Morgunblaðið - 06.03.1994, Síða 6
6 FRETTIR/INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MARZ 1994
• • #
Góður árangur Gunnars á Stóru-Okrum í mjókurframleiðslu
„Bjartsýnn og vil stunda búskap
af því að ég hef gaman af því“
GUNNAR Sigurðsson er bóndi á Stóru-
Ökrum í Blönduhlið í Skagafírði og hefur
vakið athygli fyrir mjög góðan árangur í
mjólkurframleiðslu. Bú hans var með mestu
afurðir að meðaltali eftir hverja kú á síð-
asta ári, 6.340 kg. Hann hefur blandaðan
búskap, sitt lítið af hverju, eins og hann
segir sjálfur, tuttugu básar í fjósinu, dálítið
af kindum og svona nokkur hross, og seg-
ist að svo komnu máli ekki kæra sig um
stærra og umfangsmeira bú.
Gunnar er uppalinn á Stóru-Ökrum, en tók
formlega við búi af föður sínum árið 1990, —
„auðvitað hef ég verið við þetta starf alla tíð,
frá því að ég man fyrst eftir mér, en formlega
tók ég við búinu þá“.
„Þetta er vaxandi rekstur, búið var lítið,
þegar ég tók við því, en ég hef smátt og smátt
verið að auka fullvirðisréttinn á jörðinni, og
koma umfanginu í það horf, sem ég vil hafa
það í. Núna er ég kominn á lygnan sjó, þetta
er eining sem ég ræð vel við, og ég lifi góðu
lífi af þessum búskap, en auðvitað veit ég að
ég gæti haft það enn betra ef ég stækkaði
meira við mig, en ég er sæmilega jarðbundinn
og vil helst sjá fyrir endann á því sem ég er
að gera og þess vegna held ég að ég væri
ekkert betur kominn með stærra og erfiðara
bú og skuldabagga á bakinu.
Menn verða að hafa báða fætur á jörðinni
og reyna að hugsa rökrétt, því að ef menn
eiga jörð, þá eru þeir með fasteign í höndunum
sem nýta má á svo ótal marga vegu og mér
finnst allt of lítið um það að menn setjist nið-
ur og skoði blákalt hvaða möguleika jörðin
þeirra býður upp á.
Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson
Bóndinn í fjósinu
GUNNAR Sigurðsson í fjósinu á Stóru
Ökrum, en þar eru 20 básar.
Ég er við búskap, af því að ég hef gaman
af þessu og ég fer mínar eigin leiðir, en ég
get hvorki kennt öðrum hvernig á að búa, né
heldur hleyp ég eftir öllu því sem sagt er um
það hvernig búskapur verði best rekinn. Ég
vil hafa gott bú, ég geri vel við kýmar mínar
og þær hafa líka skilað mér því til baka, ég
endurnýja stofninn líka tiltölulega hratt, kem
inn með þetta sex til sjö gripi árlega og þann-
ig get ég fengið það besta út úr hverri skepnu.
Kvótakerfið þrengir að vísu að bændum
þessa stundina, en ég er þeirrar skoðunar að
þegar upp er staðið verði þeir eftir sem ná
betri árangri, það komi fram meiri vöruvönd-
un, bæði í framleiðslu mjólkur, og ekki síður
í kjötframleiðslunni.
Hins vegar er það ómótmælanlegt að til
dæmis sláturkostnaður er allt of hár, það eru
gerðar miklar kröfur til þeirra sem annast slátr-
unina og er ekkert nema gott eitt um það að
segja. En það hlýtur að koma að því að bænd-
ur sjálfir verða að taka þau mál í sínar hendur
og fylgja vörunni allt til neytandans, ef þeir
sem þau mál annast núna eru ekki fáanlegir
til að taka á málinu með bændum, meðan erfíð-
leikamir steðja að.
Þessir aðilar verða að vinna saman, þetta
er nú einu sinni eitt og sama framleiðsluferlið,
hvort sem mönnum líkar það betur eða verr
og þar sem ég er bjartsýnn maður þá á ég von
á því að sá tími komi áður en allt óf langt líð-
ur að bændur fái gott verð fyrir góða vöru og
geti jafnvel ekki annað eftirspurn markaðar-
ins,“ sagði Gunnar Sigurðsson bóndi á Stóru-
Ökrum að lokum.
Jöt>
Framkvæmdir hafnar við lj ósleiðarastrenginn CANTAT-3
Sæsímastrengurinn til Vest-
mannaeyja eftir 1-2 mánuði
Dómsmálaráðherra
Ekkert að
vanbúnaði
varðandi
þyrlukaup
ÞORSTEINN Pálsson, dómsmála-
ráðherra, telur að tafír á samning-
um um þyrlukaup, með tilvísun til
frekari viðræðna við bandarísk
stjórnvöld, séu ekki gildur kostur,
m.a. vegna þess að langur tími
muni líða þar til niðurstaða sé
fengin um það með hverjum hætti
Islendingar geti komið inn í rekst-
ur þyrlusveitar á Keflavíkurflug-
velli ef af yrði, en samið hefði
verið um óbreytt ástand til 1. jan-
úar 1996. Ekkert sé að vanbúnaði
að framkvæma ályktum Alþingis
að gera samning um kaup á full-
kominni björgunarþyrlu fyrir
Landhelgisgæsluna og lyktir
þessa máls séu loks í sjónmáli.
Þetta kom fram í ræðu ráðherra
við setningu sýningarinnar Björgun
’94 á fóstudag, en sýningin er haldin
um helgina. Þorsteinn sagði að eðli-
legt væri að undirbúningur ákvörð-
unar um svo stóra fjárfestingu sem
þyrlukaup tæki einhvern tíma. Nauð-
synlegt hafí verið að gera sér grein
fyrir því hver væri líkleg þróun í flug-
rekstri á vegum Landhelgisgæslunn-
ar, en niðurstaðan hafi verið sú að
þörf á þyrlukaupum hafi verið ótví-
ræð, þrátt fyrir að mönnum hafí
verið ljósir möguleikar á hugsanlegu
framtíðarsamstarfi við börgunarsveit
vamarliðsins.
„Nú liggur fyrir að valkostir eru
fyrir hendi sem uppfylla þær kröfur
sem við íslendingar höfum viljað
gera til þeirrar björgunarþyrlu sem
keypt yrði til Landhelgisgæslunnar.
Því er ekkert að vanbúnaði að fram-
kvæma ályktun Alþingis um málið
og verður að telja að það sé það sem
liggur fyrir stjórnvöldum að gera,
nema því aðeins að Alþingi breyti
ákvörðun sinni. Ég mun ekki leggja
það til,“ sagði Þorsteinn Pálsson,
dómsmálaráðherra.
FRAMKVÆMDIR eru nú hafnar við lagningu ljósleiðarastrengsins
CANTAT-3 og er stefnt að því að hann verði tekinn í notkun þann
15. póvember nk. Strengurinn mun liggja frá Kanada til Bretlands,
Danmerkur og Þýskalands með greinar til íslands og Færeyja. Þor-
varður Jónsson, framkvæmdastjóri fjarskiptasviðs Pósts og sima, seg-
ir að þessi sæstrengur bæti nýög öll fjarskipti. Þá eigi Póstur og sími
hlut í strengnum, en þurfi ekki að leigja aðstöðuna, eins og nú sé
raunin með gervihnattasamband. Kostnaður Pósts og sima vegna þessa
nemur 1,8 milljarði króna.
„Lagning sæsímans er hafin
beggja vegna Atlantshafsins og eru
mörg skip notuð við lögnina,“ sagði
Þorvarður. „Strengurinn mun liggja
um 80 km suður af Vestmannaeyjum
og þaðan verður lögð grein til Éyja.
Vinna við að taka strenginn upp í
Klaufinni í Eyjum ætti að hefjast
eftir 1-2 mánuði. Þar er nú verið
að ganga frá kapalhúsi, auk þess
sem símstöðin þar hefur verið endur-
bætt.“
Þorvarður segir að nú fari fjar-
skipti íslendinga fram um gervi-
hnetti, þar sem Póstur og sími verði
að leigja rásir. „Gervihnettirnir eru
með þeim annmörkum, að þeir eru
í tæplega 40 þúsund kílómetra hæð.
Tal er um 0,6 sekúndur að berast
upp í hnöttinn og aftur niður. Þetta
skapar bergmál, sem reynt er að
koma í veg fyrir með bergmálslok-
um. Þó kannast flestir við heyra slíkt
bergmál. Þessu er ekki til að dreifa
með sæsímann, enda er lengd
strengsins aðeins um tíundi hluti af
íjarlægðinni í gervihnettina. Við
ætlum sæsímanum að taka við 75%
fjarskipta en gervihnettir sjá áfram
um 25%, auk þess sem þeir verða
til vara.“
Mikil flutningsgeta
í sæstrengnum eru 3 pör af ljós-
Útvegsbændafélag Vestmannaeyja
Otækt að aðstoða að-
eins einn landshluta
STJÓRN Útvegsbændafélags Vestmannaeyja telur að sú ákvörðun
að aðstoða aðeins einn landshluta í formi víkjandi lána sé gjörsam-
lega ótæk og eitt verði yfír alla að ganga sem eiga sitt undir þorsk-
veiðum og hafa þurft að þola árlegan niðurskurð aflaheimilda.
Þetta_ kemur fram í ályktun sem
stjórn Útvegsbændafélagsins sam-
þykkti 4. mars vegna fyrirhugaðra
aðgerða stjórnvalda gagnvart
vanda Vestfírðinga. í ályktuninni
er hins vegar lýst ánægju yfír því
að ráðamenn þjóðarinnar hafí nú
skynjað hve geigvænleg rekstrar-
og skuldastaða sjávarútvegsins sé
orðin og að nauðsyn beri til að grípa
til aðgerða í því skyni.
leiðurum, en eitt par þarf fyrir hvert
tvíátta samband. Flutningsgetan er
2,5 milljarðar bita á sekúndu, sem
nægir til að senda samtímis á 30
þúsund tölvurásum á hveiju pari,
eða í heild 90 þúsund tölvurásum í
einu. Kostnaður Pósts og síma við
þátttökuna nemur um 24 milljónum
dollara, eða hátt í 1,8 milljarð króna,
en heildarkostnaður við strenginn
er nú áætlaður 406,5 milljónir doll-
ara. Strengurinn er í eigu 24 síma-
fyrirtækja beggja vegna Atlants-
hafs. Póstur og sími tóku lán í Nor-
ræna fjárfestingarbankanum til að
fjármagna framkvæmdina.
-»■ ♦ »
Poppmessa
Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar er
haldinn í dag, sunnudag, og í kirkjum
landsins er unga fólkið áberandi í
starfi dagsins. í Garðasókn verður
efnt til poppmessu í safnaðarheimil-
inu Kirkjuhvoli í Garðabæ klukkan
20.30 í kvöld. Unglingahljómsveit sér
um lifandi tónlist, Andri Heide flytur
hugvekju, séra Bjami Þór Bjarnason
stjómar athöfninni og boðið verður
upp á veitingar.
Ami Johnsen um aðgerðir vegna vandans á Vestfjörðum
• •
Onnur fyrirtæki eigi
aðgang að sömu leiðum
ÁRNI Johnsen, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi, gerir
fyrirvara við tillögudrög ríkisstjórnarinnar um aðgerðir vegna vanda
sjávarútvegsfyrirtækja á Vestfjörðum. Árni segist skilja vanda Vestfirð-
inga en segir að kalla eigi hlutina réttum nöfnum. Það þýði ekki bara
að heimta meiri kvóta, menn verði líka að læra að bjarga sér sjálfir.
Hann sagði að fyrirtæki víða um land s.s. á Norðurlandi og Austfjörðum,
í Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn byggju við nákvæmlega sama vanda
og menn væru að glíma við á Vestfjörðum. Kannski væri vandinn
minnstur á Austfjörðum og Austfirðingar hefðu líklega hegðað sér skyn-
samlegast en loðnan hjálpaði bara sumum. Af hverju ættu þá eingöngu
vestfirsk fyrirtæki að fá fyrirgreiðslu sem aðrir fengju ekki, segir hann.
„Þorskskerðingin er að mínu mati
ekki nema hluti af vanda Vestfirðinga
og ég tel rök fyrir því að grípa til
aðgerða til að styrkja þá, en ef á að
færa þangað fjármagn, verður það
að vera á réttum forsendum. Vandinn
stafar ekki eingöngu af fiskveiði-
stjómuninni, heldur eru þeir komnir
í vanda gf ýmsum öðrum ástæðum,
sem eru meðal annars heimatilbúnar.
Véstfirðingar höfðu meiri þorskkvóta
en aðrir en hvað er orðið af því?
Ásgeir á Guggunni stendur vel þótt
hafi komið til skerðingar en hvað
hafa hinir gert? Hafa menn ekki ver-
ið að bjarga sér?“ sagði Árni.
„Það er ekki talað um það núna
að þegar aukinn var þorskkvóti til
Vestfirðinga og annarra þá -fengu
Sunnlendingar aukinn ýsukvóta, sem
menn vissu að myndi aldrei veiðast
og hefur verið kallaður pappírskvóti.
Það er eins og menn vilji ekki tala
um þetta. Fiskveiðistjórnunin er bara
hluti af þessu. Hluti af þessu er líka
gamalt SÍS-rugl, uppsafnaður vandi
hjá fyrirtækjum og hluti vandai
liggur í því, að Vestfírðingar ha
kannski ekki reynt að bjarga sér
annan hátt í eins miklum mæli (
þeir hefðu átt að gera. Þeir hafa
dæmis lítið reynt að fá Rússafísk
að skapa atvinnu. Það er því hæ
að segja, að það hafí ekki verið sta
ið vel að málum í heildina tekið i
það þýðir ekki bara að heimta me
kvóta," sagði Ami.
„Ég þekki til manna í mínu kjr
dæmi sem hafa verið kófsveittir (
með í maganum í tvö ár við að bjarj
sér og koma hlutunuin á hreint m
því að hagræða, reyna nýjar leii
og gera allt sem í þeirra valdi sten
ur til að fínna hlutunum farveg. Þ
fóru engir bónuspeningar til Ve:
mannaeyja Jiegar fyrirtækin samei
uðust þar. Eg skil vel vanda Vestfíi
inga en það þarf bara að heita rétti;
nöfnum og aðrir, utan Vestfjarc
sem eiga við sama vanda að glín
þurfa að hafa aðgang að sömu le:
um,“ sagði Ámi að lokum.