Morgunblaðið - 06.03.1994, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 06.03.1994, Qupperneq 26
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MARZ 1994 Anna Þorgríms- dóttir — Minning Fædd 5. desember 1894 Dáin 13. febrúar 1994 Það var eitt kvöld í fyrra, að sam- an komu sex konur, dætur þriggja systra, að rækta frændsemi og vin- áttu. Allt kvöldið átti hugi þeirra eitt ævintýri, og það var hún amma þeirra, Anna Þorgrímsdóttir. Þvílík- an sess átti hún í hjörtum þeirra, og þær bundu vonir við þann gamla sannleika, að eplið fellur sjaldan langt frá eikinni. Hinn 5. desember 1894 ól Jó- hanna Andrea Ludvigsdóttir Knuds- en manni sínum, Þorgrími Þórðar- syni héraðslækni í Borgum í Nesjum, dóttur. A lífi voru fimm bræður telp- unnar, Stefán Bjömsson, Björn, Þórður, Lúðvíg Ami og Ragnar Þor- grímssynir, síðar fæddist sjötti bróð- irinn, Einar. Anna litla varð rósin í þeim góða garði, fögur eins og móð- ir hennar og afasystur, Landakots- rósimar. Um Jóhönnu sagði frægur enskur ferðagarpur, W.L. Watts, í bókinni Norður yfir Vatnajþkul, sem hann skrifaði um þriðju íslandsför sína 1875: „Sandfell stendur við rætur Öræfajökuls. Að baki gnæfa gróðurlaus fjöll úr þéttri samryskju af eldfjallaösku og gosgrjóti, en prestinum (fyrri manni Jóhönnu, Birni Stefánssyni, sem hún missti) er ekki svo mikil vorkunn, þótt um- hverfið- sé ömurlegt, því hann á þá alfallegustu konu, sem ég hef séð á íslandi.“ Augu ömmu minnar háaldraðrar fengu næstum sinn forna ljóma þeg- ar hún sagði frá bemsku sinni, for- eldrunum góðu, bræðmnum uppá- tektasömu, kæmm hjúum og ná- grönnum, ferfættu vinunum og 'sveitinni fögm, Homafirði. Þegar hversdagur ellinnar íþyngdi henni var best að gleðja hana með því að víkja talinu þangað. Hún nefndi þá alla Nesjabæina í röð eins og hún hefði^ farið þaðan í gær, sagði frá vinkonu sinni Stebbu í Brattagerði og karlinum honum Arngrími, sem Bjössi bróðir hennar var iðinn við að stríða henni með, hló að því þeg- ar bræður hennar kenndu hænsnun- um að fljúga, annar af vísindgáhuga en hinn af prakkaraskap og varð létt á brún þegar hún minntist heim- iliskennarans unga, Páls Eggerts Ólasonar, sem var ekki bara yndis- legur kennari, heldur líka svo skemmtilegur, að allt heimilisfólkið hlakkaði til að fá hann austur með fréttir og nýjustu dansana úr Reykjavík. Um ævina ferðaðist amma mín um lönd og álfur. Minnisstæðust held ég þó háfí verið henni ferðin, sem hún fór með mömmu sinni þeg- ar hún var átta ára. Þær sigldu með Hólum frá Djúpavogi. Skipstjórinn, Jacobsen, var danskur, einkar elsku- legur við mæðgumar. „Hann var svo skotinn í mömmu, að hann var alltaf að koma inn í káetuna innaf mat- salnum og setti upp hundshaus þeg- ar pabbi kyssti mömmu þegar hann tók á móti okkur.“ Það var gaman að koma til Reykjavíkur, Anna litla fékk að læra að sauma hjá frú Jens- ínu Matthíasdóttur konu Ásgeirs Eyþórssonar kaupmanns, svona kom hannyrðaliljan snerhma fram i Jmmu. Og þær mæðgur höfðu nóg að gera að heimsækja ættingja og vini enda hjónin bæði Reykvíkingar, Anna átti sælar minningar um Ragnheiði ömmu sína í Vigfúsarkoti og móðurfólk á Vesturgötu 45 úr þessari ferð. Foreldrar Þorgríms voru Ragnheiður, dóttir hjónanna Guðrúnar Jónsdóttur frá Seli í Grímsnesi og Jóns Björnssonar Stephensen, hreppstjóra og forlíkun- armanns á Korpúlfsstöðum, og Þórð- ur, útvegsbóndi og fátækrafulltrúi í Vigfúsarkoti, sonur Ólafar Jónsdótt- ur frá Hvítárvallakoti og manns 'Vennar Torfa Árnasonar stúdents, bónda á Mófellsstöðum í Borgar- fírði. Foreldrar Jóhönnu voru Anna Kristjana, dóttir Önnu Katrínar Kristjánsdóttur Welding og manns hennar, Steindórs Waage og Ludvig Arne, sonur hjónanna Margarethe Andreu Hölter og Lauritzar Micha- els Knudsen. Þorgrímur Þórðarson "*r&r alþingismaður Austur-Skaftfell- inga. Að þingtíma loknum var Anna fegin að komast með foreldrum sín- um heim í Borgir með sögur úr höf- uðstaðnum, stuttkápu og nýjan kjól og þó nokkuð montin að hafa verið í Reykjavík. Hún amma mín var tíu ára þegar foreldrar hennar fluttust með fjöl- skyldu sína og fjórar stúlkur til Keflavíkur. Henni varð mikið um þegar hún heyrði af þeirri ráðagerð og kvaddi Hornafjörð og Hornfírð- inga með tárum en faðir hennar var orðinn þreyttur á löngum og erfíðum ferðalögum um héraðið, sem hann hafði gegnt nærri tvo áratugi. Húsin á Höfn voru tvö þegar Hólar sigldu þaðan í apríl 1905. Einum farþeg- anna var snúið frá borði, það var rússneskur skipbrotsköttur, sem löngu var orðinn heimilisköttur Borgarfólksins, elskaður og virtur. Hjátrúin sagði köttinn þann boða illt á sjó. Þau syrgðu Rússa sárt og hann þau meðan hann lifði. Anna sagðist hafa orðið skúffuð yfir Kefla- vík, þegar þangað kom. En hún tók fljótt gleði sína, festi þar yndi og þau öll, og í læknisbústaðnum, sem Þorgrímur og Jóhanna reistu, varð rausnarheimili þeirra til æviloka. Unglingsár ömmu minnar voru æskuglöð enda hafði hún létta lund og góðar gáfur og átti ást og að- dáun allra sinna. Hún var hvers manns hugljúfi en kunni líka að krydda tilveruna með mátulegum skammti af stríðni, hitt lærðist henni aldrei að vera rætin eða leiðinleg. Það var vottur af unglingauppreisn þess tíma hjá henni að neita að reima stígvélin sín og sumir unglingarnir afkomendur hennar eru nú í sömu spörum. Menntavegur ungrar stúlku lá í Kvennaskólann í Reykjavík, í minn- ingunni voru þar allir dagar sælu- dagar við nám og leik með kærum skólasystrum, sem hún bast ævi- löngum vináttuböndum. Þótt enginn væri hún námsþræll var hún náms- hestur, reikningshaus og hannyrða- lilja, næm á hvað sem var. Gaman þótti henni að minnast lærimeistar- anna, sem sumir urðu þjóðkunnir, og minnisstæðar eru skírnarbarni hins virðulega dómkirkjuprests, síra Bjama Jónssonar, sögumar af því hve hann, ungur og nýtrúlofaður, var syfjaður í kennslustundum á morgnana. Fóstra mín mundi vel 21. maí 1919, heiðursdag Önnu og Jóns Bjarnasonar, aðstoðarlæknis föður hennar, hve fögur þau voru og fag- urbúin og glaðir allir. Ungu hjónin sigldu strax við Kaupmannahafnar, Jón fór til náms við fæðingardeild Ríkisspítalans. Amma minntist ánægjustunda á Knippelsbrogade hjá Olafí Pálssyni skrifstofustjóra, föðurbróður Jóns, og töntu Ellen, og sagði oft frá því hve gaman henni þótti að taka sér far með rússíbanan- um í Tívolí og lét ekki þungann koma í veg fyrir þær salíbunur, svo manni hennar þótti nóg um. Þeim fæddist dóttir á jólaföstu. Þetta voru hamingjudagar. Þegar heim kom var Jón aðstoðar- læknir tengdaföður síns þar til honum var veitt Borgarfjarðarlæknishérað 1921. Bömin voru orðin tvö, Ingi- björg Bima og Stefán. Telpan varð eftir hjá afa sínum og ömmu, sem máttu ekki af henni sjá, ömmu minni þótti sárt að verða við þeirri bón. Ungu hjónin festu rætur í Borg- arfírði, bæði voru úr sveit og vildu vera í sveit. Fyrsta Borgarfjarðar- sumarið fór Jón með konu sína norð- ur í Steinnes að kynna hana fyrir föður sínum og fólki. Þau fóra ríð- andi, Anna vildi eiga stóran hest og reið Brún úr Andakíl, ekki var hann neinn listahestur, en Gráni Jóns var húnvetnskur gæðingur. Hún mundi glöggt eftir tengdaföður sínum, sem hún sá í þetta eina sinn því hann lést árið eftir. Síra Bjarni var við útistörf þegar þau komu í hlað, fall- egur karl á sauðskinnsskóm, „ég varð svolítið skotin í honum,“ sagði amma mín. Bjami var sonur hjón- anna Guðrúnar Jónsdóttur prests í Otradal og Páls hreppstjóra og dannebrogsmanns Ólafssonar á Akri. Ingibjörg, kona hans og móðir Jóns, var dóttir hjónanna Margrétar Björnsdóttur frá Auðnum og Guð- mundar, hreppstjóra á Skarðsá, Sölvasonar. Anna Þorgrímsdóttir og Jón Bjarnason áttu vel saman og unnust heitt. Þeim búnaðist vel, vora hjúasæl og vinsæl. Og bamsæl vora þau, Jóhanna fæddist 1922, Guðrún 1923, Þorgrímur 1926, Bjarni 1927, þær í Stafholtsey, þeir á Klepp- sjárnsreykjum. Fagrar myndir sýna gæfusama fjölskyldu. Jón, sem Borgfirðingar dáðu fyrir læknisstörf, var sannur umbótamaður og stofn- aði heilsuhæli á Kleppjárnsreykjum, studdur ráðum og dáð konu sinnar. Þau ár vora bestu ár ömmu minnar. En lukkan er hverful og lánið er valt, á þriggja ára afmælisdegi Þor- gríms litla sat hún við dánarbeð manns síns. Afí minn varð ekki nema 36 ára, hann lést á Landakoti 2. janúar 1929. Amma mín gekk þá með sjöunda barn sitt, hið elsta var ekki nema tíu ára. Lífíð greiddi henni og börnum hennar annað þungt högg, telpan, sem hún ól í apríl, lifði ekki nema eitt og hálft ár, hún bar nafn föður síns og móður, hét Jóna Anna. Amma mín átti langa ævi framundan þegar hún varð ekkja þijátíu og fjögurra ára. Hún harm- aði ævilangt mann sinn og barn, þann sára harm bar hún í hljoði. Anna Þorgrímsdóttir var ein þeirra, sem áttu heima í hjartanu í mér þegar ég fýrst man. I bernskuminn- ingunni era dagar með henni hátíðis- dagar því hún var engin hversdags- amma, ekki einu sinni á leiðinni út í mjólkurbúð á morgunkjólnum. Svo óskáldlegar göngur urðu skrúðgöng- ur með henni. Svo kunni hún alls konar brögð til að gera lífið skemmtilegt, á landnámsdögum ag- úrkunnar kom hún upp götu í heim- sókn með fullan poka af veislumat í hversdagspott. Og hvað lét hún standa eins og flaggstöng upp úr pokanum nema þetta nýstárlega græna hnossgæti. Afmælisveisla, sem hún hélt tíu ára telpu í fjarvist foreldranna, var fínni en nokkurt fímmtugsafmæli, gosdrykkirnir keyptir í kassavís og suðræn aldin líka, appelsínur og epli, og ekki vora veisluföngin skömmtuð á þessum skömmtunarárum, aðgangur frjáls að kössunum. Amma mín skampit- aði heldur ekki auðæfí hjartansj á þau var hún örlát við afkomendur, frændur og vini, og hún uppskar eins og hún sáði. Þegar ég man fyrst eftir ömmu vann hún í Lithoprenti, sem hún átti með Einari bróður sínum. Þar fannst barnabarni hún eins og drottning í ríki sínu, og þetta var merkilegt ríki með vélaskelli og sköll. Maður varð sjálfur merkilegur af að eiga aðgang að pappírsrenn- ingum í telpnatískulitum allra tíma, bleikum, ljósbláum, grænum, mikið voru þau hlutabréf vænleg til vin- sælda í skólanum. Það var glaðvært í Prentinu, systkinin glettin og spaugsöm og spræk og starfsmenn líka, og börnum var aldrei bannaður aðgangur. í bókahillum mínum eru Passíusálmarnir og Fjölnir ljósprent- aðir, gjafír frá ömmu minni, útgáfur þeirra Lithoprentssystkina. Amma átti mörg starfsár í fyrirtækinu að bróður sínum látnum, meðal þeirra verka, sem henni vora hjartfólgnust og hún var stoltust af, var Guð- brandsbiblía. Hún var einn fram- kvöðla þeirrar glæsilegu útgáfu, þó var hún ekki trúkona. Anna Þorgrímsdóttir var skýr í hugsun og skoðanadjörf. Hugur hennar var frjór og hendurnar líka. I siffoner móður minnar er dýrgripur okkar, peysufötin, sem amma saum- aði mér lítilli, sporin undurfín og sniðið líka. Fínasti jólakjóll dóttur minnar varð til á pijónum langömmu, þeirri rauðu gersemi skartar yngsta kynslóðin nú við há- tíðlegustu tækifæri. Kostafína sauð- skinnskó gerði hún amma mín okk- ur, hafði lært það af móður sinni, ekki höfðum við frænkur vit á að læra af henni þá Iist kynslóðanna. Pijónaskapur var líf hennar og yndi í ellinni fram á nítugasta og níunda ár, þegar hún neyddist til að leggja pijónana frá sér urðu dagarnir lang- ir. _ í bernskuminningasafni mínu er mynd ömmu minnar, barna hennar allra og bræðra björt. Fjölskyldan var samheldin og samverafús og svo undur skemmtileg, að ekki sé nú talað um fríðleikann, fór þar saman erfðir og 'uppeldi. Við börnin vorum aldrei fyrir í þeirri fjölskyldu en viss- um að hún átti okkur öll, svo sæl vora áhrif ömmu. Þessar samveru- stundir era minnisstæðar, kryddaðar stríðninni, sem var svo góðrar ætt- ar, að það var gaman að láta stríða' sér. Umvöndunarsemi var þar aldrei á dagskrá. Gleðifundir er glóði vín á skál vora Önnu að skapi. Þá var hún glöðust meðal glaðra og skemmtileg- ust. Síðast man ég hana í slíkum gleðskap þegar hún var áttatíu og fímm ára, enn var hún kvenna feg- urst og glæsilegust, þann góðra vina fund er gott að muna. Anna Kristín Kristjana var vinföst og trygglynd, ástrík móðir, elskuleg tengdamóðir, umhyggjusöm amma og Iangamma. Og henni var endur- goldið með ást, umhyggju og vináttu sinna nánustu. Fremstar í kærleiks- verkunum voru dætrarnar, Birna og Jóhanna, þær voru móðurinni mæð-, ur síðustu árin. Jóhanna hafði verið stoð móður sinnar frá sjö ára aldri, Birna kom í móðurhús fjórtán ára. Tryggð ekkju Stefáns móðurbróður míns, Önnu Þorbjargar Kristjáns- dóttur, við tengdamóður sína og Jóhönnu Andreu Lúðvígsdóttur við föðursysturina gleymist ekki. Ekki heldur elskusemi starfsfólks Drop- laugarstaða, þar sem amma átti heima um árabil, hjúkrunarliðs og hjálparkvenna, handíðakennara og hárgreiðslukonu, allt er það þakkað að lokum. Það var sunnudagur þegar amma mín sofnaði svefninum langa, 13. febrúar. Verði henni síðasti svefninn vær. Veröldin brosti ekki alltaf við Önnu, en hún kvaddi hana með blíðu, útfarardagur hennar 23. febrúar var bjartur og fagur. Síra Sigurður Haukur Guðjónsson jarðsöng ömmu mína í kyrrþey í Dómkirkjunni að viðstöddum kynslóðunum fjórum, sem af henni eru komnar, fólki henn- ar og fáeinum tryggðavinum. At- höfnin var fögur og pijállaus eins og hún vildi. Dætur þarna hennar og bróðurdóttir báru hana úr kirkju, en synir barnanna að gröfínni, sem hún kaus sér sjálf fyrir sextíu og fímm árum. Anna Þorgrímsdóttir hvílir í Gamla kirkjugarðinum hjá manni sínum og dóttur. Með henni kveðjum við, fólkið hennar, heila kynslóð, við skulum hugga okkur við að vera epli af þeirri sterku eik. Þeirri sem hér kveður móð- urömmu, er ljúft að bera nafn föð- urömmu hennar. Sjálf hét amma mín í höfuðið á móðurömmu sinni. Um föðurömmu þeirrar Önnu, Rann- veigu Filippusdóttur, orti Bjarni Thorarensen 1825 það erfiljóð, sem aldrei fyrnist, niðurlagshendingarn- ar verða lokaorð kveðju til ömmu minnar elskulegrar úr ættanna kyn- lega blandi: Sanna mun hver þá sögu er sjá hana mátti: að bjartast hreint skin hjarta úr hálfslokknum augum. Ragnheiður Ásta Pétursdóttir. „Maður getur gert allt sem maður vill,“ sagði einn góðkunningi minn, er ég var í uppgjafarhugleiðingum. Þessi setning kom upp í huga mér er ég ákvað að minnast elskulegrar frænku minnar, er hafði lifað nær heila öld og það viðburðaríku lífí. Anna, en svo var hún nefnd í dag- legu tali, fæddist á Borgum í Nesjum A-Skaftafellssýslu. Foreldrar hennar voru Þorgrimur Þórðarson héraðs- læknir og kona hans Jóhanna Andrea Lúdvígsdóttir Knudsen. Þar ólst hún upp hjá foreldrum og systkinum til ársins 1904, er fjölskyldan fluttist til Keflavíkur, en Þorgrímur var þá skipaður héraðslækriir Keflavíkur- héraðs. Þar dvaldist Anna unglings- árin með fjölskyldu sinni í góðu yfír- læti. Þegar Anna komst á yngismeyja- aldurinn fór hún til náms í Kvenna- skólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan með ágætiseinkunn. Árið 1918 réð Þorgrímur Þórðar- 'son læknir til sín aðstoðarlækni, Jón Bjarnason frá Steinnesi, er lokið hafði kandídatsprófi sama ár. Þar kynntist Anna Jóni og var það ást við fyrstu sýn. Hinn 21. maí 1919 gengu þau í heilagt hjónaband. Héldu þau síðan til Kaupmannahafnar, þar sem Jón stundaði framhaldsnám í skurðlækningum og kynnti sér einnig nýjungar í lyflækningum. Fyrsta barn þeirra hjóna fæddist í Kaupmannahöfn 2. des. 1919, mey- barn sem hlaut í skíminni nafnið Ingibjörg Birna. Að loknu námi flutt- ust þau heim og settust að í Kefla- vík. Stundaði Jón lækningar þar, uns hann var skipaður héraðslæknir í Borgarfjarðarhéraði 2. maí 1921. Er þau fluttu þaðan varð Birna dóttir þeirra eftir í umsjá afa síns og ömmu. Hún var augasteinn þeirra og báðu þau um að mega hafa hana hjá sér um tíma. Sá tími varð að árum, hún dvaldi þar til 1934, eða þangað til bæði gömlu hjónin voru látin. Þau hjónin Anna og Jón störfuðu í Borgarfjarðarhéraði af lífi og sál, öfluðu sér trausts og virðingar og lögðu sig fram um að lina þjáningar héraðsbúa og létta þeim stundir með glaðværð sinni og dugnaði. Þetta tímabil hefur sennilega þó verið hið erfiðasta í lífi þeirra beggja. Alls urðu böm þeirra 7, það síðasta var ófætt er Jón lést. Það hefur því ver- ið hlutverk læknisfrúarinnar að sinna börnunum, stjórna vinnuhjúum og taka á móti öllum þeim gestum og sjúklingum, sem dvöldu á heimili þeirra hjóna um lengri eða skemmri tíma. Jón læknir hafði veikst af bijóstveiki á unga aldri en fengið góðan bata. Veikin tók sig upp aft- ur, sennilega vegna of mikils vinnuá- lags, og ágerðist með árunum. Má segja að þau hjónin hafi lifað í skugga dauðans um árabil, eða þar til Jón lést 2. janúar 1929, aðeins 36 ára að aldri. Minningarathöfn um Jón fór fram í Dómkirkjunni nokkra síðar, að við- stöddu ljölmenni. Þar flutti séra Ei- ríkur Albertsson á Hesti í Borgar- firði, sem var skólabróðir Jóns og vinur, minningarræðu og sagði með- al annars (um frú Önnu): „Ég veit að ég má segja í þínu nafni (þ.e. Jóns): Hún er það bezta sem lífið gaf mér, hún stóð á bak við störf þín sem hollur ráðgjafí." Um Jón komst hann svo að orði: „Þegar ég nú að lokum spyr hvað einkenndi mest líf míns látna vinar, hver var hin máttuga undiralda bak við nám hans og störf frá fyrstu tíð, þá er ég ekki í vafa um svarið. Hann var heill og göfugur drengUr í sannleiks- leit.“ Síðar sagði hann: „Á bak við þokubakka efnisheimsins leitaði hann að ljósinu, er varpað gæti birtu, skynsamlegri birtu, á hrörnun og dauða mannanna. Hin dula og djúpa sál hafði ekki hátt um þá leit, en þú leitaðir og kafaðir og komst með perlu að landi.“ Eftir fráfall Jóns flutti Anna með börn og bú til Reykjavíkur, bjó fyrst í kjallaraíbúð hjá Guðmundi Thor- oddsen yfírlækni, en flutti síðar í húsið Bergþóragötu 21 og eignaðist þar sitt sjöunda barn, Jónu Önnu, þann 22. apríl 1929, en hún lést 10. nóv. 1930. Nokkrum árum seinna lét hún byggja fyrir sig hús á Ljósvalla- götu 8 og flutti þangað. Þetta mikla áfall og sorg megnaði ekki að brjóta niður þessa ungu, lífs- reyndu konu. Hún hafði kynnst fá- tækt, veikindum og dauða sveitunga sinna í Borgarfjarðarhéraði og hugg- að þá í raunum þeirra. Hún vissi þá strax að lífið var ekki allt dans á rósum og nú var komið að henni að takast á við uppeldi barna sinna. Hennar metnaður var að mennta þau og skila þeim út í lífið sem góðum og nýtum borguram. Og þar sem efniviðurinn var góður tókst henni að ná því takmarki. Það var einn af stærstu sigrum hennar í lífínu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.