Morgunblaðið - 06.03.1994, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MARZ 1994
Bandaríkjastjórn knýr Króata til að semja við múslima um sambandsríki í Bosníu
Stórt skref í átt til friðar
eða skammgóður vermir?
SAMKOMULAG múslima og
Króata í Bosníu um stofnun
sambandsríkis virðist sigur fyr-
ir Bandaríkjastjórn, sem hóf
ekki bein afskipti af friðarum-
leitunum í Bosníudeilunni fyrr
en eftir að friðarviðræðurnar á
vegum Sameinuðu þjóðanna og
Evrópusambandsins runnu út í
sandinn í síðasta mánuði. Sam-
komulagið gæti reynst mikil-
vægt skref i átt til friðar og
upphafið að nýrri Bosníu. Jafn-
vel samningamenn Bandaríkja-
sljórnar hafa þó látið í ljós efa-
semdir um að samkomulagið
verði til þess að binda enda á
stríðið í Bosníu, sem hefur kost-
að um 200.000 manns lífið.
Samkomulagið var undirritað í
Washington á þriðjudags-
kvöld og það kveður á um að yfir-
ráðasvæði múslima og Króata,
þ.e. um þriðjungur Bosníu, verði
.. sameinuð í sambandsríki. Gert er
ráð fyrir að ríkið skiptist í kantón-
ur, sem fái allmikil völd, og verði
í iaustengdu ríkjasambandi við
Króatíu. Tengsl ríkjanna eiga
einkum að vera efnahagsleg, auk
þess sem landamæri þeirra verða
opin til að tryggja landluktri Bosn-
íu aðgang að Adríahafi.
Samkomulaginu er ætlað að
binda enda á átök Króata og
múslima og auka likurnar á þvi
að Bosnía verði nógu stórt ríki til
að geta haldið pólitísku og efna-
hagslegu sjálfstæði sínu þegar
fram líða stundir.
Króötum settir úrslitakostir
Bandaríkjamenn segja að hótun
Atlantshafsbandalagsins (NATO)
um að gera loftárásir á serbneska
umsátursliðið í grennd við
Sarajevo hafi skapað kjörið tæki-
færi til knýja fram friðarsam-
komulag. Embættismenn í Wash-
ington segja að Bandaríkjastjóm
hafi í raun sett króatískum stjóm-
völdum úrslitakosti, eins og serb-
neska umsátursliðinu í grennd við
Sarajevo.
Króatísku stjóminni var sagt
að gleyma áformum sínum um að
innlima yfirráðasvæða Bosníu-
Króata í Króatíu. Króötum var
Reuter
Varfærnislegt endurreisnarstarf
Ukraínskur friðargæsluliði miðar á skotbyrgi serbneskra leyniskyttna í grennd við Sarajevo á með-
an starfsmenn borgarinnar gera við járnbrautarteina.
einnig gert ljóst að ef þeir semdu
við múslima myndu þeir hagnast
á því efnhagslega, en ef þeir gerðu
það ekki ættu þeir yfir höfði sér
einangrun ogjafnvel efnahagsleg-
ar refsiaðgerðir.
Þetta hafði greinilega áhrif.
„Það er ekkert
sem jafnast á
við hina miklu
siðferðislegu
forystu Banda-
ríkjanna," sagði
Mate Granic,
utanríkisráðherra Króatíu, þegar
hann undirritaði samkomulagið
fyrir hönd stjórnar sinnar.
Serbar knúðir til áð
friðmælast?
Serbum var ekki boðið til frið-
arviðræðnanna í Washington, þótf
þeir hefðu um 70% landsvæðanna
í Bosníu á valdi sínu. Viðbrögð
þeirra við samkomulaginu ein-
kenndust af tortryggni, enda ótt-
ast þeir að múslimar og Króatar
séu að mynda and-serbneskt
bandalag. Bandarískir embættis-
menn hafa þó sagt að nú verði
reynt til þrautar að fá Serba til
að samþykkja að taka þátt í stofn-
un sambandsríkis í Bosníu. Stjórn-
arerindrekar í
Brussel segja
að Rússar verði
að reyna að fá
Serba til að
gefa drauminn
um StÖr-Serbíu
a. sama hátt og
Bandaríkjamenn knúðu króatísku
stjórnina til að falla frá áformum
sínum um innlimun króatísku
svæðanna í Króatíu.
í friðarviðræðunum á vegum
Sameinuðu þjóðanna og Evrópu-
sambandsins var komið fram við
Serba af fullmikilli virðingu, því
litið var á þá sem sigurvegara
stríðsins. Bandaríkjamenn nálgast
málið hins vegar með öðrum hætti.
Þeir líta svo á að þótt Serbar hafi
nú stór landsvæði á valdi sínu
hljóti þeir að tapa þegar til lengri
tíma er litið.
Refsiaðgerðir Sameinuðu þjóð-
anna hafa þegar leikið Serba grátt
og haldi svo fram sem horfir blas-
ir við þeim efnahagslegt hrun.
Þróun mála í Bosníu að undan-
förnu bendir líka til þess að þeir
séu farnir að linast. Þeir hafa ver-
ið knúðir til að flytja umáturslið
sitt frá Sarajevo og fallist á að
flugvöllurinn í Tuzla verði opnaður
að nýju. Og þegar NATO grand-
aði fjórum herþotum þeirra á
mánudag sættu þeir sig við það,
virtust lúpulegir frekar en reiðir.
Þegar Serbar urðu við kröfu
NATO og fluttu umsátursliðið frá
Sarajevo fögnuðu þeir sigri vegna
þess að rússneskir hermenn voru
sendir þangað til friðargæslu.
Fögnuður þeirra var þó fremur
hjákátlegur og ósannfærandi.
Koma Rússanna til Sarajevo getur
BAKSVIÐ
eftir Boga Arason
vart talist mikill sigur fyrir Serba,
miklu fremur tækifæri til að gefa
eftir án þess að misbjóða stoltinu.
Serbar vita einnig að Rússar
geta aðeins veitt þeim takmarkað-
an stuðning. Rússneska stjómin
tók málstað þeirra vegna þrýst-
ings þjóðernissinna heima fyrir og
er treg til að láta Bosníudeiluna
spilla um of samskiptunum við
Vesturlönd.
Serbar eru þó til alls vísir og
gætu haldið stríðsrekstrinum
áfram. Bandarískir embættismenn
viðurkenna að erfitt verði að fá
þá til að fallast á að stofna sam-
bandsríki með múslimum og Kró-
ötum. Takist það ekki er stefnt
að því að múslimar og Króatar
sameinist í sambandsríki án
Serba.
Eru fullar sættir
hugsanlegar?
Múslimar og Króatar voru
bandamenn þegar stríðið í Bosníu
blossaði upp árið 1992 en þeir
hafa nú barist sín á milli í hartnær
ár. Króatar ákváðu að notfæra sér
slæma stöðu múslima vegna bar-
daga þeirra við Serba til að ná
af þeim landsvæðum, sem ætlunin
var að innlima í Króatíu. Þessir
bardagar hafa haft hörmulegar
afleiðingar, heilu þorpin hafa verið
lögð í rúst og allir kirkjugarðar
fylltust fyrir löngu. Króötum hefur
nú snúist hugur en heiftin vegna
blóðsúthellinganna er orðin slík
að erfitt er að ímynda sér að þjóð-
irnar geti lifað saman í sátt og
samlyndi.
Her Bosníustjórnar var að
sækja í sig veðrið í stríðinu áður
en samið var um vopnahlé og
Króatar áttu í vök að veijast.
Búist var við að stjórnarherinn
myndi blása til stórsóknar með
vorinu. Framtíð friðarsamkomu-
lagsins ræðst aðallega af því hvort
bosnísku stjórninni tekst að fá
hermenn sína til að leggja niður
vopn - menn sem hafa margir
hveijir misst heimili sín og ætt-
ingja af völdum króatísku her-
sveitanna.
Veikleiki samkomulagsins felst
ennfremur í því að enn er ósamið
um ýmis viðkvæm atriði varðandi
skipan hermála í fyrirhuguðu sam-
bandsríki.
Samkomulag múslima og Kró-
ata vekur þó vonir um að blóðsút-
hellingunum í Bosníu fari senn að
linna og að skynsemin hafi yfir-
höndina. Samkomulagið hlýtur því
að vera fagnaðarefni, einkum fyr-
ir meðalgöngumennina, Banda-
ríkjastjórn sem hefur tekist mis-
jafnlega upp í utanríkismálum til
þessa og sætti lengi gagnrýni fyr-
ir vandræðagang í Bosníumálinu.
FAGOR
ÞVOTTAVÉLAR FE54 & FE83
Magn af þvotti 5 kg
Þvottakerfi 17
Hitar síöasta skolvatn
Sér hitastillir 0-9CPC
Ryöfrí tromla og belgur
Hraöþvottakerfi
Áfangaþeytivinda
Sjálfvirkt vatnsmagn
Hæg vatnskæling
Sparneytin
Hljóölát
VINSAMLEGAST ATHUGIÐ NÝTT HEIMILISFANQ
RÖNNING
BORGARTÚNI 24
SÍMI 68 58 68
Ljóðleikhúsið
Ljóðadagskrá annað kvöld
FYRSTA mánudag hvers
mánaðar hafa verið haldin
ljóðakvöld í Þjóðleikhúskjall-
aranum á vegum hóps ljóð-
skálda í samvinnu við Þjóð-
leikhúsið, og verður þeirri
starfsemi haldið áfram enn
um sinn, enda viðtökur verið
einstaklega góðar.
Mánudaginn 7. mars nk. verður
Ljóðleikhúsið enn á ferð í Þjóðleik-
húskjallaranum með dagskrá um
samtímaljóðlist. Skáldin sem þá
koma fram eru Jón Hallur Stefáns-
son, Jónas Þorbjamarson, Margrét
Lóa Jónasdóttir, Sigmundur Ernir
Rúnarsson og Þorsteinn Gylfason.
Heiðursgestur Ljóðleikhússins
að þessu sinni verður Guðbergur
Bergsson og les hann óbirt fru-
mort ljóð, en Viðar Eggertsson
leikari les úr fyrstu ljóðabók Guð-
í fréttatilkynningu segir: Ólafur
Kárason kom inn á íslenskt skálda-
þing með óvenjulegum hætti.
Raunar hefur hann aldrei fengið
þar öruggt sæti, heldur verið eins-
konar utangarðsmaður alla tið.
En hann hefur lengi verið íslend-
ingum hjartfólgið skáld. Þau fáu
kvæði hans, sem okkur voru eftir
látin, hefur þjóðin gjarnan þulið
við ýmis tækifæri því að þau eru
óumdeilanlega áleitin og búa yfir
sérkennilegu seiðmagni. Tónskáld
bergs, Endurtekin orð, og Sigurð-
ur Skúlason leikari les úr ljóða-
bálknum Flateyjar-Frey.
Dagskráin hefst kl. 20.30 eins
og venja er og er gestum sem
fyrr bent á að mæta tímanlega.
hafa dregist að þeim og búið þeim
sönglög. Ljóðstíll hans er mótaður
af fágætu orðfæri og furðulegu
myndmáli. Enginn hefur sem hann
þennan óm úr djúpum sálarlífsins
og kraftbirtingu guðdómsins.
Ólafur Kárason lést á unga aldri
snemma á öldinni, saddur lífdaga
eftir dapurlega ævi.
Ljóðasýningin á Kjarvalsstöðum
er opin daglega frá kl. 10 til 18
og stendur til sunnudagsins 27.
mars.
UÓÐASÝNING
MIÐVIKUDAGINN 2. mars sl. opnaði á Kjarvalsstöðum ljóðasýn-
ing sem unnin er í samvinnu við Ríkisútvarpið Rás 1. Að þessu
sinni eru sýnd yóð eftir Ólaf Kárason.