Morgunblaðið - 06.03.1994, Side 4
FRÉTTTR/YRRUT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MARZ 1994
ERLENT
INNLENT
300 millj-
ónir til
Vestfjarða
nú alls staðar á grunnslóð. Afli
línubáta fyrir norðan hefur verið
afar góður og togarar reyna að
forðast þorskinn til að treina sér
kvótann. Skipstjórinn á Bessa seg-
ir þorsk um allan sjó og sumir
bátar að vestan séu á veiðum
kvótalausir.
Verð loðnuhrogna hefur
hækkað um þriðjung
Rikisstjómin hefur til umfjöll-
unar tillögur um aðgerðir vegna
erfiðleika á Vestfjörðum og hefur
verið samþykkt að frumvarp um
aðgerðir verði lagt fram í næstu
viku, þar sem meðal annars verður
kveðið á um 300 milljóna króna
framlag í formi víkjandi iána, auk
aðgerða í gegnum Jöfnunarsjóð
sveitarfélaga.
Mikil eftispum er eftir loðnu-
hrognum í Japan og hefur verð
hækkað um allt að þriðjung milli
ára, en framboð er lítið vegna þess
að Norðmenn frysta ekki loðnu-
hrogn nú. Er reiknað með að mark-
aðurinn geti tekið við allt að 8.000
tonnum af hrognum og verðmætið
geti orðið um 1,5 milljarðra króna.
800 milljónir vegna átaks í
atvinnumálum
Markús Öm Antonsson, borg-
arstjóri í Reykjavík, lagði í vikunni
fram tillögu í borgarráði til úrbóta
í atvinnumálum sem felur í sér að
ráðist verði sérstök átaksverkefni
á vegum þorgarinnar og borgar-
fyrirtækja. í þessum mánuði er
fyrirhugað að ráða 170 atvinnu-
lausa til starfa. Ætlunin er að
veija til þeirra 800 milljónum
króna, enda verði Atvinnuleysis-
tryggingasjóði gert kleift að leggja
fram helming þeirrar upphæðar
eða 400 milljónir króna. Tillögunni
var vísað til borgarstjómar. Pétur
Sigurðsson, formaður Atvinnu-
leysistryggingasjóðs, fagnar öllum
hugmyndum til úrbóta í atvinnu-
málum en gerir ekki ráð fyrir að
hugmynd borgarstjóra sé möguleg
og bendir á að sjóðurinn hafí ein-
ungis 600 milljónir til ráðstöfunar
á þessu ári.
Páskaferðir að seljast upp
Nær allar ferðir-ferðaskrifstof-
anna um páskanna eru að seljast
upp og hafa Samvinuferðir-Land-
sýn tekið á leigu Boeing 747 til
að flytja farþega um páskana til
Benidorm og írlands.
Landsbankinn með 42
milljóna króna hagnað
Landsbanki íslands skilað 42,7
milljóna króna hagnaði á síðasta
ári. Endanlegar afskriftir bankans
á síðasta ári vom 2.306 milljónir,
en á sama tíma voru lagðar á af-
skriftareikning 2.033 milljónir eða
um 170 milljónir króna á mánuði.
Heildartap Landsbankans á SIS
nam um einum milljarði.
Flutningsj öfnun afnumin
Allflestir vertíðarbátar
búnir með kvótann
Flestir vertíðarbátar em búnir
eða langt komnir með þorskafla-
heimildir sínar og ber mönnum
saman um að mjög góð veiði sé
Viðskiptaráðherra hefur lagt fram
fmmvarp í ríkisstjóm um niðurfell-
ingu laga um flutningsjöfnun-
arsjóð og innkaupajöfnun olíu og
bensíns. Fmmvarpið gerir ráð fyr-
ir að flutningsjöfnun af olíu og
bensíni verði felld niður. Sighvatur
Björgvinsson segir þetta hafa í för
með sér að verð á olíu og bensíni
verði ekki lengur það sama hvar
sem er á landinu og muni auka
mjög samkeppni milli olíufélag-
anna.
ERLENT
Aðildar-
samningar
í höfn
ákváðu Króatar og múslimar að
mynda sambandsríki í Bosníu með
mikilli sjálfstjórn hvers héraðs og
var samningurinn undirritaður í
Washington enda hafa Bandaríkja-
menn stuðlað mjög að samkomu-
laginu.
SVÍAR, Finnar og Austurríkis-
menn náðu á þriðjudagskvöld
samningum við Evrópusambandið
um aðild ríkjanna eftir að viðræður
höfðu staðið yfir linnulaust í 30
klukkustundir. Enn er eftir að
greiða úr deilum Norðmanna við
sambandið vegna kröfu Spánveija
um auknar fískveiðiheimildir við
Noreg en líkur benda til að mála-
miðlun náist á ráðherrafundi
samningsaðila á þriðjudag. Tals-
menn bænda í væntanlegum aðild-
arríkjum gagnrýna harðlega
ákvæði um landbúnaðarmál en
matvælaverð verður lækkað til
samræmis við markaðsverð í Evr-
ópusambandinu. Á hinn bóginn fá
stjómvöld að styðja áfram við bak-
ið á bændum með beinum styrkj-
um, að nokkm leyti úr sameigin-
legum sjóðum sambandsins. Þing
Evrópusambandsins mun fjalla um
samningana á næstunni og búist
er við að þjóðaratkvæði verði í
haust um þá í ríkjunum sem sækja
um aðild.
Peres
Arafat
Færeyingar óánægðir
Skýrsla frá OECD um langlífí og lífslikur um allan heim
íslendingar með líf-
Fyrstu hernaðaraðgerðir
NATO
HERÞOTUR Atlantshafsbanda-
lagsins, NATO, skutu niður fjórar
herþotur, sem talið er að hafí ver-
ið í eigu Serba í Krajina-héraði í
Króatíu, yfír Bosníu á mánudags-
morgun. Þotumar fjórar bmtu
flugbann Sameinuðu þjóðanna,
gerðu árásir á virki múslima og
sinntu ekki viðvömnum NATO.
Þetta er í fyrsta sinn frá stofnun
NATO árið 1949 sem lið banda-
lagsins tekur þátt í hemaði. Rúss-
ar lýstu stuðningi við aðgerðina
þar sem þoturnar hefðu brotið
gegn flugbanninu. Á miðvikudag
seigari þjóðum í heimi
Meðalaldur Dana hrapar - Atvinnuleysi áhættuþáttur
Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins..
í SKÝRSLU OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar, ynr
lífslíkur í aðildarlöndunum 24 eru íslenskir karlmenn í öðru sæti
og íslenskar konur í sjötta sæti hvað langlífi varðar. Athygli vek-
ur að Danir koma mjög illa út úr könnuninni og hafa hrapað
niður listann frá því sem var fyrir tuttugu árum. Reykingar eru
taldar eiga stóran þátt í slæmri útkomu Dana, auk þess sem streitu,
slæmum neysluveiyum og áfengisneyslu er kennt um. Niðurstoð-
urnar eru byggðar á tölum frá 1990.
PLO kallar heim
samningamenn
FRELSISSAMTÖK Palestínu,
PLO, ákváðu á laugardag að kalla
heim um stundar sakir fulltrúa
sína í samningaviðræðunum við
ísraela í Kaíró, París og Washing-
ton vegna óánægju með viðbrögð
ísraelsstjórnar við fjöldamorðinu í
Hebron. Leiðtogi PLO, Yasser
Arafat, krefst þess að alþjóðlegar
friðargæslusveitir tryggi öryggi
Palestínumanna á hemumdu
svæðunum og jafnframt að land-
nemar gyðinga verði allir afvopn-
aðir. Shimon Peres, utanríkisráð-
herra ísraels, hafnaði kröfum PLO.
DANIR segjast fúsir að endurfjár-
magna erlend lán Færeyinga að
því tilskildu að þeir taki upp físk-
veiðistjómun sem feli m.a. í sér
að veiðikvótar verði framseljanleg-
ir. Vísindamenn segja að ofveiði
hafí verið stunduð á miðum Færey-
inga. Landstjómin í Þórshöfn hef-
ur samþykkt tillögur Dana með
nokkmm breytingum og lýsti Poul
Nyrup Rasmussen, forsætisráð-
herra Dana, ánægju með þá lausn.
Færeyskir útgerðarmenn mót-
mæltu harðlega og hótuðu að sigla
togaraflotanum í land, með tillög-
unum væri verið að rústa atvinnu-
greinina. Sjómenn eru einnig æfir
vegna þess að gert er ráð fyrir að
lækka tekjutryggingu.
Reuter
Dæmdir fyrir sprengjutilræði
Af kvenfólki eru japanskar konur
langlífastar, en meðalaldur þeirra
er 81,9 ár. Næst á eftir þeim koma
þær svissnesku, þá franskar, sænsk-
ar, kanadískar og þá íslenskar kon-
ur, en meðalaldur þeirra er 80,3 ár.
Þar eru danskar konur í 22. sæti
með 77,9 ár, en á eftir þeim koma
írskar konur með 77,7 og að lokum
tyrkneskar konur en meðalaldur
þeirra er 68,4 ár.
Af körlum eru einnig þeir jap-
önsku í fyrsta sæti með 75,9 ár og
þá íslenskir karlar með 75,7 ár. I
þriðja sæti eru sænskir karlmenn
með 74,8 ár. Danskir karlmenn eru
í 18. sæti með 72 ár. Einnig meðal
karla eru þeir tyrknesku í neðsta
sæti, með 64,1 ár. Fyrir tuttugu
árum leit þessi tafla öðruvísi út, því
þá voru danskar konur í áttunda
sæti og karlmennimir í fimmta sæti.
Reykingar og áfengisneysla er
meiri í Danmörku en í nágranna-
löndunum og er það talið hafa sín
áhrif, svo nú ætla dönsk heilbrigðis-
yfirvöld að skera upp herör gegn
reykingum. Tíðni sjúkdóma eins og
lungnakrabba, krabbameins í munni
og meltingarvegi, skorpulifrar og
hjarta- og æðasjúkdóma er hærri í
Danmörku en í nágrannalöndunum.
Læknum ber saman um að erfitt
sé að fínna eina skýringu á lækk-
andi meðalaldri í Danmörku, heldur
sé um að ræða samverkandi þætti
í lífsháttum og aðstæðum, heilbrigð- ■
iskerfinu og erfðum, en vafalaust
beri áhættuþættir eins og reykingar
mikla sök. Einnig er tíðni sjálfs-
morða há í Danmörku og einnig
barnadauða.
Danskar rannsóknir hafa einnig
sýnt að þeim, sem eru atvinnulausir
er hættara við sjúkdómum en þeim
sem hafa vinnu. Maður undir fímm-
tugu, sem ér atvinnulaus í meira
en fjóra mánuði á ári á tvisvar sinn-
um meira á hættu að látast fyrir
aldur fram en maður sem er í vinnu.
FJÓRIR arabar voru á föstudag dæmdir sekir um að hafa valdið
dauða sex manna í New York í fyrra með því að koma fyrir sprengju
í kjallara World Trade Center-skýjakljúfanna í borginm. Um 1.000
manns særðust að auki í tilræðinu. Ákæruvaldið byggði málið á f)ol-
mörgum og oft flóknum vísbendingum þar sem vitni voru engin að
gerðum mannanna. Svo gæti farið að mennirnir, sem mótmæltu há-
stöfum og sögðust vera saklausir, hlytu lifstíðarfangelsi. Á myndinm
sést þétt röð lögreglumanna við dómhúsið.
Tillaga um norræn-
an landamærafána
Stokkhólmi. Reuter. # ##
TILLAGA um sameiginlega landamærafána fyrir Norðurlönd
verður til umræðu á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi í
næstu viku. Á blaðamannafundi, sem skrifstofa Norðurlanda-
ráðs hélt í gær, var greint frá þessari hugmynd. Fáninn yrði
svanur á bláum hring á hvítum fleti, en það hefur einmitt ver-
ið tákn Norðurlandaráðs um árabil.
Verkfalli
afstýrt
Hannover. Reuter.
VINNUVEITENDUR og verka-
lýðssamtök í þýskum málmiðnaði
náðu á síðustu stundu kjarasamn-
ingum í gærmorgun.
Síðasti samningafundurinn stóð í
14 stundir samfleytt. Verkamenn fá
2% launahækkun í júní og vinnuveit-
endur komu nokkuð til móts við kröf-
ur um atvinnuöryggi. Á hinn bóginn
samþykktu verkamenn að vinnuvika
yrði skorin niður í 30 stundir úr 36
á sumum vinnustöðum sem mun
þýða verulegt tekjutap.
Ráðgert er að norrænu ráðherr-
arnir ræði tillöguna, sem borin er
fram af forsætisnefnd þingsins, í
næstu viku en ef þeir samþykkja
hana verður þessi fáni áberandi
við allar helstu landamærastöðvar
Norðurlandanna og norrænu sjálf-
stjómarsvæðanna.
Markmiðið með þessum nor-
ræna fána yrði að auka samkennd
meðal Norðurlandanna ekki síst í
ljósi þess að þrjú þeirra, Svíþjóð,
Noregur og Finnland, stefna að
aðild að Evrópusambandinu og
Danmörk hefur verið aðili í rúma
tvo áratugi. Með því að nota sama
fánann við öll landamæri myndi
ímynd Norðurlandanna sem eins
svæðis styrkjast.
Reuter
*
A síðustu
stundu
CONSTANDT Viljoen, hers-
höfðingi og leiðtogi hægri-
hreyfingarinnar Afrikaner
Volksfront í Suður-Afríku,
ræðir við fréttamenn eftir að
hafa skráð flokkinn til þátttöku
í fyrstu lýðræðislegu kosning-
um landsins sem verða í apríl.
Skrásetningarfrestur rann út
fáeinum mínútum síðar og Ink-
atha-frelsisflokkur zúlúmanna
var einnig á síðustu stundu.
Flokkarnir tveir hafa mótmælt
áformum ríkisstjórnar hvíta
minnihlutans og Afríska þjóð-
arráðsins, flokks Nelsons
Mandela, um stjórnarfyrir-
komulag og vilja að hvert hérað
hafi meiri sjálfstjóm ern áform-
að er.