Morgunblaðið - 06.03.1994, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MARZ 1994
11
það eru samt mörg dæmi um að slíkt
sé ekki fyrir hendi.“
Ekkert samband, enginn
árangnr
í upphafí er reynt að grípa til
vægari aðgerða í samráði við heimil-
in. Beri það ekki árangur, fela barna-
verndaiyfirvöld gjarnan Unglinga-
heimili ríksins að taka mál til rann-
sóknar og veita unglingum meðferð
og vist. Sú meðferð gagnast mörgum
en ekki þeim sem hér er um að ræða:
„Ferill þessara stráka hér hefur yfír-
leitt verið svipaður. Þeir koma við á
flestum eða öllum deildum unglinga-
heimilisins en það næst ekki utan
um málið af því að það næst ekki
samvinna eða nokkuð samband við
þá sem byggjandi er á. Þeir nota öll
tækifæri til þess að stijúka eða kom-
ast í burtu, það er eitt úrræðið reynt
eftir annað þangað til þeir sem eru
að reyna að vinna að þessu gefast
hreinlega upp á þeim, þreytast og
fyllast vonleysi. Þannig hefur tíminn
liðið þangað til þeir verða 16 ára og
sjálfráða. Þá er réttarkerfið tekið við
þeim,“ segir Áskell Örn Kárason,
forstjóri Unglingaheimilis ríkisins.
Stóra-Gröf
Um það leyti sem sex síbrotaungl-
ingar, 14-17 ára, brutust inn í sum-
arbústaði við Meðalfellsvatn og lögðu
þá í rúst fyrir réttu ári upphófst mik-
il umræða um nauðsyn þess að bæta
úr bráðum skorti á stofnun sem veitti
þessum hópi meðferð og framhaldi
af því tók til starfa í fyrrasumar lok-
uð deild fyrir unglinga undir 16 ára
aldri á Stóru-Gröf í Skagafirði. Fram
að því hafði sterkasta þvingunarúr-
ræði við meðferðina verið 14 daga
skammtímavistun á lokaðri deild í
Reykjavík og í erfiðustu tilfellum hef-
ur það ekki dugað til að fá þennan
erfiðasta hóp til að undirgangast
meðferð og vinna í sínum málum.
Pjórir unglingar hafa verið á
Stóru-Gröf. Þeir eru nú að verða 16
ára og þar með að vaxa upp úr
ramma starfseminnar. Deildin var
opnuð í tilraunaskyni í eitt ár og nú
hefur verið tekin ákvörðun um að
heimilinu á Stóru-Gröf verði lokað í
ár og annarra leiða leitað til að sinna
þörfum þessa hóps í framtíðinni.
Þeir viðmælenda Morgunblaðsins
sem til þekkja eru sammála um að
mikill árangur hafi náðst í starfinu
á Stóru-Gröf og að sögn Áskels Am-
ar Kárasonar er talið að tekist hafi
að fá unglingana til að taka á sínum
málum og af þeirri braut sem þeir
voru á og verulegar líkur taldar á
að a.m.k. nokkrir þeirra muni spjara
sig í skóla eða vinnu eftir meðferðina.
„Það var skyndiákvörðun til að
leysa mjög bráðan vanda að stofna
Stóru-Gröf og það var í upphafi ekki
reiknað með að halda starfseminni
úti nema í eitt ár og nota tímann til
að finna aðra lausn, en það stendur
fyrir dyrum endurskoðun á uppbygg-
ingu Unglingaheimilis ríkisins og öllu
starfi hvað varðar vernd barna og
ungmenna," sagði Áskell. Hann
sagði að í þeim drögum sem liggja
fyrir væri gert ráð fyrir að á þessum
málum yrði tekið með lokaðri
skammtímadeild sem hefur fjöl-
breyttari möguleika til meðferðar,
en kvaðst þó hafa af því vissar
áhyggjur að það úrræði yrði ekki
nægilegt og að niðurstaðan yrði sú
að deild á borð við Stóru-Gröf yrði
nauðsynleg.
Lágmarksbrottfall
Sá árangur sem náðst hefur á
Stóru-Gröf þykir þó í öllu falli til
marks um að umtalsverðum árangri
megi ná i meðferð þessara unglinga
við réttar aðstæður og þótt óraun-
hæft sé talið að hægt verði að forða
öllum frá síbrotum og þeim lifnaði
sem þeim fylgir, eigi að vera hægt
að halda fjölda þeirra sem þá leið
fara í lágmarki. „Það er ljóst að það
verða alltaf einhveijir sem rekast
verr í hóp en aðrir og alltaf einhveij-
ir utangarðsmenn en sagan sýnir að
við getum haldið fjölda þeirra í lág-
marki og ég held að — ef þjóðfélag-
ið hefur þá stefnu — það sé hægt
að bregðast við vanda næstum því
allra einstaklinga og hjálpa þeim til
betra lífs,“ segir Áskel! Örn Kárason.
„Að mörgu leyti má segja að of
seint sé í rassinn gripið þegar staðan
er orðin þessi,“ segir Helgi Gunn-
laugsson. „Þá erum við komin með
skemmda einstaklinga sem eru búnir
að fara á mis við margt í lífinu á
þessum viðkvæmu mótunarárum og
það er mjög erfitt að koma þeim í
eðlilegt samhengi aftur en það þarf
út af fyrir sig ekki að vera of seint
ef tekið er á málunum. Það gengur
hins vegar ekki að þeim sé hleypt út
í sama umhverfi og áður eftir að
hafa afplánað einhveija varðahalds-
vist. Þau þurfa að sjá að það sé raun-
hæfur möguleika á að vinna sig út
úr þessu, ákveðin tækifæri sem bjóð-
ist en ekki bara hefðbundin fanga-
vist þar sem þau koma út með ekk-
ert í höndunum til að takast á við
venjulegt líf. Ef bara er farin þessi
venjulega réttarfarsleið þá er ég
hræddur um að þau fari í sama
mynstrið, bitrari og fremji harðsvír-
aðri brot.“
Eins og fyrr var vikið er nú þegar
unnið að málefnum unglinga á glap-
stigum með einum eða öðrum hætti
á fjöldamörgum vígstöðvum í ýmsum
stofnunum sem heyra gjarnan hver
undir sitt ráðuneyti og vinna út frá
ólíkum forsendum. Um er að ræða
lögreglu, réttar- og viðurlagakerfi,
unglingaheimili, félagsmálayfírvöld
sveitarfélaga, og skólastjómendur.
„Það er mikið unnið og það er margt
vel gert, en það vantar að gera
vinnslu þessa kerfís markvissari,
samhentari og skilvirkari ef það á
að nýtast þeim hópi unglinga sem
eru mikilvirkastir í afbrotum og
óreglu,“ segir Ómar Smári Ármanns-
son, aðstoðaryfírlögregluþjónn.
Skortur á samvinnu er blettur
„Ég held að það megi segja að
það sé mjög mikill skortur á sam-
vinnu. Þrátt fyrir að allir séu sam-
mála um nauðsyn hennar þá reynist
hún erfið í framkvæmd. Það er mik-
ið af smákóngum og það er ávallt
mikil óvissa um hver eigi að bera
ábyrgð, hver eigi að taka forystu og
þetta eru árekstrar sem verða aldrei
leystir nema með ákveðinni stýringu
ofanfrá. Þetta er töluverður blettur
á þessu máli öllu. Þrátt fyrir að ég
held að hver og einn geti vitnað um
eigin góða vilja þá er samvinnan
mjög erfíð þegar að útfærslu kem-
ur,“ segir Áskell Örn Kárason og
kallar eftir forystu að ofan í ríkis-
kerfínu eigi að takast að samhæfa
vinnubrögð þannig að kerfið vinni í
takt að sama takmarki. Helgi Gunn-
laugsson talar einnig um þörf á auk-
inni samvinnu og tekur undir að í
réttarfarslegum og lagalegum
áherslum réttarkerfísins hafi úrræði
ekki tekið nauðsynlegt mið af félags-
legum bakgrunni.
Eins og fyrr var getið er sér-
Það er taliö einsdæmi
að 16 ára piltur haf i
verið svo afkastamik-
ill á stuttum afbrota-
ferli en auk dómanna
sem hann hefur hlotið
á hann óafgreidd mál
hjá saksóknaraemb-
ættinu og RLR.
Sá árangur sem náðst
hef ur á Stóru-Gröf
þykir þó í öllu falli til
marks um að umtals-
verðum árangri megi
ná í meöferð þessara
unglinga við réttar
aðstæður
„Ef bara er farin þessi
venjulega réttarfars-
leið þá er ég hræddur
um að þau fari í sama
mynstrið, bitrari og
fremji harðsvíraðri
brot."
hæfðri meðferðarvinnu hætt að kalla
þegar unglingur nær 16 ára aldri og
verður sjálfráða og frá 15 ára aldri
fara árekstrar unglinganna við regl-
ur samfélagsins að fara í gegnum
réttarkerfið, þar sem fyrst er oftast
— en nú í minni mæli en áður, að
sögn Guðjóns Magnússonar hjá emb-
ætti ríkissaksóknara — beitt ákæru-
frestunum og síðar skiiorðsdómum
áður en dómstólar beita óskilorðs-
bundnum dómum sem hafa í för með
sér refsivist í fangelsi. Þess eru fá
dæmi að maður sem farið hefur þá
braut sem að framan hefur verið
rakin hafí snúið af leið eftir fyrstu
afplánun og eins og fram er komið
búast viðmælendur Morgunblaðsins
frekar við því að refsivist í fangelsi
á borð við Litla-Hraun geri ekki ann-
að við slíkan ungling en að forherða
hann enn frekar.
Brýnast að taka á málum
16-18 ára
Margir viðmælenda Morgunblaðs-
ins telja að það sé ekki síst í málum
þess hóps, 16-18/20 ára, sem er
nýkominn til kasta réttarkerfísins,
sem gera þurfu verulegt átak, fá
fram hraðari afgreiðslu mála og eiga
völ á úrræðum öðrum en hreinni
fangelsisvist. Slík leið gæti kallað á
fjárfestingar og nokkuð kostnaðar-
saman rekstur en valkosturinn er ef
til vill ekki annar en sá að horfa upp
á afbrotaferil þar sem tugir sak-
lausra eiga eftir að verða fyrir eigna-
eða heilsutjóni að ógleymdum kostn-
aði við dómsmál og áralanga fangels-
isvist í framtíðinni.
Fáum kostnaðinn í bakið
„Ég held að þung fangelsisrefsing
geti gert illt verra þótt manni finnist
það ábyrgðarlaust af hálfu samfé-
lagsins að gefa þeim þessi tækifæri
aftur og aftur án þess að reyna að
gera eitthvað í viðbót, koma þeim inn
í eitthvað félagslegt samhengi," seg-
ir Helgi Gunnlaugsson, sem segir að
síbrot þessara unglinga, sem vænt-
anlega færist í vöxt verði þeim ekki
snúið af þeirri braut sem þeir eru
á, muni hafa í för með sér margvís-
legan kostnað fyrir samfélagið. „Það
er spurning hvort við viljum veita
þennan kostnað i að laga skemmdirn-
ar eða í það að fyrirbyggja það að
skemmdirnar verði. Með einum eða
öðrum hætti fáum við kostnaðinn í
bakið á okkur,“ segir Helgi. Hann
leggur áherslu á að viðbrögð við af-
brotum unglinga þurfi að taka mið
af félagslegum bakgrunni þeirra sem
oftast sé líklega í rúst hvað varði
fjölskyldu, nám og starf.
„Það má til dæmis ýmislegt bæta
í því hvernig réttarkerfið tekur á
þessu. Þau fá sífelldu viðvaranir og
lítil viðbrögð og seinvirk, þau eru
tekin og síðan sleppt og síðan gerist
ekki meira í mánuði eða ár. Það
þarf að taka á þessu með skjótum
hætti og skjótri málsafgreiðslu og
tengja saman þessi réttarfarsúrræði
sem felast í því að menn taki afleið-
ingum gerða sinna en líka að tengja
það við félagleg meðferðarúrræði."
Hærri sjálfræðisaldur
ekki lausn
„Það er mjög útbreitt í félagsmála-
geiranum að sjálfræðisaldur ætti að
hækka í 18 ár en ég efast um að í
þessum málum leysi það neitt. Það
er ekkert að því að dæma 16 ára
unglinga og beita þá viðurlögum en
ég held að dómskerfíð geti til dæmis
unnið betur í þessum málum en gert
er og hafí möguleika sem ekki eru
til staðar í barnaverndarkerfinu.
Kerfíð virðist hins vegar ekki virka
nógu hratt og vel og það þyrfti að
vera hægt að dæma þau í meðferð
þannig að þau hafí um það að velja
að fara í fangelsi eða að fara í ganga
í gegnum meðferð þar sem það hefði
einhvern ávinning í för með sér að
ná árangri. Umgjörðin þyrfti að vera
ákveðin frelsissvipting af því að þess-
ir einstaklingar hafa ekki sjálfstjórn
til að vera i opnu umhverfí og það
þarf að vera vakandi fyrir að taka á
áhrifum vímuefnaneyslu og leggja
áherslu á samvinnu við fjölskyldu og
ættmenni og hjálpa viðkomandi að
læra aðferðir til að lifa lífinu á ann-
an hátt þar á meðal með menntunar-
möguleikum. Þessir krakkar líða fyr-
ir menntunarskort og þjálfunarleysi
og þurfa á sálfræðilegri aðstoð að
halda til að fá innsæi í sín mál, skilja
sig sjálf og læra önnur viðbrögð en
þau hafa tamið sér,“ segir Áskell
Órn Kárason og segist telja að sé
vilji stjórnvalda til staðar telji hann
að til séu stofnanir sem hefðu for-
sendur til að sinna þessum þætti og
nefndi í því sambandi fangelsismála-
stofnun og Unglingaheimili ríkisins.
í máli viðmælenda Morgunblaðsins
kom fram það sameiginlega mat að
taka þyrfti með markvissum hætti á
málefnum síbrotaunglinga og nokkrir
nefndu að árangurinn sem náðst hefði
á reynslutíma Stóru-Grafar gæfí til-
efni til bjartýni á að slíkt átak gæti
skilað vænlegum árangri. Nefnt var
að fyrsta skrefíð væri að láta taka
út hið raunverulega ástand og hinn
ráunverulega vanda, ekki af pólitískri
nefnd í leit að skyndilausn á borð við
nýjar stofnanir, heldur af fólki sem
hefði faglega yfírsýn og væri" í leit
að framtíðarvinnubrögðum og sam-
hæfíngu kerfísins alls. Ekki eru þó
allir jafnbjartsýnir á að slíkar úttektir
leiði til árangurs jafnvel þótt til þeirra
sé vandað.
„Mér sýnist að svona úttektir skili
sér ekki allt of vel þegar á hólminn
er komið. Þeir sem valdið hafa þurfa
að hafa vilja til að fylgja þeim eft-
ir,“ sagði Áskell Öm Kárason og
sagði að víðar en á íslandi hefði
komið í ljós að það væri ekki talið
eftirsóknarvert pólitískt að leggja
umtalsverðan kostnað á skattgreið-
endur til að vinna að málum svo
fámenns hóps sem ætti sér jafn fáa
talsmenn og raun ber vitni.