Morgunblaðið - 06.03.1994, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MARZ 1994
47
11. mars verður síðasti dagur sem við tökum
á móti notuðum skóm, í söfnuninni
„Látum skóna ganga afturk
/
I verslunum okkar
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
SÍMI 18519
Ioppskórinn
VEniJSUNDI V/INGÓLfSTORG
SÍMh 21212
STEINAR WAAGE ^
SKÓVERSLUN
SÍMI 689212
Við viljum þakka öllum þeim, sem stutt hafa þetta málefni
með því að koma með skó til okkar.
Nú þegar höfum við sent tvo gáma með um 30.000 pör til Chile og um 5.000 pör
til Grænhöfðaeyja með fiskiskipinu Islandica og erum að fylla þriðja gáminn.
Það má því láta nærri að um 50.000 pör verði send til bágstaddra.
Sérstakar þakkir fá eftirtaldir aðilar, sem hafa aðstoðað
eða stutt málefnið á einhvern hátt:
Flutningafyrirtækir Jónar hf.
Samskip
Plastprent
Sem er útgáfan
MagnúsIngiIngason
Kaupfélag Eyfirðinga
AKO-POB
. Heiðar Sigurðsson
Gámaþjónusta Vestfjarða
Isafjarðarbær
ísafjarðarleið
Ásamt fjölda leikskóla,
kirkna og félagasamtaka
sem hafa safnað.
Fermingar
Sunnudagsblaði Morgunblaðsins, 13. mars nk.; fylgir blaðauki sem heitir
Fermingar. I þessum blaðauka verður fjallað um flest það sem viðkemur
fermingunni: Uppskriftir og aðferðir við skreytingar á fermingartertum, auk
uppskrifta og tillagna að hlaðborðum með köldum mat, heitum réttum og
bakstri, að vanda unnið að fagfólki. Þá verður fjallað um hina ýmsu möguleika .
sem eru í boði fyrir þá sem vilja kaupa veisluföngin að, hvort heldur er fyrir
tertuveislur eða matarveislur. Fermingarfatnaði verður gerð góð skil í máli og
myndum, sem og hárgreiðslu og tilheyrandi og fjallað um fermingargjafir og
óskir ungmenna í þeim efnum.
Þeim sem áhuga hafa á að auglýsa í þessum blaðauka er bent á að
tekið er við auglýsingapöntunum til kl. 16.00 mánudaginn 7. mars.
Nánari upplýsingar veita Agnes Erlingsdóttir, Helga Guðmundsdóttir
og Petrína Ólafsdóttir, starfsmenn auglýsingadeildar í síma 69 1111 eða
símbréfi 69 1110.
- kjarni málsins!
eftir Elinti Pálmadóttur
Fjölskyldan
Ar fjölskyldunnar! Ræður og
ráðstefnur, allir tali um
fjölskylduna. Er þá bara ein fjöl-
skylda?i Ég hefi verið að svipast
um eftir þessari fjölskyldu. Ékki
er auðvelt að koma auga á hana
í máli viturs fólks sem talar um
stöðu og úrræði af ýmsu tagi
fyrir þessa fjölskyldu. Oft sýn-
ast þetta vera margar fjölskyld-
ur, sín af hveiju tagi. Sameinuðu
þjóðirnar leggja áherslu á að
fjölskyldur séu með ýmsum
hætti og að Ár fjölskyldunnar
höfði því til
allra íjöl-
skyldna. Eins
og til stóð hef-
ur hér verið
skipuð opinber
nefnd með
þrem tugum
fulltrúa fé-
lagasamtaka
og opinberra
stofnana. Þar
bar ég því nið-
ur eftir skil-
greiningu á ís-
lensku fjöl-
skyldunni sem
verið er að
meta og spá í
til frambúðar í
íslensku sam-
félagi. Landsnefndin ætlar að
hafa til hliðsjónar við störf sín:
„Fjölskyldan er hópur einstakl-
inga sem, á sameiginlegt heim-
ili, þar sem þeir deila tómstund-
um, hvíld, tilfinningum, efna-
hag, ábyrgð og verkefnum.
Meðlimir eru oftast fullorðnar
manneskjur af báðum kynjum
eða einstaklingar, ásamt bami
eða börnum (þeirra). Þau eru
skuldbundin hvort öðru í sið-
ferðilegri, gagnkvæmri holl-
ustu.“ Ekki verður séð af þessu
hvort börn verða að vera á heim-
ili til þess að einstaklingurinn
geti talist eiga fjölskyldu. Held-
ur ekki verður af fyrirlestrum
og ræðum séð að þessi skilgrein-
ing sé endileg notuð.
Fjölskyldan hefur breyst í
áranna rás. Þama er um merki-
lega breytingu á merkingu orðs
og túlkun að ræða. Upphaflega
var fjölskylda hin mörgu skyldu-
verk sem unnin voru á bænum
og færðist svo yfir á þann hóp
sem vann þessi verk. Síðan smá-
þregdist merkingin, enda fækk-
aði heimilisfólki, og fór að ná
yfir þennan þrönga ættmenna-
hóp, foreldra, börn og afa og
ömmu, eins og margir nota það
ennþá. Ef flett er upp í gömlu
Blöndals orðabók stendur: Fjöl-
skylda 1. (mikill barnaflöldi)
talrig Familie, stor barneflok og
2. Familie, með dæmi: í húsinu
býr ein fjölskylda. Sem sagt
annað hvort barnmörg fjöl-
skylda eða fólkið sem býr á einu
heimili. Lítum á nýrri merking-
ar. í orðabók Árna Böðvarsson-
ar nær orðið fjölskylda yfir for-
eldra og börn þeirra, húsráðend-
ur og afkomendur þeirra, syst-
kyni og skyldulið. Þar eru þá
innifalin í fjölskyldunni mágkon-
ur og mágar og börn þeirra og
systkynabörn. Allt þetta fólk er
líka með þegar talað er um fjöl-
skylduboð. Þá er boðið nánustu
frænkum og frændum, ekki
satt? Nú var flett upp í íslenskri
samheitabók: Fjölskylda, fólk,
heimafólk, hjón, sifjalið, skyldul-
ið, stendur þar. Víkkar enn
merkingin. Ekki virðist fjöl-
skyldan hjá ræðumönnum á há-
tíðastundum á Ári fjölskyldunn-
ar alltaf ríma almennilega við
það. Samtal og marktæk hug-
myndaskipti geta varla orðið
þegar lögð er svo mismunandi
merking í lykilorðið. Mér sýnist
„fagfólkið" að minnsta kosti
nota orðið fjölskylda í þrengstri
merkingu. Sé oft aðeins að tala
um foreldra eða foreldri með lít-
il börn. Sýnist hafa verið að
saxa á fjölskylduna um nokkurt
skeið og skipta henni niður í æ
smærri brot.
Þá vaknar spurningin: Er það
þetta sem fólkið í landinu vill
raunverulega?
Og þá umfram
allt: Er það
þetta ‘sem al-
menningur tel-
ur börnum
landsins fyrir
bestu, að eiga
sem fámenn-
asta fjöl-
skyldu? Sem
fæsta að?
í áratugi
hefi ég átt við-
töl við fólkið í
landinu og
fjölmarga sem
búa erlendis.
Þegar þessir
einstaklingar
eru að segja
sinni, hvað hefur
mér frá ævi
haft mest áhrif á þá og líf þeirra,
falla makalaust oft orð á þessa
leið: Ég var nú svo heppin að
amma mín var á heimilinu þegar
ég var að alast upp. Báðir afar
mínir og ömmur. Flestir segja
að þeir hafí fullorðnir áttað sig
á hversu mikilvægt það hafði
verið þeim. Þeir sem búa erlend-
is segja nær alltaf að þeir sakni
mest nábýlisins við „fjölskyldu
sína“, þótt þeir eigi sinn maka
og börn á staðnum. Það nægir
greinilega ekki sem fjölskylda.
Sumir segja að krakkarnir
þeirra sæki svo til íslands, því
þeir eigi enga fjölskyldu þarna.
Og margir láta orð falla þegar
eitthvað kemur fyrir þá á lífs-
leiðinni, að þeir hafi verið svo
heppnir að eiga stóra fjölskyldu.
Hún er bakhjarlinn.
Kristín Gústafsdóttir félags-
ráðgjafi í Svíþjóð sagði mér í
viðtali að merki sjáist um að
unga fólkið í Svíþjóð sé aftur
farið að telja ættartengslin
skipta máli. Þegar uppgangur-
inn var mestur í samfélaginu
eða uppreisnirnar um 1960-70
hafi verið tilhneiging til að van-
meta fjölskylduna, en nú þegar
að kreppir hallist það að stórfjöl-
skyldunni. Unga fólkið hallist
aftur að fjölskyldulífí umfram
kynslóðina sem nú er miðaldra.
Og Jón Björnsson sálfræðingur
bendir á að ekki sé langt síðan
neikvæð grundvallarafstaða til
fjölskyldunnar naut vinsælda
hér. Er miðaldra kynslóðin ekki
einmitt sú sem mest hefur og
er að móta félagslegar skoðan-
irnar hér á landi? Og lögin? í
erindi Jóns kemur einmitt fram
að frá því í maí 1991 hafi aldrað-
ir foreldrar ekki komið upp-
komnum börnum sínum laga-
lega neitt við. Og að samkvæmt
gildandi lögum um íslensk börn,
koma þau öfum sínum og ömm-
um lagalega ekki við frekar en,
minkum og tófum. Hvaða kúrs
er verið að taka á Ári fjölskyld-
unnnar? Halda áfram á sömu
braut og minnka fjölskylduna
svo að einstaklingurinn eigi sem
fæsta að? Eða endurmeta svona
stefnu? Snúa við?