Morgunblaðið - 06.03.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.03.1994, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MARZ 1994 eftir Gunnloug Rögnvaldsson 71'ésmiðurinn og þolfimi- kennarinn knái, Magnús Scheving, tryggði sér Evr- ópumeistaratitilinn í þolfimi um síð- ustu helgi í Búdapest. Eftir sex vik- ur tekur hann þátt í heimsmeistara- mótinu í Japan. í dag vinnur hann og æfir myrkranna á milli, með það eitt að leiðarljósi að tryggja sér heimsmeistaratitilinn í Tókýó. Evr- ópumeistaratitillinn gaf honum auknar vonir um að ná settu marki, en engu að síður verður við ramm- an reip að draga. Margir ólíkir þættir þurfa að falla saman í eina heild, svo árangur náist. A meðan beitir Magnús ýmist hamrinum í vinnu, heldur fyrirlestra fyrir ung- linga, skemmtir á skemmtistöðum eða æfír af kappi. Það er aldrei dauður tími í lífí Magnúsar. Flmr til neö dómurum „Ég hef ekki enn staðið sjálfan mig að því að hugsa: Hvað get ég gert í dag? Ég hef alltaf nóg að gera. Þegar einu verki er lokið, koma upp tíu nýjar hugmyndir. Það versta sem ég veit, er að fínna að fólki leiðist. Eg þekki ekki hvað það er í eigin lífí,“ sagði Magnús í sam- tali við Morgunblaðið. Hann býr við Vesturberg í Breiðholti, en er að fullklára hús á Seltjamarnesi, sem gengur undir nafninu Beverly Hjall- ur. „Ég hef verið mjög lengi að gera upp gamalt húsið, þrjú ár. Það er orðið langþráð markmið, en ég hef bara haff í svo mörgu að snú- ast. Undanfarið hefur það átt hug minn allan að ná titlunum. Hinsveg- ar gefur það aðra og meiri vellíðan að kenna þolfími og sjá fólk ná árangri. Það er betra en allir heims- ins titlar,“ sagði Magnús við morg- unverðarborðið á heimili sínu. Hann kreisti ávaxtasafa úr appelsínum, borðaði skyr og gleypti vítamín og hákarlalýsi. „Veistu það að hákarlar fá aldrei krabbamein, deyja bara úr elli. Ég held að ég sé að verða gamall, þreytan úr keppninni situr í mér og mig dreymdi einhvetja tóma vitleysu í nótt. Ég var staddur i miðri rugby-keppni á Jamaíka og allt var kolvitlaust. Það versta var að ég var dómari!" sagði Magnús og brosti. „Það eru nú menn sem ég fínn til með, þ.e. dómarar í keppni hér- lendis. Þessir menn leggja á sig miklar fómir svo handbolta- og fót- boltamenn geti stundað sínar íþrótt- jjfcjp; Morgunblaðið/Gunnlaugur Rognvaldsson Hér tekur Magnús létta æfingu fyrir framan þinghúsið í Búdapest með sigurlaunin skammt undan Evrópumeistarinn í þolfimi, Magnús Scheving, er trésmiður, þolfimikennari, skemmtikraftur og starfar mikið með unglingum. Hann er óstöðvandi vinnuþjarkur. Alltaf á ferð á flugl ir, en fá lítið annað en skammir í staðinn. Það hlýtur að þurfa sterka persónuleika í þetta starf. íslend- ingar eru mjög metnaðargjarnir í íþróttum, en mér finnst einstakar íþróttir fá alltof mikla athygli og fjárhagslegan stuðning. Svo geta menn leyft sér að gera grín að skíðamönnunum sem kepptu á Ólympíuleikunum, en höfum við lagt einhvern pening í að hjálpa þeim af einhveiju viti? I skólum eiga unglingar sem ekki sparka bolta undir högg að sækja og mér fínnst leikfimikennsla vera á hálli braut. Boltaleikir ráða öllu og þeir sem ekki finna sig í því verða hrein- lega útundan. Ég hef fengið ung- linga í æfíngatíma sem ekki geta einföldustu leikfimiæfingar. Upp- bygging á leikfímikennslu á að vera þannig að þegar þú ert kominn á unglingsaldurinn, séu þér allir vegir færir, þú getir valið þá íþrótt sem þér fínnst mest spennandi, ekki þannig að krökkum sé stýrt inn i heim boltans. Stjórnmálamenn landsins eiga stóran þátt í að bijóta niður íþrótta- starf skólanna með sífelldum niður- skurði. Ég held að fátt sé betra fyrir krakka sem eru að þroskast og á viðvæmum aldri en að stunda íþróttir, hvaða nöfnum sem þær nefnast. Að þjálfa líkamann og vera í góðum félagsskap er uppbyggj- andi fyrir lífið. Þjálfunin þarf líka að vera markvissari, ég hef kynnst mörgum íþróttamönnum sem eiga að vera í toppformi en eru svo stirð- ir að þeir geta ekki teygt hendur niður á tær. Það hlýtur að vera lágmarks krafa að íþróttamenn hafí fulla stjórn á líkamanum og þeim hreyfíngum sem hann býður upp á, teygjur eru mjög vanræktar. Sjálfur er ég ekki alltaf nógu dug- legur við þær, liggur svo lífíð á að komast eitthvað eftir kennslutíma eða æfíngar.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.