Morgunblaðið - 06.03.1994, Qupperneq 39
MORGÚNBLAÐIÐ ATVINNA/fttilttSMÁ'! v n ,4 ,:
. MÁRZ 1994
3Ö
WtAOAUGL YSINGAR
Veðskuldabréf
Hef áhuga á að kaupa veðskuldabréf með
allt að 5-15 ára lánstíma.
Virkni hf.,
Lágmúla 7,
sími 812800.
Gott atvinnutækifæri
Meðeigandi óskast að ört vaxandi.heildsölu
sem sérhæfir sig í fatnaði. Æskilegt er að
viðkomandi geti séð um erlend viðskipti, inn-
kaup og þess háttar.
Umsóknir skilist til auglýsingadeildar Mbl.
fyrir 10. mars, merktar: „Tækifæri - 13094“.
FELAGSMÁLASTOFNUN
REYKJAVÍKURBORGAR
Síðumúla 39, 108 Reykjavík, s. 678500
Styrktar fósturfjölskyldur
(professional)
fyrir unglinga óskast
Við óskum eftir samstarfi við fjölskyldur í
Reykjavík og næsta nágrenni sem tilbúnar
eru til að fóstra ungling tímabundið á
heimili sínu.
Við leitum að fólki með menntun í uppeld-
is—, sálar- eða félagsfræðum og/eða reynslu
af vinnu með unglingum.
Námskeið fyrir verðandi fósturfjölskyldur
verður haldið á næstunni.
Nánari upplýsingar veita Rúnar Halldórsson
og Harpa Sigfúsdóttir, félagsráðgjafar vist-
unarsviðs, í síma 678500 milli kl. 9.00-12.00
næstu daga.
Vatnsveita Reykjavíkur
Samkeppni um útilista-
verk/vatnslistaverk
Vatnsveita Reykjavíkur auglýsir eftir umsókn-
um frá þeim, sem hafa áhuga á að gefa kost
á sér í lokaða samkeppni um gerð útilista-
verks/vatnslistaverks.
Þeir, sem hafa áhuga, sendi umsókn sína
ásamt upplýsingum um listferil (sýningaskrár
og bækur) til trúnaðarmanns dómnefndar
fyrir 21. mars nk. Utanáskrift: Samkeppni
um útilistaverk/vatnslistaverk, c/o Ólafur
Jónsson, trúnaðarmaður dómnefndar, póst-
hólf 1115, 121 Reykjavík. Heimilt er að láta
Ijósmyndir og skyggnur fylgja umsókn.
Dómnefnd, skipuð af fulltrúum útboðsaðila
og SÍM, mun velja 5 aðila úr hópi umsækj-
enda til að gera tillögur að umræddu verk-
efni í lokaðri samkeppni.
Samkeppnin er lokuð hugmyndasamkeppni;
samkeppni þar sem einvörðungu er gert ráð
fyrir að þátttakendur skili inn frumdrögum
ásamt stuttri lýsingu á hugmynd. Samkeppn-
in verður haldin samkvæmt samkeppnisregl-
um Sambands íslenskra myndlistarmanna.
Tilgangur samkeppninnar er að fá fram tillög-
ur (að útilistaverki/vatnslistaverki), sem til
þess eru fallnar að útfæra í fullri stærð.
Ákvörðun verðurtekin, að lokinni samkeppni
um hvaða verk verður valið til útfærslu, ef
um framkvæmd verksins semst.
Gert er ráð fyrir að val á þátttakendum og
samkeppnislýsing liggi fyrir 25. mars nk.
Stefnt er að því að gerð listaverksins og
uppsetningu verði lokið á hausti komanda.
Nánari upplýsingar gefur trúnaðarmaður í
símum 37452/681770 kl. 17-19.
Jazzisy
útgáfusamlag Jazzdeildar F.Í.H. og Jazzvakn-
ingar, óskar eftir tillögum frá jazztónlistar-
mönnum um verkefni til útgáfu. Gefnir verða
út 12 geisladiskar á næstu þremur árum og
verður leitast við að gefa út nýja, íslenska
jazztónlist, auk eldra efnis.
Þeir, sem kynnu að hafa í fórum sínum sögu-
lega mikilvægar upptökur, eru sérstaklega
hvattirtil að gefa sig fram. Tillögum að útgáf-
um, ásamt fjárhagsáætlunum, skal skilað
skriflega til Jazzis, Rauðagerði 27,108 Rvík.
Listafólk
Ný gjafavöruverslun, sem verðúr opnuð fljót-
lega, óskar eftir vöru í umboðssölu eða til
kaups úr smíðajárni, gleri og keramiki.
Einnig skartgripi.
Áhugasamir sendi upplýsingar til auglýsinga-
deildar Mbl. fyrir 10. mars, merktar:
„Hugmyndaflug - 13095“.
Orlofsnefnd Hafnarfjarðar
auglýsir styrk á Nordisk Forum 1.-6. ágúst
í Ábo í Finnlandi. Tekið verður á móti um-
sóknum um styrki laugardaginn 12. mars
milli kl. 13 og 16 á Vesturgötu 8.
Sumarorlofið verður á Hvanneyri fyrstu
vikuna í júlí.
Oriofsnefndin.
Snókerborð til sölu
Billiardsamband íslands hefurtil sölu eitt 12
feta snókerborð (Matchroom og stielblocks).
Borðið selst uppkomið með nýjum dúk og
lampa. Hefur verið notað í öllum helstu
keppnum hérlendis.
Upplýsingar í síma 27863.
Bílamálarar
Notaður sprautuklefi (Blikkver) til sölu.
Upplýsingar gefur:
ocs&.ei
FAXAFENM2-SÍMI 38000
Veitingastaður
Til sölu veitingastaður í góðum rekstri mið-
svæðis á vesturlandi. Staðurinn er í leiguhús-
næði sem hægt væri að fá keypt, ef áhugi
er fyrir hendi.
Uppl. aðeins gefnar á skrifstofu.
Sjálfstæði-Firmasala,
Skipholti 50b,
símar 19400-19401,
fax 622290.
Söluturn -
bílalúgur - nætursala
Vorum að fá í einkasölu mjög öflugan sölu-
turn, sem staðsettur er við eina mestu um-
ferðargötu Reykjavíkur. Tvær bílalúgur, grill,
Lottó og spilakassar. Mjög mikil samloku-
og pylsusala. Þetta er frábært tækifæri fyrir
fjárfesta. Aðeins mjög traustir og fjársterkir
aðilar koma til greina. Bein sala.
Uppl. aðeins gefnar á skrifstofu.
Sjálfstæði-Firmasala,
Skipholti 50b,
símar 19400-19401,
fax 622290.
Einbýlishús og heildverslun
Vegna flutninga erlendis er til sölu á höfuð-
borgarsvæðinu rúmlega 200 fm einbýlishús
og heildverslun á sama stað (ekki mjög stór),
með þekkt og góð umboð. Selst saman eða
sitt í hvoru lagi. Eignaskipti koma til greina.
Tilboð, merkt: „K - 10255“, óskast send til
auglýsingadeildar Mbl. fyrir 15. mars nk.
Hótel til sölu - hótel
Lítið hótel á landsbyggðinni til sölu. Hentar
vel sem fjölskyldufyrirtæki. Ört vaxandi fram-
tíðarmöguleikar. Hótelið er staðsett á einum
af veðursælustu stöðum landsins.
Aðeins fjársterkir aðilar koma til greina.
Lysthafendur leggi inn nafn, kennitölu og
símanúmer á auglýsingadeild Mbl., merkt:
„Hótel - 8295“.
Til sölu úr þrotabúi
Ekocompact 6000 sorppressa úr ryðfríu
stáli, hentug í veitingahús og stærri skip.
Pressan er ónotuð en hefur verið í tollvöru-
geymslu.
Upplýsingar í síma 53033.
Jón Auðunn Jónsson hdl.
Skóbúð Laugavegi
Til sölu rótgróin skóverslun á Laugaveginum
í 140 fm leiguhúsnæði með sanngjarna leigu.
Nýstandsett verslun með góðum innrétting-
um. Reksturinn er til sölu á mjög hagstæðu
verði. Tilvalið atvinnutækifæri fyrir 1-2 ein-
staklinga eða fjölskyldu.
Frekari upplýsingar hjá HÚSAKAUP, Suður-
landsbraut 52, sími 682800.
Lager Garðshorns
Til sölu hluti af lager Garðshorns í eigu dánar-
bús Magnúsar Sigurjónssonar. Um er að
ræða blómapotta, skrautmuni og fleira.
Áhugasamir hafi samband við undirritaða
fyrir 10. mars nk. í síma 622024.
Steinunn Guðbjartsdóttir hdl.,
skiptastjóri dánarbúsins.
Verslunin Músik og sport
ertil sölu
Sérvöruverslunin Músik og sport í Hafnar-
firði er til sölu. Verslunin hefur starfað í 23
ár. Verslunin er í rúmgóðu húsnæði og með
góðar innréttingar.
Helstu söluvörur eru íþróttavörur, fatnaður,
geisladiskar, veiðivörur o.fl.
Nánari upplýsingar veitir Gísli S. Arason,
vs. 622228 og hs. 651251.
Málverkauppboð
Óskum eftir myndum fyrir næsta málverka-
uppboð. Fyrir viðskiptavin okkar leitum við
að góðum verkum eftir Jón Stefánsson og
Ásgrím Jónsson. Vinsamlegast hafið sam-
band sem fyrst. Opið virka daga frá kl. 12-18.
áaél&U
BORG
við Austurvöll,
sími 24211.
I