Morgunblaðið - 06.03.1994, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MARZ 1994
17
íslenski dansflokkurinn
Draumar, Mánans ar,
Vitlaust númer og Bless
Lára Stefánsdóttir í Mánans ar eftir Auði Bjarnadóttur.
__________Ballett______________
Ólafur Ólafsson
íslenski dansflokkurinn:
Draumar; danshSfundur: Steph-
en Mills.
Mánans ar; danshöfundur: Auður
Bjarnadóttir.
Vitlaust númer; danshöfundar:
Maria Gísladóttir ásamt dönsur-
unum.
Adieu; danshöfundur: Lambros
Lambrou.
Tónlist: Praise, Atli Heimir
Sveinsson, Pétur Grétarsson,
Chopin, Bruck Owens, Mascagni,
Franz Schmidt.
Leikmynd og búningar: Karl
Aspelund, Leslie Bonnell.
Lýsing: Björn G. Guðmundsson.
Sviðsetning: María Gísladóttir,
Lauren Hauser, Auður Bjarna-
dóttir.
Þjóðleikhúsið, 3. mars 1994.
Með nokkurri eftirvæntingu var
beðið þessarar sýningar Islenska
dansflokksins, því verkefnaval gaf
tilefni til þess. Flokkurinn hefur
verið að rísa úr öskutónni á undan-
förnum misserum. Þessi sýning var
ánægjulegur vottur þess, að upp-
byggingin heldur áfram. Hér er á
ferðinni fjölbreytt sýning, því boðið
er uppá auðlesin verk með alvarlegu
ívafi og glettni.
Upphafsverkið, Draumar, eftir
Stephen Mills, er mjög skemmti-
legt. Það er þónokkuð „poppað" og
með líflegu hljómfalli, sem er á
köflum suðrænt og með frumskóg-
arstemmningu. Hraði, snerpa og
seigfljótandi hreyfmgar skiptast á
í dansinum. Kóreógrafían krefst
klassískrar þjálfunar dansaranna,
þó dansað sé við nútímatónlist. Hún
gerir miklar kröfur til úthalds og
styrks, ekki síður en mikillar ná-
kvæmni í samdansi. Þó í upphafi
hafi örlað á einhverri taugaspennu,
hvarf hún þegar leið á dansinn.
Verkið Draumar er fullt af gáska
og daðri, sem skilaði sér vel. Af
einstökum dönsurum vil ég nefna
Þóru Guðjohnsen og Hany Hadaya,
en þessi dansstíll hentar honum
sérlega vel. Sigrún Guðmundsdóttir
og ekki síður Jóhann Björgvinsson
komu mér nokkuð á óvart. Hlutverk
Jóhanns í Draumum er það stærsta,
sem honum hefur verið trúað fyrir.
Lofar góðu, en á eftir að taka út
meiri þroska sem dansari. Ljósin
voru mjög vel notuð. Verkið fór að
verða dálítið langdregið og það er
það helsta sem finna má að því.
Því er dálítið illa lokað af hendi
höfundar og því lýkur nánast uppúr
þurru. En þetta voru samt góðir
og skemmtilegir Draumar.
Mánans ar eftir Auði Bjarnadótt-
ur var næst á efnisskránni. Auður
semur verkið, sem er fyrir sólódans-
ara og tólf hópdansara, við flautu-
konsert Atla Heimis Sveinssonar.
Mánans ar er rykkorn, sem geislar
mánans lýsa upp, það korn, sem
svífur um uppljómað í dularfullu
ljósi mánans. Sólóhlutverkið (flaut-
an í tónverkinu) er dansað í ljós-
geisla tveggja kastara, sem lýsa
dansarann upp, eins og rykkorn
lýsist upp í mánageisla. Það má
segja það alveg beint út, að verkið
smellur og er hreint stórkostlegt. Á
leiksviðinu er pappírsrusl, ljósabún-
aður sviðsins er ekkert hulinn og í
bakgrunn er tötralegur skúlptúr.
Búningar hópdansaranna eru
druslulegir og úr striga. Verkið
getur gerst á tunglinu, á ruslahaug,
í niðumíddri borg eða — bara hvar
sem er. Söguþráður er varla í verk-
inu, en sterk skilaboð er þar að
finna. Þetta er kynngimagnað verk
við stórbrotna tónlist.
Mánans ar er samið af innsæi
og næmri tilfinningu fyrir mögu-
leikum leiksviðsins. Allar staðsetn-
ingar eru góðar og allar tengingar
með ágætum. Samspil allra dansar-
anna gengur upp og sólóhlutverkið
í geislanum er frábært. Það er dans-
að af Láru Stefánsdóttur. Hún fer
á kostum, túlkun hennar er frábær
og hún vinnur fullkomlega rétt úr
hlutverkinu. Hópurinn skilar sínu
mjög vel og gefur verkinu þungan
undirtón. Sama verður að segja um
leikmynd Karls Aspelunds og einnig
um frábæra lýsingu Bjöms B. Guð-
mundssonar. í mínum augum vinn-
ur Auður Bjarnadóttir mikinn sigur
með þessu verki. Hver sá, sem telur
sig hafa einhvern snefil af áhuga á
íslensku leikhúsi, getur ekki látið
Mánans ar framhjá sér fara. Svo
einfalt er það.
Vitlaust númer er stuttur ballett,
sem María Gísladóttir samdi í félagi
við dansarana. Tónlistin er eftir
Pétur Grétarsson og eru bæði dans-
inn og tónlistin samin sérstaklega
fyrir Islenska dansflokkinn. Það er
ekki í mínum verkahring að fjalla
um tónlistina, en samvinna dansara
og tónskálda er mjög jákvæður
þáttur. Vitlaust númer er skondinn
léttur baljett við dálítið tölvukennda
tónlist. Útúr símalínunum kemur
fólk, sem kannski fær meira og
minna „vitlaust númer“ i samskipt-
um hvert við annað, enda endar
verkið með því, að skellt er á. Þetta
verk er fyrst og fremst samið til
að skemmta og það tekst því ljóm-
andi. Frumsýningargestir voru
greinilega með á nótunum. Sviðs-
myndin var nokkuð góð, en að mínu
mati voru búningar kvennanna dá-
lítið fáránlegir og karlarnir eins og
gleymst hefði að færa þá í hluta
búningsins. Lýsing í þessu verki
virðist hafa setið á hakanum, því
ljósin voru nánast ekki notuð. I
heildina er Vitlaust númer samt
ágæt skemmtun.
Adieu er ballett um þijú ólík ást-
arsambönd, þar sem elskendumir
eru að skilja. Pörin em ólík, en
skilnaður er alltaf niðurstaðan. í
lokakaflanum sameinast pörin síðan
í dansi, áður en þau halda hvert í
sína áttina, sátt við orðinn hlut.
Lambros Lambrou samdi ballettinn
fyrir Ballet Austin, þar sem höfund-
urinn gegnir stöðu listdansstjóra.
Verkið virkar ekki sérlega sterkt
eða eftirminnilegt. Þó það hafi ver-
ið ágætlega dansað af öllum, var
það helst miðkaflinn, sem vakti at-
hygli. Þar eru elskendur að skilja
að morgni. Líklega nokkuð raun-
sönn lýsing á högum ungs fólks.
Sigrún Guðmundsdóttir og Guð-
mundur Helgason, nýliðinn í flokkn-
um, dönsuðu þann kafla. Lokakafli
verksins, sem jafnframt var loka-
atriði kvöldsins, var hugljúfur og
fallegur dans allra þriggja paranna.
Adieu er ekki bragðsterkt verk, þó
það standi fyrir sínu.
Um sýningu íslenska dansflokks-
ins í heild verður að segja, að hún
tókst ljómandi vel. Hún er góður
vitnisburður um metnaðarfullt
starf. Það kann að vera erfitt að
raða saman í eina dagskrá fjórum
jafnólíkum verkum eins og núna
var boðið uppá. Röð þeirra hefði
að mínu mati mátt vera önnur, til
að byggja upp styrk. En þær að-
fínnslur eru smámunir einir. Þetta
er sýning, sem er fjölbreytt, auðskil-
in og umfram allt góð skemmtun.
Og svo er verk Auðar Bjamadótt-
ur, Mánans ar, dansverk fyrir leik-
svið sem enginn áhugamaður um
leikhús má láta framhjá sér fara.
EFLUM
MÁLRÆKIARSJÓÐ
í tilefni af50 ára afmœli lýðveldisins.
Tekið við framlögum í síma 28530.
MÁLRÆKTARSJÓÐ UR
Aragötu9,101 Reykjavík
TILBOÐ
ÓSKAST
í Ford RangerXLT King Cab 4x4, árgerð ’89 (ek-
inn 28 þús. mílur), Mitsubishi L-300 Mini Van,
árgerð '90 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar á
Grensásvegi 9 þriðjudaginn 8. mars kl. 12-15.
Ennfremur óskast tilboð í Hyster gafallyftara
H-100C, 4,5tonn.
Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16.
SALA VARNARLIÐSEIGNA
Landsbanki íslands auglýsir nú fimmta árið í röð eftir
umsóknum um NÁMU-styrki. Veittir verða 7 styrkir.
Hf Einungis aðilar að NÁMUNNI, námsmannaþjónustu
Landsbanka íslands, eiga rétt á áð sækja um þessa
styrki.
@§ Allir þeir sem gerst hafa félagar í NÁMUNNI fyrir
15. mars 1994 eiga rétt á að sækja um styrk vegna
þessa námsárs.
|§ Hver styrkur er að upphæð 150 þúsund krónur. Þeir
verða afhentir í apríl 1994 og veittir NÁMU-félögum
skv. eftirfarandi flokkun;
2 styrkir til háskólanáms á íslandi, 2 styrkirtil náms
við framhaldsskóla hérlendis, 2 styrkir til fram-
haldsnáms erlendis og 1 styrkur til listnáms.
Umsóknum ertilgreini námsferil, námsárangur,
heimilishagi og framtíðaráform, skal skilað til Lands-
banka íslands eigi síðar en 15. mars næstkomandi.
H§ Umsóknir sendist til:
Landsbanki íslands, Markaðssvið
b.t. Berglindar Þórhallsdóttur
Bankastræti 7, 155 Reykjavík
L
Landsbanki
ísiands
Banki allra landsmanna