Morgunblaðið - 06.03.1994, Síða 35

Morgunblaðið - 06.03.1994, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SIUIA SUNNUDAGUR 6. MARZ 1994 35 ATVINNUAi / YSINGAR Atvinna óskast 26 ára stjórnmálafræðingur, sem hefur ný- lokið MA „in European integration and coop- eration", óskar eftir atvinnu eða einstökum verkefnum. Upplýsingar í síma 19519. Vallarstjóri Golfklúbbur Oddfellowa óskar eftir að ráða vallarstjóra (Greenkeaper). Aðeins vanur maður með reynslu og meðmæli kemur til greina. Tilboð, sem greini frá fyrri störfum, sendist til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 15. mars 1994 merkt: „Vallarstjóri - 10582“. Hjúkrunarfræðingar Sjúkrahús Hvammstanga óskar eftir hjúkrun- arfræðingi til starfa í vor eða byrjun sumars, vegna sumarafleysinga, á kvöld- og morgun- vaktir. Starfshlutfall samkomulag. Nánari upplýsingar hjá hjúkrunarforstjóra í síma 95-12329. HEILSUVERNDARSTÖÐ REYKJAVÍKUR BARÓNSSTÍG 47 Laus staða forstjóra Heilsugæslunnar í Reykjavík Laus er til umsóknar staða forstjóra Heilsu- gæslunnar í Reykjavík. Hlutverk forstjóra er að annast daglegan rekstur, fjármál, skipu- lagningu og samræmingu reksturs heilsu- gæslustöðvanna og Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur í umboði stjórna þeirra. Gerð er krafa um sérþekkingu á rekstri heil- sugæslu, sbr. 21. og 30. gr. laga nr. 97/1990 um heilbrigðisþjónustu. Staðan veitist frá 15. apríl nk. Umsóknir, ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun og störf, sendist Samstarfsráði Heilsugæslunnar í Reykjavík, Heilsuverndar- stöð Reykjavíkur, Barónsstíg 47, 101 Reykja- vík, fyrir 31. mars nk. á eyðublöðum sem þar fást. Nánari upplýsingar veitir forstjóri í síma 22400. Heilsugæslan í Reykjavík, 3. mars 1994. Framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjan hf., Reykhólum óskar að ráða framkvæmdastjóra til starfa. Starfið er laust 1. maí nk. eða samkvæmt nánara samkomulagi. Starfssvið: Markaðs- og sölumál, fjármál, tæknilegur rekstur og skyld störí. Leitað er að viðskipta- og/eða tæknimennt- uðum einstaklingi. Nauðsynlegt er að við- komandi hafi einhverja reynslu í rekstri/stjórnun. Búseta á Reykhólum skilyrði. Húsnæði til staðar. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál. Umsóknir, er tilgreini aldur, menntun ásamt starfsreynslu, sendist Ráðningarþjónustu Guðna Jónssonar, Tjarnargötu 14, Rvík. Umsóknarfrestur er til 21. mars nk. Gudni Tónsson RAÐGJÓF fe RÁÐNI NCARÞJÓNUSTA TJARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 Ifl Leikskólar Reykjavíkurborgar Lausar eru til umsóknar stöður leikskóla- stjóra í eftirtöldum leikskólum sem munu taka til starfa í vor: Funaborg við Funafold Lindarborg við Lindargötu Sólborg við Vesturhlíð í Sólborg verður lögð sérstök áhersla á sam- skipan fatlaðra og ófatlaðra barna. í Lindarborg verður áhersla lögð á þjónustu við börn nýbúa. Fóstrumenntun áskilin, framhaldsmenntun æskileg. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, skilist fyrir 15. mars nk. Nánari upplýsingar gefa Bergur Felixson, framkvæmdastjóri, og Margrét Vallý Jó- hannsdóttir, deildarstjóri, í síma 27277. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277. Auglýsingastjóri Fjölmiðill óskar eftir auglýsingastjóra. Umsækjandi þarf að búa yfir reynslu, mark- aðssetningu, stjórnun, sölumennsku, frum- kvæði, lipurð og ákveðni. Framtíðarstarf. Þyrfti að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 10. mars, merktar: „N - 13097“. Lyfjafræðingur Vegna aukinna umsvifa er óskað eftir lyfja- fræðingi til framtíðarstarfa við lyfjaverk- smiðju ísteka hf. Upplýsingar gefur dr. Hörður Kristjánsson, framkvæmdastjóri í síma 814138. Skriflegar umsóknir sendist til ísteka hf., Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík. Sjúkrahús Suðurnesja, Keflavík Reyklaus vinnustaður Hjúkrunarfræðingar - Ijósmæður Hjúkrunarfræðingar óskast til sumar afleys- inga á sjúkradeild sjúkrahússins í Keflavík og á hjúkrunardeild aldraðra í Grindavík. Möguleiki á fastráðningu. Ljósmæður óskast til sumarafleysinga á fæðingardeild sjúkrahússins í Keflavík. Áhugasamir hjúkrunarfræðingar og Ijós- mæður vinsamlegast hafið samband við Ernu Björnsdóttur, hjúkrunarforstjóra, í vinnusíma 92-20500 eða heimasíma 92-12789. W Leikskólar Reykjavíkurborgar Óskum að ráða sérhæft starfsfólk til stuðn- ingsstarfa á eftirtalda leikskóla: Álftaborg v/Safamýri, s. 812488. Rauðaborg v/Viðarás, s. 672185. Sunnuborg v/Sólheima, s. 36385. Einnig vantar fóstru í leikskólann Seljaborg v/Tungusel, s. 76680. Allar nánari upplýsingar gefa viðkomandi leikskólastjórar. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277. Okkur vantar nú þegar vana starfskrafta i verslun okkar. 1. frá kl. 10 -14. 2. frá kl.14-18. Uppl. á staðnum mánud. kl.17-18. Trönuhrauni 6 • 220 Hafnarfirði Bygginga- verkfræðingur Við viljum ráða byggingaverkfræðing með reynslu og hug á eftirfarandi: • Nýsköpun og þróun. • Viðhaldi bygginga. • Forritun. • Rannsóknum. • Verkefnum erlendis. Aðeins skriflegum umsóknum svarað. SÆGEIMUR ARKITEKTAR SEASPACE A/E/C AÐALSTRÆTI 4 PÓSTHÓLF 816 REYKJAVIK IS121 ICELAND Forritari Forritari óskast til starfa nú þegar. Þarf að hafa kunnáttu á C++ og Paradox. Umbrotsmaður Umbrotsmaður óskast til starfa nú þegar við vinnu á Macintosh og Quark Xpress. Umsóknir um ofangreind störf, sem tilgreini m.a. menntun og fyrri störf, sendist auglýs- ingadeild Mbl. fyrir 9. mars, merkt: „FU - 8297“. Með allar umsóknir verður farið sem trúnað- armál og öllum umsóknum svarað. Snyrtivörudeild HAGKAUP óskar að ráða starfsmann í snyrti- vörudeild í verslun fyrirtækisins á Akureyri. Æskilegt er að umsækjendur uppfylli eftirfar- andi skilyrði: - Hafi menntun í snyrtifræði og/eða reynslu af sölu á snyrtivörum. - Hafi góða og örugga framkomu. - Geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir deildarstjóri á staðnum (ekki í síma) og Anna G. Ólafsdótt- ir, innkaupadeild Hagkaups, Skeifunni 15, 108 Reykjavík. HAGKAUP Málmiðnaðarmenn -rafvirkjar Óskum eftir að ráða á verkstæði okkar vél- smið eða blikksmið með góða þekkingu á vinnu í ryðfríu stáli. Rafvirkja með þekkingu eða áhuga á smíði tækja og vinnu við kælitæki. Umsækjendur komið á staðinn og ræðið við verkstjóra. Smiðsbúð 12, 210 Garðabæ.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.