi ásamt börnum sínum tveimur, Þuríði og Óskari. Ragnheiður var mikil mann- kostamanneskja og með sanni má segja að hún hafi tekið virkan þátt í mótun margra barnanna í göt- unni. Eftir leiki úti hjá okkur stelp- unum var oftast endað á því að fara inn til Þurý til að spjalla, spila eða hvaðeina. Vinir barnanna, Þuríðar- og Óskars, voru einnig vinir Ragn- heiðar og Guðmundar. Það sem rist- ir kannski dýpst hjá mér í minning- unni er hvað Ragnheiður sá alltaf það jákvæða í fari okkar barnanna. Hún kenndi okkur að meta sjálf okkur og þá sem í kringum okkur eru. Ragnheiður og Guðmundur voru með eindæmum gestrisin og sem barn tók ég eftir því að vinahópurinn var stór og margbreytilegur enda að fara í manngreinarálit var eflaust ekki til í þeirra orðabók. Manngildið var það sem gilti. Ekki held ég að Ragnheiður hafi verið mikið í félags- málum út á við en hennar félagsmál voru öll inn á við og hávaðalaus. Einhver hefði eflaust verið búinn að fá orður fyrir alla þá alúð, vinsemd og fyrirbyggjandi starf í garð barna í dag ef það hefði verið út á við. Um fimmtán ára aldur minnkaði samband okkar Þuríðar og þá um leið fækkaði heimsóknum mínum á 29 þar sem við sóttum nú skóla sín í hvort bæjarfélagið, ég fór í Haga- skóla en Þurý í Flensborg. Nú hitt- umst við einna helst á götu úti eða í verslunum. Það yljaði mér óneitan- lega þegar ég sá fyrst næstelsta barn Þuríðar, hana Kristínu, en hún er lfandi eftirmynd ömmu sinnar. Þuríður er komin með fölskyldu, eiginmann og þijú börn en Öskar býr í foreldrahúsm. Aðalstarf Ragnheiðar var hús- móðurstarfið alla tíð en auk þess starfaði hún hluta úr degi við ræst- ingar. Hún lagði ríka áherslu á nám barna sinna og tók virkan þátt í því. Eins og að framan greinir voru ijölskylda hennar og vinir það sem skipti hana mestu máli og það er nokkuð sem við í dag mættum oft hugsa betur um, þ.e. að líta okkur nær. Það er margs að minnast, stund- anna á heimili Ragnheiðar og Guð- mundar, og ekki síður ferðalaganna, sem ég fór með þeim, s.s. um versl- unarmannahelgar o.fl. Þannig að það var ekki 'eitt heldur allt. Elsku Guðmundur, Þuríður og Óskar, missirinn er mikill, en þið eigið íjársjóð sem er minningin og innrætið. Guð geymi ykkur. Elín Ágústsdóttir. Lokið er kafla í lífsins miklu bók við lútum hðfði í bæn á kveðjustund biðjum þann guð sem gaf þitt líf og tók græðandi hendi að milda sorgar und. Mig langar að kveðja Ragnheiði mágkonu mína með örfáum fátæk- legum orðum. Ekki ætla ég að skrifá neina ævisögu því það gæti ég ekki. Fyrstu kynni mín af Ragnheiði voru eftir að hún giftist Guðmundi, bróð- ur mínum, en þá bjó ég norður í landi svo ég kynntist henni ekki náið fyrr en ég flutti suður 1965. Sumarið ’64 kom ég í stutta heim- sókn með tvö börn með mér og var ekki búin að fá neinn samastað. Þá var bankað upp á hjá Guðmundi og Ragnheiði sem þá voru nýflutt á Hraunbraut 29 í Kópavogi. Ekki stóð á hjálpseminni og elskulegheitunum. Allt var sjálfsagt eins og beðið hefði verið eftir manni. Þessu hef ég ekki gleymt og minnist þess með þakk- læti. Þetta voru mín fyrstu kynni af Ragnheiði, en eftir að ég flutti í Kópavoginn varð meira samband og 20. maí á síðasta ári hélt Ragnheið- ur upD á sjötíu ára afmæli sitt í glöð- um vmahópi ásamt fjölskyldu sinni. Ekki hefði hvarflað að mér þá að hún ætti ekki eftir nema rúma átta mánuði. Þegar bróðir minn hringdi og sagði að hún Ragnheiður væri dáin trúði ég ekki að ég heyrði rétt. Jú, hún var dáin, hafði látist snögg- lega þá um daginn. Mig setti hljóða og svo skýrt sá ég sannleikann um það að enginn ræður sínum nætur- stað. Það týnist alltaf einn og einn úr hópnum. Við syrgjum og söknum þeirra sem hverfa af sjónarsviðinu, skiljum ekki tilganginn því okkur finnst lífið svo dýrmætt og eigum þess vegna svo erfitt með að sætta okkur við það sem við getum ekki breytt. Eftir því sem ég kynntist Ragn- heiði betur þótti mér vænna um hana. Hún var sérstaklega jafnlynd, hlý og góð manneskja. Eg sá hana aldrei nema eins. Hún var dul í skapi og flíkaði ekki tilfinningum sínum. Hún var vel gefin og skemmtileg og gaman að ræða við hana, en aldr- ei hefði hún hátt. Þó að heilsan væri farin að bila heyrði ég hana ekki kvarta. Þau Ragnheiður og Guðmundur voru með afbrigðum gestrisin. Aldrei kom maður að dyr- um þeirra svo ekki væri tekið á móti manni með brosi og hlýju, leidd- ur inn og boðnar veitingar. Maður fann svo sannarlega að maður var velkominn. En ég veit að móttökurn- ar á Hraunbraut 29 breytast ekki, en það verður einum færra sem faðmar mann í dyrunum og býður upp á kaffi. Þar verður saknað vinar í stað. Guðmundur og Ragnheiður eignuðust tvö börn, Þuríði og Óskar. Þuríður er gift og á þijú börn en Óskar er ógiftur og býr heima. Barnabörnin eru Guðmundur Ragn- ar, tíu ára, Kristín María, fimm ára, og Ragnheiður Elísabet á öðru ári. Þau sakna ömmu sinnar sárt, sér- staklega þau eldri, og skilja ekki af hveiju hún er allt í einu horfin frá þeim, hún sem var svo oft að passa þau og var svo góð. Það er ekki von að börnin skilji slíkt þegar það vefst fyrir þeim eldri og reyndari sem þekkja lífið betur. Ragnheiður var kvödd frá Kópa- vogskirkju 7. febrúar af miklu íjöl- menni og jarðsett í Fossvogsgarði. Ég kveð mágkonu mína, þakka henni samfylgdina og vonast til að hitta hana aftur ásamt öðrum sem farnir eru á undan. Ég votta Guð- mundi, börnum hans, tengdasyni og barnabörnum mína dýpstu samúð og bið guð að gefa þeim styrk á þessum erfiðu sorgartímum. Guðbjörg Óskarsdóttir. GuðrúnE. geirsdóttir Fædd 25. apríl 1904 Dáin 6. febrúar 1994 í dag verður til moldar borin tengdamóðir mín Guðrún Einhildur Sigurgeirsdóttir. Hún var fædd á ísafirði 25. apríl 1904 og var fimmta barn foreldra sinna, Sigur- geirs Kristjánssonar og Bjarneyjar Einarsdóttur, en samtals urðu börn- in 13 og er nú aðeins eitt systkin- anna eftirlifandi. Það var mikið að gera á svo stóru heimili eins og skilja ber og elstu börnin fengu því það hlutverk, strax og aldur leyfði, að hjálpa til við heimilisstörfin og því hóf Guðrún lífshlaupið snemma. Þetta var lærdómsríkt og gott veg- arnesti sem kom sér vel er Guðrún eignaðist eigin fjölskyldu. Árið 1933 giftist hún Guðmundi Halldórssyni sjómanni frá Súðavík, fæddur 17. júlí 1904. Bjuggu þau búi sínu í fyrstu í Súðavík. Eignuð- ust þau í búskapartíð sinni þijú börn ásamt einu fósturbarni. Guð- mundur stundaði sjóinn á þessum árum, og viðmælendur mínir segj- ast alltaf minnast hans í hvert skipti sem þeir heyra góðs manns getið. Árið 1936 fluttu þau hjón búferlum til Reykjavíkur. En fimm árum seinna fórst Guðmundur með togar- anum Sviða frá Hafnarfirði. Það þarf ekki að orðlengja það hvílíkt áfall það var fyrir fjölskyldu að missa fyrirvinnuna. Móðirin stóð alein uppi með fjögur lítil börn. Erfiðir tímar voru framundan, en það vill til að sumir einstaklingar eflast við hverja raun og þar sýndi Sigur- — Minning Guðrún hvað í henni bjó. Næstu árin vann hún hörðum höndum við ræstingar og oft sauma langt fram á nætur þegar börnin voru sofnuð. Sonur hennar hefur sagt mér að hann minnist þess að hafa vaknað stundum við saumavélarhljóð um nætur og þá voru það þreyttar móðurhendur sem struku honum um kinn eins og mæðrum er tamt að gera við börn sín. Með slíku vinnuálagi og fádæma seiglu tókst þessari hugrökku konu að kaupa litla íbúð fyrir sig og börnin og koma þeim á legg. Þegar ég kynntist þessari sóma- konu fann ég strax hve hjartahlý hún var og urðum við mjög nánar vinkonur og ófáar stundirnar áttum við saman og ræddum málin, t.d. meðan við bruturn saman þvottinn, því ógjarna vildi Guðrún láta verk úr hendi falla, meðan hún hafði heilsu til. Lífsbaráttan hafði sett sinn svip á hana og ég fann strax hve mikinn stýrk lífsbaráttan hafði gefið henni og hve andstætt það var henni að gefast upp fyrir nokkrum vanda. Vinum sínum sýndi Guðrún ávallt einstakt trygglyndi. Eftir að hafa kynnst kostum Guðrúnar veit ég af eigin reynslu að hún var góð móðir, hagsýn, nýt- in og snjöll búkona. Þá var hún mjög handlagin og mikil hannyrða- kona, en þess bera vitni mörg falleg og listræn verk sem eftir hana liggja. Ferðalög og að kynnast nýj- um aðstæðum og fólki var yndi hennar ef möguieikar voru fyrir hendi og eftir að heilsan fór að takmarka hreyfimöguleika hennar fékk fróðleiksfýsn hennar útrás við bóklestur og skriftir og m.a. færði hún í letur ættarskrá sína og var það mikið verk, en ættfræði og ættrækni áttu sterk ítök í huga hennar. Hennar vinátta var mér ómetan- leg, ég saknaði nærveru hennar mikið þegar ég fluttist vestur um haf fyrir tveimur árum með eigin- manni og sonum, þar sem þeir stunda framhaldsnám og reyna eft- ir bestu getu að feta í fótspor ömmu ERFIDRYKKJUR p E r l A n sími 620200 Guðrúnar með dugnaði og prúð- mennsku. Þeir þakka henni allar hlýjar kærleiksstundir. En fyrir nokkrum árum gerði vart við sig sjúkdómur sem hún varð að beijast við þar til yfir lauk og þar sýndi hún enn einu sinni sinn einstaka baráttuhug. Ósk Guðrúnar var að lifa í kyrr- þey og deyja í kyrrþey og ég veit að enga lofræðu eða hól vildi hún fá eftir sinn dag. Lítillæti hennar var slíkt að sjálfri fannst henni ekki að hún hefði unnið til neins sérstaks hóls eða þakkar fyrir lífs- baráttu sína fyrir börn sín og fjöl- skyldu. Allt var það henni aðeins sjálfsögð skylda, ást og ánægja. Hennar ósk skal virt en við þökk- um án þeirrar hógværðar sem Guð- rún hefði ef til vill kosið, því í einu er ég ekki sammála elskulegri tengdamóður minni og það er að hún hefur svo sannarlega unnið til ástar, þakkar og virðingar bama sinna og fjölskyldu. Hún á þakkir skilið. Alúð hennar, umhyggju og þreks verður minnst með þakklæti og hún lifir áfram í hjörtum okkar. Guð styrki syrgjendur á erfiðum stundum og blessi minningu þessar- ar prúðu konu. Kristín Ottósdóttir. ERFlDRYKKJUlT IÍT1L ISJl sími 689509 V V

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.