Morgunblaðið - 06.03.1994, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 06.03.1994, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MARZ 1994 eftir Steingrím Sígurgeirsson LÖNGUM og erfiðum samningaviðræðum er að mestu lokið. Svíar, Finnar og Austurríkismenn hafa náð samkomulag við Evrópusambandið (áður Evrópubandalagið) um aðild. Þeir eru því loks stignir um borð í Evrópulestina, svo notuð sé ein af þreyttari myndlíkingum Evróputalsmátans. Að öllum líkindum munu Norðmenn einnig Ijúka sínum samningum á næstu dögum en enn hefur ekki fundist lausn varðandi sjávarútvegs- og landbúnaðarmál. Verði þessi fjögur EFTA-ríki aðilar að Evrópusambandinu frá og með næstu áramótum mun það hafa miklar breytingar í för með sér. í fyrsta lagi munu gífurlegar breytingar eiga sér stað á allri samfélagsskipan í nýju aðildarríkjunum og þá fyrst og fremst Norðurlöndunum þremur. Norðurlöndin og Norðurlandasamstarfið verða líklega aldrei söm. I öðru lagi mun Evrópusambandið sjálft taka stakkaskiptum þegar aðildarríkjunum fjölgar í sextán ekki síst þar sem viðbótin er í norðurhluta álfunnar. Og loks mun þetta hafa mikil áhrif hér á landi. íslendingar verða eina ríkið á Evrópska efnahagssvæðinu, sem ekki er aðili að Evrópusambandinu. Okkar nánustu frændur munu taka upp öðruvísi lifnaðarhætti og beina kröftum sínum í annan farveg. Með öðrum orðum: Allt okkar umhverfi, og þar með væntanlega við sjálf, er að ganga inn í mikið breytingaskeið og breytingarnar gætu orðið djúpstæðari en nokkurn órar fyrir. Ganga má út írá því sem víso að eðti ins muni minnka og úr mikilvægi þess draga þú viljinn til að viðhalda því sé etlaust til staðar. Norrænir stjúrnmálamenn verða hreinlega of uppteknir at evrúpskum málum til að sér að Norðurlandamálum í sama mæli og hingað til. Glaðir Svíar ANN Wibble, fjármálaráðherra Svíþjóðar, og Ulf Dinkelspiel, Evrópuráðherra, fagna samningsniðurstöð- unni í Brussel. Niðurstaðan var ekki auðfengin eins og svo oft áður í samningaviðræðum við Evrópusambandið. í tæp tvö ár höfðu menn lýst því yfir að niðurstaðan yrði að liggja fyrir í síðasta lagi á miðnætti aðfaranótt 1. mars. Annars myndi Evrópusambandið ekki ná að afgreiða niðurstöðuna fyrir sum- arhlé sitt og þá yrði ekki hægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslur um aðild í ríkjunum fjórum á þessu ári og þar með væri útilok- að að þau yrðu aðilar að sambandinu um næstu áramót. En þrátt fyrir að samninga- mennirnjr ræddust við sleitulaust síðustu sólárhringana var ljóst á mánudag að niður- staða myndi ekki fást í tæka tíð. Tauga- spenntir samningamennirnir voru farnir að ræða um hugsanlega yrði að „stöðva klukk- una“ um einhvern tíma og á þriðjudags- morgun benti raunar margt til að viðræð- urnar myndu fara út um þúfur. Sænska síðdegisblaðið Aftonbladet skipti um forsíðu á þriðjudagsmorgun og sló því fram með stríðsletri að viðræðurnar væru sprangnar. Skömmu fyrir hádegi barst hins vegar sú fregn að niðurstaða væri komin varð- andi Svía, nokkrum klukkustundum síðar bættust Finnar við og um kvöldið tókst einn- ig Austurríkismönnum að ljúka sínum mál- um. Norðmenn stóðu aftur á móti fast á sínum kröfum um að hleypa ekki ESB-tog- urum (fyrst og, fremst spænskum) inn í norska landhelgi og hefur því verið frestað fram til þriðjudagsins að ná niðurstöðu í viðræðum við þá. Svíar hrifnir Sænskir stjórnmálamenn úr flestum flokk- um voru yfir sig hrifnir af niðurstöðunni. Svíar höfðu ekki sett fram jafn umfangsmikl- ar sérkröfur og Norðmenn og stóð mesta stappið um það hvenær þeir ættu að byija að greiða fullt framlag til Evrópusambands- ins. Varð niðurstaðan sú að það verður ekki fyrr en á fimmta ári aðildar. Þegar upp er staðið verður heildarframlag Svía til sam- bandsins um 200 milljarðar króna á ári og verða þeir meðal þeirra þjóða sem leggja mest af mörkum þegar framlög til baka hafa verið dregin frá. Um flest annað hafði náðst samkomulag töluvert áður en fresturinn rann út og var marga Svía jafnvel farið að grana að samningamennirnir væra einungis að draga málin á langinn til að geta lýst því yfir í kosningabaráttunni að hart hefði þurft að berjast fyrir öllum tilslökunum. Svíar fá einnig að halda takmörkunum á innflutningi landbúnaðarafurða, sem miða að því að koma í veg fyrir að salmonella berist til landsins, og munntóbakinu sænska en talið er að ef Svíar hefðu ekki fengið undanþágu varðandi hið síðastnefnda hefði það getað snúið almenningsálitinu gegn ESB- aðild. Samtök jafnt sænskra atvinnurekenda sem flest stéttarfélög fögnuðu einnig niðurstöð- unni. SAF, sænska vinnuveitendasambandið, hefur staðið framarlega í baráttunni fyrir Evrópusambandsaðild og segir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið ekki nægja. Utanríkisviðskipti Svía nema um 20% af vergri þjóðarframleiðslu og fara 55% af út- flutningi Svía til ríkja Evrópusambandsins. Er það mat SAF að ESB-aðild sé nauðsynleg til að tryggja stöðugleika og öryggi fyrir sænskt atvinnulíf og að það kosti sænskan iðnað um 70 milljarða króna árlega að standa utan sambandsins. Andstæðingar aðildar leggja hins vegar mesta áherslu á að Svíar megi ekki varpa hlutleysi sínu fyrir róða, að Evrópusambands- aðild myndi þýða að slakað yrði á í umhverf- ismálum og að atvinnuleysi myndi líklega aukast. Þá hafa andstæðingar aðildar miklar áhyggjur af því að slakað verði á í áfengis- málum og að áfengisneysla muni aukast í kjölfarið. Reglum hefur raunar þegar verið breytt á öllum Norðurlöndunum vegna EES- samkomulagsins en gera má fastlega ráð fyrir að ESB-aðild myndi þegar fram í sækti þýða töluverða verðlækkun á áfengi þó svo að smásala á áfengi kunni áfram að verða í höndum ríkisins. Þegar landamæri að öðrum ESB-ríkjum hverfa geta neytendur hreinlega keypt sitt áfengi annars staðar ef þeim ofbýð- ur verðlagningin líkt og nú er að gerast í Bretlandi. Áfengisverð í Bretlandi er töluvert hærra en í Frakklandi og hefur töluverður hluti áfengisinnkaupa Breta því færst yfir Ermarsundið. Finnar tvístígandi Finnskir stjórnmálamenn vora ekki eins glaðbeittir í yfirlýsingum sínum og mátti jafn- vel skilja á sumum þeirra að þeir væru óánægðir með samkomulagið. Esko Aho for- sætisráðherra lýsti því þó loks yfir að kostir aðildarsamningsins væru meiri en gallarnir og yrði hann því líklega borinn undir þjóðarat- kvæði síðar á árinu, líklega í september. Áður hafði Pertti Salolainen utanríkisvið- skiptaráðherra sagt'að hann teldi líklegt að samningurinn yrði samþykktur. Samkvæmt skoðanakönnunum era um 39% Finna hlynnt aðild en 30% á móti. 31% þjóðarinnar hafa ekki gert upp hug sinn. Það eru helst finnskir bændur sem eru óánægðir með niðurstöðuna og vega þeir þungt þó að þeir séu einungis 160 þúsund af fimm milljónum íbúa landsins. Höfðu Finnar farið fram á að allt landið myndi falla undir skilgreininguna „heimskautalandbún- aður“ og voru þeir óánægðir að sú skyldi ekki verða raunin. Hafa sumir látið þá skoð- un í ljós að niðurstaðan varðandi byggðamál sé nánast sniðin að þörfum Svía. Erfíðasta deilumálið í samningaviðræðum Austurríkismanna var umferð flutningabíla yfir Alpana. Austurríkismenn vildu áfram takmarka hana verulega og var nýleg ákvörð- un Svisslendinga í þjóðaratkvæðagreiðslu, að skerða mjög umferð um Alpana, til að ýta undir kröfur austurrísks almennings um hið sama. Var niðurstaðan málamiðlun sem gerir það að verkum að umferð um Alpana verður endurskoðuð fyrr en Austurríkismenn vildu. Sumir aðildarandstæðingar nálgast málið út frá öðrum forsendum og benda á hina mikiu miðstýringartilhneigingar, sem gætir innan Evrópusambandsins. Það skjóti skökku við að á sama tíma og Svíar séu að berjast við að losa sig við sitt eigið miðstýrða kerfi skuli þeir gangast öðru miðstýring- arapparati á hönd. Áðildarsamningurinn verður einnig borinn undir þjóðaratkvæði í Austurríki síðar á árinu og samkvæmt skoðanakönnun, sem birt var á fimmtudag, era 42% íbúa hlynnt aðild, 25% á móti en 32% hafa ekki gert upp hug sinn. Hvað þýðir aðild? En hveiju mun ESB-aðiIdin breyta? Hvað íbúa þeirra EFTA-ríkja sem líklega verða brátt að ESB-ríkjum varðar er ólíklegt að tilvera þeirra muni umturnast á einni nóttu. Menn þurfa bara að líta til Evrópusambands- ríkisins Danmerkur og annarra Norðurlanda til að sjá að öllu verður ekki snúið á hvolf. Hins vegar mun réttarstaða íbúanna á megin- landinu styrkjast þó svo að stór skref hafi verið stigin í þeim efnum með EES-samn- ingnum. Virðisaukaskattur mun lækka og sömuleiðis skattar á áfengi og tóbak. Tölu- verðar breytingar verða í landbúnaðarmálum þegar fram í sækir og verða bændur að búa sig undir aukna samkeppni og annað niður- greiðsluumhverfi. Eflaust mun matvælaverð lækka eitthvað þó að það verði kannski ekki um tugi prósenta. Þá munu þessi ríki geta haft áhrif á framtíðarþróun Evrópusam- bandsins í stað þess að vera einungis þolend- ur þeirra ákvarðana, sem teknar eru í Bruss- el. Ganga má út frá því sem vísu að eðli Norðurlandasamstarfsins muni minnka og úr mikilvægi þess draga þó viljinn til að við- halda því sé eflaust til staðar. Norrænir stjórnmálamenn verða hreinlega of uppteknir af evrópskum málum til að geta einbeitt sér að Norðurlandamálum í sama mæli og hing- að til. Breytingin fyrir Evrópusambandið sjálft verður einnig töluverð. Franska dagblaðið Le Monde segir í forystugrein að Þjóðveijar hafi barist jafn hart fyrir aðild Norðurland- anna og Austurríkis og raun ber vitni til að fá fleiri ríki í lið með sér til að axla hinar fjárhagslegu byrðar vegna fátæku Suður- Evrópuríkjanna og landbúnaðarstefnunnar. Það séu hins vegar miður göfugar kenndir sem liggja að baki stuðningi Breta og Dana við fjölgun, segir blaðið. Þær þjóðir telji að fjölgun geti orðið til að hægja á þróuninni í átt að sambandsríkis og jafnvel stöðva hana. í staðinn vilja þau þróun í átt að einu fijálsu markaðssvæði. Telur Le Monde að sú gæti jafnvel orðið raunin þó miður sé, að mati blaðsins. Sá valkostur að hafna nýjum aðild- arríkjum væri aftur á móti enn hættulegri og myndi líklega endanlega gera út um trú- verðugleika Evrópusambandsins á alþjóða- vettvangi. Það er að minnsta kosti ljóst að Evrópu- sambandið verður aldrei samt við sig ef aðild- arríkjunum fjölgar í fimmtán eða sextán. Það verður að breyta öllu innra skipulagi sam- bandsins og hugsanlega kunna valdahlutföll- in innan þess einnig að breytast. Enn á eftir að koma í ljós liver áhrifin verða fyrir okkur íslendinga. Ohjákvæmilega munum við einangrast frekar pólitískt frá því sem nú er. Hver hin viðskiptalegu áhrif verða mun að miklu leyti ráðast af því hver niðurstaðan verður varðandi aðild Norð- manna og hvers konar samning þeir fá í sjáv- arútvegsmálum ef samningar nást. Eflaust munu líka kröfurnar um að samfélagsþróun- in verði svipuð og í ESB-ríkjunum fara vax- andi á næstu árum. Samskipti íslendinga og annarra Norðurlandaþjóða hafa ávallt verið náin og með EES-samningnum má búast við enn frekara streymi námsmanna og fólks í atvinnuleit milli Islands og annarra Evrópu- ríkja. Eftir því sem samskipti ríkja verða nánari verður erfiðara að viðhalda misvægi í t.d. lífskjörum og öllum aðbúnaði fólks og fyrirtækja. Það má því búast við að íslending- ar muni einnig verða varir við ýmis konar Evrópusambandsaðlögun ekki síður en þau ríki, sem nú hafa samið um aðild að samband- inu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.