Morgunblaðið - 15.02.1994, Page 45

Morgunblaðið - 15.02.1994, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1994 45 Reykjavíkurskákmótið: Hannes Hlífar og tveir Rússar sigruðu __________Skák______________ Margeir Pétursson HANNES Hlífar Stefánsson varð efstur á 16. Reykjavíkur- skákmótinu sem lauk á sunnu- daginn ásamt Rússunum Zvjag- insev, sem aðeins er 17 ára, og stórmeistaranum Pigusov. I næstsiðustu umferðinni sigraði Hannes Ivan Sokolov, stiga- hæsta keppandann og samdi síðan jafntefli við deFirmian frá Bandaríkjunum með betri stöðu, til að tryggja efsta sætið. Helgi Áss Grétarsson, 17 ára, kom mest allra á óvart með því að vinna fjórar síðustu skákirn- ar og lenda í 4.—5. sæti ásamt deFirmian. Helgi Áss náði þar með öðrum áfanga sínum að alþjóðlegum meistaratitli. Helgi Áss byijaði ekki vel en sigurganga hans í lokin var-afar glæsileg. Fyrst vann hann Ba- rillaro frá Italíu og síðan stór- meistarana Rashkovskí, Rúss- landi, Shabalov, Bandaríkjameist- ara og Kengis frá Lettlandi. Þetta er besti árangur sem bæði Hannes Hlífar og Helgi Áss hafa náð til þessa. Undirritaður náði sex vinningum með góðum endaspretti, en hinir íslensku stór- meistararnir voru fjarri sínu besta um helgina og hlutu fimm vinn- inga. Jóhann Hjartarson var lengi í baráttunni um efsta sætið, en tapaði tveimur síðustu skákum sínum á mótinu fyrir Rússanum Sjékatsjev og Pólveijanum Wojtki- ewicz. Úrslit Reykjavíkurskákmótsins 1.-3. Zvjaginsev, Rússlandi, Hannes Hlífar Stefánsson og Pig- usov, Rússlandi 7 v. 4.-5. DeFirmian, Bandaríkjun- um og Helgi Áss Grétarsson 6V2 v. 6.-12. Van der Sterren, Hol- landi, Sjékatsjev, Rússlandi, Kotr- onias, Grikklandi, G. Garcia, Kól- umbíu, Henkín, ísrael, Margeir Péturssog Wojtkiewicz, Póllandi 6 v. 13.-17. Kengis, Lettlandi, Ehlvest, Eistlandi, Shabalov, Bandaríkjunum, Ibragimov, Rúss- landi og M. Ivanov, Rússlandi 5 '/2 v. 18.-28. Atalik, Tyrklandi, Helgi Ólafsson, Búdnikov, Rúss- landi, Jón L. Árnason, I. Sokolov, Bosníu, Jóhann Hjartarson, Van Wely, Hollandi, Danielsen, Dan- mörku, Þröstur Þórhallsson, Ernst, Svíþjóð og Kveinis, Litháen 5 v. 29.-35. Rashkovskí og Bron- stein, Rússlandi, Link, Þýskalandi, Snejder, Úkraínu, Guðmundur Gíslason, Bragi Halldórsson og Björn Fr. Björnsson 4 '/2 v. 36.-45. Sigurður Daði Sigfús- son, Jón Viktor Gunnarsson, Gylfi Þórhallsson, Davíð Ólafsson, Þröstur Árnason, Werner, Þýska- landi, Benedikt Jónasson, Jón Garðar Viðarsson, Halldór G. Ein- arsson og Héðínn Steingrímsson 4 v. 46.-50. Barillaro, Ítalíu, Arin- björn Gunnarsson, Burdem Bandaríkjunum, Tómas Björnsson og Matthías Kjeld 3 '/2 v. 51.-56. Bragi Þorfinnsson, Sævar Bjarnason, Happel, Hol- landi, Áskell Örn Kárason, Krist- ján Eðvarðsson og Magnús Örn Úlfarsson 3 v. 57.-61. Sigurbjörn Björnsson, Stefán Briem, Arnar Gunnarsson, Van Parreren og Mossin, Svíþjóð 2V2 v. 62. Ólafur B.' Þórsson 1 v. Þeir keppendur sem jafnir urðu að vinningum eru taldir upp í röð eftir Bucholz-stigaútreikningi, þ.e. samanlagðir vinningar andstæð- inganna. Góð aðsókn áhorfenda Aðsókn að mótinu var sú besta um margra ára skeið og um helg- ina troðfylltist Skákmiðstöðin í Faxafeni. Þegar alþjóðlegu mótin voru haldin á Hótel Loftleiðum voru þau yfírleitt vel sótt en það hefur tekið skákunnendur nokkur ár að finna leiðina í Faxafenið. Mikilvæg vinningsskák Hann- esar Hlífars í næstsíðustu umferð: Hvítt: I. Sokolov, Bosníu Svart: Hannes Hlífar Stefans- son Drottningarindversk vörn 1. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rf3 - b6 4. Rc3 - Bb7 5. a3 - d5 6. Bg5 - Be7 7. Bxf6 - Bxf6 8. cxd5 — exd5 9. g3 Hollenski stórmeistarinn Van Wely hafði annan hátt á gegn Jóni L. Árnasyni í sömu umferð: 9. Da4+ - c6 10. g3 - 0-0 11. Bg2 — c5 sem er líklega nákvæm- ari leikjaröð. 9. - 0-0 10. Bg2 - De7 11. 0-0 — Hd8 12. b4 — c5 13. bxc5 — bxc5 14. e3 - Rd7 15. Dd3 - Rf8 16. Hfbl?! Sokolov hefur ekki náð neinum stöðuyfirburðum út úr byijuninni og gengur illa að finna áætlun í miðtaflinu. Framrás hans með a peðinu í næstu leikjum misheppn- 16. - Hac8 17. Re2 - Re6 18. a4 — g6 19. a5 — cxd4 20. exd4 Hér átti hvítur að drepa með riddara til að halda jafnvæginu. Nú fær hann verri stöðu og leikur síðan a peðinu of langt fram. 20. - Hc4! 21. a6? - Bc8 22. De3 - Dc7 23. Ha2 - Hc6 24. Hbal - Dd6 25. Re5 - Hxa6 26. f4 - Db6 27. Dd3 - Hxa2 28. Hxa2 - a5! Hvíta staðan er nú gertöpuð, því hann á ekki vörn við Bc8—a6 sem vinnur d peðið í viðbót. 29. Kf2 - Ba6 30. De3 - Bxe2 31. Hxe2 — Dxd4 32. Dxd4 Rxd4 33. Hel - Rc2 34. Hcl - Rb4 35. Hc7 - Bxe5 36. fxe5 - Rd3+ 37. Ke3 - Rxe5 38. Kd4 - Rg4 39. h3 - Rf6 40. Ha7 - Hb8 41. g4 - Hb2 42. g5 - Re4 43. Bxe4 — dxe4 44. Hxa5 — Hb3 45. h4 — Hh3 og hvítur gaf þetta vonlausa endatafl. Frá vinstri Þorsteinn Þorsteinsson yfirdómari, Hannes Hlífar, Helgi Áss, Zvjaginsev, Pigusov og Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjórnar I heimi anda og herstjóra Atriði úr Húsi andanna. Aukið fræðslustarf Langholtskirkju FRÆÐSLUSTARF við Langholtskirkju hefur verið aukið. f rúm 2 ár hafa verið bænastundir í kirkjunni alla virka daga kl. 6 síðdegis, svonefndur aftansöngur og nú er hafin fræðsla eftir aftansönginn tvo daga vikunnar. Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Bíóborgin/Saga Bíó: Hús andanna - The House of the Spirits Leiksljóri Bille August. Handrit August, eftir samnefndri skáld- sögu Isabel Allende. Tónlist Hans Zimmer. Aðalleikendur Jeremy Irons, Meryl Streep, Glenn Close, Winona Ryder, Antonio Bande- ras, Maria Conchita Alonso, Va- nessa Redgrave, Armin Mueller- Stahl. New Constantin Film 1993. Nýjasta mynd danska leikstjór- ans Bille Augusts tryggir hann í sessi sem einn athyglisverðasta kvikmyndagerðarmann samtímans, Hús andanna rís kannske í heild sinni ekki jafn hátt og Palli sigur- vegari en þessar myndir sýna að hér er maður sem kann flestum betur að koma erfiðum bókmennta- verkum á tjaldið með árangri sem flestir geta vel við unað. Hús andanna gerist í ónefndu ríki í Suður-Ameríku (Chile) og spannar hálfa öld í lifi Truebafjöl- skyldunnar. Höfuð hennar er Este- ban (Jeremy Irons) sem í upphafi myndar er metnaðarfullur, ungur maður, sem sett hefur markið hátt. Honum er lofuð hin fagra og vel ættaða Rosa, en ekki fyrr en hann hefur sannað sig sem stöndugt mannsefni. Það tekst honum sem lánsamur gullgrafari en þá er Rosa gengin. Esteban kaupir Tres Mar- ias, niðurníddan búgarð, og með elju og atorkusemi verður hann með tímanum héraðshöfðingi og eignast yngri systur Rosu, hina dularfullu Klöru (Meryl Streep). Hún er kona ekki einhöm, sér fyrir óorðna hluti, er sannkallaður engill í manns- mynd. Þau eignast dótturina Blöncu (Winona Ryder), sem í fyllingu tímans fellir hug til Pedrós (An- tonio Banderas), sonar ráðsmanns- ins á Tres Marias, þvert gegn vilja föður síns. Hann ætlar henni virðu- legra hlutskipti en að eignast fá- tækan uppreisnarleiðtoga, en sjálf- ur verður Esteban á efri árum áhrifamikill leiðtogi íhaldssamra stjórnvalda. Pedro kemur engu að síður þannig við fjölskyldusöguna að um sinn verður algjört slit milli Estebans og eiginkonu hans og dóttur. Þá sigra vinstri öflin í kosn- ingum en herinn brýtur þau á bak aftur og jafnvel íhaldssömustu lýð- ræðissinnar einsog Esteban verða að taka allt sitt líf til gagngerrar endurskoðunar. Fyrstu áhrif þessarar fádæma efnismiklu og tilfinningaheitu myndar eru firna sterk og réna lít- ið er frá líður. Hús andanna minnir að sjálfsögðu á aðrar, sögulegar, hádramatískar myndir með um- brotatíma í bakgrunninum, á borð við Zhivagó lækni, Z og A hverf- anda hveli, svo fáar séu nefndar. En heldur sínum einkennum, suður- ameríska uppruna og sérstaka töfraraunsæi sem sameinst i per- sónu Klöru. Ástin, hatrið, ádeilan á einræði í hvaða mynd sem það birt- ist, kemst fyllilega til skila og vel það í öruggri leikstjórn og yfir höf- uð eftirminnilegum leik vel valins leikarahóps í kraftmiklum, velskrif- uðum óskahlutverkum. Jeremy Irons fer með langveiga- mesta hlutverkið af mörgum mikil- vægum og túlkar þennan metnaðar- fulla og harðsvíraða mann - sem þó gerði aldrei annað en það sem hann taldi best fyrir sig og sína nánustu - frá æsku til grafar á óaðfinnanlegann og kraftmikinn hátt. Enda Irons í hópi nokkurra bestu leikara samtímans. Kvenhlut- verkin eru minni en veigamikil þar sem Glenn Close fer fremst sem Morela, hin raunamædda og af- skipta systir Estebans. Meryl Streep er lítið síðri í hlutverki Klöru, senurnar á milli hennar og Este- bans eru ótrúlega áhrifamiklar, en Winona Ryder og Antonio Banderas standa þeim aðeins að baki. Auka- hlutverk eru mörg og vel mönnuð, m.a. af Armin Mueller-Stahl, Vanessu Redgrave, Normu Ale- andro, jafnvel Maria Conchita Al- onso sýnir tilþrif. Þetta er erfítt leikstjórnarverk- efni, hlaðið tilfinningum, afar efnis- mikið og fjöldasenur margar en August heldur öllum þáttum vel saman og nýtur góðra krafta beggja vegna Atlantshafsins, ekki síst tón- listar Hans Zimmers. Ekkert pláss er fyrir óþarfa tilfinningasemi, þó Hús andanna sé full af fögrum, til- finningaheitum augnablikum sem koma við áhorfandann, þá er það aldrei á ódýran hátt. Hún er engu að síður ekki gallaláus, oft farið fljótt yfir sögu, einkum eftir miðbik- ið, sumar hliðarnar óljósar, svo sem þingmannsferill Estebans. Myndin er þó engu að síður u.þ.b. tveir og hálfur tími og finnst sjálfsagt flest- um nóg. Fyrir þá sem ekki hafa lesið bókina er þó upphafsatriðið versti agnúinn, þar er of mikið sagt og áhorfandinn upplýstur um afdrif tveggja aðalpersónanna, því miður. Þetta eru þó smámunir í saman- burði við reisn, gæði og sögusnilld Allende og Augusts - hvort sem þau lýsa mannsins heitustu tilfinningum eða ógn og skelfingu einræðis. Á mánudögum mun Haukur Jónasson, meðhjálpari, veita leið- sögn i lestri Lúkasarguðspjalls. Á þriðjudögum mun sóknarpresturinn sr. Flóki Kristinsson flytja stutta fyrirlestra um grundvallaratriði kristinnar trúar. Þá eru að hefjast svonefndir Vinafundir tvisvar í viku en vina- fundir eru samverur þar sem 6-10 manna hópar koma saman til þess að lesa og ræða saman um ákveðin efni. Þeir eru einkum hugsaðir fyr- ir eldri borgara. Fyrri hópurinn mun hittast á þriðjudögum kl. 2.15-3.45 og verð- ur efni hans lestur ritningarinnar og helstu trúaratriði kristninnar. Leiðbeinandi verður sóknarprestur- inn sr. Flóki Kristinsson. Síðari hópurinn mun hittast á fimmtudögum kl. 2-3.30 og verður umfjöllunarefni hans efri árin og þær breytingar sem verða á högum fólks þegar aldurinn færist yfir. Leiðbeinandi verður Sigrún Gísla- dóttir, hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri ellimálaráðs kirkjunnar í Reykjavík. Þeim til aðstoðar verður Sigríður Jóhanns- dóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.