Morgunblaðið - 06.03.1994, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MARZ 1994
7
Lífeyrismál starfsfólks ísfélagsins í Eyjum
Lítil viðbrögð enn
vegna mikillar vinnu
SIGURÐUR Einarsson, forstjóri ísfélags Vestmannaeyja, segir að bréf
sem hann sendi til starfsmanna nýlega varðandi lífeyrismál hafi vakið
lítil viðbrögð meðal starfmanna fyrirtækisins, enda sé mikil vinna núna
í loðnufrystingu og kannski ekki mikill tími til umræðna. Einar Bjarna-
son, starfsmannasljóri í frystihúsi fyrirtækisins, segir að bréfið hafi
aðeins verið rætt á meðal starfsmanna.
I bréfinu er starfsfólki bent á að
fyrirtækið muni ekki hafa nein áhrif
á ákvörðun starfsmanna kjósi þeir
að borga í lífeyrissjóð þar sem þeir
telji hagsmunum sínum best borgið.
Sigurður segir að markmiðið með
bréfinu hafi verið að vekja athygli
fólks á þessum málum, því miklir
peningar væru í húfi. Hann segir að
enginn hafí hingað til sótt um að
breyta um lífeyrissjóð, en hann hafi
orðið var við að starfsmönnum hafi
þótt gott að hreyft hafi verið við
þessu máli. „Það er ekki mitt að ráða
í hvað lífeyrissjóð fólk borgar," segir
hann. „Fólkið á þessa fjármuni sjálft,
ekki fyrirtækið."
Einar segir starfsmenn almennt
vera illa að sér í lífeyrismálum og
bréfið hafi vakið fólk til umhugsunar
um þessi mál. Hann segist búast við
því að þegar loðnufrystingunni ljúki
gefist fólki sem hafi á því áhuga tóm
til að kynna sér þessi mál betur.
Merkingar á heimilis-
tækjum samræmdar
SIGHVATUR Björgvinsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lagði á ríkis-
stjórnarfundi á föstudag fram frumvarp til laga um merkingar og upp-
lýsingar á heimilistækjum varðandi orkunotkun þeirra. Að sögn Þórunn-
ar Erhardsdóttur hjá viðskiptaráðuneytinu er með frumvarpinu verið
að samræma lög hérlendis tilskipunum Evrópusambandsins um hvaða
upplýsingar eiga að koma fram á heimilistækjum. Engar slíkar reglur
hafi verið til hér á landi.
Þórunn segir að samkvæmt tilskip-
un Evrópusambandsins frá 1979 og
viðbótartilskipunum frá 1992, sé öll-
um framleiðendum innan Evrópu-
sambandsins skylt að gefa upplýs-
ingar um rafmagnsnotkun, hávaða
tækjanna og fleira. Tækin sem um
ræðir eru t.d. frystikistur, sjóvarps-
tæki, þvottavélar og öll önnur heimil-
istæki.
Hún segir að þrátt fyrir að engar
reglur hafi verið í gildi um þessar
merkingar hér þá sé mikið flutt inn
af heimilistækjum hingað frá löndum
Evrópusambandsins, þannig að þess-
ar upplýsingar hafi verið á stórum
hluta þeirra tækja sem hingað eru
flutt. Þórunn segist búast við því
að lagafrumvarpið verði afgreitt á
þessu þingi og taki þá gildi 1. júlí.
Opplifða (Kvintýri í
Verð aðeins frá
kr. 99.800
Brottför:
23. mars
3 vikur
Rio de janeiro
Þessi frægasta baðströnd heimsins hefur líklega
meira aðdráttarafl en nokkur annar staður í
Suður Ameríku. Hér er búið í hjarta Copacabana
strandarinnar við frábæran aðbúnað og spennandi
ferðir í boði: Sykurtoppurinn með útsýni yfir alla
Ríó, Corcovado, einkenni Ríó með Kristsstyttunni
frægu og stórkostleg danssýning og kvöldverður þar
sem hin fræga samba er dönsuð á ógleymanlegan hátt.
Valmöguleikar
Viðbótargjald fyrir Rio de Janeiro, kr. 14.900,-
5 kynnisferðir í Brasilíu með Islenskri fararstjórn
aðeins Kr. 13.900,-
Innifalið í verðí
Flug, ferðir til og frá flugvöllum erlendis, gisting
á 4 stjörnu hótelum I Brasilíu, smáhýsum á
Kanarí, morgunmatur I Brasillu og ísjensk
ferarstjórn allan timann.
Flugvallarskattar kr. 4.860
a/r europa Austurstræti
Salvodor d« Bahia
Fyrrum höfuðborg Brasilíu þar sem
brasilísk áhrif eru hvað sterkust og afrískir
siðir tíðkast ennþá.
Hér er maturinn kryddaðri, dansinn
MuttD«o>bAHi heitarj Qg tónlistin dýpri en annars staðar
[ Brasiliu og stórkostlegt veður allan ársins
hring. Eftirsóttasti ferðamannastaður Brasilíu
í dag, enda blanda af heillandi menningu
og einstökum ströndum.
Ferðatilhögun
Beint flug til Kanarfeyja og áfram til Brasilíu. 15 dagar
I Brasilíu, i Salvador de Bahia.
Valkostur 2 er að vera viku í Salvador
og 8 daga í Rio de Janeiro.
Aukagjald fýrir Rio er
aðeins kr. 14.900,-
17,2. hæð • Sími 624600
TURAUIA
Dæmi um verð
HERRADEILD
Skyrtur frá kr. 2.500,-
Rúskinnsvesti, margir litir kr. 2.900,-
Buxur frá kr. 3.900,-
Bindi frá kr. 990,-
Slaufur frá kr. 590,-
Ullarjakkar vlnrauðir,
grænir, bláir frá kr. 6.900.-
Skór frá kr. 3.900,-
Sérsaumum
Vönduð vinnubrögð - gott verð
(Allar breytingar innifaldar í verði)
5% staðgneiðsluafsláttur.
r
i
miklu úrvali
Dæmi um verð
DÖMUDEILD
Stuttir, útvíðir kjólar frá kr. 4.900,-
Stuttir, köflóttir kjólar frá kr. 3.900,-
Ljósir, stuttir kjólar kr. 5.900,-
Svartir/hvítir kjólar kr. 7.900,-
Rauðir velúrkjólar kr. 5.500,-
Há stígvél brún/svört kr. 7.900,-
Ljósir skór frá kr. 3.400,-
Háhælaðir skór frá kr. 3.900,-
Hálsfestar - heklaðar húfur - krossar
Gott verð - mikið úrval
Laugavegi sími 17440
Kringlunni slmi 689017