Morgunblaðið - 15.02.1994, Page 39

Morgunblaðið - 15.02.1994, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRUAR 1994 39 * Jón Olafsson — Minning Enn einu sinni fellur einn af betri sonum þjóðarinnar langt um aldur fram af völdum hins ill- skeytta sjúkdóms, krabbameins. Nú kveðjum við Jón Ólafsson lög- giltan endurskoðanda. Það er tóm- leiki sem hrærist í huga okkar sem eftir stöndum. Jón Olafsson var þannig maður að hann var alltaf tilbúinn að aðstoða alla um allt það sem honum var mögulegt. Jón var endurskoðandi Seifs hf. allt frá árinu 1971, svo hann þekkti orðið mjög vel alla innviði fyrirtækisins, enda var hægt að leita til hans um öll mál. Það var í desember 1983 sem ég fyrst hitti Jón, en þá kom ég í viðtal til hans vegna starfsumsókn- ar minnar hjá Seifi hf. Strax tókst milli okkar mjög gott samstarf sem alrei bar nokkurn skugga á. Reglu- lega kom Jón í heimsókn til okkar á skrifstofu Seifs til að fara yfir bókhaldið og til ýmissa ráðagerða og áætlana. Hann var mikill bíla- og útivistarmaður og oft og tíðum fór mikið af hans tíma hjá okkur til að ræða þau mál. Oft hlustuðum við á hann með andakt lýsa jeppa- ferðum sínum helgarnar áður upp um fjöll og firnindi. Þá vöktu ferða- sögur hans um vélsleðaferðir upp á jökla og alls konar heiðar mikla hrifningu okkar. Við hrifumst með honum í þessum sögum og oft stóð maður sjálfan sig að því að upplifa þessi ævintýri í huganum eins og maður hefði verið með í þessum ferðum. Hann var virkilega öf- undsverður af þessum áhugamál- um. Þá var Jón alltaf tilbúinn til að ráðleggja mönnum um hvaðeina varðandi okkar eigin bílamál. Þeg- ar stóð til að kaupa fjallabíl og breyta var Jón fyrsti maður sem hringt var 1 til að fá ráðleggingar hjá, og stóð þá ekki á góðum ráð- um. Segja má að það hafi verið sama hvaða spurningar komu upp um hvað sem var, það var alltaf hægt að hringja í Jón og fá ráðleggingar. Það var að áliðnu sl. sumri sem hann fór að kenna sér meins og það var á hreinu að ef Jón kveink- aði sér, þá var eitthvað að. Jafnvel eftir mjög erfiðar lyfjameðferðir stundaði hann vinnu og kom í heimsóknir sem fyrr. Þá var hann enn með nýjar áætlanir um að inn- rétta annan fjallabíl og eyddi löng- um tíma í að lýsa því hvernig hann ætlaði að hafa hann öðruvísi en þann sem hann átti. Það er ljóst að við öll á skrif- stofu Seifs hf. eigum eftir að sakna þess ferska blæs sem alltaf gust- aði um okkur í heimsóknum hans, en minningin mun ávallt lifa í huga okkar. Við sendum Obbu og börnum þeirra og öllum aðstandendum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Megi Jón Ólafsson hvíla í friði. F.li. starfsfólks Seifs hf., Rafn Haraldsson. Blómastofa Friöfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sfmi 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,-einnig um helgar. Skreytingar við öll tllefní. Gjafavörur. t Móðir okkar, BRYNDÍS GUÐRÚN ANDERSEN, er lést í Landspítalanum þann 11. febrúar sl., verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 18. febrúar kl. 13.30. Mogens Markússon, Sigþór H. Markússon. Litli drengurinn okkar, SIGURMUNDUR SIGURMUNDSSON, Háagerði 14, Reykjavík, lést 8. íebrúar. Útför hans fer fram frá Fossvogs- kapellu á morgun, miðvikudaginn 16. febrúar, kl. 13.30. Ingibjörg Rakel Ásgeirsdóttir, Sigurmundur Sigurðsson, Jórunn Sigurðardóttir, Sigurður K. Eggertsson, Ásta Halldórsdóttir, Ásgeir Ásgeirsson. t Bróðir okkar, GUÐMUNDUR ÞÓRÐARSON frá Ólafsvík, Hrafnistu, Skjólvangi, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju miðvikudaginn 16. febrúar kl. 13.30. Blóm, og kransar vinsamlegast afþakk- aðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Samtök gegn astma og ofnæmi. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurður Þórðarson, Marta Þórðardóttir. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTRÍÐUR G GUÐMUNDSDÓTTIR, Langholtsvegi 96, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 16 febrúar kl. 13.30. Þeim, serin vildu minnast hennar, er vinsamlega bent á hjúkrunar- heimilið Skjól. Guðrún Ingimundardóttir, Guðni Ingimundarson, Kristfn Sigmundsdóttir, Guðmundur Ingimundarson, Jóhanna M. Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF ÞORLEIFSDÓTTIR, Hrauntungu 81, Kópavogi, lést á heimili sínu föstudaginn 11. febrúar. Útför hennar fer fram frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 18. febrúar kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeir, sem vildu minnast hennar, láti Krabba- meinsfélagið njóta þess. Haukur Ársælsson, Gísli Kr. Hauksson, Hrafnhildur Snorradóttir, Ólafur Hauksson, Sigurlaug Þ. Bragadóttir, Ársæll Hauksson, Helga Haraldsdóttir, Þorleifur Hauksson, Jóhann G. Hauksson, Björk Ásgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Islenskur efniviður íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. Áralöng reynsla. Leitiö upplýsinga. BS S. HELGASON HF ■ STEINSMIÐ JA SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 91-76677 + Móðir okkar og systir, KRISTÍN E. JÓHANNESDÓTTIR, Hlíð 1, ísafirði, sem lést 4. febrúar sl., verður jarðsungin frá ísafjarðarkapellu miðvikudaginn 16. febrúar kl. 14:00. Jóhannes Ragnarsson, Pétur Ragnarsson og systkini hinnar látnu. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, RAGNHEIÐUR HANNESDÓTTIR, Kaplaskjólsvegi 27, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 16. febrúar kl. 15.00. Hannes Magnússon, Elizabeth Cook, Rósa Þóra Magnúsdóttir, Gunnar Hrafn Richardson, Elísabet Ragna Hannesdóttir, Ragnheiður Dísa Gunnarsdóttir. + Faðir okkar og tengdafaðir, ÞORGEIR G. GUÐMUNDSSON, verður jarðsunginn frá Seljakirkju miðvikudaginn 16. febrúar kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Elísabet Þorgeirsdóttir, Örn Norðdahl, Sigurbjörn Þorgeirsson, Þórunn Pálsdóttir. + Bróðir okkar, SIGURÐUR PÁLSSON, Ási í Hveragerði, lést 4. febrúar sl. Jarðarförin hefur farið fram. Þökkum fyrir auðsýnda samúð. Jóhann Pálsson og systkini. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu mjnnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, MARGRÉTAR HELGU GARÐARSDÓTTUR, Nesvegi 4, Súðavík. Björn Jónsson, Ragnheiður Árnadóttir, Baldur Daníelsson, Kristín Lára Árnadóttir, Þorleifur Ingvarsson, Ingibjörg Ásdís Björnsdóttir og barnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og afi, ELÍS GUÐNASON, Laufásvegi 19, lést á heimili sínu föstudaginn 4. febrúar 1994. Jarðarförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Steinunn Guðmundsdóttir, Guðni Elísson, Filippía Ingibjörg Elísdóttir, Elisa Kristjana Eli'sdóttir og barnabarn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KARL ÁGÚSTSSON, Árskógum 6, lést 5. febrúar. Útförin hefur farið fram. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug. Þórhalla Ragnarsdóttir, Þóra Karlsdóttir, Sveinn Helgason, Ragna Karlsdóttir, * Örn Sigurðsson, Kristbjörg Karlsdóttir, Gisli Marteinsson, Guðrún Sveinsdóttir, Grétar Eggertsson, Karl Huldar Arngrimsson, Sigurður Þór Arnarson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.