Morgunblaðið - 06.03.1994, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MARZ 1994
fltagiinMiifrffe
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Rftstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði
innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Flutningsjöfnun
afnumin
Sighvatur Björgvinsson, við-
skiptaráðherra, lagði fram
á ríkisstjórnarfundi í fyrradag
frumvarp um niðurfellingu laga
um flutningsjöfnunarsjóð og
innkaupajöfnun olíu og benzíns.
Ríkisstjórnin samþykkti að
leggja frumvarpið fyrir þing-
flokka stjómarflokkanna.
Hér er hreyft mikilsverðu
máli, sem m.a. vartil umfjöllun-
ar hér í Morgunblaðinu fyrir
skömmu. Það kerfi, sem nú rík-
ir, hefur það m.a. í för með
sér, að olíufélag getur haft
meiri tekjur af því að flytja olíu
langar leiðir en að selja hana!
Þar að auki hefur þetta kerfi
áreiðanlega þýtt hærra olíuverð
mjög víða en ella hefði orðið.
Forstjórar tveggja olíufélaga af
þremur hafa mjög hvatt til þess,
að fiutningsjöfnun verði afnum-
in og bent á, að kerfið kæmi í
veg fyrir eðlilega samkeppni á
milli félaganna.
Viðskiptaráðherra lýsti af-
leiðingum þessa jöfnunarkerfis
m.a. á þennan veg í samtali við
Morgunblaðið í gær: „Nú hefur
komið í ljós, að þetta stendur
meðal annars í vegi fyrir við-
skiptum okkar við skip, sem
koma hingað til lands að landa
afla og til viðgerða. Vegna hás
olíuverðs, sem af þessu leiðir,
þýðir það að þessi skip skipta
ekki við okkur um olíuvörur
heldur sigla héðan eftir landan-
ir til hafna í Noregi eða í nær-
liggjandi löndum, þar sem þau
fá olíuna á miklu lægra verði.
Þetta er þáttur í að gera okkur
mögulegt að eiga eðlileg við-
skipti við þá aðila, sem vilja eiga
viðskipti við okkur.“
Olíuviðskipti landsmanna
hafa áratugum saman verið
reyrð í viðjar hafta og margvís-
legra takmarkana. Það hafa
aldrei komið fram nokkrar hald-
bærar skýringar á því, hvers
vegna viðskipti með olíu og olíu-
vörur hafa ekki mátt vera fijáls
eins og viðskipti með aðrar vör-
ur. Fyrir nokkrum árum fengu
olíufélögin loks leyfí til að kaupa
olíu hvaðan, sem þeim sýndist.
Þá var verðlag gefíð frjálst, sem
dugði þó skammt m.a. vegna
flutningsjöfnunar á olíu. Nú er
von til þess að breyting verði á.
Fyrirfram verður að ætla, að
frumvarp viðskiptaráðherra eigi
greiða leið í gegnum þingflokka
stjórnarflokkanna. Væntanlega
hefur ráðherrann rætt þetta mál
í eigin flokki. Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur áratugum saman
barizt fyrir frelsi í viðskiptum
og þess vegna má ætla, að
stuðningur þingmanna Sjálf-
stæðisflokksins sé vís, þótt um-
mæli Matthíasar Bjarnasonar í
Morgunblaðinu í dag veki að
vísu upp spumingar um annað.
Þær takmarkanir, sem nú eru
á olíuviðskiptum, eru síðustu
leifarnar af gömlu hafta- og
skömmtunarkerfí, sem hér var
við lýði fyrr á árum. Fengin
reynsla sýnir, að við getum haft
mikinn hag af því að laða eriend
fiskiskip hingað til lands til þess
að landa físki, selja físk og taka
olíu og aðrar vistir. Það er frá-
leitt að viðhalda lengur kerfí,
sem veldur því, að erlend físki-
skip sigla til annarra landa eftir
olíu, og íslenzk skip, hvort sem
um er að ræða fiskiskip eða
kaupskip, leggja áherzlu á að
fylla sig af olíu í erlendum höfn-
um til þess að komast hjá því
að kaupa dýra olíu hér.
ÞÓAÐ BIRT-
• ingur haflund-
irfyrirsögnina bjartsýni
fjallar skáldsagan um
alvarlegt efni en er
skrifuð inní kaldhasðn-
islegar og léttar um-
búðir. Svartsýni er undirstraumurinn
en fyndnin einkennir stíl og yfirbragð.
Nei, við getum ekki hugsað okkur
skapara sem ber ábyrgð á öllum þess-
um hörmungum í kringum okkur.
Leibniz og Pope eru á villigötum, það
er bjargföst sannfæring Voltaires. Ef
guð er forsjón, hlýtur hann þá ekki
að bera ábyrgð á öllu því sem illa fer
í heiminum? Og nóg er af því. Það er
einungis til að bæta gráu ofaná svart
að telja að margt gott geti leitt af því
sem er vont og sársaukafullt. Það
geti ekki verið rétt hjá Leibniz að
veröld okkar sé sú bezta sem völ sé
á. Birtingur fjallar í aðra röndina um
sama efni og Jóbsbók, Hvers vegna
bíður góðs fólks jafnmikil ógæfa og
raun ber einatt vitni? Og af hverju
vegnar illmennum oft vel? Það hafa
ekki allir sama trúarþrek og Job. Og
það hafði Voltaire ekki. Hann taldi
því eina- leiðin til farsældar væri að
rækta sinn garð, eða einsog Snæfell-
ingar sögðu áðurfyr, Hver maður við
sinn sala. Um þetta er einnig flallað
í Innansveitarkroniku enda engin til-
viljun að Halldór Laxnes snaraði Birt-
ingi á íslenzka tungu. í Innansveitar-
kroniku segir svo: „Kolbeinn í Kolla-
fírði segir þá eftirfarandi sögu: Einu-
sinni voru tveir feðgar að tæa hross-
hár. Þá segir pilturinn uppúr eins
manns hljóði: er það satt, pápi minn,
að lausnarinn hafí stigið niður til hel-
vítis? Ég veit það ekki, segir karlinn.
Prestamir eru eitthvað að segja það.
Viskum ekki gefa um það. Viskum
vera að tátla hrosshárið okkar." Það
er í anda Voltaires að vera ekki að
bijóta heilann um alla skapaða hluti
heldur ættum við að snúa okkur að
því sem nærtækara er, garðinum okk-
ar. Við höfum verið skilin eftir í sköp-
unarverkinu, aðvísu ekki alltaf ein, en
ekkert óttast maðurinn frekar en ein-
veru segir Pascal. Voltaire telur dag-
leg stjómun guðs á sköpunarverkinu
sé ekki meiri en þegar soldáninn send-
ir skip til Egyptalands. Er hann þá
að hugsa um mýsnar um borð? Nei.
Við eram mýsnar um borð. Það er þá
eitthvað annað hljóð í
Jónasi Hallgrímssyni
þegar hann lofsyngur
sköpunarverkið og
þann sem stjórnar því
frá degi til dags, algóð-
an föður og skapara
himins og jarðar.
Fjallræðufólkið íslenzka lifði vand-
ræðalaust og óáleitið og hélt sig við
garðinn sinn. Það var enginn fjölmiðla-
garður á nútímavísu. Nei, þetta fólk
var ekki öllum stundum að leita að
arfanum í annars garði, það ræktaði
sína litlu spildu. En það þekkti víst
ekki Voltaire eða Birting eða Leibniz.
Né Lao Tze eða taó. En það þekkti
forsjón Jónasar Hallgrímssonar. Hún
var bakhjarlinn að ráðdeildar- og holl-
ustuheimspeki þess. En hagfræðiguð-
in vora öðrum ætluð. Þetta fólk lifði
í metingslausri sátt við umhverfi sitt
og forsjón og taldi sig eiga hlut að
þeirri beztu mögulegu veröld sem
sköpuð varð. Og því leið víst einatt
vel á sálinni; kannski var það stundum
hamingjusamt. Samt skorti það allt
sem við gimumst.
Allt — nema gott hjartalag.
Það er engin tilvistarkreppa í lífí
þessa fólks. Það sækir ekki endiiega
veraleikareynslu í veraldlegt umhverfi
sitt, heldur miklu fremur í fyrirheit
um himneska Jerúsalem og allsráð-
andi fQrsjón. Það á sér því fagnaðarer-
indi á píslargöngu sinni. Lífíð er þá
ekkisízt mikilvægt í dauðanum. Við
lifum semsagt ekki í fáránlegum heimi
tilvistarstefnunnar. Það era tengsl
milli hugmynda og staðreynda, milli
okkar og umhverfisins. Við erum ekki
hér af tilviljun. Við eram ekki að bíða
eftir Gódót. Lífíð hefur merkingu. Og
tilgang. En þó koma ekki allir dagar
í böggli.
En er þá mannlífíð óþolandi að dómi
Voltaires? Nei, en það er einungis
þolanlegt meðan maðurinn ræktar
garðinn sinn og er ekkert að hugsa
útfyrir hann. Þá — og einungis þá —
lifum við því bezta lífí sem hugsanlegt
ðr í þeirri beztu veröld sem guð gat
mögulega skapað. Þetta er sú kald-
hæðnislega bjartsýni sem umvefur líf
okkar og er í innsta eðli sínu einskon-
ar uppgjöf og miskunnarlaus svart-
sýni. Það er löng leið milli þessara
hugmynda Voltaires og fullyrðingar
Leibniz og ég sé ekki betur en þær
séu einnig kjaminn í trúarsannfær-
ingu Jónasar Hallgrímssonar. Þessi
sannfæring á ekkert skylt við þá útúr-
snúninga sem tönnlazt var á eftir land-
skjálftana í Lissabon, að þeir yrðu
öllum til góðs vegna þess erfíngjar
hinna dauðu kæmust nú í álnir og
byggingameistarar yrðu ríkir vegna
þess nú þyrfti að byggja upp borgina!
Harmleikurinn yrði semsagt til góðs
með tíð og tíma. En slíkar vangavelt-
ur einhverra heimspekinga á dögum
Voltaires koma þeim hugmyndum
ekkert við að guð stjómi sköpunar-
verki sínu á þann bezta veg sem hægt
er og þá er ástæða til að minnast
þess að friðþægingin var ekki sárs-
aukalaus heldur kostaði hún fórnar-
dauða Krists á naglköldum krossi, en
án dauða hans hefðum við ekki kynnzt
upprisunni. Blóð einkasonarins var
forsenda upprisunnar en hún er ekki
sársaukaiaus og án fóma.
Kristindómurinn er „fögnuður
dauðans" sagði Kierkegaard í 0jeblik-
ket, þegar hann gagnrýnir lærimeist-
ara Jónasar, J.P. Mynster Sjálands-
byskup 1855, eða ári eftir dauða hans.
Fólk átti jafnvel að deyja af ástríðu
vegna kristinna fyrirheita. En slík trú
er ekki fyrir fjöldann, heldur einstakl-
inginn\ þannig getur einungis hver og
einn þjáðst, ekki heildin; eða mergðin.
En þó ætti hún að geta trúað (0jeblik-
ket Nr. 10, Hlutverk mitt).
Það er á þessum kristnu þymistráðu
forsendum sem við eigum þá beztu
veröld sem möguleg er þótt háðsglósur
Voltaires dynji með skemmtilegum
hætti og eftirminnilegum á Leibniz í
lok XXVIII kafla Birtings. Ekkert er
án fyrirvara og í þessu tilfelli er fyrir-
varinn sá bezti sem hægt er að hugsa
sér að áliti kristinna manna einsog
Kierkegaard kallar þá stríðandi ein-
staklinga sem reyna ekki að koma.sér
undan lífsþjáningunni, heldur gltma
við hana, ekki einsog Mynster eða
Grandtvig, eða prestar þjóðkirkjunnar,
heldur af fórnandi ástríðu.
En það era víst ekki allir sammála
um svo kröfuhafða afstöðu. Og líklega
er hægt að elska guð án þess hata
veröldina. En kristindómurinn er bara
ekkert límonaði. Hann sækir ekki
kraft sinn í kjaradeilur og dómstóla.
M
(meira næsta sunnudag)
HELGI
spjall
+
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MARZ 1994
25
ÞAÐ HEFUR HALLAÐ
mjög undan fæti í at-
vinnulífí Vestfirðinga á
undanförnum árum.
Raunar svo mjög, að
ekki hefur verið fráleitt
að ræða þann mögu-
Ieika, að Vestfírðir fari
í eyði. Fyrir u.þ.b. hálfri öld lagðist síð-
asta byggðin af á Hornströndum og í Jök-
ulfjörðum. Byggðin á norðanverðum
Ströndum stendur mjög tæpt og álitamál
hversu lengi fólk helzt við í Trékyllisvík og
í Norðurfirði. Þó er ánægjulegt að sjá, hve
mikið líf færist í það svæði á sumrin.
Byggðin á sunnanverðum Vestfíörðum
stendur á brauðfótum. Það er rétt, sem
Halldór Blöndal, samgönguráðherra, segir
í Morgunblaðinu í dag, laugardag: „Þessi
byggðarlög eru einangruð og það hefur
mjög sneiðst um aðra atvinnumöguleika á
þessu svæði. Fyrirtæki, sem verið hafa
burðarásar, hafa brotnað niður þannig, að
ef við erum á annað borð að velta fyrir
okkur byggðaaðgerðum hlýtur þetta svæði
að vera efst á blaði.“
Sjávarútvegsfyrirtækin við Djúp voru
lengi gífurlegá sterk fjárhagslega og sum
þeirra eru það enn. Engu að síður hefur
staða fyrirtækjanna við Djúp og í nálægum
byggðum versnað mjög á síðustu árum.
Til þess liggja í megindráttum tvær ástæð-
ur: Vestfirðingar hafa byggt meira á þors-
kveiðum en aðrir landshlutar og niður-
skurður þorskveiðanna þar af leiðandi
komið verr við þá. Að auki er væntanlega
flestum orðið ljóst, að kvótakerfið hefur
svipt Vestfírðinga því forskoti, sem þeir
áður höfðu vegna nálægðar við gjöful
fiskimið. Forystumenn í sjávarútvegi á
Vestfjörðum hafa ekki verið stuðnings-
menn kvótakerfísins en þeir hafa heldur
ekki^haldið uppi baráttu gegn því af nok-
kurri sannfæringu. Þvert á móti hafa þeir
látið forystumenn LÍÚ kúga sig.
Hin meginástæðan fyrir vanda sjávarút-
vegsfyrirtækjanna við Djúp er sú, að þau
hafa verið sein til þess að endurskipu-
leggja rekstur sinn miðað við breyttar
aðstæður. Skref í þá átt var þó yfirtaka
Norðurtangans og Súðvíkinga á útgerð og
fiskvinnslu í Súgandafirði, þótt hún hefði
sennilega þurft að gerast nokkrum árum
fyrr, þegar betur áraði.
Tregða vestfirzkra sjávarútvegsfyrir-
tækja til þess að endurskipuleggja rekstur
sinn og byggja upp stærri einingar bygg-
ist ekki einvörðungu á þröngum staðar-
sjónarmiðum. Augljóst er, að samgöngu-
erfíðleikar hafa átt þar mikinn hlut að
máli. Það hefur ekki legið jafn beint við
og víða annars staðar að sameina fyrir-
tæki og flytja fólk til vinnu á milli byggðar-
laga vegna þess hve samgöngur hafa ver-
ið erfíðar og þá ekki sízt að vetri til.
Jarðgöngin gjörbreyta þessum aðstæð-
um. Frá sjónarhóli þjóðarheildarinnar ber
að líta á Vestfírði sem verstöð, sem hefur
alla möguleika til mjög hagkvæms rekstr-
ar og framkvæmdir við jarðgöngin sem
fjárfestingu í atvinnulífí til þess að há-
marka þann arð, sem hægt er að hafa af
rekstri hinnar vestfírzku verstöðvar. Jarð-
göngin opna fyrir samgöngur á milli Flat-
eyrar, Suðureyrar og byggðanna við Djúp
á þann veg, að hægt er að flytja fólk og
físk á milli á örskömmum tíma. Með jarð-
göngunum hefur verið lagður grundvöllur
að nýju blómaskeiði í útgerð og físk-
vinnslu á Vestfjörðum, þótt meira þurfí
til að koma.
Nú skiptir máli, að Vestfirðingar grípi
þau tækifæri til endurskipulagningar í
sjávarútvegi sínum, sem jarðgöngin skapa.
Stefna ber að því að mynda tvær til þijár
stórar og öflugar einingar í sjávarútvegi
á þessu svæði. Þótt þorskafli sé í lág-
marki nú kemur sú tíð, að hann eykst á
nýjan leik og þá þurfa Vestfírðingar að
vera vel í stakk búnir til þess að hagnýta
sér til hins ýtrasta nýja uppsveiflu í þors-
kveiðum.
Tillögur ríkisstjórnarinnar um aðgerðir
til styrktar VestQörðum eru til þess falln-
ar að ýta undir slíka endurskipulagningu
Vestfirðir
og ferða-
þjónusta
REYKJAVÍKURBREF
Laugardagur 6. marz
í sjávarútvegi. Þær byggjast m.a. á því
að til komi stuðningur við þau fyrirtæki,
sem vilja sameina rekstur sinn til þess að
skapa hagstæðari einingar. Þröng staðar-
sjónarmið mega ekki koma í veg fyrir, að
forystumenn í sjávarútvegi á Vestfjörðum
grípi þetta tækifæri. Heldur ekki óraun-
sæi, sem því miður er enn á ferðinni eins
og t.d.. í Bolungarvík, þar sem tæpast er
hægt að búast við lífvænlegum rekstri til
frambúðar á þeim grunni, sem lagður var
eftir gjaldþrot fyrirtækja Einars Guðfínns-
sonar.
Kröfur Vestfírðinga um auknar þors-
kveiðiheimildir hafa ekki verið traustvekj-
andi. Að óbreyttu er útilokað að leyfa
meiri þorskveiði en ákveðið hefur verið
fyrir þetta fiskveiðiár. Þær umræður, sem
nú standa yfir um stöðu fískistofnanna
og hvaða ályktanir ber að draga af þeim
upplýsingum, sem fyrir liggja, eru áhuga-
verðar. Vísindamenn Veiðimálastofnunar
hafa sett fram önnur sjónarmið en físki-
fræðingar Hafrannsóknastofnunar. Það er
bæði gagnlegt og nauðsynlegt að fá fram
önnur sjónarmið og ræða þau. Ekki var
annað að sjá en talsmaður vísindamanna
Veiðimálastofnunar stæði fyrir sínu á at-
hyglisverðum fundi um þetta mál í háskó-
lanum fyrir nokkrum dögum. Kristinn
Pétursson, fískverkandi og fyrrum alþing-
ismaður á Bakkafírði, hefur verið óþreyt-
andi við að gagnrýna fiskifræðinga.
Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar
eiga að ræða þessa gagnrýni á málefnaleg-
um grundvelli og standast þær freistingar
að grípa til stóryrða í þeim umræðum.
Þjóðin treystir fiskifræðingunum og Ha-
frannsóknastofnun, hvað sem þessari
gagnrýni líður. Almenningur gerir sér
grein fyrir, að kröfur Vestfírðinga um
auknar þorskveiðiheimildir eru ábyrgðar-
lausar og staðhæfingar um þorsk um allan
sjó duga ekki til að sannfæra fólk um
annað. Framtíð þjóðarinnar í þessu landi
er í húfí. Þess vegna er óhugsandi að taka
þá áhættu að fara ekki að ráðum fiskifræð-
inga.
í stað þess að hafa uppi kröfur um
auknar þorskveiðiheimildir eiga Vestfirð-
ingar að bíta á jaxlinn og grípa þau tæki-
færi, sem bjóðast með tillögum ríkisstjórn-
arinnar til þess að endurskipuleggja vest-
firzkan sjávarútveg og búa sig þar með
undir nýja og betri tíma, sem koma innan
nokkurra ára. Og ekki verður það framtíð-
arhagsmunum Vestfirðinga til óþurftar að
þeir taki kröftuglegar á með þeim, sem
haldið hafa uppi baráttu gegn kvótakerf-
inu.
Yfírlýsingar um, að Vestfírðingar muni
„bjarga sér“ og halda áfram veiðum, þótt
þeir hafi ekki heimild til þess.'eru ekki til
þess fallnar að skapa skilning meðal ann-
arra landsmanna á vandamálum Vest-
fjarða. Þvert á móti ýta þær undir and-
stöðu við aðgerðir til aðstoðar Vestfjörð-
um. í þessu sambandi er athyglisvert að
sjá, hvað víða gætir mikillar andúðar á
því að efnt verði til sérstakra aðgerða
vegna Vestfjarða. Vestfirðingar þurfa að
hafa þjóðina með sér en ekki á móti sér.
Þess vegna eru kröfur forystumanna þeirra
um auknar þorskveiðiheimildir óhyggileg-
ar, að ekki sé talað um yfirlýsingar um,
að þeir muni „bjarga sér“.
Þar að auki er ljóst, að mikið þarf til
að sannfæra þjóðina um að „sértækar“
aðgerðir séu nauðsynlegar á Vestfjörðum
án þess að menn telji, að þar sé á ferðinni
gamaldags sjóðastefna Framsóknarflokks-
ins eða venjulegar atkvæðaveiðar á kostn-
að skattgreiðenda um land allt.
Morgunblaðið/RAX
ÞAÐ ER AUG-
ljóst, að Vestfirð-
ingar hafa afar tak-
markaða mögu-
leika til þess að
byggja upp aðra
atvinnustarfsemi en sjávarútveg. Þó vekur
furðu, hversu lítil áherzla hefur verið lögð
á að byggja upp ferðaþjónustu á Vestfjörð-
um. Hópar erlendra ferðamanna, sem
koma hingað til lands, fara yfirleitt fram-
hjá Vestfjörðum. Svo virðist, sem þessi
landshluti sé að jafnaði ekki inni í áætlun-
um ferðaskrifstofa og annarra þeirra, sem
skipuleggja ferðir erlendra ferðamanna hér
á landi.
Þetta er þeim mun undarlegra, sem
náttúra Vestfjarða býr yfir meiri fegurð
en hægt er að finna víðast hvar á land-
inu. Djúpið sjálft er stórbrotið náttúruund-
ur. Á fögrum sumardegi, þegar Djúpið er
spegilslétt, svo langt sem augað eygir, er
það veröld út af fyrir sig. í Jökulfjörðum
er að finna stórbrotna fegurð. Ferðamenn,
sem setjast að í nokkra daga á Hesteyri
og fara í gönguferðir þaðan, kynnast ekki
öðru eins umhverfí á íslandi. Gönguferð
um Hornstrandir er ævintýri út af fyrir sig.
Norðanverðar Strandir eru ekki síður
ævintýraheimur. Tækifærin til þess að
njóta náttúrunnar með gönguferðum, sigl-
ingum og að fara á skak svo að dæmi sé
nefnt eru nánast óteljandi. Á ferðum um
norðanverðar Strandir, Jökulfirði og Horn-
strandir finnur fólk nálægðina við einsemd
norðursins, sem engu er lík.
Aðrir hlutar Vestfjarða eru einnig eftir-
sóknarverðir áfangastaðir fyrir ferða-
menn. í Skötufirði og á Barðaströnd má
sjá erni á flugi, sjón, sem enginn gleymir.
Segja má, að hvar sem komið er blasi við
ólýsanleg náttúrufegurð. Hvers vegna hafa
Vestfírðingar ekki gert stórátak í því að
laða til sín innlenda og erlenda ferða-
menn? Fengin reynsla sýnir, að ferðaþjón-
ustan skilar miklu fé til þeirra byggða, sem
leggja sig eftir henni. Það hafa Vestfirð-
ingar ekki gert nema að takmörkuðu leyti.
En að frátalinni útgerð og fiskvinnslu er
ferðaþjónustan tvímælalaust sú atvinnu-
grein, sem býður upp á mesta möguleika
fyrir Vestfirðinga. Fyllsta ástæða er til
að gera átak í þeim efnum, nú þegar
stefnir í sérstakar aðgerðir til eflingar
Vestfjörðum.
Vestfírðir eru ónumið land að þessu
leyt.i. Þetta er ekki bara spurning um fram-
tak Vestfírðinga sjálfra. Þær ferðaskrif-
stofur, sem skipuleggja ferðir erlendra
ferðamanna hingað, eiga að gefa Vest-
fjörðum meiri gaum. Þar er að fínna nýja
áfangastaði, sem geta orðið vítamín-
sprauta fyrir ferðastarfsemina. Vegir eru
sæmilegir og gisting einnig, t.a.m. ágæt
á ísafirði.
í þessu sambandi er ástæða til að benda
á, að menn hafa vaxandi áhyggjur af því,
að umferð um suma ferðamannastaði á
hálendinu sé að verða of mikil. Þetta sézt
t.d. berlega í Landmannalaugum, þar sem
veruleg hætta er á, að staðurinn verði ein-
faldlega subbulegur vegna mikils álags af
völdum ferðamanna að sumri og vetri. Það
mundi létta mjög á hálendinu og öðrum
vinsælum ferðamannastöðum að beina
umferðinni að einhveiju leyti á nýja
áfangastaði eins og t.d. til Vestfjarða.
ÞAÐ ER MIKIL
kúnst að halda fjar-
lægð í þessu fá-
menna þjóðfélagi,
þar sem návígið
ætlar allt að drepa.
En fjarlægð er mörgum nauðsynleg.
Stjórnmálamaður, sem heldur ekki hæfí-
legri fjarlægð, kemst fljótt að raun um,
að pólitískt æviskeið hans verður þeim
Hæstiréttur
og fjarlægð-
in
mun styttra. Fáir þola lengi návígið í ís-
lenzku samfélagi.
Hæstiréttur Islands er sú stofnun, sem
jafnan hefur haldið mestri fjarlægð í okk-
ar þjóðfélagi. Að nokkru leyti á það einnig
við um forsetaembættið, þó í minna mæli
í embættistíð núverandi forseta. Fjarlægð-
in og þögnin í kringum Hæstarétt hafa
verið mikill styrkur fyrir réttinn. Auðvitað
skipta réttlátir dómar mestu um það
traust, sem rétturinn nýtur og hefur notið
meðal þjóðarinnar. En að því frátöldu er
það fjarlægðin og þögnin.
Þjóðin hefur ekki kvartað undan þessari
þögn. Þvert á móti má ætla, að hún hafí
fagnað henni, þegar horft er til þess hvern-
ig hvert embættið á fætur öðru og hver
stofnunin á fætur annarri hafa horfíð af
stalli vegna þátttöku í dægurþrasi líðandi
stundar, nú síðast Seðlabanki íslands í því
sjónarspili, sem orðið er í kringum ráðn-
ingu nýrra bankastjóra. Er nokkurt vit í
því að auglýsa embætti bankastjóra? Þátt-
taka í daglegu masi þjóðmálaumræðna er
ekki eftirsóknarverð fyrir þá, sem vilja
halda trausti og trúnaði, þvert á móti er
hún hættuleg fyrir þá hina sömu.
Að undanförnu hefur þess gætt, að
Hæstiréttur íslands hefur vikið af þeirri
braut að halda ákveðinni fjarlægð og þögn
og láta í þess stað dómana tala. Þessi
stefnubreyting er réttinum ekki til fram-
dráttar. Þvert á móti er hún stórhættuleg.
Hæstiréttur íslands á að halda óbreyttri
þeirri stefnu, sem rétturinn hefur haft frá
upphafi, að dómarar hans séu lítt sjáanleg-
ir, að þögnin ríki að öðru leyti en því að
dómarnir tali og að fjarlægðin frá masi
og þrasi líðandi stundar sé ótvíræð.
„Nú skiptir máli,
að Yestfirðingar
grípi þau tæki-
færi til endur-
skipulagningar í
sjávarútvegi sín-
um, sem jarð-
göngin skapa.
Stefna ber að því
að mynda tvær til
þrjár stórar og
öflugar einingar í
sjávarútvegi á
þessu svæði. Þótt
þorskafli sé í lág-
marki nú kemur
sú tíð, að hann
eykst á nýjan leik
og þá þurfa Vest-
firðingar að vera
vel í stakk búnir
til þess að hag-
nýta sér til hins
ýtrasta nýja upp-
sveiflu í þors-
kveiðum.“
+