Morgunblaðið - 06.03.1994, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MARZ 1994
19
Stúlkar kikna undan krötunum
„Það eru ekki nema tíu ár síðan
þolfimi var talin kerlingaíþrótt og
ég fékk að heyra það. í dag stunda
hátt í tíu þúsund manns þolfimi og
mikill fjöldi karlmanna, þannig að
það hefur orðið breyting á viðhorfi.
Hvað ástundun íþrótta varðar eig-
um við langt í land með að ná öðr-
um Norðurlandaþjóðum, það þarf
ekki annað en að skoða áhuga
Norðmanna á Ólympíuleikunum, ég
sæi ekki tugþúsundir íslendinga
labba 5-6 km til að horfa á skíða-
keppni. En fólk er samt farið að
hafa meiri áhuga á heilsurækt, enda
á þetta að vera hluti af lífsmunstr-
inu, ekki kvöð. Eitt sem ég hef
orðið var við í starfi með unga fólk-
inu er, að það er búið að búa til
ákveðnar þarfir í þjóðfélaginu. Allir
eiga að vera svona eða hinsegin í
laginu og líta út eins og fegurðar-
gúru. Stúlkur kikna undan kröfun-
um þegar þær komast á kynþroska-
aldurinn og fram eftir öllum aldri.
Það er ótrúlegur fjöldi stúlkna sem
fær megrunarsjúkdóma, allir vilja
vera mjóir og allskyns töfraformúl-
ur eru auglýstar, í stað þess að
fólki sé hjálpað með reglulegum
æfíngum og mataræði.
Það þarf að byija slíkt starf strax
á skólaaldri. Það væri hægt að
sporna viö mörgum vandamálum
unglinga með skipulegu íþrótta-
starfi í gegnum skólana. Þetta er
lítið land og stóru samtökin, HSÍ,
KSÍ og öll sérsambönd í íþróttum
ættu að reyna að taka höndum sam-
an til aðstoðar og uppbyggingar.
Skólakrakkar sitja á rassinum allan
daginn, sífellt að taka við nýjum
og oft flóknum upplýsingum, það
þarf að létta þeim lífið. Svo finnst
mér alltof algengt að sigur skipti
öllu máli í kappleikjum hjá íþrótta-
liðum, menn blómstra á mismun-
andi aldri og ef þeir eru alltaf á
varamannabekk missa þeir trúna á
sjálfum sér og hætta. Það eiga all-
ir að fá tækifæri, jafnvel þó það
kosti sigur. Ungt fólk þarf líka að
læra að tapa, það undirbýr það
bara betur fyrir átök í lífínu.
Krakkar fá að mínu mati alltof
mikið upp í hendurnar í dag og
þjóðfélagið er svo uppskrúfað að
foreldrar hafa ekki tíma til að sinna
krökkum almennilega. Krakkar eru
keyrðir í skólann og liggja svo oft
og tíðum yfir myndböndum þegar
heim er komið. Aður fyrr hringdu
krakkar einungis heim í neyðartil-
felli til að láta sækja sig, í dag ligg-
ur við að það sé neyðartilfelli ef
unglingur þarf að labba heim. Það
lætur allavega nærri. Það má margt
gera með unga fólkinu, svo það
leiðist ekki niður í miðbæ um helg-
ar, verði svo ölvað til að fá athygli
og útrás tilfinninganna. Ábyrgð á
uppeldi er sífellt meira að færast
inn í skólana, en með sífellt meiri
niðurskurði er vafasamt að þeir
geti mætt slíkum kröfum. í ofaná-
lag eru kennsla og fóstrustörf með
vanmetnustu störfum landsins,"
sagði Magnús og setti á sig upp-
þvottahanskana eftir þessa um-
ræðu. „Ég vaska nú bara upp af
því að ég er í viðtali. Yfírleitt gerir
unnusta mín, Ragnheiður Melsteð,
Helstu keppinautar Magnúsar voru ítalinn Napoleone og
Ungverjlnn Kortavelessy.
Carmen Valderas varð Evrópu-
melstarl kvenna og er hér meó
Magnúsl.
FAGNAÐ EINS OG
POPPSTJÖRNU
Sigur Magnúsar Scheving í Búdapest var mik-
ið afrek, þar sem keppt var gegn öllum helstu
íþróttaþjóðum Evrópu. Vinsældir þolfími hafa
aukist gífurlega síðustu ár um
allan heim óg þjóðir sem hafa
verið framarlega í fímleikum
renna nú hýru auga til þessar-
ar íþróttar, sem er einföld í
framkvæmd og hefur jafn-
framt mikið skemmtanagildi.
„Það er mun erfiðara að
keppa í þolfími en sýnist á
sviði. Það þarf að þjappa mörg-
um erfiðum skylduæfingum
saman í tveggja mfnútna rút-
ínu, sem er sýnd á afmörkuðu
sviði,“ sagði Magnús. „Það er
kannski tiltölulega létt fyrir
mann í sæmilegri þjálfun að
framkvæma fímm spíkat-
stökk, þijár armbeygjur á ann-
arri hendi og fara í splitt ef
hann hefur nógan tíma. En
þegar þú þarft kannski að raða
þessum atriðum saman í eina
heild í takt við tónlist og þess-
ar æfingar eru sextán sek-
úndna hluti af tveggja mínútna
rútínu þá vandast málið. Svo þarftu að gera
ailar þessar æfíngar með bros á vör fyrir fram-
an jiaukfrán augu dóniaranna."
Á Evrópumeistaramótinu vann Magnús hug
áhorfenda með h'flegri framkomu á sviðinu, auk
þess að sýna kraftmiklar æfíngar og stökk, þá
leyndist húmor í nokkrum þeirra. Ungversku
áhorfendurnir sem ekki eru vanir miklum
skemmtunum hylltu kappann íslenska eins og
um poppstjömu væri að ræða, þegar hann hafði
lokið æfingum sínum. Hann lét það ekki á sig
fá þó að hann brákaðist á fíngri í byijun æfíng-
anna, þegar gömul meiðsl tóku sig upp, ákvað
að bíta á jaxlinn og gleyma sársaukanum,
kannskj vanur að slá á puttana sem smiður.
Hann var einn af fyrstu keppendum til að-sýna
og árangur hans hefur örugglega hrist upp í
taugakerfi helstu andstæðinga hans, heildar-
stigagjöfin var 8,22 stig. Hann fékk m.a. 9,00
frá einum dómara fyrir listræna útfærslu, sem
er mjög góður árangur. Aðrir keppendur náðu
sér ekki jafn vel á strik, einn af helstu keppinaut-
unum gerði sig sekan um tæknileg mistök, sem
kostuðu hann refsingu og sá sem kom honum
næstur var ítalinn Napoleone, sem fékk 7,56
stig. Ungveijinn Kortavelessy náði síðan þriðja
sæti, en þjóðir sem áður töldust til austantjalds-
þjóða eru að koma sterkar inn. Allir þekkja
getu þessara þjóða í fimleikum og fyrrum fim-
leikameistarar líta þessa íþrótt hýru auga ásamt
ungu fólki sem er að vinna þolfiminni sess í
Evrópu.
Andstæðingar Magnúsar í Evrópumeistara-
mótinu munu margir hveijir mæta honum í
Tókýó í Japan, þar sem heimsmeistaramótið er
haldið af Suzuki-bílaverksmiðjunum. Keppendur
frá Brasilíu, Argentínu og Jap-
an munu verða mjög sterkir,
m.a. mun heimsmeistarinn í
fyrra, Japaninn Kenjiro, mæta
til leiks. „Það er kominn smá
efi í mig núna varðandi gullið
á heimsmeistaramótinu, það
er heldur ekki gott að vera
mjög sigurviss. Brasilía og
Argentína eru að koma með
nýtt blóð í þessa íþrótt, eru
þjóðir sem þekkja taktfastar
hreyfíngar hvað best, fólk er
fætt með danssporin á hreinu.
Ég kem hinsvegar úr annarri
átt og nota kraftinn frekar en
ótrúlega lipurð, sem virðist
hafa fallið dómurum til þessa
vel í geð. En þetta verður harð-
ur slagur,“ sagði Magnús.
„Ég held að það að ég sýni
rútínuna á skemmtunum hér-
lendis. fram að keppni muni
slípa mig til, ég held að það
að fara til æfinga á Spáni
muni þjálpa mikið. Samt finnst mér gott að
hafa mikið fyrir stafni rétt fyrir keppni, þá nær
maður ekki að bvggja upp spennu með einhveij-
um hugsunum. I Búdapest var ég í raun hepp-
inn að gleyma keppnisgallanum á hótelinu og
átta mig á því stuttu áður en ég átti að fara á
svið. Ég þurfti að hlaupa í tuttugu mínútur eft-
ir gallanum og náði aftur í höllina í tæka tíð.
Þetta hreinsaði hugann mátulega. Ég var því
tiltölulega afslappaður þegar ég gekk á svið og
lagðist í gólfið, en rútínan byijar á því að ég
iigg sofandi. Svo sprett ég á fætur. Þegar ég
var risinn upp, þá fékk ég á tilfinninguna að
ég hefði allt mitt á hreinu. Það gekk eftir, en
það var mikil spenna að bíða eftir úrslitunum
og sjá hvað helstu andstæðingarnir gerðu. Nú
þarf bara að stilla strengina fyrir næsta titil og
þó ég hafí ekki sama aðbúnað og aðrir topp
keppendur, þá er ég mátulega bjartsýnn."
Magnús hefur notið stuðnings Russell At-
hletic, Aquarius orkudrykkjaframleiðandans og
Toyota síðastliðna mánuði, til að geta betur
helgað sig íþróttinni. í Evrópumeistaramótið
styrktu hann einnig Eurocard, Tékkkristall og
Reykjavíkurborg. „Ég mun æfa grimmt, en
fínnst samt alltaf nauðsynlegt að grípa í hamar-
inn. Ég hef alltaf unnið í akkorði og það er erf-
itt að slá af, jafnvel þó maður sé að fara í erfíð-
ari keppni aíð nokkrum vikum liðnum. Það verð-
ur fróðlegt að sjá hvaða árangur næst og hvert
maður stefnir eftir keppnina. Það myndast þó
varla tómarúm þjá mér, það væri þá eitthvað
nýtt,“ sagði Magnús.
íslensku keppendurnir ( Evrópu-
mótinu, Unnur Pálmarsdóttlr og
Magnús Schevlng, é svlSlnu.
flest á heimilinu, ég er alltaf ein-
hvers staðar að vinna eða kenna.
Hún styður mikið við bakið á mér.
Annars er hún að skipuleggja stóra
hársýningu á Hótel íslandi á sunnu-
daginn, hefur því líka nóg að gera
þessa dagana.“
irangur án lylja
Magnús er sífellt á ferðinni, bæði
virka daga og um helgar við störf.
Honum gefst því lítill tími til tóm-
stunda, allra síst núna í miðjum
undirbúningi fyrir heimsmeistara-
mótið. „Mig langar virkilega til að
setjast niður og mála, á striga. Ég
gerði þetta þegar ég var yngri, en
hef ekki tíma til slíks núna, þolfím-
in á mig allan,“ sagði Magnús. „Ég
er að fara að vinna í nýrri líkams-
ræktarstöð, sem heitir Gallerí
Sport, ásamt íslandsmeisturunum í
paraflokki, Önnu og Karli Sigurðar-
börnum, sem er spennandi mál.
Þessi stöð verður opnuð á næstunni
í Reykjavík og verður vinaleg. Ég
verð samt að taka mér frí frá
kennslu í byijun apríl, þar sem ég
fer til Spánar að æfa. Þar mun
spánski þjálfarinn Marosa aðstoða
mig, en hún hefur m.a. hjálpað
heimsmeisturum í paraflokki og
kvennaflokki að ná settu marki.
Vonandi tekst henni að fínpússa
hlutina með mér. Keppni í þolfimi
hefur þróast hratt og það þýðir
ekki að taka sér langt hlé, þá miss-
ir maður af lestinni. Ég er ánægður
að hafa náð mínum árangri upp á
eigin spýtur, með góðu mataræði
og æfíngum.
Ég hef aldrei skilið menn sem
vilja nota ólögleg lyf eða stera til
að ná settu marki, það á ekki að
þurfa ef menn stunda íþrótt sína
af samviskusemi. Ég ólst upp með
íþróttum, þar sem faðir minn var
þjálfari í Borgarnesi. Þar hefur allt-
af verið mikið íþróttalíf. í þeirri
íþrótt sem ég stunda tel ég stóran
þátt vera sálrænu hliðina, að vera
í andlegu jafnvægi og sjálfsörugg-
ur. Ég er þó engan veginn sjálfum-
glaður eða sigurviss, þó sumir haldi
það kannski. Ég segi bara það sem
ég meina hveiju sinni. Ég get skolf-
ið eins og hrísla af taugaspennu,
eins og hver annar keppnismaður."
Margir tiungraðir í helmsmeistaratitil
„í raun finnst mér ekkert leiðin-
legt í lífínu og ég vildi óska þess
að fleiri gætu horft þannig til tilvist-
arinnar. Það geta ekki allir átt rán-
dýrabíla og flott einbýlishús, enda
er það ekki það sem skiptir máli,
heldur að fólk virði sjálft sig og
hvert annað. Það hjálpar okkur ís-
lendingum ekki hve fréttir fjölmiðla
eru oft neikvæðar, en menn verða
líka að finna það jákvæða upp á
eigin spýtur. Það getur tekið mörg
ár eða tugi ára fyrir fólk að ná
þeim þroska. Þá held ég að íþróttir
hjálpi verulega upp á sakimar,
hvort sem fólk vinnur eða tapar í
keppni. Sjálfur stefni ég á heims-
meistaratitilinn og þó að hann náist
kannski ekki, get ég vonandi sýnt
mitt allra besta. Það em margir
hungraðir í þennan titil og það er
enginn heimsendir þó hann falli
mér ekki í skaut. Maður getur allt
sem maður vill, það þarf bara trúna
á það,“ sagði Magnús.
Ætlarðu að missa af þessum
einstöku möguleikum? &
Við drögum 10. mars. ®
/ / /
HASKOLA ISLANDS
vænlegast til vinnings